Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.03.2004 at 12:55 #499286
Fórum á fjórum bílum upp Hamragarðaheiðina þann 6. mars síðastliðinn og var færið bara alveg skelfilega gott, engin drulla eða bleyta og jökullinn sjálfur með fínum púðursnjó.
Keyrðum í glampandi sól og blíðu yfir Eyafjallajökul og Fimmvörðuhálsinn á Mýrdalsjökul og niður hjá Sólheimajökli.
Mögnuð ferð og mæli með að menn drífi sig bara af stað og hætti að hlusta á svartsýnispúkana sem segja að allt sé ófært án þess að hafa hugmynd um það.Kv:Kátur
23.01.2004 at 11:09 #485522verð bara að prófa þetta
-> …heimasíða [url=http://www.koggull.is:2w5rr5qp]köggull[/url:2w5rr5qp] á netinu.
15.10.2003 at 11:24 #478088Afréttarfélag Skeiða og Gnúpverja á skálann.
Kv: Kátur
26.06.2003 at 16:13 #474496Eru stórar breytingar í gangi Flippi.
09.04.2003 at 14:21 #472252Sæll Halli.
Ég var á ferð í jökulheimum síðastliðinn Laugardag og Sunnudag og var breitingin vægast sagt mikil á milli daga.
þegar við komum niður af Grímsfjalli í hádeginu á Sunnudag var allt komið á flot í kringum jökulheima og tók það töluverðan tíma að komast til byggða (þurftum að þræða hlíðar),Sérstaklega lenntum við í basli við tungnaánna.Ég mæli ekki með jökulheimum alveg í bráð.
Kv: Óðinn V.
12.03.2003 at 13:32 #470298Sæll Flippi.
Ég var einn af þeim sem fór á Skjaldbreið margumræddann Sunnudag og verð ég nú bara að segja að ég varð ekki var við þessa þvílíku yfirburði sem þú talar um að þú hafir sýnt, og ennsíður að menn hafi verið stórmóðgaðir yfir stórkostlegum bílstjórahæfileikum og gríðarlegri reynslu þinni.
Ef mig misminnir ekki þá sá ég Daihatsu ferosu á 31" dekkjum á toppnum þennan dag.
Kv: Kátur.
12.03.2003 at 12:03 #470294Ég verð nú bara að segja að Flippi fékk það sem hann bað um með þessu bulli sínu.
Kv: Kátur
28.02.2003 at 14:07 #469598Lúther.
Ég held að leikir með Liverpool teljist ekki lengur til stórleikja.
Kv: Kátur
25.02.2003 at 15:33 #469326elvarjons.
Hvaða HELV.máli skiptir hvort fólk hafi labbað um þessi svæði eða ekki, það getur samt haft skoðunn á málinu.
Kv: Kátur.
17.02.2003 at 13:20 #468582Kíktu á þráðinn "Þorrablót Suðurlandsdeildar" og þá ættir þú að geta getið í eyðurnar um það hvernig færðin er þangað núna.
Kv: Kátur.
17.02.2003 at 08:24 #468686Þeir virðast vera í miklu actioni þarna innfrá, bara komnir 8 kílómetra áleiðis samkv. fréttum frá RÚV.
nú væri gaman að fá beina útsendingu frá hópnum ef einhver er í sambandi við þá.KV: Kátur.
14.02.2003 at 10:39 #468428Jón Garðar,(isan).
ef ÞÚ hefðir lesið gaumgæfilega þá hefðirðu séð að góli skrifaði SJÓ en ekki snjó.Kv: Kátur frændi.
12.02.2003 at 13:26 #468398Fáðu þér Toyotu jeppa, þá ertu í góðum málum.
Kv: Kátur.
24.01.2003 at 13:10 #466932Sælir.
Þessi tækni er ennþá notuð í flugvélum og eru t.d. Metro vélar Flugfélags Íslands með þennan útbúnað, þetta er bara notað í takeoffinu þegar vélin er mjög þung.Vatnsinnsprautuninn gefur mikinn extra kraft og slítur túrbínunum hratt í hlutfalli við það. Til að auka frostþol er vatnið blandað með alcoholi, en í fluginu er þetta kallað alcoholWater injection.
Kv: Kátur
05.09.2002 at 10:59 #462952Sæll Hraðfari.
Ég mundi mæla með að þú vandaðir valið þegar þú kaupir kúplinguna. ég lenti í því í vor þegar ég skipti hjá mér að nýja kúplingin glammraði öll og nötraði í hægagangi, fór og talaði við SS Gíslason og þeir sögðu mér að þeir hefðu oft lent í þessu með þessar annars eða þriðja flokks kúplingar keyptar annars staðar en í umboðinu.
Ég endaði allavegana í umboðinu og sú kúpling svínvirkaði.
Það er frekar súrt að skipta oft um þetta.
Kv: Kátur.
11.07.2002 at 21:11 #462298Sæll Grétar.
Leiðin sem ég ók var Suður Mælifellsdal og Haukagilsheiði Austan við Aðalmannsvatn og Blönduvatn, Vestan við Ströngukvíslarskála og yfir Ströngukvísl,Herjólfskvísl,Svörtukvísl og að Blöndu þar sem ég snéri við og fór til baka sömu leið aðeins Norður af Strö.Kví.skála þar sem ég tók aðra leið sem liggur á milli Blönduvatns og Blöndulóns og niður í Blöndudal, úfff.
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvað þessi leið heitir, Eyfirðinga eða Kjalvegur???, en endilega fræðið mig aðeins um málið.Með allra bestu Kv:Kátur.
11.07.2002 at 14:07 #462292Vildi aðeins bæta við að restin af leiðinni er orðin brúuð og ekki til að hafa áhyggjur af.
Kv: Kátur.
11.07.2002 at 14:04 #462290Sæll fastur.
Ég var á þessum slóðum fyrir u.þ.b tveim vikum síðan,
það er að segja ég ók Norðan úr Skagafyrðinum frá Varmahlíð og ætlaði að taka shortcut á kjalveginn.
Eftir að hafa ekið í um tvo tíma kom ég loks að BLÖNDU og leist satt best að segja mjög illa á blikuna.
Við reyndum að vaða ánna en hún reyndist vera of djúp og straumhörð fyrir okkur og teljum við okkur þó vera mikil heljarmenni…….,það varð á endanum úr að við snérum við og kræktum fyrir blöndulón þó það tæki okkur rúma tvo tíma extra.
Það var frekar súrt að horfa á bíla keyra Kjalveginn í aðeins 500 metra fjarlægð.
Við vorum reyndar einbíla en á þokkalega góðum áabíl þ.e. 35"Hilux disel.Með bestu Kv: Kátur.
09.06.2002 at 22:51 #461762Sælir drengir.
Vinsamlegast farið nú varlega í það að dæma alla vélhjólamenn fyrir að spóla allt landið okkar upp.
Við jeppamenn höfum nebblega aðeins verið í basli út af svipuðum orðrómi og þið virðist vera að skapa.
Ég persónulega hef ekki nokkra trú á því að allir krossaramenn og konur séu einhverjir hálfvitar sem finnist ekkert meira spennandi en að rústa öllum gróðri sem þeir sjái þó að eflaust séu skemmd epli inn á milli,(eins og hjá okkur sjálfum).Kv: Kátur.
10.04.2002 at 22:31 #460322Hjartanlega sammála síðasta ræðumanni.(rúnari)
Er sjálfur með 35" á 10" breiðum felgum og hefur það reynst mjög vel bæði á fjöllum og láglendi.
Ef það eru vandamál með rásfestu þá hlýtur skýringin að felast í einhverju öðru en felgubreiddKv:
Kátur.
-
AuthorReplies