Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.01.2006 at 21:12 #197142
Sælir
Ég er að leita af vefsíðu með Toyota varahlutum.Er að leita af heddi á 3L. LandCruser 90 árgerð 1998. og ættlaði að athuga hvort ég finndi ekki hedd á hann á netinu fyrir færri peninga.
Kv. Ragnar Karl
22.01.2006 at 20:51 #539888Sæll..
Samkvæmt mínu bókhaldi þá eiga að vera til hlutföll í 14 bolt frá 3 23 til 5 13.
Athugaðu
https://old.f4x4.is/new/forum/?file=bila … ingar/6219vona að þú finnir eitthvað sem kemur að gagni
kv.. Ragnar Karl
18.01.2006 at 13:32 #534376Hérna er tölvupósturinn sem ég fékk.
"Ragnar- Here is the Klune-V early Bronco Package. I have included a link to the site. Please call me for details on international shipping and payment info.
http://www.high-impact.net/transmis sion_and_gear/extreme_underdrive_brochure.htm
Klune-V into Early Bronco w C4 and Bronco Dana 20 Kit Total-> $2,606.93
1 Klune-V Extreme Underdrive "David" 4.0 ratio $1,825.00 $1,825.00
1 Adapter: C4 to Klune $456.38 $456.38
1 KV: Adp Bronco Dana 20 $265.50 $265.50
1 Crossmember $60.05 $60.05 "Er ekki einhver bíll hérna á klakanum með svona búnað. PLÍS ef einhver veit um einhvern með Klune-V. Þætti vænt um að fá einhverja reynslusögu af þessu úr snjónum.
Kv Ragnar Karl
08.01.2006 at 15:20 #538268Sæll Elli.
Ég hef velt öllum fjandanum fyrir mér í þessum véla súkku efnum undanvarinn ár og rekist á nokkrar sniðugar vélar.
Þegar ég klára þetta verkefni sem ég er með í skúrnum þessa mánuðina hef ég verið að spá í öðru svona súkkuverkefni og ég er nokkuð viss um hvaða vél ég vil setja í. Það er (allavega fyrir einu ári síðan) til hérna í ,sveitinni, V6 innspítingarmótor úr Volvo með sjálfskiptingu. Mótorinn er 2.8 L og er allur úr áli. Á að skila sirka 140 KW. Ég veit reyndar ekki úr hvernig Volvobílum þessir mótorar komu en þetta er þokkalega léttur mótor og ég er sannfærður um að hann væri mjög skemmtilegur í léttum bíl s.s. Fox, Vitöru eða Rocky.
Annar mótor sem ég er að spá í að munda ofaní Súkku og þá lítið breytta, er 2.0L Benz úr 220c árgerð 94. Mótorinn er að miklu leiti úr áli og á honum hangir gírkassi sem er ekki algengt í Bensfólksbílum hérna á klakanum. Þessi mótor er túrbínulaus og er skráður um 71 KW. Ég veit því miður ekki hvað hann vigtar.
Einn mótor enn sem ég held að gæti verið skemmtilegur er 4L V6Ford mótorinn úr Ford Explorer. Innspíting, þokkalega léttur og gengur líka uppá kassa og millikassa úr Broncko II. Hentar sennilega betur svona stórdekkja breytingu einsog hjá þér.
Góða skemmtun. Ragnar Karl Gústafsson
12.12.2005 at 15:29 #533552Ég óska Gunnari innilega til hamingju með glæsilegt heimsmet og vel heppnaðan leiðangur.
Munum allir að heimsmetið var sett á FORD
Það er viðeigandi að það komist að hérna.
Kveðja og með von um velheppnaða heimför. Ragnar Karl Gústafsson.
12.12.2005 at 12:54 #535696þetta leit svo flott út á Word skjalinu..
12.12.2005 at 11:07 #535686loksins tókst að troða þessu inn. mikið heitast!!
Ekki fyrir menn með vasaTÖLVU fóbíu.
Kv. Ragnar Karl
12.12.2005 at 11:05 #196844Dana 44
Dana44 hefur boðist í fjölda mörgum útfærslum, first kynnt til framleiðslu 1951. Dana44 kemur bæði sem lág og há pinjón, hún var líka notuð sem centersection í árg. 80 og upp Ford Twin-Traction-beam útfærslum. Dana44 kemur með 5, 6 og 8 bolta deilingu.
Útfærslur: Fram og aftur hásing
Tegund: Semi fljótandi afturhásing; flest allar framhásingar eru fljótandi, undantekningar eru 1974-79 Dodge með full-time 4WD 1/2- og 3/4 -ton
Rilu fjöldi: 30 (seinnihluta árs 1972 og uppúr.) fyrir 1972 voru flestar 19 rilu.
Orginal hlutföll: 2.76:1 til 5.89:1
Sterkir punktar: Margar útfærslu og svo til endalausir möguleikar á factory framleiddum aukahlutum til styrkinga og breitinga.
Veikir punktar: Orginal carrier og spider hlutföllin, hjöruliðirnir úti í hjóli.
Gullmolar: 1976 og nýri 6 eða 8gata og 5 og átta gata Dodge vegna þess að þær hafa lokur og kúluna farþegameginn. Þessa hásingar hafa flata steipta stýrisenda og er auðvelt að breita yfir í crossover stýri.
Sterkur leikur: Sterkar læsingar eins og OX og Detroit (no spin), skipta út hjöruliðum og setja OX, CTM eða jafnvel Spicer 5-760X.
Eftirmarkaðsmöguleika: Currie Enterprises, Custom Differentials, DTS CustomService, Dynatrac.Dana 60
Hin virðulega 60 hásing hefur verið boðin bæði með há og lág pinjón útfærslum en hefur aldrei verið notuð í IFS(sjáldstæð fjöðrun)útfærslum Kamburinn er 9 3/4. Til er 61 hásing sem er mjög sjaldgæf en þær eru svo til eins í sjón. Flest alla hluti úr 61 hásinguni er EKKI færanlegir yfir í 60 hásinguna og öfugt.
Útfærslur: Fram og aftur hásing
Tegund: Semi og fljótandi.
Rilu fjöldi: 16, 23, 30 og 35
Orginal hlutföll: 3.54:1 til 7.17:1
Sterkir punktar: Til í mörgum breiddum, sem flest allar eru fljótandi. 8 gata afturhásingin er frekar ódýr.
Veikir punktar: Mjög vinsæl og verða því framhásingarnar frekar dýrar.
Gullmolar: Há pinion framhásing með kúluni bílstjóramegin má finna í flestum 4WD F-350 frá áttunda áratugnum. Venjulega má fá allan bílinn fyrir 1500$(í USA). Dana 60 afturhásing úr Dodge er venjulega með 30 rilu öxlum og þykir nokkuð góð. GM K30 árg 1977 og upp, ,open-knuckle, og diskabremsur voru settar á þá hásingu árið 1978
Sterkur leikur: Skiptu út 30 rilu stutta öxlinum á frmhásinguni fyrir 35 rilu öxul frá CTM, Dynatrac Moser eða Superior Axel & Gears, einnig hafa menn notað stuttu öxlana úr dana70. Skiptu úr pinjón jókanum fyrir 1350-series ef þú vilt enn meiri styrk. Að lokum, leitaðu að 35 rilu öxlunum en forðastu 16 og 23 rilu öxlana..
Eftirmarkaðsmöguleika: Currie Enterprises, Custom Differentials, DTS CustomService, Dynatrac, Tera Manufacturing.Dana 70
Dana 70 er allvöru, virkilega sterk (og þung) hásing sem er í uppáhaldi fyrir dráttar og hardcore jeppamennsku(í USA). 70 hásingin hefur framm yfir aðra að það er til hellingur af mismunandi stórum pinjón jókum, þar á meðal 1410. Farðu samt varlega í að setja stækka jókan vegna þess að pinjón legurnar eru ekki allar af sömu stærð.
Útfærslur: Fram og aftur hásing
Tegund: Allar fljótandi, þó eru til einhverjar semi fljótandi en
það er afar sjaldgæft
Rilu fjöldi: 23, 32 og 35
Orginal hlutföll: 3.54:1 til 7.17:1
Sterkir punktar: Stórar og sterkar tennur á kamb og pinjóni.
Veikir punktar: Þyngd
Gullmolar: Sjalfdséð en vitað er um tilvist dana 70 framhásingar, open knuckle, með diskabremsum. Heavy-duty afturhásingar undan Chervrolet dualie pallbílum á árunum 1973 til 91. Þessar hásingar voru búnar stærri burðarlegum en aðrar 70 hásingar.
Sterkur leikur: Ef menn eru á annað borð að styrkja eða eiga við þessar hásingar er mælt með því að láta allan ausu og olíubiðu búnað í og við kambinum og við pinjónleguna eiga sig. Þessar biður eru til að halda olíu á pinjón leguni.
Eftirmarkaðsmöguleika: Custom Differentials, Dynatrac.GM 10bolta
GM 10 bolta er stundum vanmetinn og hefur verið skipt út í mörgum tilvikum og verður að segjast að gróðinn sé enginn í mörgum tilvikum. Hvenær þá? Þessi 10 bolta hásing er með stærri og sterkari innri pinjón legu en til dæmis 12 bolta hásingin og þvermálið á pinjónöxlinum er líka stærra.
Útfærslur: Fram og aftur hásing
Tegund: Semifljótandi
Rilu fjöldi: 28 og 30
Orginal hlutföll: 2.56:1 til 4.56:1
Sterkir punktar: Sterkur kambur og pinjón, sé miðað við stærð, stórir kambboltar, og þvermál á kamb og pinjón (sé miðað við t.d. dana 44)
Veikir punktar: Forðastu, centerfugal-fore-triggerd Gov-Lok locker. Dæmi eru um að rörið hafi snúist í samskeytunum á kúlunni
Gullmolar: Finndu GM10 bolta undan Chevy Blazer eða Suburban framleiddan eftir nóv 1989 til og með 1991. Þessar 10 bolta voru með 30 rilu öxlum.
Sterkur leikur: Til eru dæmi þess að rörið hafi snúist á samskeytunum við kúlunna. Sjódu samskeytin saman
Eftirmarkaðsmöguleika: Custom Differentials.GM 12 bolta
Þessar hásingar voru frammleiddar með bæði 5 og 6gata deilingu. Hásingar úr Chevrolet 73 til seinnihluta 80 4×4 og úr 2WD eru með sömu öxlum og rilu fjölda, og því hægt að færa á milli.
Útfærslur: Afturhásing
Tegund: Semifljótandi.
Rilu fjöldi: 30 (eftir 1968)
Orginal hlutföll: 2.50:1 til 4.56:1
Sterkir punktar: Stærra þvermál á kamb en á 10 bolta hásinguni (8.875 tommur, 225,425mm)
Veikir punktar: Pinjonlegan er tiltölulega lítil og bilar frekar oft.
Gullmolar: Einhverjar hásingar úr 76 og eldri Chevy 1/2ton höfðu góðar gorma tregðulæsingar af Eaton gerð.
Sterkur leikur: Nokkur hlutföll gefa nóg rúm til að hægt sé að nota, 12bolt automobile gearset, sem, nota bene, hefur pinjón með stærra þvermáli.
Eftirmarkaðsmöguleika: Currie Enterprises, Custom Differentials, DTS CustomService.GM 14 bolta
GM 14 bolta kemur með bæði 9 1/2 og 10 1/2 tommu kamb. Þær eru mjög ólíkar og því eldri sem þær eru því óáreiðanlegri.
Útfærslur: Afturhásing
Tegund: Fljótandi.
Rilu fjöldi: 30 og 33
Orginal hlutföll: 3.23:1 til 5.13:1
Sterkir punktar: Það er fjarlægjanlegt stuðningsbrakketið við pinjónin og við enda pinjónsins er burðarlega(pilot) sem bætir styrkinn til muna. Alls eru þrjár legur til stuðnings pinjóninu.
Veikir punktar: Til eru dæmi um að vinstri burðarlegubakkin hafi brotnað út úr boltagatinu.
Gullmolar: Finndu eina úr 73 eða nýrri 3/4 eða 1ton Chevy. Því nýrri, því betri.
Sterkur leikur: Detroit Locker fyrir þessar hásingar eru undir meðalverði og passa vel.
Eftirmarkaðsmöguleika: Custom Differentials.Ford 9 tommu
Þessi vinsæla hásing hefur verið framleid síðan seint á fimmta áratug síðustu aldar og er fáanleg í fjölda mörgum breiddum og röratípum. Kamburinn er 9 tommur(segir sig nokkuð sjálft) Í geggnum árinn hafa þónokkrar breitingar orðið á hönnunum á hjólalegum og bremsubúnaði tengdum þessum hásingum. Athugaðu ef þú ert að leita að 9tommu hásingu að öxlar úr 9 3/4 Lincon bílum er ekki með sömu lengd á öxlum og aðrar 9tommu hásingar þar sem kúlan er ekki allveg fyrir miðju í Linconinum.
Útfærslur: Afturhásing
Tegund: Semifljótandi.
Rilu fjöldi: 28, 31 og 35
Orginal hlutföll: 2.50:1 til 4.56:1
Sterkir punktar: Mikið til af eftirmarkaðs uppfærslum og talsvert um varahluti. Allur köggulinn er tekinn úr í einu, auðveldar uppfærslu og viðgerðir. Hægt er að fá voldugri pinjón með sverari öxlum. Pilot-lega fyrir enda pinjonsins.
Veikir punktar: Pinjóninn er neðarlega sem eykur á erfiðleika við að ná ásættanlegum pinjónhalla þegar menn eru með stutt drifskaft. Til eru high pinjón kögglar.
Gullmolar: Það er erfitt að finna þá en einhverjir Ford 1/2 ton 4X4 pallbílar höfðu (optional) ´nodular-iron´ 9tommu sem var sterkari og minkaði líkur á bilunum í burðarlegum og bökkum.
Sterkur leikur: Skiptu út krumpuskinnuni á pinjónleguni fyrir heilsteyptan spacer. Þetta eykur styrk með því að koma í veg fyrir að pinjóninn hreyfist (fram/aftur) undir miklu átaki.
Eftirmarkaðsmöguleika: Currie Enterprises, Custom Differentials, DTS CustomServicetu, National Drivetrain Inc., Randy´s Ring&Pinion.Ford 8.8
Explorer 8,8 tommu er vinsæl til að skipta undir Wrangler og XJ Cherokees veggna þess að hún er næstum því nákvæmlega jafn breið og Jeep hásingarnar. Engra lengina eða breikana er því þörf og 8,8 hásingin undan Explorer notar sömu 5gata deilinguna og Jeep (litla 5gata deilingin). 8,8 má líka finna undir Ford 1/2 ton frá 1980 til dagsins í dag og undir Mustang GT.
Útfærslur: Afturhásing
Tegund: Semifljótandi.
Rilu fjöldi: 28 og 31
Orginal hlutföll: 2.47:1 til 4.10:1
Sterkir punktar: Nánast sama þvermál og á pinjón í dana 60, til í massavís.
Veikir punktar: C-clips.
Gullmolar: Leitaðu að fullsize Ford framleidan eftir seinnihluta 86 með ABS vegna þess að voru með stóran 7/8 ,cross-pin,. Leitaðu einnig að Explorer með þessum öxlum því þeir eru með diskabremsum.
Sterkur leikur: Orginal lokið á kúluni er frekar þunnt og þolir ekki mikið, skiptu því út fyrir sterkari eftirmarkaðs lok. Settu silicon með jókanum þegar þú setur hann uppá rilurnar, þeir eiga til að leka.
Eftirmarkaðsmöguleika: Currie Enterprises, Custom Differentials, DTS CustomServicetu, Mounin Off Road Enterprises.Sterling 10 1/2
Þessar hásingar finnast í Ford 3/4 og 1ton pickup og Van bílum frammleiddar uppúr 1980. Það hefur staðið á vinsældum þeirra til breitinga vegna þess hve lítið var hægt að fá í þær af eftirmarkaðsaukahlutum. Ein af ástæðum þess var að Sterling hásingar, framleiddar eftir 1987, voru með ABS neman inni í drifinu sem takmarkaði svo uppfærslumöguleikana. Einn kostur Sterling er einstakt fyrirkomulag á O-hring staðsetum á öxlinum til að halda olíunni inni á hásinguni. O-hringurinn er mun ólíklegri til að leka samanborið við venjulega pakkningu.
Útfærslur: Afturhásing
Tegund: Fljótandi.
Rilu fjöldi: 35
Orginal hlutföll: 3.08:1 til 4.10:1
Sterkir punktar: Stórtrenntur kambur og pinjón. Til í massavís
Veikir punktar: Kambboltar eiga til að losna. Dæmi um að rör hafa snúist í samskeytum við kúlu, undir mjög miklu álagi.
Gullmolar: Allar Sterling fyrir 99 hafa 8 á 6 1/2 deilingu, Super Duty eru með metrakerfi 8- á 170mm
Sterkur leikur: Orginal kambur og pinjón eru þekkt fyrir að boltar sem halda kambinum við keisinn losni, þetta gerist einfaldlega út frá hönnun þeirra. Custom Differentals notar bolta úr dana 70 drifi sem eru með öxlum sem koma í veg fyrir los.
Eftirmarkaðsmöguleika: Custom Differentials.Rockwell 2 1/2 ton
Hvað er hægt að segja um hásingu notaða af hernum í fjöldamörg ár? Þessar hásingar eru til í bunkum um gervöll bandaríkin og geta þolað nánast hvaða misnotkun af öllu tagi.
Komu undir GVW 6X6 hertrukum. Auðvitað er hún þung og bíður bara uppá eitt hlutfall en fyrir allvöru karla sem notast við stór deck og taka á því þá er þessi The Holy Grail.Útfærslur: Fram og afturhásing
Tegund: Fljótandi.
Rilu fjöldi: 16
Orginal hlutföll: 6.72:1
Sterkir punktar: Til í massavís. Það að inntakið fyrir drifskaftið sé að ofanverðu er meirháttar plus bæði hvað varðar halla á drifskafti og hækkun á hæd undir kúlu (ground clearance). Myndi auðvelda smíði á íslenskum 6X6 trukk.
Veikir punktar: Aðeins fáanleg með einu hlutfalli og einni tegund af læsingu. Vigtar svipað og sæmilega velmjólkandi kú.
Gullmolar: Nýri model sem eru með Spicer liðum.
Sterkur leikur: Settu Detroit locer (no spin) í.
Eftirmarkaðsmöguleika: Chuck´s Trucks, Boyce Equipment.
12.12.2005 at 10:26 #535288Það er rétt Óskar,, ég var að reyna að kópía úr wördinu. reyni að fara yfir þetta. Þakka þér fyrir.
Kláminn
12.12.2005 at 01:07 #535280Hvernig er það er eitthvað limit á lengd greinana sem má setja inná spjallið.
Ég er búinn að klambra saman grein,, kannski í lengri kantinum en ég fæ bara error djöful þegar ég reyni að setja hana inn .
Ragnar Karl
11.12.2005 at 20:57 #535276Sæll Svanur.
Ég tek þig og Ýktan á orðinu er byrjaður, svona að pikka þetta inn. Gengur frekar tregt svona hjá manni bæði að yfirfæra tungumálið og enn erfiðara er að staðfæra margt af rugglinu sem veltur upp úr kanagreyinu, t.d. hámarks dekjastærð fyrir hverja hásingu. Ef við færum eftir þeirra ráðleggingum værum við allir á 32" kaldsóluðum og með minnst fjóra dempara á hvert hjó.
Það er vissara að einnhver lesi, þennann heilaga sannleik, minn um amerískar pípulagnir yfir. Þá aðalega til að staðfæra yfir á ÍSLENKST JÉPPATUNGUMÁL.
Kveðja eða saludos todos.. Ragnar Karl
07.12.2005 at 23:26 #535262Mig rámar eitthvað í þennan bækling frá stál og stansa, lengi vel var helvíti myndalegt plaggat í afgreiðsluni hjá þeim með myndum af Amerískum pípulögnum.
Ég keypti einu sinni, eftir ábendingu frá félaga mínum, algjöra biblíu. Eintak af 4X4 GARAGE. eintak númer eitt. Í þessu tímariti eru upplýsingar yfir amerískar jeppabifreiðar, Best first buy, hvað kram var í hverri árgerð, allar helstu hásingar, hvaða hlutföll eru til í hverja þeirra og hvaða læsingar, einnig upplýsingar um hvaða árgerðir voru "Junkyard Jewel". Greinagóðar töflur yfir millikassa, gírkassa og skiptingar. HÓLÝ BÆBEL.
Ég get yfirleitt flett upp öllum andskotanum fyrir mig og félagana þegar viskubrunnarnir þrjóta.
Kv. Ragnar Karl
03.12.2005 at 21:17 #534372Sælir.
ég sendi emil út til hennar stóru ameríku og var að fá svar.
Ég spurði eftir tilboði í Marlin Cravler (klune-V) milligír fyrir C4 og dana 20.
2600$ fyrir 2,72 gírinn, annan búkka, milliplötuna uppá 20 kassan og milliplötuna uppá sjálfskiptinguna. Við þetta bætist svo náttúrulega góðgerðargjöld tollheimtumannana og fjármálaráðherrans.Kv Ragnar Karl
01.12.2005 at 12:32 #534368Ég fann þetta fyrir rest. Finn bara ekki nein verð
Ég held að þetta sé svoldið sniðugt aparat.
Veit einhver um bíl með þessum búnaði í.kv. Ragnar Karl
30.11.2005 at 16:52 #534350Já afturskaptið er próblem. Er reyndar hverfandi hjá mér þar sem hjólabilið er að lengjast.
Mér sýnist svona á flestu að einhvert trukkabox sé lausn allra mála. Allavega tala allir eldri refir úr sportinu um stóra og þunga gírkassa þegar maður ber til tals lækkun á hlutföllum.
Þetta er kannski ekkjér "must have" hjá mér en plássið er til staðar og það er auðvelt að smíða þetta í þegar grindinn stendur næstum alsber á gólfinu hjá manni
Ég er búinn að skyma svoldið yfir netið en finn ekki upplýsingar yfir ameríkuLÓLÓföndur fyrir Gamla bronko. Þetta er þarna einhverstaða því það er jú allt til í ameríkuni.
Ragnar Karl
30.11.2005 at 15:04 #196739Sælir nú..
Fyrir forvitnissakir, Hvaða íhluti hafa menn notað til smíða á skriðgír í gamla bronkoinn? Ég er með v8 , C4 og svo dana 20 box eða bara einsog beint úr faktoríunin. (kannski með smá fitli og fjatli)
Er til einhver hérna sem hefur sett til dæmis klune-V, marlin cravler eða annað þvíumlíkt ameríkst gæða föndur í bílinn hjá sér? Ef svo, hvernig hefur það komið út hérna á klakanum?
Ragnar Karl
21.11.2005 at 12:02 #532080Þessi breiting með að setja 289 heddin á 302 mótorinn hefur ekki bara jákvæð áhrif, hún hefur sína mínusa.
Á 302 (D2)heddum eru stærri sogventlar heldur en á 289. Flæðið að og frá ventlunum brunahólfsmeginn á 289 heddunum er ekki jafn gott og á 302 heddum.
Brunahólfinn eru jú mis rúmmikil. 54cc á orginal 289 en 63cc, ef mig minnir rétt, á 302 D2. Þetta hækkar þjöppuna á 302 mótor uppí 10. og getur hann því notað 92ocktana bensín eftir þessa breitingu. 289 mótor með 302 heddum fellur hinsvegar úr 10(ef minnið er ekki að svíkja mig) niður í 9,1.
Það að setja 302 og þá D2hedd á 289 mótor hefur alltaf verið vinsælt, jafn visælt og að setja 289 á 302.Ef ég yrði spurður álits á þessum heddbreitingum myndi ég frekar mæla með 302 (þá D2) á bæði 289 og 302. Það má minka brunahólfið niður í 61,5 minnst á D2 302 heddi með því að plana það.
Það er reyndar einn galli á D2 heddunum.
Þessi hedd voru vinsæl og framleidd í svo miklu magni, eða á allar 302 vélar frá 1972 til seinnihluta 74 og eitthvað voru þau á 75 árgerðum, að portin á þeim, bæði sog og útblástur, eru verulega astmaveik vegna ofnotkunnar á steipumótunum.Samt ef einhver með 302 mótor hefur áhuga, þá gæti ég átt til lítið notuð (eftir upptöku hjá Vélalandi) 289 hedd árg. 66 (C6) með yfirstærð á ventlum.
Kv Ragnar Karl
16.11.2005 at 09:24 #532542Mín reynsla er að fara eftir Þumalputtaregluni.
Sé mótorinn í bílnum með blöndung bíllinn beinskiptur, ólæstur og á orginal hjólbördum (ef stærri þá rétt gíraður, en það er önnur formúla) þá eyðir bíllin EINUM LÍTRA AF BENSÍNI FYRIR HVER 100 KÓLÓGRÖM sem hann vigtar, á hverja 100kólómetra. 1tonna bíll eyðir þá 10L og 2 tonna 20L o.s.fr. Við erum nefninlega á pláhnetuni Jörð og hérna er þyngdarkraftur sem þarf að yfirvinna (9.82m/sek á hverri sek) Ég get lofað þér að flestir bílasalar hér í borg gefa eyðluna upp miðað við akstur á tunglinu þar sem 600mm skiptilikill og fjöður koma niður á sama tíma sé þeim sleppt úr sömu háð
Tölvustýrd rafmagnsinnspíting getur hinnsvegar lækkað eyðluna til muna á bílnum, allt uppí 2 til 3L á hverja hundrað kólómetra. Sjálfskipting tekur um svo 1 til 2L. fyrir hverja 100km. Auto driflæsing kostar að mér hefur funndist 0,5 til 1L á per 100 km.
11.11.2005 at 23:06 #532042Blessaður Ásgeir
Þú sennilega misskildir mig þarna með pikkið. Ég er með mekkaníkst pikk og langar að halda mig við það.En annars!! Er ekki einhver hérna með svona blöndung eða samskonar blandarabúnað til "afvegaaksturs"?
Er til einhver svipuð útgáfa frá Edelbrock?
11.11.2005 at 22:55 #531918Elsku kútarnir mínir.
mikið finnst mér það ánægjulegt að hérna séu menn að ræða um vélar, octantölur en ekki cetan og stór kílówöttmegi dísillin og skriðgírahelvítin fara fjandans til. (og þar með patrolar því þeir eru ekki með bensínvélar)
úr skítnum KLÁMI.
-
AuthorReplies