Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.04.2004 at 20:53 #503221
Ég er búinn að eiga sama jeppann í mörg ár og hann hefur reynst frábærlega, ekkert bilerí og vesen og er þrælduglegur.
Bíllinn er:
Chevrolet Blazer K5 Silverado, árgerð 1981
Vél: 350 cid sbc, 4 bolta, volgur ás og edelbrock blöndungur,
Skipting: TH350,
Millikassi: NP208
Hásingar: Dana 44 að framan með einhverskonar tregðulæsingu, GM 12 bolta aftan (með Torsen læsingu), þær eru með 4.88:1 hlutföll
Gripurinn er á 38 tommu DC, en ég breytti honum árið 1998 fyrir 44 tommur (en hef ekki ennþá fjárfest í þeim).Þar sem að ég er með 44" kanta þá halda allir að ég sé með einhver smádekk undir (er oft spurður hvort hann sé á 35 tommum :).
JHG
02.04.2004 at 23:52 #495252Þessar vélar þola túrbínu mjög vel. Það verður bara að passa uppá að pústhitinn fari ekki yfir 1000 gráður Fahrenheit (minnir að þar sé markið).
GMC Jimmy og Suburban voru boðnir með Banks túrbínu beint frá GM á sínum tíma, og þeir hafa reynst mjög vel.
Ein besta díselsíða sem ég hef fundið er http://www.thedieselpage.com/ en menn þurfa að greiða til að fá fullan aðgang.
Þú ættir að kíkja á http://www.coloradok5.com en þar hópast Blazer/Jimmy menn saman, og margir þeirra hafa góða reynslu af þessum vélum (þó flestir í Ameríku kjósi bensínið). Þar er sérstakt dísel spjall, en aðeins þeir sem borga fyrir aðgang fá að skrifa (en allir geta lesið og leitað). Allir geta sent inn fyrirspurnir á "Garage".
Þú ættir einnig að kíkja á heimasíðu Banks http://www.bankspower.com/ en þar finnur þú pakka fyrir 6,2, ásamt öllum upplýsingum.
JHG
02.04.2004 at 23:52 #502574Þessar vélar þola túrbínu mjög vel. Það verður bara að passa uppá að pústhitinn fari ekki yfir 1000 gráður Fahrenheit (minnir að þar sé markið).
GMC Jimmy og Suburban voru boðnir með Banks túrbínu beint frá GM á sínum tíma, og þeir hafa reynst mjög vel.
Ein besta díselsíða sem ég hef fundið er http://www.thedieselpage.com/ en menn þurfa að greiða til að fá fullan aðgang.
Þú ættir að kíkja á http://www.coloradok5.com en þar hópast Blazer/Jimmy menn saman, og margir þeirra hafa góða reynslu af þessum vélum (þó flestir í Ameríku kjósi bensínið). Þar er sérstakt dísel spjall, en aðeins þeir sem borga fyrir aðgang fá að skrifa (en allir geta lesið og leitað). Allir geta sent inn fyrirspurnir á "Garage".
Þú ættir einnig að kíkja á heimasíðu Banks http://www.bankspower.com/ en þar finnur þú pakka fyrir 6,2, ásamt öllum upplýsingum.
JHG
27.03.2004 at 15:09 #493458Það eru rétt að K&N er aðeins eitt merki af mörgum, en ég notaði hana sem dæmi af því að það var merkið sem var borið við Hiclone. Það sama á við um önnur fyrirtæki sem framleiða svipaðar síur.
Ég veit ekki hvar óheiðarleiki K&N liggur, en ég tók eftirfarandi fullyrðingar af síðu þeirra:
* High Air Flow with Excellent Filtration
* Designed to Increase Horsepower and Acceleration
* Washable and Reusable
* Will NOT Void Vehicle Warranty
* Lasts up to 50,000 miles before cleaning is required depending on driving conditions
* 10 Year / Million Mile Limited Warranty
* Emissions Legal in all 50 US States.
* Economical, a K&N Air Filter Will Last the Life of Your Vehicle
* Works with Original Equipment Manufacturer Vehicle Electronics
* Environmentally Friendly, K&N Reusable Air Filters Reduce the Volume of Disposable Air Filters that end up in the Nation’s LandfillsÉg held að þeir geti staðið við þetta, hún er hönnuð til að flæða betur, og þar af leiðandi auka afl, en margar orginal síur flæða ekki nógu vel (mikið um málamiðlanir í öllum iðnaði). Það er helst atriði með að hún hafi ekki áhrif á ábyrgð sem einhver umboð hér á landi hafa ekki verið sammála.
Ég hef skoðað nokkur test á aftermarket vs. OEM síum þar sem að nokkrar tegundir hafa verið bornar saman (dynomælingar, long time test ofl.). Yfirleitt koma OEM síurnar verst út hvað varðar loftflæði og afl. K&N hefur yfirleitt komið ágætlega út, en ég man eftir að sía frá Holley sló þeim við í einhverju testinu.
Það má vel vera að K&N hafi gerst full yfirlýsingaglaðir í auglýsingum eins og mörgum fyrirtækjum hættir til (sbr. V-power auglýsingar) en ég efast um að þeir hafi falsað gögn (bílablaðamenn væru fljótir að tæta þá í sig, svo maður tali ekki um lögfræðinga "fórnarlamba" sem hafa hlotið varanlegann andlegann skaða ef varan skilar ekki því sem hún á að skila).
En eins og ég sagði áður, hún skilar engu auka afli ef sían sem fyrir er hleypir öllu því lofti í gegn sem vélin kallar eftir.
En er ekki best að leyfa mönnum að halda áfram að rífast um Hiclone?
JHG
27.03.2004 at 15:09 #500739Það eru rétt að K&N er aðeins eitt merki af mörgum, en ég notaði hana sem dæmi af því að það var merkið sem var borið við Hiclone. Það sama á við um önnur fyrirtæki sem framleiða svipaðar síur.
Ég veit ekki hvar óheiðarleiki K&N liggur, en ég tók eftirfarandi fullyrðingar af síðu þeirra:
* High Air Flow with Excellent Filtration
* Designed to Increase Horsepower and Acceleration
* Washable and Reusable
* Will NOT Void Vehicle Warranty
* Lasts up to 50,000 miles before cleaning is required depending on driving conditions
* 10 Year / Million Mile Limited Warranty
* Emissions Legal in all 50 US States.
* Economical, a K&N Air Filter Will Last the Life of Your Vehicle
* Works with Original Equipment Manufacturer Vehicle Electronics
* Environmentally Friendly, K&N Reusable Air Filters Reduce the Volume of Disposable Air Filters that end up in the Nation’s LandfillsÉg held að þeir geti staðið við þetta, hún er hönnuð til að flæða betur, og þar af leiðandi auka afl, en margar orginal síur flæða ekki nógu vel (mikið um málamiðlanir í öllum iðnaði). Það er helst atriði með að hún hafi ekki áhrif á ábyrgð sem einhver umboð hér á landi hafa ekki verið sammála.
Ég hef skoðað nokkur test á aftermarket vs. OEM síum þar sem að nokkrar tegundir hafa verið bornar saman (dynomælingar, long time test ofl.). Yfirleitt koma OEM síurnar verst út hvað varðar loftflæði og afl. K&N hefur yfirleitt komið ágætlega út, en ég man eftir að sía frá Holley sló þeim við í einhverju testinu.
Það má vel vera að K&N hafi gerst full yfirlýsingaglaðir í auglýsingum eins og mörgum fyrirtækjum hættir til (sbr. V-power auglýsingar) en ég efast um að þeir hafi falsað gögn (bílablaðamenn væru fljótir að tæta þá í sig, svo maður tali ekki um lögfræðinga "fórnarlamba" sem hafa hlotið varanlegann andlegann skaða ef varan skilar ekki því sem hún á að skila).
En eins og ég sagði áður, hún skilar engu auka afli ef sían sem fyrir er hleypir öllu því lofti í gegn sem vélin kallar eftir.
En er ekki best að leyfa mönnum að halda áfram að rífast um Hiclone?
JHG
27.03.2004 at 13:02 #493451Ég held að samanburður á K&N síu og ýmsum galdratólum sé nú ekki sanngjarn. Pappasíur eru yfirleitt meiri fyrirstaða en bómullarsíur. Þær minnka líka hljóðið eitthvað sem margir kaupendur vilja. Í sumum tilfellum ert þú líka að fá stærri síu, og það er auðveldara fyrir vélina að sjúga loftið inn.
Það hafa margar dínó og loftflæðimælingar sínt að góðar bómullarsíur hleypi yfirleitt meiru í gegnum sig en OEM pappasíur.
Það breytir því ekki að ef sían er ekki flöskuhálsinn þá gefur sía sem flæðir betur ekki mikið afl. Í sumum tilfellum er hún flöskuháls, og þá eru menn að fá eitthvað útúr þessu.
Sem dæmi þá fengust 3 kynslóðar Firebird/Camaro með tveimur tegundum af lofthreinsurum (þ.e. blöndungsbílarnir, innspítingarbílarnir voru svo þar fyrir utan). Standard var hann með frekar hamlandi lofthreinsara en HO bíllinn var með COLD AIR. Ef ég væri með standard lofthreinsara þá myndi ég ekki hika við að skipta honum út fyrir K&N. Hinsvegar virkar dótið í HO bílnum það vel að það myndi líklegast skila mér neikvæðum árangri að skipta út COLD AIR dótinu fyrir pakka með K&N.
Í prófunum á V8 vélum hef ég oft séð tölur frá 5-15 hp. Á stórum big block vélum sem búið er að tjúna í allar áttir erum við að tala um töluvert stærri tölur enda væri skrýtið ef OEM sía væri gerð til að flæða nægilega fyrir þær.
Ég held að þú sért eitthvað að misskilja hvaða efni er sprautað í síuna. Bómullarsíur þarf að smyrja til að þær virki sem skildi, en drullan sest í olíuna. Án olíunnar er sían ekki að gera sitt, þ.e. sía óhreinindi úr loftinu.
Eftir mikla notkun þarf síðan að hreinsa þær og smyrja uppá nýtt. Yfirleitt er miðað við að gera þetta á 30.000 mílna fresti, en það fer auðvitað eftir aðstæðum á hverjum stað.
Ég hef smurt mínar á nokkurra ára fresti, oftar í jeppanum en í fólksbílnum. Olían er ennþá í síunni þegar næst er þrifið, svo hún er ekkert að hverfa (og ég get ekki séð hvernig hún getur skilað einhverju afli).
Ég hef ekki tekið eftir að olían sé neitt frábrugðin annari olíu viðkomu, og lyktin bendir ekki til að um mjög hvarfgjarnt efni sé að ræða.
En hestöflin eru ekki ástæða þess að ég er með K&N síur í mínum V8 bílum. Aðal ástæðan er það að þær eru margnota, og ég hef sparað töluverðar upphæðir á þessu.
Ég hef heyrt að skynjarar í sumum innspítingabílum séu viðkvæmir fyrir þessari olíu og að menn ættu ekki að nota olíusmurða síu á þá bíla. Menn verða því að athuga sinn gang vel áður en fjárfest er í þannig síu.
Ég hef ekkert kynnt mér Hyclone og þori ekki að segja til um hvort þetta sé lausn orkuvanda heimsins eða eins og kaninn kallar "snake oil".
JHG
27.03.2004 at 13:02 #500731Ég held að samanburður á K&N síu og ýmsum galdratólum sé nú ekki sanngjarn. Pappasíur eru yfirleitt meiri fyrirstaða en bómullarsíur. Þær minnka líka hljóðið eitthvað sem margir kaupendur vilja. Í sumum tilfellum ert þú líka að fá stærri síu, og það er auðveldara fyrir vélina að sjúga loftið inn.
Það hafa margar dínó og loftflæðimælingar sínt að góðar bómullarsíur hleypi yfirleitt meiru í gegnum sig en OEM pappasíur.
Það breytir því ekki að ef sían er ekki flöskuhálsinn þá gefur sía sem flæðir betur ekki mikið afl. Í sumum tilfellum er hún flöskuháls, og þá eru menn að fá eitthvað útúr þessu.
Sem dæmi þá fengust 3 kynslóðar Firebird/Camaro með tveimur tegundum af lofthreinsurum (þ.e. blöndungsbílarnir, innspítingarbílarnir voru svo þar fyrir utan). Standard var hann með frekar hamlandi lofthreinsara en HO bíllinn var með COLD AIR. Ef ég væri með standard lofthreinsara þá myndi ég ekki hika við að skipta honum út fyrir K&N. Hinsvegar virkar dótið í HO bílnum það vel að það myndi líklegast skila mér neikvæðum árangri að skipta út COLD AIR dótinu fyrir pakka með K&N.
Í prófunum á V8 vélum hef ég oft séð tölur frá 5-15 hp. Á stórum big block vélum sem búið er að tjúna í allar áttir erum við að tala um töluvert stærri tölur enda væri skrýtið ef OEM sía væri gerð til að flæða nægilega fyrir þær.
Ég held að þú sért eitthvað að misskilja hvaða efni er sprautað í síuna. Bómullarsíur þarf að smyrja til að þær virki sem skildi, en drullan sest í olíuna. Án olíunnar er sían ekki að gera sitt, þ.e. sía óhreinindi úr loftinu.
Eftir mikla notkun þarf síðan að hreinsa þær og smyrja uppá nýtt. Yfirleitt er miðað við að gera þetta á 30.000 mílna fresti, en það fer auðvitað eftir aðstæðum á hverjum stað.
Ég hef smurt mínar á nokkurra ára fresti, oftar í jeppanum en í fólksbílnum. Olían er ennþá í síunni þegar næst er þrifið, svo hún er ekkert að hverfa (og ég get ekki séð hvernig hún getur skilað einhverju afli).
Ég hef ekki tekið eftir að olían sé neitt frábrugðin annari olíu viðkomu, og lyktin bendir ekki til að um mjög hvarfgjarnt efni sé að ræða.
En hestöflin eru ekki ástæða þess að ég er með K&N síur í mínum V8 bílum. Aðal ástæðan er það að þær eru margnota, og ég hef sparað töluverðar upphæðir á þessu.
Ég hef heyrt að skynjarar í sumum innspítingabílum séu viðkvæmir fyrir þessari olíu og að menn ættu ekki að nota olíusmurða síu á þá bíla. Menn verða því að athuga sinn gang vel áður en fjárfest er í þannig síu.
Ég hef ekkert kynnt mér Hyclone og þori ekki að segja til um hvort þetta sé lausn orkuvanda heimsins eða eins og kaninn kallar "snake oil".
JHG
24.03.2004 at 14:33 #493208Sumar skiptingar fyrir Buick/Oldsmobile/Pontiac eru með gatadeilingu fyrir bæði chevy og BOP. Flestar eru það hinsvegar ekki.
350 Chevy er mjög góður kostur, og ef þú getur ekki skellt henni framanvið þessa skiptingu þá ætti að vera lítið mál að redda þér GM skiptingu með götum fyrir Chevy (eða plötu frá t.d. http://www.advanceadapters.com/ ef þú villt halda sömu skiptingu).
Persónulega myndi ég athuga hvort ekki væri fært að fá 350 með TPI (allt verður að fylgja) og notast við TH700R4 (eftir 1986) skiptingu.
JHG
24.03.2004 at 14:33 #500475Sumar skiptingar fyrir Buick/Oldsmobile/Pontiac eru með gatadeilingu fyrir bæði chevy og BOP. Flestar eru það hinsvegar ekki.
350 Chevy er mjög góður kostur, og ef þú getur ekki skellt henni framanvið þessa skiptingu þá ætti að vera lítið mál að redda þér GM skiptingu með götum fyrir Chevy (eða plötu frá t.d. http://www.advanceadapters.com/ ef þú villt halda sömu skiptingu).
Persónulega myndi ég athuga hvort ekki væri fært að fá 350 með TPI (allt verður að fylgja) og notast við TH700R4 (eftir 1986) skiptingu.
JHG
17.03.2004 at 18:46 #491694Ef skynjarinn hefur verið fjarlægður, og ekkert ljós kemur þá er ekki ósennilegt að það hafi verið gert óvirkt (t.d. peran tekin úr).
17.03.2004 at 18:46 #498775Ef skynjarinn hefur verið fjarlægður, og ekkert ljós kemur þá er ekki ósennilegt að það hafi verið gert óvirkt (t.d. peran tekin úr).
16.03.2004 at 23:51 #491678Ef þetta er innspítingarbíll (sem þetta örugglega er) þá þarf hún súrefnisskynjara sem ætti að vera á pústgreininni eða flækjunum.
Þegar bíllinn er kaldur þá ætti hann að ganga í svokölluðu í "open loop" og fer þá eingöngu eftir töflum í tölvunni. Þegar hann hitnar þá á hann að fara yfir í "closed loop" og notast þá við súrefnisskynjarann til að gefa mynd af blöndunni, og leiðrétta eftir því.
Nú hef ég ekki hundsvit á því hvaða leið Toyota fór með þessar vélar (t.d. speed density eða Mass Air Flow).
Ef innspítingin er SD þá þarf að endurkvarða tölvuna eftir smávægilegustu breytingar (byggir mikið á vacumi).
Ef hún notast hinsvegar við MAF þá mælir MAF skynjari flæði inná vélina og þolir því minniháttar breytingar án endurkvörðunar.
JHG
16.03.2004 at 23:51 #498741Ef þetta er innspítingarbíll (sem þetta örugglega er) þá þarf hún súrefnisskynjara sem ætti að vera á pústgreininni eða flækjunum.
Þegar bíllinn er kaldur þá ætti hann að ganga í svokölluðu í "open loop" og fer þá eingöngu eftir töflum í tölvunni. Þegar hann hitnar þá á hann að fara yfir í "closed loop" og notast þá við súrefnisskynjarann til að gefa mynd af blöndunni, og leiðrétta eftir því.
Nú hef ég ekki hundsvit á því hvaða leið Toyota fór með þessar vélar (t.d. speed density eða Mass Air Flow).
Ef innspítingin er SD þá þarf að endurkvarða tölvuna eftir smávægilegustu breytingar (byggir mikið á vacumi).
Ef hún notast hinsvegar við MAF þá mælir MAF skynjari flæði inná vélina og þolir því minniháttar breytingar án endurkvörðunar.
JHG
16.03.2004 at 23:42 #491376Þetta er ekki alveg svona einfallt. 6,2 fékkst með Banks túrbínu í GMC Jimmy og GMC Suburban (frá GM) frá að því að mig minnir 1989 (merkileg nokk þá var ekki boðið uppá þetta í Chevy Blazer K5 og Chevy Suburban). Þegar 6,5 kom á markaðinn þá var hægt að fá hana túrbínulausa (og það má vel vera að það hafi verið eitthvað áfram).
Yngstu 6,2 blokkirnar (frá þeim árum sem skiptin áttu sér stað) á víst að vera hægt að bora í 6,5.
Ef báðar vélarnar eru án forþjöppu þá er munurinn örugglega ekki svo svakalegur.
Munurinn liggur kannski frekar í styrkleika vélarinnar. T.d. þá þolir 6,5 meiri pústhita vegna annarrar blöndu í stimplunum.
JHG
16.03.2004 at 23:42 #498141Þetta er ekki alveg svona einfallt. 6,2 fékkst með Banks túrbínu í GMC Jimmy og GMC Suburban (frá GM) frá að því að mig minnir 1989 (merkileg nokk þá var ekki boðið uppá þetta í Chevy Blazer K5 og Chevy Suburban). Þegar 6,5 kom á markaðinn þá var hægt að fá hana túrbínulausa (og það má vel vera að það hafi verið eitthvað áfram).
Yngstu 6,2 blokkirnar (frá þeim árum sem skiptin áttu sér stað) á víst að vera hægt að bora í 6,5.
Ef báðar vélarnar eru án forþjöppu þá er munurinn örugglega ekki svo svakalegur.
Munurinn liggur kannski frekar í styrkleika vélarinnar. T.d. þá þolir 6,5 meiri pústhita vegna annarrar blöndu í stimplunum.
JHG
12.03.2004 at 13:20 #491318Blöndungur eða innspíting?
Byrjaði þetta skyndilega eða hægt og hljótt?
Þú ættir að byrja á að leita að loftleka (vacum), og ef þetta er innspítingarbíll þá gæti TPS (throttle position sensor) skynjarinn verið að stríða þér.
JHG
12.03.2004 at 13:20 #498042Blöndungur eða innspíting?
Byrjaði þetta skyndilega eða hægt og hljótt?
Þú ættir að byrja á að leita að loftleka (vacum), og ef þetta er innspítingarbíll þá gæti TPS (throttle position sensor) skynjarinn verið að stríða þér.
JHG
06.03.2004 at 17:25 #491110Persónulega finnst mér eðlilegast að sá sem notar þann tíma sem að gjöldin ná yfir borgi.
Gíróseðlar fyrir bifreiðagjöldum sem komu eftir áramótin eru vegna janúar – júní 2004, og eru því í raun fyrirframgreiðsla á þeim gjöldum.
Ef þú kaupir bíl í febrúar, og það er búið að borga gjöldin fyrir janúar-júní 2004 þá ættir þú í raun að borga fyrir þá mánuði sem að þú notar.
Þar sem að þú eignaðist bílinn í febrúar þá þætti mér sanngjarnt að þú borgaðir febrúar til júní ef ekki hefur verið samið um annað.
JHG
06.03.2004 at 17:25 #497692Persónulega finnst mér eðlilegast að sá sem notar þann tíma sem að gjöldin ná yfir borgi.
Gíróseðlar fyrir bifreiðagjöldum sem komu eftir áramótin eru vegna janúar – júní 2004, og eru því í raun fyrirframgreiðsla á þeim gjöldum.
Ef þú kaupir bíl í febrúar, og það er búið að borga gjöldin fyrir janúar-júní 2004 þá ættir þú í raun að borga fyrir þá mánuði sem að þú notar.
Þar sem að þú eignaðist bílinn í febrúar þá þætti mér sanngjarnt að þú borgaðir febrúar til júní ef ekki hefur verið samið um annað.
JHG
05.03.2004 at 09:26 #49083812 bolta GM er ekki fljótandi. Hinsvegar eru margar 14 bolta GM fljótandi (og nánast óbrjótandi).
Ég er með 12 bolta á mínum trukk og hef ekki lent í vandræðum (ef frá eru talin mistök smurstöðvar). Samt grípur mann alltaf sú della af og til að redda sér D60 og GM 14 bolta til að skella undir ef mig vantar eitthvað að gera
JHG
-
AuthorReplies