Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.01.2008 at 19:44 #201695
Tölva segir þennan ventil bilaðan. Virðist ekki hafa nein áhrif á afl eða eyðslu. Pirrar mig þetta blessaða „Check engine“ ljós. Einhver sem þekkir þessa „bilanagreiningu/kóða“ og leið til lausnar. Ætla ekki að kaupa nýjan ventil f. 50 þús. – sérstaklega ekki þar sem verkstæðismenn geta ekki lofað því að nýr ventill leysi málið.
Kv.
JKK
22.01.2008 at 17:11 #610350af hverju lokad var fyrir adgang Ellu.
Skora a stjorn ad endurskoda afstodu sina.
kv.
JKK
08.01.2008 at 21:55 #609198.
30.12.2007 at 21:00 #608088Hef ekki áhuga á að aðrir ákveði hvaða valkosti ég má sjá og hverja ekki. Fulltrúum okkar í stjórn ber skylda til að kynna okkur þau "gylliboð" sem standa til boða. Það er svo okkar að ákveða hvort þau eru góð og gild.
Gleðilegt ár.
JKK
17.12.2007 at 16:26 #607064Ef ég tek LS. úr sambandi gengur bíllinn fínt en verður alveg grútmáttlaus. . . . . . . . . .
Var ráðlagt að nota aðeins hreinsað bensín á LS. Versnaði þegar ég reyndi að hreinsann. Bíllinn virkaði hinsvegar fínt (í nokkrar vikur) þegar ég setti þann gamla "bilaða" aftur í. Þegar hann varð leiðinlegur setti ég svo þann "nýja" aftur í – og hann virkaði fínt í nokkrar vikur. . . . . . . . . . . . . . . Þetta tölvustýrða kjaftæði á ekki heima í jeppa.
Kv.
JKK
17.12.2007 at 01:11 #607052Þetta ljós er búið að loga hjá mér síðasta árið þrátt fyrir ítrekaða bilanagreiningu og viðgerðir.
Ráðlegg þér eindregið – ef þú lætur lesa af – að taka niðurstöðum með fyrirvara.
Er búinn að eyða hátt í 100 þús. í álestur, bilanagreiningu og "viðgerðir" en alltaf kemur blessað ljósið aftur. Er búinn að fá nóg af getgátum Nissan verkstæðisins og því sem – ja hvað getur maður sagt- jaðrar við peningaplokk. Enda menn alltaf jafn saklausir og hissa þegar ég kom aftur og aftur með bílinn sem átti að vera kominn í lag. Mun bara leyfa ljósinu að loga þar til ég rekst á einhvern sem veit hvernig á að laga þetta án þess að það kosti hvítuna úr augunum.
Nokkur dæmi um það sem á/átti að vera ónýtt hjá mér:
* = skipt um eða viðgert
* Loftflæðiskynjari ca. 16 þús.
* Hráolíusía 8 þús. með bilanagr. og skiptum.
* Túrbína 45 þús. með bilanagr. og stillingu
* Glóðakerti 5 þús (skipti um 1 stk. – það sem var lélegt) tilboð í viðgerð hljóðaði upp á 70 þús. hjá Nissan verkstæðiEGR ventill 50-100 þús.
Olíuverk 300 þús.Gæti verið eitthvað fleira sem ég man ekki eftir í augnablikinu.
Note Bene:
Það er ekkert að finna að bílnum, fínn kraftur og lítil eyðslaKv.
JKK
07.12.2007 at 23:31 #605970Verð á þessum slóðum á morgun.
Kveðja,
JKK
8488080
06.12.2007 at 21:58 #605484Hlýtur að vera hægt að sjá eitthvað jákvætt við þetta. Allt í lagi að hafa það í huga að Skeljungur hefur stutt dyggilega við klúbbinn í gegnum tíðina.
Kveðja,
JKK
13.09.2007 at 20:43 #594784. . . . ég er með í róttækar aðgerðir!
Gleymið ekki einu, á landinu hafa aldrei verið fleiri ökutæki.
Fjölgun ökutækja = meiri eldsn.notkun = meiri gróði ?
27.06.2007 at 22:22 #592944hvað kemur kort vegargerðarinnar færð í Hrafntinnusker við ?
Held að enginn hafi skilið spurninguna nema Skúli.
Takk samt fyrir viðleitnina,
Kveðja,
JKK
27.06.2007 at 07:46 #200472Einhver verið á ferð þar í vikunni ?
Kv.
JKK
03.06.2007 at 01:36 #591722flýtur vel, mjög vel, get staðfest það.
Iveco flýtur hinsvegar ekki eins vel . . . . . Hlynur getur staðfest það.
23.05.2007 at 01:47 #591378Dagur hittir naglann á höfuðið. En halló, hvað ætli það taki nú langan tíma fyrir þessi hjólför að hverfa. Ekki eins og þau nái 2KM ofan í jörðina ! Kæri Baldur, Það er rétt hjá þér, Þrymur er fínn en hjólförin fara minna í taugarnar á mér en upphækkaðir borholuvegir. Ég hef sagt það áður og segi það aftur, þessi klúbbur er að verða að algjörum saumaklúbbi. Þá voru nú skátarnir skárri. Það er kominn tími til að menn taki sig saman í andlitinu, hætti þessu veini og fari fram á að mega aka um landið án þess að vera sakaðir um föðurlandssvik og náttúruskemmdir. Jeppamenn hafa ekkert minni rétt en aðrir á að nota þetta land. För sem myndast að vori og eru horfin að hausti eru hluti af því að búa í landi elda og ísa, leysinga og flóða.
21.05.2007 at 23:16 #591364Ummerki um mannaferðir og öfgamenn og . . . , hefja upp raust sína.
Já, bíðum þar til búið verður að virkja heiðina eins og hún leggur sig, þá getum við ekið á virkjunarvegum og yfir ræsi án þess svo mikið sem bleyta dekk.
Ég var einn af þeim lánsömu sem þvældist um þetta svæði að sumri sem vetri fótgangandi. Þá var gott að vera unglingur í ósnortinni náttúrunni. Þetta svæði er ónýtt fyrir mér, skálarnir að hruni komnir, Jötunn brunninn og allt í volli. Heita laugin í besta falli drullupollur, í versta falli sýklapottur.
Ekkert sem mælir á móti því að spóla þetta norður og niður. A.m.k mun ég nota hvert tækifæri sem gefst, áður en mannvirki leggja heiðina undir sig.
Takið útlendinga á bílaleigubílum úr umferð og þá er smuga að ég fari að leggja við hlustir.
Jóhann K. Kristjánsson.
20.03.2007 at 19:25 #585236kveðja,
JKK
12.03.2007 at 23:24 #584264Stjórnarseta í svona klúbb er sennilega með því vanþakklátasta sem menn geta tekið sér fyrir hendur.
Ekki annað að sjá en að stjórnar- og nefndarmenn hafi staðið sig vel í að berjast fyrir hagsmunum okkar jeppaferðamanna.
12.03.2007 at 23:02 #584090Fréttatilkynning.
Nýtt félag verður stofnað á næstunni.
"Saumaklúbburinn 4×4". Meðlimir eru fyrrum meðlimir í FERÐAKLÚBBNUM 4×4 en samkvæmt því sem fram kemur á vefspjalli 4×4 þótti sumum þeirra ferðalög á Íslandi vera orðin of hættuleg. Veðrið væri óútreiknanlegt og Siggi stormur ekki alltaf sannspár.Meðlimir saumaklúbbsins eru því hættir að fara út úr húsi. Þeir eru samt duglegir við að stoppa í sokka, súpa te og hanga á netinu. Þar gera þeir sitt besta til að koma vitinu fyrir aulana sem voga sér út úr húsi yfir vetrartímann.
Þegar vorar og ef veðrið verður gott má reikna með nýstárlegri jeppadekkjablómasýningu félagskaparins, enda hafa jeppadekkin nú fengið nýtt hlutverk – sem blómapottar.
11.03.2007 at 16:51 #584018Grátlegt að lesa sumt á þessu spjalli hér. Virðist því miður sem þeim fari fjölgandi sem vilja hefta frelsi manna á einn eða annan hátt.
Menn stökkva upp til handa og fóta ef jeppi sést í fjöru, upp á hól og nú jafnvel þegar jeppamenn lenda í óveðri á jökli.
Óveður, erfiðar aðstæður o.s.frv. er partur af þessu sporti. Ástæðulaust að hanga heima ef menn eru vel búnir.
26.01.2007 at 01:16 #577450Hlynur: verðum við ekki að fá okkur bíltúr og aðstoða drengina, eru þetta ekki sömu menn og björgunarsveitin ætlaði að aðstoða ?
(sjá Annað í albúmi)Einnig fín mynd af hellinum og næsta nágrenni hér:
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 4547/32092
Nafni þú mátt hafa samband ef þig vantar aðstoð, get verið laus á morgun.
Kv.
JKK
19.01.2007 at 12:51 #575920Einu sinni átti ég bíl og á honum var eitthvað sem menn kölluðu "lakkherðir". Þetta var það allsvakalegasta "bón" sem ég hef verið með á nokkrum bíl. Entist endalaust, tjöruleysir ekkert mál og gljáinn svakalegur.
Nú virðist enginn lengur vita hvað þetta er. Einhver sem þekkir þetta og hvar er hægt að fá svona ?
Kveðja,
JKK
-
AuthorReplies