Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.03.2002 at 09:21 #458846
Ég var nú bara að spyrjast fyrir um hvaða DÍSELVÉL geti gengið við það vélarkram sem fyrir er í bílnum hjá mér. Fyrir mér er dæmið mjög skírt og út reyknað af minni hálfu. Díselinn er hagstæðari í rekstri PUNKTUR. En mikið djöfull (ef af breytingum verður) á maður eftir að sjá eftir fjörinu sem fylgir kraftmikilli bensínvél.
06.02.2002 at 09:46 #458816Kæri Óli.
Takk kærlega fyrir þennan ágæta pistil.
Ég er búinn að vera að skoða alla mögulega og ómögulega kosti í þessum dísel-huleiðingum.Málið er það að mig langar að ferðast ennþá meira um þetta fagra fjallaland okkar, en það getur verið svo helvíti dýrt að fara í lengri ferðir að maður lætur einfaldlega alldrei verða að því.
Ágætu meðlimir þessa góða klúbs og aðrir þegnar í þessu landi! Olíufélöginn hafa einfaldlega rassskelt okkur, og ekki er okkar ágæta alþingi beint að hjálpa til með þessum okur gjöldum og sköttum á olíu og bensín.
Það er erfitt að brosa Óli minn! Efað maður skellir sér í eina helgarferð, eiðir svona 25 þúsund kalli í bensín þíðir það að maður hafi borgað u.þ.b. 15 þúsundum í opinnber gjöld, skatta og skyldur, athugaðu eftir EINA helgi. Það er ömurlegt vægast sagt að þurfa að búa við þetta.
Kveðja Ragnar Karl
05.02.2002 at 13:37 #191315Sælir félagar!
Eg er að velta fyrir mér að planta díselvél í jéppann hjá mér (er með V8). Grindinn og kramið er úr 74 bronko að langmestu leiti og dekkinn 36-44″ (fer allt erfit hversu góðri þrekþjálfunn ökumaðurinn er í). Hvaða díselvélar ganga beint á C4 sjálfkiptinguna?Hvaða vélum mælið þið með, og/eða gírkassa sem gæti þá gengið á Bronko millikassann. Ég er alls ekki að leita að þeirri kraftmestu eða stæðstu, bara að að hún skili manni heim aftur.
Með fyrirframm þökk.
Ragnar Karl Gústafsson X-5650
10.12.2001 at 13:56 #458078Hvað ertu búinn að keira mikið eftir að þú settir læsinguna í? oft þíðir þetta bara að læsingin er í lagi , að hún virki. ef að bíllin er að skauta til og frá að aftan er keisinn sjálfsagt laus, því að það gleymist stundum að líma boltana sem halda legubökunum en það er nauðsinlegt að gera eftir að drifinu hefur varið læst.
07.12.2001 at 11:23 #457878Ég lærði helvíti góða þumalpulla reglu sem polli!
Reglan er sú að bíllinn eyðir 1L fyrir hver hundrað kg. sem hann vegur. Við þetta er svo óhætt að bæta 1-2L ef að vélinn þarf að snúa sjálfskiptingu.
Þess regla kemst glettilega nálægt öllum þeim mælingum sem að ég hef gert á mínum bílum.
T.d. núverandi maki(jeppi)minn er með V8 289Ford mótor, 4-hólfa carb. og flækjur. Hann er sjálfskiptur og vegur 1500kg.
Og vitir menn þetta stendur allt heima.
Hann er að eiða þetta 16-17L í þjóðvegar akstri á 36"dekjum, en á 44"dekkjunum er óhætt að bæta við þetta svona 2,5-4L(ég hef ekki mælt það náhvæmlega, og langar lítið til).Ég veit um Ford Econoline sem er með 351.EFI.mótor. hann er á 38"dekkjum, auðvitað sjálfskiptur og hann er svona 3,6-3,8 tonn á þyngd. Hann eyðir eftir því 36-38L á hundraðið.
Svona gæti ég helvíti lengi talið!
22.11.2001 at 09:46 #457726ég er búinn að fara með jeppan minn í skoðun tvisvar á skornu dekjunum mínum! Því hefur aldrei verið mótmælt á skoðunarstöðinni.
Þannig að,, góðir félagar!! usssssssss!!! ekki seigja neinum.
26.10.2001 at 13:06 #457616VERUM GÓÐ VIÐ REYKINGARFÓLKIÐ!!!!!
ÞAÐ Á SVO STUTT EFTIR.
-
AuthorReplies