Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.06.2004 at 11:54 #194504
Ég fékk spurningu frá Plúsinum í morgun um jeppamál. Ég strandaði strax á fyrstu spurningu. Þar er spurt hver séu stærstu jeppadekkin og gefnir upp möguleikarnir:
38″
44″
48″Spurningin byggist á bókinni Ekið um óbyggðir (sem allir jeppamenn ættu að eiga).
Fyrir ekki löngu síðan hefði maður hakað við 44″. Nú sakna ég 49″ úr þessari flóru.
Ætli bókin hafi ekki verið komin út (eða komin of langt í framleiðsluferlinu) þegar 49″ fóru að koma til landsins til að þau hafi ratað þar inn.
Þannig að nú verð ég að velja á milli að svara vitlaust (en fá rétt) eða sleppa því að svara
Kv. JHG
29.06.2004 at 22:23 #504320Skv. http://www.althingi.is:
" Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2005. Frá og með sama tíma falla úr gildi lög nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar. Ákvæði þeirra laga skulu þó gilda um þungaskatt sem greiða á af notkun ökutækja til 1. júlí 2005."
20.06.2004 at 10:55 #504026Kaninn er mjög margbreytilegur. Kaliforníukarlarnir breyta eins og þú sérð í OffRoad en alvöru jeppamenn þar úti gera grín af þeim.
Ef þú sérð þessa karla sem stunda klettaklifur á sínum bílum þá sérðu að stóru skærin eru brúkuð.
Stundum gengur það svo langt að menn rífa allt boddý af bílnum og skella grind í staðinn. Þar er markmiðið að halda þyngdarpunktinum eins neðarlega og hægt er.
Ég var sjálfur haldinn þessari vitleysu að kaninn breytti bara með því að ýta bílnum lengra uppí loftið. Eftir að hafa verið í sambandi við jeppamenn í Colorado í gegnum netið komst ég að því að þetta er della.
Þar (og eflaust víðar um landið) eru jeppamenn eins og við, sem stúdera hlutina í botn og breyta sjálfir án þess að vera hræddir við að klippa.
JHG
20.06.2004 at 10:40 #504032Til að bíll falli undir 13% regluna þá þarf pallurinn að vera aðgreindur húsi (ekki sambyggður öðru boddýi). Flestir pallbílar eru þannig gerðir en það komu einhverjar tegundir með pall og boddí samhangandi, og flokkast þeir með öðrum jeppum í 45% vörugjaldi.
Ég myndi ekki standa í því að kaupa 2wd og breyta í 4wd, nema það stæði hvort sem er til að rífa framstellið undan og skella stórri hásingu í staðinn. Kostnaðurinn er einfaldlega of mikill til að það borgi sig (meiri en verðmunur bílanna).
Ég man ekki nákvæmlega hvernig það var með regluna með að vörugjald falli niður en mig minnir að það sé ef heildarþyngd (með fullri burðargetu) er yfir 5 tonnum.
Hvort bíllinn sé með tvöfölldu að aftan eða ekki skiptir engu máli.
Það er svo alltaf matsatriði hvort það borgi sig að standa í þessu sjálfur eða láta aðra sjá um dæmið fyrir sig.
Einn félagi minn keypti nýjann Ford F150 Lariant (með öllu) fyrir nokkrum mánuðum og sá sjálfur um að flytja hann inn. Hann var kostaði hingað kominn með öllum gjöldum 3,5 milljónir. Hann sá alveg um sín mál sjálfur og þótti þetta ekki mikið mál (hann bjó reyndar einu sinni þarna úti).
Ég þekki fleiri sem hafa gert þetta sjálfir og þeir segja allir að þetta sé ekkert mál.
Ef þú kaupir bíl þá skiptir verulegu máli hvar bíllinn er í Bandaríkjunum. Ef það þarf að trukka hann yfir þver Bandaríkin til að koma honum í skip þá getur kostnaðurinn hækkað mikið.
Mér skilst að ódýrasti flutningur sé nú með Atlantsskipum en ég hef heyrt að það sé um 100 þús. Það er svo alltaf að verða vinsælla að taka bílanna með flugi (oft um 150þ) en þeir hafa lent í vandræðum með langa pallbíla.
JHG
22.05.2004 at 00:18 #502968Ég veit af einum sem hefur alltaf komið sínum bíl með 455 Pontiac og rör án kúta í gegnum skoðun. Eflaust eru einhverjar reglur um þetta en persónubundið hve strangt starfsmenn fylgja þeim eftir.
Ég vildi einu sinni ólmur vera með opna kúta og tvöfallt 3" púst. Eftir einn jeppatúr var ég búinn að fá nóg. Það var töff hljóð í bílnum en að hlusta á þetta í marga tíma á dag verður svolítið þreytandi.
Nú er ég með orginal kúta sem þagga niður í honum
21.05.2004 at 23:31 #502911LT1 væri náttúrulega algjör snilld í þessum bíl. Hún krefst kannski aðeins meiri pælinga og eitthvað fleiri seðla, en til lengri tíma er það alveg þess virði (ef þú ætlar að eiga bílinn eitthvað áfram, borgar sig ekki að hugsa um þetta fyrir 1-2 ár).
JHG
21.05.2004 at 15:23 #502904Ég veit að menn vestanhafs hafa skellt 350 og TH700R4 ofaní þessa bíla, og minnir að einhver hér á landi hafi fengið sömu meðferð. Það væri virkilega skemmtilegt í þetta léttum bíl. Ekki væri verra ef þú gætur náð þér í TPI innspítingu á relluna.
19.05.2004 at 12:55 #495828Ég vil taka það fram að mál er snúast að flutningskostnaði útá land verður að taka á, það er ekki boðlegt að vöruverð á landsbyggðinni hækki vegna þessarar kerfisbreytingar. Hvort sem það er gert með litaðri olíu eða gert upp miðað við skattauppgjör (þetta eru jú rekstraraðilar) er svo matsatriði. Það er ekki endilega mál klúbbsins að berjast fyrir lægri flutningskostnaði fyrir landsbyggðina, ekki frekar en fjölmiðlafrumvarpið, en nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að taka á um leið.
En eins og málin snúa að almennum ökumönnum, þ.e. þeirra sem reka fólksbíla eða jeppa þá á það sama ekki við.
Eðlilegast er að sama skattheimta sé af mönnum með samskonar bíla, óháð því hver orkugjafinn er (að undanskyldum sértækum aðgerðum til að hvetja menn til að fá sér vetnis- eða rafmagnsbíla sem gætu komið til greina í skamman tíma).
Ég held að flestir séu sammála um það að það kerfi sem hefur verið mismunar mönnum eftir því hvaða orkugjafa þeir eru með, en eftir ákveðið mikla notkun eru menn í raun að keyra skattlaust.
Ef menn vilja halda þeirri mismunun þá er sjálfsagt að þeir berjist fyrir því, en ég held að það sé ekki rétt að klúbburinn sé sérstaklega að blanda sér í það.
Ég vil frekar að ef 4×4 klúbburinn beiti sér fyrir lækkun á gjöldum af öllu eldsneyti, til hagsbóta fyrir alla félaga, frekar en að vinna að því að viðhalda þessu kerfi.
Ég hef átt bensínjeppa lengi. Þegar ég heyrði um nýtt kerfi þá sá ég hag í því að setja í hann díselvél (og er líklegast búinn að finna eina góða). "Gamla" kerfið heillar mig ekki en nýja kerfið líst mér miklu betur á (ef það verður þá einhverntíma að veruleika).
Ég ítreka því það sem ég sagði áður, ég vil að klúbburinn beiti sér fyrir að gjöld á öllu eldsneyti verði lækkuð, til hagsbóta fyrir alla, en ekki berjast fyrir að viðhalda þessu kerfi (ekki frekar en að berjast gegn því).
JHG
19.05.2004 at 12:55 #503151Ég vil taka það fram að mál er snúast að flutningskostnaði útá land verður að taka á, það er ekki boðlegt að vöruverð á landsbyggðinni hækki vegna þessarar kerfisbreytingar. Hvort sem það er gert með litaðri olíu eða gert upp miðað við skattauppgjör (þetta eru jú rekstraraðilar) er svo matsatriði. Það er ekki endilega mál klúbbsins að berjast fyrir lægri flutningskostnaði fyrir landsbyggðina, ekki frekar en fjölmiðlafrumvarpið, en nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að taka á um leið.
En eins og málin snúa að almennum ökumönnum, þ.e. þeirra sem reka fólksbíla eða jeppa þá á það sama ekki við.
Eðlilegast er að sama skattheimta sé af mönnum með samskonar bíla, óháð því hver orkugjafinn er (að undanskyldum sértækum aðgerðum til að hvetja menn til að fá sér vetnis- eða rafmagnsbíla sem gætu komið til greina í skamman tíma).
Ég held að flestir séu sammála um það að það kerfi sem hefur verið mismunar mönnum eftir því hvaða orkugjafa þeir eru með, en eftir ákveðið mikla notkun eru menn í raun að keyra skattlaust.
Ef menn vilja halda þeirri mismunun þá er sjálfsagt að þeir berjist fyrir því, en ég held að það sé ekki rétt að klúbburinn sé sérstaklega að blanda sér í það.
Ég vil frekar að ef 4×4 klúbburinn beiti sér fyrir lækkun á gjöldum af öllu eldsneyti, til hagsbóta fyrir alla félaga, frekar en að vinna að því að viðhalda þessu kerfi.
Ég hef átt bensínjeppa lengi. Þegar ég heyrði um nýtt kerfi þá sá ég hag í því að setja í hann díselvél (og er líklegast búinn að finna eina góða). "Gamla" kerfið heillar mig ekki en nýja kerfið líst mér miklu betur á (ef það verður þá einhverntíma að veruleika).
Ég ítreka því það sem ég sagði áður, ég vil að klúbburinn beiti sér fyrir að gjöld á öllu eldsneyti verði lækkuð, til hagsbóta fyrir alla, en ekki berjast fyrir að viðhalda þessu kerfi (ekki frekar en að berjast gegn því).
JHG
18.05.2004 at 13:28 #495797"Það er líka athyglisvert að skoða það að þeir sem er fylgjandi olíugjaldinu eiga annaðhvort engan jeppa eða kannski í mesta lagi slyddujeppa."
Þetta er virkilega málefnalegt, en ef málflutningurinn á að vera á þessum nótum þá er ekki líklegt að hann beri árangur. Ég held að minn jeppi sé alls ekki slyddujeppi!
JHG
18.05.2004 at 13:28 #503120"Það er líka athyglisvert að skoða það að þeir sem er fylgjandi olíugjaldinu eiga annaðhvort engan jeppa eða kannski í mesta lagi slyddujeppa."
Þetta er virkilega málefnalegt, en ef málflutningurinn á að vera á þessum nótum þá er ekki líklegt að hann beri árangur. Ég held að minn jeppi sé alls ekki slyddujeppi!
JHG
09.05.2004 at 22:25 #494404Geirilong minnist á að hægt hafi verið að kaupa steypta skyldi. Ég man eftir þessum skjöldum og hefði ekkert á móti því að setja einn svona á grillið á mínum fjallatrukk. Ég er viss um að ég er ekki einn um það. Er hægt að fá þessa skyldi ennþá?
JHG
09.05.2004 at 22:25 #488708Geirilong minnist á að hægt hafi verið að kaupa steypta skyldi. Ég man eftir þessum skjöldum og hefði ekkert á móti því að setja einn svona á grillið á mínum fjallatrukk. Ég er viss um að ég er ekki einn um það. Er hægt að fá þessa skyldi ennþá?
JHG
29.04.2004 at 13:02 #500583Vél sem er keyrð á bensíni með of háa oktantölu getur skilað minna afli en á réttu bensíni. 100LL er með lágmarksoktan 100 oktan MON en ef við reiknum það miðað við venjulegt bensín þá minnir mig að það komi út sem 104-105 oktan (RON+MON)/2 (ég verð samt að viðurkenna að ég er aðeins farinn að ryðga í þessum fræðum).
En aðalvandamálin snúast um hvarfakútinn (eins og áður var bent á) og súrefnisskynjarann. Blýið sest á súrefnisskynjarann (byggist á virkni hans) og innan tíðar fer hann að senda röng skilaboð til tölvu bílsins. Það getur því farið að bera á verri gangi og jafnvel aukinni eyðslu.
Ég held að þú ættir að halda þig við venjulegt bensín.
JHG
17.04.2004 at 16:33 #499104En það sama er hægt að segja um bensínjeppana. Við borgum fullan þjóðvegaskatt af okkar keyrslu á jöklum landsins.
Því væri réttara ef klúbburinn ætlaði að beita sér sérstaklega að taka elsneytisgjöld almennt upp.
Við bensínmenn erum alveg jafn sárir að þurfa að borga okkar skatt (sem verður samt alltaf hærri vegna lægri gjaldtöku á dísel og meiri eyðslu).
JHG
16.04.2004 at 22:09 #194218Það er greinilegt að sumir þeirra sem eru mótfallnir breytingum á innheimtu gjalds á díselolíu eru eitthvað ósáttir við að önnur sjónarmið komi fram í þeim þræði.
Þessvegna set ég mínar hugleiðingar í sér þráð.
Ég held að margir velti því fyrir sér hvort að klúbburinn eigi að taka opinbera afstöðu. Ég er algjörlega á móti því að klúbburinn geri það. Hinsvegar gæti hann barist fyrir lækkun gjalda á eldsneyti almennt (bensín og dísel).
Það væri ekki úr vegi að hafa annan hátt á að innheimta gjald af vöru- og fólksflutningabílum en það er ekki endilega mál 4×4 klúbbins.
Ef við veltum sanngirni fyrir okkur (útfrá jeppum) þá er það kerfi sem verið hefur mjög einkennilegt. Þeir sem keyra mikið fá mikinn afslátt á opinberum gjöldum.
Ég man ekki í svipinn eftir öðru dæmi í innheimtu opinberra gjalda þar sem að gjöld lækka eða falla niður eftir að ákveðnum gjaldstofni er náð.
Nú eru díselmenn oft að hreykja sér af því hve þeirra bílar eyði litlu. Dísel á jú að nýta orkuna betur og þú kemst lengra á hverjum lítra. Þar að auki skilst mér á öðrum þráðum að dísellinn eigi að vera um 12% ódýrari en sopinn af bensíni.
Dísellinn ætti því ennþá að hafa mikið forskot á bensínið, bæði minni eyðsla og ódýrari sopi. Getur það talist ósanngjarnt? Það stórefast ég um.
Ósanngirnin í sköttum á eldsneyti felst ekki í díselmálinu heldur skattlagningu á allt eldsneyti. Ef klúbburinn fer að beita sér sérstaklega til að dísellinn verði enn ódýrari eða að fyrra kerfi verði viðhaldið þá held ég að við eigum það á hættu að missa trúverðuleika.
Við lítum þá út fyrir að berjast fyrir að halda áfram sérhagsmunamáli fárra, halda við kerfi sem er í raun ósanngjarnt.
Ég ítreka að þetta á við jeppamenn en ekki áhrif sem þetta hefur á vöruverð á landsbyggðinni, en það er mál sem er nauðsynlegt að leysa óháð okkur.
Ég legg því til að ef 4×4 klúbburinn vill beita sér í þessu máli þá geri hann það á breiðum grundvelli, þ.e. beiti sér fyrir lækkun á gjöldum af öllu eldsneyti!
JHG
16.04.2004 at 08:48 #498927Það er allt gott og blessað að menn láti í sér heyra og reyni að hafa áhrif á þetta mál.
Til að það sé tekið almennilega mark á því þá verðum við samt að passa okkur á að koma ekki með fullyrðingar í hita leiksins sem við getum ekki staðið við.
Dísel er vissulega eitthvað ódýrara en bensín í flestum löndum en það munar engum svakalegum upphæðum (hef bæði notað bensín og díselbíla á ferðalögum um Evrópu).
Í Bandaríkjunum kostar líter af eldsneyti í dag (meðaltal yfir landið):
Regular: $1,798
Mid: $1,908
Premium: $1,977
Diesel: $1,755Munurinn á venjulegu bensíni og dísel er því ekki nema örfá prósent. Ég man ekki hve mikill munur var í Evrópu (má samt vera að hann hafi verið eilítið meiri en í USA) en eins og ég sagði áður þá var hann ekkert stórkostlegur.
JHG
06.04.2004 at 15:56 #495661Einn góður vinur minn hefur verið búsettur í Danmörku í fjölda ára. Hann hefur keyrt sína bíla á húsaolíu. Málið er að einhverjar kannanir síndu að efnið sem notað var til litunar var krabbameinsvaldandi. Olíuflutningabílstjórar strækuðu á að flytja það og upp kom pattstaða. Ákveðið var að gera ekki neitt og húsaolían var ekki lituð. Það getur verið að þeir séu farnir að lita olíuna aftur en það leit ekki út fyrir að það yrði gert fyrir nokkrum árum.
Í smábænum sem þessi gaur á heima í er einn tankur fyrir tvær dælur. Önnur dælan dældi húsaolíu en hin á bílinn. Fyrst var hann að þvælast með brúsa (og afgreiðslumenn göntuðust með það hvað hann kynnti mikið yfir sumarið) en síðan var hann farinn að dæla henni beint á bílinn. Þegar ég talaði við hann þá var hann búinn að stunda þetta í nokkur ár án þess að hafa lent í nokkru veseni.
JHG
06.04.2004 at 15:56 #502991Einn góður vinur minn hefur verið búsettur í Danmörku í fjölda ára. Hann hefur keyrt sína bíla á húsaolíu. Málið er að einhverjar kannanir síndu að efnið sem notað var til litunar var krabbameinsvaldandi. Olíuflutningabílstjórar strækuðu á að flytja það og upp kom pattstaða. Ákveðið var að gera ekki neitt og húsaolían var ekki lituð. Það getur verið að þeir séu farnir að lita olíuna aftur en það leit ekki út fyrir að það yrði gert fyrir nokkrum árum.
Í smábænum sem þessi gaur á heima í er einn tankur fyrir tvær dælur. Önnur dælan dældi húsaolíu en hin á bílinn. Fyrst var hann að þvælast með brúsa (og afgreiðslumenn göntuðust með það hvað hann kynnti mikið yfir sumarið) en síðan var hann farinn að dæla henni beint á bílinn. Þegar ég talaði við hann þá var hann búinn að stunda þetta í nokkur ár án þess að hafa lent í nokkru veseni.
JHG
05.04.2004 at 20:53 #495897Ég er búinn að eiga sama jeppann í mörg ár og hann hefur reynst frábærlega, ekkert bilerí og vesen og er þrælduglegur.
Bíllinn er:
Chevrolet Blazer K5 Silverado, árgerð 1981
Vél: 350 cid sbc, 4 bolta, volgur ás og edelbrock blöndungur,
Skipting: TH350,
Millikassi: NP208
Hásingar: Dana 44 að framan með einhverskonar tregðulæsingu, GM 12 bolta aftan (með Torsen læsingu), þær eru með 4.88:1 hlutföll
Gripurinn er á 38 tommu DC, en ég breytti honum árið 1998 fyrir 44 tommur (en hef ekki ennþá fjárfest í þeim).Þar sem að ég er með 44" kanta þá halda allir að ég sé með einhver smádekk undir (er oft spurður hvort hann sé á 35 tommum :).
JHG
-
AuthorReplies