Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.07.2015 at 16:46 #780423
Það er ekki enn hægt að eyða myndaalbúmum og það er of auðvelt að villast ef maður ætlar að bæta inn í albúm en ekki stofna nýtt.
02.07.2015 at 11:13 #780414Jamil átti til dælu sem ég keypti.
Svo er að athuga hvernig hún er að innan, og þá rífur maður rassinn á henni í sundur.
Og eitthvað hefur hún hitnað einhverntímann…
Stimplarnir voru þó í sæmilegu lagi, þeir sem hafa verið efst í dælunni hafa hitnað en eru ekki skemmdir að ráði.
01.07.2015 at 14:02 #780407Get ekki annað en mælt með Áhaldaleigunni (stórhöfða 35). Ég sendi teikningarnar í tölvupósti og það var búið að skera þetta eftir um klukkutíma. Verðið er líka fínt, efniskostnaður plús 8-kr hver sentimetri skorinn.
28.06.2015 at 17:04 #780379Framkvæmdir í Síðumúla eru komnar í sumarfrí þannig að maður finnur sér eitthvað annað skemmtilegt að gera.
Talstöðin er komin í jeppann þá er næst að hugsa fyrir loftdælu.
Jeppinn er LandCruiser 90 með 3ja lítra 1KZ-TE díselvélinni.
Ég býst við að fara erfiðari og dýrari leiðina og smíða festingar fyrir A/C dælu á mótorinn.
Ég mældi götin á heddinu þar sem dælan kemur upprunalega (allavega í einhver af þeim).
Framan á heddinu eru 3 stk. 8mm snittaðar holur.
Á hliðinni farþega-megin er ein 10mm snittuð hola ofarlega og 75mmaftan við hana er önnur 8mm og ein 8mm snittuð neðar.
Ég er að dunda mér við að teikna þetta upp í Libre-Cad forritinu (fínt að nota tækifærið og læra á það).
Einnig er ég búinn að finna góðar upplýsingar með öllum málum á Sanden-A/C -dælum;Það má hver sem er taka þessar teikningar og nota þær að villd (og gagnrýna þær), hvort sem hann er að setja loftdælu, rjómaþeytara eða rennibekk við vélina.
19.06.2015 at 10:20 #780331Aðeins hefur maður verið að stúdera og prófa sig áfram með coax-kapla fyrir VHF stöðvar með góðra manna hjálp. Eftir að hafa prófað venjulegan RG-58 kapal eins og er algengastur þá pantaði ég vandaðri kapal af svipaðri lengd sem heitir LMR-195. Hann er ekki bara með vírofinn skerm eins og RG-58 heldur með málmfilmu að auki.
RG-58 kapallinn er með 1.2dB í tap meðan LMR-195 er með 0.6dB
Það þýðir að með 25-watta stöð þá er maður með 18-wött úti við loftnetið á ódýrari kaplinum, en 22-wött á þeim dýrari.
Dýrari kapallinn er að vísu á 5700 krónur 4ra metra lengja (með fme-tengjum á báðum endum) en það finnst mér alveg ásættanlegt fyrir 22% meira afl úti við loftnetið.
19.06.2015 at 09:56 #780329Enn fleiri prófanir að baki.
Ég pantaði lengri gerðina af Nagoya, 771 gerðina og mældi.
Þetta eru „fölsuð“ kínaloftnet og greinilega eitthvað skrýtið við þau.Standbylgjan er í botni alveg upp fyrir almennu 4X4 rásirnar, en er í kringum endurvarpatíðnina eru þau í sæmilegu lagi. Þessi loftnet eru hins vegar ekki með þétti neðst eins og styttri Nagoya-701 loftnetin sem ég keypti áður, heldur bara með spólu. Í stuttu máli sagt; alveg vonlaus.
03.06.2015 at 13:39 #780062Ætli það sé ekki best að vekja þennan þráð upp, nú þegar maður er búinn að ná sér í G-leyfið.
Búnaðurinn er Baofeng uv5r og nokkur loftnet á hana fyrir mismunandi tíðnir.
Svo er Vertex vx-2500 er á leiðinni í bílinn. Hún er nýforrituð fyrir 4X4 rásirnar, IRA endurvarpana og eitthvað af algengum amatörtíðnum.
Kallmerki TF3LM
03.06.2015 at 08:09 #780058Það mætti enn bæta myndasíðuna, það er ekki enn hægt að bæta myndum við albúm eða eyða úr albúmum þannig að auðvelt sé. Maður þarf að búa til nýtt albúm í hvert skipti.
02.06.2015 at 13:47 #780054Nóg um póstinn…
Veðurspáin er að batna, það var einhver skúraspá í gær en nú segja þeir að hann muni hanga þurr með 10-12 stiga hita (fínt vinnuveður).
31.05.2015 at 18:18 #78003131.05.2015 at 09:40 #780026Það væri ágætt mál að póstur bærist umhverfisnefnd ef póstdreifingin virkaði. Það hefur hún hins vegar ekki gert síðustu mánuði.
Allavega hef ég ekki fengið pósta sem eru sendir á umhverfisnefnd@f4x4.is og er þó búinn að óska tvisvar eftir lagfæringum.
30.05.2015 at 16:22 #780024Og nú má ég til með að bæta svolitlu við varðandi HX-370 stöðvarnar.
Einn ágætur rafeindavirkjameistari og radíóamatör mældi næmnina í móttakaranum, þ.e. hvað þarf sterkt merki til að stöðin opni fyrir móttökurásina.
Á amatörtíðni þarf bara 0,2 míkróvolt.
Á 4×4 rásunum þarf 1 míkróvolt, eða FIMMFALT sterkara merki. Nokkuð sem segir manni að þessar stöðvar eru ekki þær allra bestu fyrir þetta tíðnisvið.
30.05.2015 at 11:24 #780017Þessi lága standbylgja á bílaloftnetinu var eitthvað grunsamlega lág. Það á ekki að vera hægt að ná þessum tölum nema eitthvað sé að. Þá fór maður að athuga kapalinn. Hann reyndist skemmdur á einum stað. Þá fór maður að pæla í köplum. Ódýr RG58 kapall (5metra langur) reynist vera með tap upp á 1.2dB. Reyndar er það tap á við 7 metra langan kapal, en kapaltengin og tengiskottið eiga eitthvað af tapinu.
En þetta þýðir að þessi 25 wött sem bílstöð sendir út eru komin niður í 19 wött út við loftnetið. Það er vandaðri kapall á leiðinni til mín og ætlunin er að mæla hann líka og bera saman.
30.05.2015 at 11:10 #780016Þetta mjakast smám saman áfram, búið að klæða loftbitann og sá lóðrétti langt kominn.
30.05.2015 at 11:06 #780015Það er auðvitað best að vera með stöðina á „scan“ og senda út á einhverri 4×4 rásunum á annarri stöð. Þannig sést ágætlega hvort hún er í lagi. Hins vegar minnir mig að það sé hægt setja rásir inn og út úr „scangrúppunni“ á stöðinni. Það gæti líka verið að hrekkja. Það er um að gera að fletta upp í leiðbeiningunum og rifja þær upp þegar svona kemur upp á.
29.05.2015 at 08:20 #780005Hérna er kort af staðsetningu tjaldstæðisins, það þarf bara að aka norður Þjórsárdalsveginn þar til komið er á 63°6,1923′ norður og beygja þá til vinstri.
Fyrir þá sem ekki eru með GPS þá er ekið eftir Þjórsárdalsvegi (nr 32) þangað til skilti á vinstri hönd sýnir „Ásólfsstaðir“. Þá er ekið áfram og yfir brú á Sandá og þá er tæpur kílómetri í tjaldstæðið, afleggjarinn til vinstri.
21.05.2015 at 10:46 #779904Ein spurning;
ert þú að forrita með tölvukapli eða í höndunum?
20.05.2015 at 08:08 #779900Hafðu samband við fjarskiptanefndina, þeir ættu að geta hjálpað.
Hvenig stöð er þetta annars?
01.05.2015 at 17:06 #779591Það er þó enn eitthvað bilerí á spjallinu. Ég bætti við pósti í þráðinn „ódyrar VHF talstöðvar“ en hann sást ekki nema ég væri loggaður inn. Ég prófaði að bæta öðrum við og það er sama sagan. Það eru komnir 21 póstur en maður sér bara 19.
01.05.2015 at 17:01 #779590Nú er eitthvað skrýtið í gangi, síðasti póstur sést ekki, nema maður sé skráður inn, en ég athuga hvað gerist ef ég bæti einum við.
-
AuthorReplies