Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.01.2005 at 15:12 #514932
Við ræddum þetta á öðrum þræði fyrir nokkrum dögum.
Það eru aðallega þrír staðir sem koma til grein:
Lögn frá skiptingu (fyrir kæli)
Lögn til skiptingar (frá kæli)
Panna í skiptingu.B&M mæla með að setja skynjarann á lögnina frá kæli. Rökin eru að sú olía smyrji skiptinguna og skipti mestu máli. Galli -> Ef þú ert með stórann kæli þá færðu alltaf frekar kalda mælingu (þrátt fyrir að vökvinn sem færi frá skiptingu væri sjóðandi heitur).
Líklegast færðu heitustu mælingu á lögnina frá skiptingu. Þá er vökvinn að koma frá túrbínunni. Margir vilja meina að þessi mæling sé ekki nógu góð, og geti verið false alarm.
Ég held að það að hafa skynjarann í pönnunni sé hvað nákvæmast.
Sjálfur tengdi ég skynjarann eins og B&M mælti fyrir. Ég er að hugsa um að fá mér annan skynjara til að setja í pönnuna og rofa til að svissa á milli mælinga.
En mælir og góður kælir er nauðsyn í sjálfskiptan jeppa.
JHG
25.01.2005 at 16:05 #51463210, 12, og 14 bolta hásingar fást allar jafn breiðar. Þú þarft því lítið annað að gera en að skrúfa. Það er möguleiki að þú þyrftir að breyta drifskafti og örugglega þarft þú að fá annan hjöruliðskross.
Sannfærðu karlinn um að fá sér 14 bolta fljótandi, þá þarf hann aldrei að hafa áhyggjur af þessu meir
JHG
25.01.2005 at 09:38 #514072Besta upplýsingaveita sem ég hef fundið um breytingar á lettunum er http://www.coloradok5.com
Þetta eru að megninu alvöru jeppamenn sem breyta skynsamlega, og á margan hátt svipað og við (halda hæðinni niðri).
JHG
25.01.2005 at 09:31 #514628Þú ættir að spjalla við hann Óðinn, s. 820-8240, hann á örugglega eitthvað dót handa ykkur á góðu verði.
Þú getur talið boltana og komist að því hvaða hásing þetta er, en þær eru mismunandi sterkar. 10 bolti (stærri) er eilítið veikari en 12 bolti. Legan við pinjóninn er veikleiki í 12 boltanum (þ.e. 12 bolta jeppahásingunni, 12 bolta fólksbílahásingin er sterkari).
Ef ég væri þú þá myndi ég nota tækifærið og reyna að redda mér 14 bolta fljótandi, hásingar gerast ekki mikið sterkari.
JHG
22.01.2005 at 15:36 #514198Þetta tengist mikið hvar túrbínan stallar. Málið er samt ekki svona einfallt því aðrir þættir í ökutækinu hafa áhrif á stallið.
Samskonar túrbína getur því stallað á mismunandi snúning eftir því hvernig ökutækið er uppsett (tog vélar, þyngd bíls ofl.).
Það er yfirleitt ekki hár snúningur sem er vandamálið (því þá er túrbínan að skila nær 1:1) heldur einmitt snuðið, þegar hún tekur ekki alveg.
Þegar við hjökkum í þungu færi þá erum við oftar en ekki á lágum snúning, og túrbínan snuðar eitthvað, sem skapar hita.
Það sama gerist þegar menn eru að draga í of háu þrepi (munið að þyngd hefur áhrif á stallið), túrbínan getur verið að snuða (snúningur fyrir neðan stall) og skiptingin því hitnað meira.
Það er svo fleiri þættir svo sem lockup sem hefur áhrif á dæmið.
Ég ráðlegg öllum að hafa stóran kæli og góðan mæli til að vita hvað er að gerast.
JHG
P.s. það viðhorf að hafa ekki mæli vegna þess að þá hafi menn bara óþarfa áhyggjur getur í raun átt við alla mæla, menn geta alveg komist af með gaumljós en ég held að flestir jeppamenn vilji vita meira um hvað er að gerast en það.
22.01.2005 at 11:26 #514194Ég geri líka ráð fyrir að þið séuð með nokkuð sterkar skiptingar. Ætli TH400 og sambærilegt sé ekki málið, og jafnvel búið að styrkja þær eitthvað. Svo reyna menn að setja sömu formúlu fyrir veikari skiptingar og allt fer í steik.
Persónulega finnst mér nauðsynlegt að vera með mæli. Ef vökvinn hitnar mikið þá getur maður brugðist við með að stoppa og láta ganga í P eða N og þá veit maður að það borgar sig að skipta fyrr um vökvann. Einnig bendir það til að það geti borgað sig að kaupa kæli (eða stærri kæli).
Samkvæmt þeim bókum og greinum sem ég hef lesið um sjálfskiptingar þá fara sjálfskiptingar í 90% tilfella útaf of miklum hita.
Það er hægt að taka sénsinn á góðum sumardegi þar sem menn tæta upp brekkur í nokkrar mínútur í senn með viðgerðarlið sem bíður (jafnvel með auka skiptingu) en verra að gera það þegar menn eru í óbyggðum að hjakka í krapa tímunum saman.
JHG
21.01.2005 at 23:46 #513978Byodiesel og steikarfeitin er ekki sami hluturinn.
21.01.2005 at 21:03 #514186Ég held að menn þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu ef frágangur er góður. Það hefur allavegana aldrei lekið hjá mér við rörið og heldur ekki við tappan sem er í pönnunni (sem er skrúfaður eins og neminn).
Það ættu því að vera svipað miklar líkur á að neminn losni og boltinn í pönnunni á vélinni losni (sem gerist yfirleitt ekki).
Hafa menn verið að lenda í því að þetta losni?
JHG
21.01.2005 at 14:37 #514182Það eru þrír staðir sem eru notaðir.
Leiðslan sem liggur frá skiptingu í kæli
Leiðslan frá kæli í skiptingu
Botninn á pönnunni.Margir hallast að því að best sé að hafa hann í botninum á pönnunni.
Ef þú lest hinsvegar leiðbeiningar með t.d. B&M mælinum þá er mælt með að setja hann á leiðsluna sem liggur frá kæli. Það er sá vökvi sem smyr skiptinguna og skiptir mestu máli.
Heitasta mæling ætti að vera til kælis en þá er vökvinn að koma frá túrbínunni. Sumir vilja meina að það gefi ekki raunsanna mynd.
Ég er með minn eins og B&M mælti með, þ.e. á lögninni sem liggur frá kæli, en þar sem að ég er með nokkuð stórann kæli þá sínir hann alltaf kalt eða volgt. Ég var að hugsa um að setja annan nema í botninn á pönnunni og hafa rofa á mælinum (get þá skipt á milli mælinga á sama mæli).
JHG
21.01.2005 at 14:10 #513972Það er víst notaður hitari á hana. Ég hef nú samt grun um að hún sé ekki það besta til að nota uppá fjöllum í hörkugaddi…..
21.01.2005 at 13:33 #513968Það eru ágætar upplýsingar um steikarfeitina á:
Menn mæla með því að feitin sé síuð (ætli frönsku kartöflurnar setjist ekki í olíusíuna ;). Einnig er víst nauðsynlegt að starta á díselnum og skipta yfir á díselinn rétt áður en drepið er á (til að skola feitinni af lögnunum).
Menn hafa notast við þetta í mörg ár, og ég veit að enska lögreglan var með sérstakt eftirlit með vöruflutningabílum sem gengu á þessu (en það var túlkað sem lögbrot þar í landi).
JHG
19.01.2005 at 13:18 #513898Þetta er alltof mikil eyðsla. Ég er með Blazer K5 á 38", 350 sbc, yfirgírslaus skipting (TH350) og 4.88:1 hlutföll og hann er að eyða um 22-25 á hundraði.
Þegar ég keypti hann þá eyddi hann 37 l/h í við fyrstu mælingu (fékk vægt taugaáfall ;). Eftir að ég lagaði bensínleka á nokkrum stöðum og skipti um vacum slöngur þá datt eyðslan niður.
Ný kerti, þræðir, lok og stilling getur líka gert mikið.
JHG
08.01.2005 at 10:53 #513052Ég renndi einhverntíma yfir reglurnar (er hægt að finna þær á vef Umferðarstofu) og þær eru þannig að að degi til má nota þokuljós sem dagljós en ekki má vera með bæði þokuljós og aðaljós kveikt í einu. Þegar fer að skyggja má ekki nota þokuljós, hvorki í stað né með aðalljósum.
Svo má náttúrulega nota þau til þess sem þau eru ætluð, en það gildir víst bara utan bæjarmarka (þó þau kæmu sér oft vel innan bæja þegar þannig stendur á).
JHG
31.12.2004 at 16:59 #511950"Eynfaldasta gerð kostar 530000. á komið einig er boðið upp á magglock með dekkjastýringu fullherslu á boltum 35000 í viðbót."
Er þetta innsláttarvilla eða kostar einfaldasta gerð 530.000 krónur? Á þetta ekki að vera 53.000?
JHG
22.10.2004 at 23:40 #194710Sælir félagar,
Eins og við vitum flestir þá er góður spotti ómetanlegur í fjallaferðum, og þá helst til að kippa hinum upp. Sumir fara varlega með hann en það eru ekki allir sem átta sig á að notkun spotta getur fylgt smá áhætta.
Ég rakst á eftirfarandi þráð
á öðru spjallborði þar sem að jeppamaður lét lífið vegna spotta.kv. JHG
Ef linkurinn virkar ekki þá er slóðin:
http://michiganjeepers.com/eve/ubb.x?a=tpc&s=3941011&f=130109322&m=902106753
19.08.2004 at 09:36 #504470Ég held að sagan um 100.000 km hafi ekki heldur átt við hér í den (nema það sé leitað mjög langt aftur í tímann).
Afi var leigubílstjóri og átti m.a. 1955 módel af Ford Fairline. Hann keyrði þennan bíl hundruður þús. km án verulegra vandamála. Mamma eignaðist svo bílinn en hún seldi hann á áttunda áratugnum. Þá var í lagi með kramið en undirvagninn var að hverfa úr ryði.
Ég þekkti mikið af leigubílstjórum (bæði margir í fjölskyldunni og var svo harkari sjálfur á skólaárunum) og þeir keyrðu sína bíla mikið hér í den.
Það sem fór helst með bílana var ryð (voru fæstir ryðvarðir) og margir bílar fóru illa á þessum frábæru vegum sem hér voru (og erfitt að fá varahluti, eins og dempara og þvíumlíkt).
JHG
01.08.2004 at 23:23 #505192Menn verða að passa sig á að ekki teljast allir pallbílar vera pallbílar. Ef pallurinn er samtengdur boddýi þá telst hann ekki pallbíll, þó hann sé með einhvern pall. Þannig bíll fellur því í 45% vörugjaldsflokk.
Svo má ekki gleyma því að pallbílar að heildarþyngd meiri en 5 tonn eru vörugjaldslausir.
Menn eru alltaf að gera meira af því að taka bíla heim með flugi. Stærstu pallbílar komast víst ekki með en oft er það hagkvæmara að taka með flugi en skipi (eins skrítið og það nú er).
Ef bílar eru keyptir í evrópu þá er ekki galið að keyra til þá til Bergen og koma heim með Norrænu. Með því fæst ódýr flutningur á gripinn, sem kemur svo fram í lægra CIF verði, sem leiðir til lægri gjalda.
Ef keyptir eru bílar frá Bandaríkjunum þá er hægt að fá skýrslur um þá á CARFAX. Í skýrslunni kemur fram hvort bíllinn hafi verið bílaleigubíll eða í notkun opinberra aðila, hvort hann hafi verið tjónaður, og hvort tjónið hafi verið svo mikið að tryggingafélagið hafi afskrifað hann. Skýrslan kostar í kringum 15 bandaríkjadali sem getur borgað sig margfallt.
JHG
25.07.2004 at 22:29 #505048Hefurðu skoðað hvort að vatnskassinn sé ekki að hverfa? Það getur horfið hellingur af spjöldunum sem liggja á milli vatnsrása og ef þau hverfa þá kælir kassinn ekki nóg. Svo getur kassinn verið að stíflast (mættir taka hann úr og reyna að skola hann almennilega.
Fleiri atriði gætu verið:
Stíflaður hvarfakútur
Biluð rafmagnsvifta
Biluð kúpling á viftuspaðaJHG
05.07.2004 at 16:21 #504612Er ekki algjör óþarfi að vera með svona komment? Ef það eru einhver persónuleg illindi ykkar á milli þá er hreinlegra að þið hittist og ræðið þau í stað þess að nota þetta spjall til þess.
02.07.2004 at 12:07 #504392Ég er með 1981 árgerð af Chevy Blazer K5 Silverado með 350. Mér skildist á fyrri eiganda að þetta væri önnur vélin í bílnum (fyrri var víst útúrtjúnuð og bílnum þrykkt reglulega á kvartmílubrautinni). Ég keypti bílinn 1996.
Það er svolítið erfitt að meta kílómetrastöðu. Hann er með 5 stafa mæli en á honum eru um 82 þús. mílur. Ég veit fyrir víst að við getum allavegana bætt 100.000 mílum við, en líklegst eru þær fleiri.
Hann er því að lágmarki keyrður 182 þús. mílur og er því farinn að nálgast 300 þús kílómetra. En eins og ég sagði áður, þá getur vantað einherjar hundruðir þúsunda mílna uppá svo hann gæti þessvegna verið keyrður 450 þús, 600 þús…….
Hann hefur lítið bilað, en stærsta bilunin var smurstöð að kenna (gleymdi að setja olíu á afturhásingu). Bíllinn stekkur alltaf í gang og bara virkar mjög vel.
Eina sem ég hef gert við mótorinn er að ég skipti um ventlalokspakkningar núna í vor (fyrir utan olíuskipti, kerti og þess háttar).
Það er ljótt frá því að segja að öll þessi átta ár sem ég hef átt Blazerinn hef ég aldrei látið stilla hann (blöndungsbíll). Ég hef bara aldrei séð nokkra ástæðu til þess, kertin eru alltaf fín, stekkur alltaf í gang, skilar mjög góðu afli og eyðir því sem við er að búast.
Þetta er samt enginn bílskúrsjeppi sem ekki er notaður, hann hefur fengið að kynnast ýmsu (og kemst ekki inní skúrinn) en alltaf komist klakklaust í gegnum það.
Ég get því tekið undir amerísk gæði og endingu
Kv. JHG
-
AuthorReplies