Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.01.2014 at 00:01 #443975
Góðan daginn,
djöf… líst mér vel á þetta hjá ykkur. Það er svo gaman að fara í þessar jeppaferðir í snjó og sérstaklega er gaman og gott að fara inn í setur. Þetta er einn best búni skáli á landinu ÖLLU ef ekki sá besti. Leiðin inn eftir hefur mér alltaf þótt skemtileg og ekki er leiðin heim síðri og verður gaman að fylgjast með ykkur. Gangi ykkur allt í haginn og hafið góða og skemtilega ferð.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
05.01.2014 at 16:58 #443690Góðan daginn Logi Már og gleðilegt nýtt ár,
þú þarft ekki að setja fylligrunn undir grjótmassann. Það er nóg að setja stálgrunn, grjótmassann yfir og mála svo beint á grjótmassann. En ef að flöturinn er stærri sem þarf að grunna en grjótmassinn fer á er kannski betra að nota fylligrunn.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
23.12.2013 at 01:38 #442371Svo er Ljónstaðabræður s 4800120 í þessu einnig, sjá um allan pakkann og sanngjarnir í verði.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
18.12.2013 at 00:36 #441932Góðan daginn,
það er ekki gott þegar maður er að skoða einhvern þráð og dettur í hug að svara honum. Þá þarf maður að innskrá sig sem er eðlilegt en það er ekki eðlilegt að þegar maður er loks innskráður þá þurfi maður að finna þráðinn upp á nýtt. Það er að segja að þegar maður innskráist þá fer maður sjálfkrafa á forsíðuna, maður á að haldast á þeim þræði sem maður ætlar að svara.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
18.12.2013 at 00:23 #441931Góðan daginn,
hér er margt spennandi og skemmtilegt að sjá. Mjög spennandi þessar hugmyndir !!
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
15.12.2013 at 23:48 #441461Ég hætti ALDREY ;-)
Ég var búinn að vera bæta við og laga auglýsinguna hér fyrir ofan í þrígang og ætlaði svo einu sinni enn að breyta aðeins orðalagi þá er það ekki hægt.
Virðist ekki vera hægt að gera þá aðgerð oftar !!
Ekki gott !!
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
15.12.2013 at 23:36 #441460Góðan daginn,
það gengur náttúrulega ekki að ástandið sé erfitt hjá þjónustuaðilanum. Þessa vinnu átti að klára í gærHér kem ég með nokkur atriði sum hef ég komið með áður en datt í hug að hafa allt á einum stað.
Já Siggi litir meiga koma inn og svo með að „Like“ eða Líka við færslu mynd eða eitthvað.
Einnig eins og þegar verið er að auglýsa eins og eftirfarandi mynd sýnir…
Þarna er verið að auglýsa eftir stýrismaskínu í hvað ??? Fyrirsögnin á að sjást þegar bendirinn er færður yfir letrið, það á ekki að þurfa að opna auglýsinguna til að sjá hvort auglýsingin henti manni.
Og svo með að setja takka neðst á hverja síðu sem heitir Forsíða/Heim. Það er ekki gott þegar maður er búinn að vera skoða eitthvað á síðunni og kominn neðst á síðuna að þurfa skrolla sig upp eða fara í hornið efst til vinstri til að fara heim (eða á forsíðu).
Einnig sé ég eitt sem virkar ekki rétt. Það er að ef sett er mynd eða linkur á bak við orð þá bíður tölvan upp á þann möguleika að haka við : “Open link in a new window/tab” Þegar þetta er gert þá á opnast ný síða jafnvel tvisvar eða oftar eins og má sjá hér. Þetta finnst mér betra þá er síða F4x4 opinn allan tíman þó hakað sé í svona tilvísanir.
Og svo er vont finnst mér þegar ég get ekki leiðrétt vitleisu sem ég geri aðeins örfáum mínútum eftir að ég skrifa hana, ef komin er færsla í milli.
Það er einnig vont þegar maður er að skrifa inn færslu eins og þessa og maður ætlaði að vitna í skrif fyrr í færslunni og fer að kíkja á það að þá hverfur það sem maður er búinn að vera að skrifa. Eldri síðan var mikið betri heldur en þessi í sambandi við þetta, þar skrollaði maður bara að sinni færslu og ritaði úr henni það sem hentaði. Eldri síðan var mikið betri með þessa möguleika eins og svo margt. Það er eins og þeir séu að nota eitthvað ókeypis netsíðudrasl sem hægt er að finna víða sem þeir svo selja okkur á stórfé. Hélt að það ætti að nútímavæða síðuna og bæta við hinum og þessum möguleikum en ekki að fækka þeim, þó skárra sé að setja inn myndir þá er það bara ekki nóg !
Þetta sagðir þú sjálfur Sigurður í fyrstu færslunni… „Nú fer að hylla undir að allir þættir nýju vefsíðunnar verði kláraðir. Að fínisera það sem eftir er klárast í næstu viku. Ég er búin að senda lista yfir þau atriði sem upp á vantar til Valið Vefsmíði. Þrátt fyrir að tíma-ramminn sé löngu sprunginn hjá þeim samkvæmt tilboði halda þeir að sjálfsögðu áfram með verkið og klára það.“
En ég þakka þér Sigurður fyrir þessar myndrænu skýringar hjá þér eitthvað vissi ég nú en hitt er gott að fá svona.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
14.12.2013 at 09:10 #441400Góðan daginn,
það er vonlaust að geta ekki likað á færslur og þá helst í spjallinu, einnig eru þessi möguleikar þegar maður skrifar í spjallið og ætlar að gera eitthvað t.d. svera letrið, setja inn hlekki, breyta lit letursins, stja með myndir og þess háttar vera annski rýrir. Kunnátta mín í þessum tölvuheimi er líka eitthvað takmörkuð
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
12.12.2013 at 22:18 #441356Góðan daginn,
hef nú ekki trú á að það sé eitthvað vesen með bremsubúnaðinn þó verið sé í svona æfingum. Kostar kannski aðeins meiri vinnu en örugglega ekki neitt vesen.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
06.12.2013 at 19:17 #440820Góðan daginn,
já já Siggi ég veit það en við ættum kannski að fara að ferðast á puttanum þá kæmust við í fleiri ferðir. En það er vont finnst mér þegar ég get ekki leiðrétt vitleisu sem ég geri eins og í færslunni hér fyrir ofan. Aðeins örfáum mínútum eftir að ég skrifa hana.
Jæja nóg raus í bili, förum heldur á Jólagleði !!
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
06.12.2013 at 19:03 #440819Góðan daginn,
einnig sé ég eitt sem virkar ekki rétt. Það er að ef sett er mynd eða linkur á bak við orð þá bíður tölvan upp á þann möguleika að haka við : „Open link in a new window/tab“
Þegar þetta er gert þá á opnast ný síða jafnvel tvisvar eða oftar eins og má sjá hér. Þetta finnst mér betra þá er síða F4x4 opinn allan tíman þó hakað sé í svona tilvísanir.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
06.12.2013 at 18:18 #440816Góðan daginn,
hvernig líst mönnum á að setja takka neðst á hverja síðu sem heitir Forsíða/Heim
Mér finnst svo erfitt þegar ég er búinn að vera skrölta á síðunni, skrölta og skoða að þurfa skrolla mig upp eða fara í hornið efst til vinstri til að fara heim
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
06.12.2013 at 14:33 #440801Góðan daginn,
er að spökulera í viðburði í febrúar og fór hér inn í Viðburðadagatalið. Var þá enginn viðburður skráður í febrúar né marz. Þrátt fyrir að eins og kom fram á síðasta félagsfundi væri búið að skipuleggja þó nokkra viðburði á þessum tíma. Gott væri að þessu væri kipt í liðinn hið snarasta svo hægt sé að skipuleggja veturinn án þess að allt fari í KLESSU.
Með fyrirfram þökk einn skipulagður til vandræða
Hjörtur og JAKINN.is
02.12.2013 at 01:40 #440563Góðan daginn Kristján,
það er ekki þörf á því. Ja nema það sé marg búið að beygla hana.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
01.12.2013 at 02:44 #440550Góðan daginn Eggert,
að rétta hásingu hvort sem að aftan eða framan er EKKERT MÁL. Festir keðju við sitthvort nafið (sömu keðjuna) og setur svo tjakk undir keðjuna og ÝTIR í kúluna, að framan eða aftan eftir því hvort á við. Málið dautt. Þær eru bara gerðar úr járni sem hægt er að beygla í allar áttir.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
18.10.2013 at 08:57 #379449Góðan daginn Valdur og þakka þér fyrir það.
Ég mun örugglega skoða það.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
16.10.2013 at 22:59 #226721Góðan daginn,
veit einhver hvar eða hvernig er best fyrir mig að finna og versla vara og aukahluti í Suzuki Intruder 1400 í Wasington DC.
Með kveðju og fyrirfram þökk Hjörtur og JAKINN.is
09.10.2013 at 21:21 #379226Góðan daginn,
gaman að sjá hvernig Umhverfisnefndin er mönnuð !!!!!!!!!!!!
Kveðja Hjörtur S Steinason
26.09.2013 at 19:51 #379045Sæll Hrólfur,
eru búnir að vera að hugsa það en ætluðum að auglýsa eftir vagni þangað til við færum í þetta. Þakka þér fyrir samt.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
26.09.2013 at 12:18 #379043Enn vantar mig vagn !!
-
AuthorReplies