Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.04.2011 at 12:14 #726749
Sæll
Ég færi ekki í mikið minna en 35q kopar eða 70q ál. Ef þú notar einleiðara ættirðu að nota vír með tvöfalda einangrun og passa að hann sé vel festur og skorðaður af svo að hann víbri ekki í sundur.
Kv Jón Garðar
06.04.2011 at 20:04 #716480Sæll
ég hef ekki tekist á við bilaðan hraðamæli en mér detta samt fáeinir pungtar í hug.
"búinn að tengja framhjá hraðamælinum" …. hvað meinarðu? Hvernig tengir maður framhjá hraðamæli?
Allavega er einfalt að útiloka nokkra hluti. Hraðamælirinn er púlsteljari á öxli sem gengur út úr millikassanum og það er bara venjulegt hraðamælatengi á því s.s. á öxlinum sem snýst. Með því að taka það úr sambandi og halda öllum rafmagnslegu hlutunum tengdum getur þú séð hvort eitthvað sé athugavert við drifið sjálft.
Þvínæst tekurðu nemann sjálfann úr sambandi og ef vandamálið hættir þar ertu allavega kominn á slóðina. Ef vandamálið heldur áfram þrátt fyrir að púlsteljarinn hafi verið aftengdur er nánast öruggt að sá búnaður er allur í lagi.
Hraðamælirinn er pottþétt ekki tengdur við tölvuna, þó að flest önnur mælamerki fari í gegnum hana því að ég fjarlægði þá tölvu og hraðamælirinn svínvirkar. Þá er bara spurning hvort þú getir fengið annað Patrolmælaborð tilað prófa. Það er dálítið brölt og nokkrar skrúfur að skrúfa en tiltölulega einfalt að skipta út mælaborðinu.
Hraðamælirinn er, að ég best veit, bara púlsmælir og með AVO mæli sem mælir tíðni (Hz) ættirðu að geta fengið einhverja mynd á hvaða sullingur er að koma inn á mælinn. Þessi mæling gefur þér samt aldrei nákvæma mynd á það sem er að gerast en ef þú t.d. tengir mælinn og hraðamælinn og ferð svo út að keyra og það er ekkert samhengi milli tíðnimælisins og hraðamælisins færi maður að horfa á hraðamælinn.
Kv Jón Garðar
04.04.2011 at 18:21 #725833Patrol, Limited!
01.04.2011 at 14:36 #725585Lögum samkvæmt ber þér skylda til að uppfylla það sem þú auglýsir gæskur svo að ég dembi mér bara á einn svona pakka. 25% olíusparnaður er heilmikils virði.
Kv Jón Garðar
26.03.2011 at 09:21 #724398Sælir
Ég er sammála síðasta ræðumenni með demparana. Original dempararnir eru virkilega góðir demparar og engin ástæða til að skipta þeim út. Festingarnar á mínum voru færðar saman og ég skipti út dempurum merktum Nissan fyrir 3 árum fyrir KYP dempara. (KYB framleiðir Nissan demparana) og þeir voru í raun ónýtir eftir árið.
Þetta segir líka dálítið um orginalinn því að IH selur ekki original dempara undir patrol svo að maður gæti haldið að þetta hafi verið upphaflegu dempararnir síðan 92 og þá entust þeir rétt um 300.000km. sem ég tel viðunandi endingu.
Dempararnir eru líka mjög fínir í ófærð og eftir að hafa prófað stífleika margra Patrola með hina ýmsu dempara fullyrði (næstum því allavega) ég að þú færð aldrei mýkri jeppa með öðru en original.
38" patrol er ekki að gera sig á original hlutföllum. Ég þráaðist alltaf við að skipta og endaði á að skipta um mótor og þá virkar þetta fyrst. Ég geri ráð fyrir að þí sért með 2,8 TD mótorinn og hann vinnur ekkert fyrr en á háum snúningi og þá þarf einhverja gírun til að láta dekkin snúast hægar þegar mótorinn er að gera eitthvað. Milligír hvarflaði að mér og það er eitthvað sem klárlega kemur til greina. Þarft aðeins að velta fyrir þér hvert þú ætlar með bílinn, s.s. stærri dekk, snjóferðir eða slóðarakningar.
Ég hef ekki haft tvöfaldann lið að framan og er núna búinn að hækka hann það mikið að nauðsynið fer að koma í ljós, þarft þetta ekki fyrir 38" breytingu með einhverjum 10cm hækkun á gormum.
Kv Jón Garðar
02.03.2011 at 18:09 #721856Sælir
efri myndina ætla ég að giska á að sé af Þvottárskriðum en neðri kannast ég ekki við.
Kv Jón Garðar
22.02.2011 at 22:22 #217574Sælir
Ég keypti afturgorma úr Y61 patrol til að setja undir Y60 og mér var sagt að það gæfi einhverja hækkun. Málið er að munurinn á gormunum er enginn.
Veit einhver hvað Y61 afturgormar eru háir í hlutlausri stöðu og hvað þeir standa undir ólestuðum bíl og hvað þeir eru mikið hærri en Y60 afturgormar?
Kv Jón Garðar
22.02.2011 at 12:53 #720686Eru þetta tveir hópar??
Það er náttúrulega fyndið að hugsa um einhverjar sameiningar en klárlega hefur lokunin á utanfélagsmenn haft verulega neikvæð áhrif á spjall f4x4.is. Það krefst hvorki samninga um sameiningar eða nokkura aðra samvinnu að breyta f4x4.is í það spjall sem lagt var upp með með því einu að heimila utanfélagsmönnum að spjalla. Hinsvegar er ég sammála því að aðgengi sé takmarkað þannig að raunveruleg kennitala liggi að baki og þannig tjái menn sig ekki nafnlaust.
Kv Jón Garðar
21.02.2011 at 23:54 #217556Sælir
Veit einhver hvað framgormar undan 80 krúser eru háir í hlutlausri stöðu?
Kv Jón Garðar
04.02.2011 at 17:42 #217247Sælir
Ég er að velta fyrir mér hvort menn hafa verið að nota dekk sem eru soðin í vetraraksti á úrhleyptu.
Málið er að ég er búinn að skemma dekk undir bílum og á 2 soðin inní bílsskúr sem eru reyndar fínustu dekk fyrir utan suðurnar. Sá sem sauð dekkin sagði að ég mætti alls ekki hleypa úr þeim. Maður veltir samt fyrir séu, í ljósi heimsmála, hvort þetta sé algerlega glapræði að ætla sér bíltúr á þeim úrhleyptum og hvort menn hafi gert eitthvað að því eða hvort þessi dekk enda alltaf sem sumardekk um leið og þau eru soðin.
Kv Jón Garðar
31.12.2010 at 11:17 #714720Sælir
Ég sá aldrei fyrir mér annað en að Vatnajökulsþjóðgarður og stækkun Þjóðgarðs við Þjórsárver væri nokkuð annað en trygging fyrir því að ekki yrði virkjað á þessum stöðum. Þar að auki eru sömu vanvitar að færa stjórn á öllu hálendinu til Reykjavíkur sem eru mestu hryðjuverkin af þessu öllu.
Auðvitað má laga greinina til en að mínu mati er hún tæplega nógu hvöss, ruggar bátnum ekki nógu mikið.
Kv Jón Garðar
14.12.2010 at 18:44 #216412Sælir
Ég rakst á þetta og hef reyndar ekki gefið mér tíma að lesa þetta yfir en hvað er í gangi, hafa ferðafrelsisnefndarmenn frétt af þessu eða hefur 4×4 verið innt álits. Mér sýnist í fljótu bragði verið að gefa umhverfisráðherra tölvert aukin völd.
Kv Jón Garðar
27.11.2010 at 11:12 #711774Sælir
Ætli það sé ekki hægt að fá 4.88:1 bæði í patrol og dana 60. Minnir að k2m hafi selt 4.88:1 í patrol framdrif til að nota í landcruiser svo að þá hlýtur sami framleiðandi að geta selt 4.88 í afturdrif líka.
Kv Jón Garðar
25.11.2010 at 09:34 #711434Sælir
Mér finnst þetta ekki vera réttur vettvangur til að ræða kosti og galla ESB, allavega ekki þessi þráður beint. Við erum ekki ESB þjóð ennþá allavega og verðum að trúa því að við séum sjálfstæð ennþá allavega.
Ég ætla hinsvegar að vera ósammála báðum fyrri ræðumönnum sem hafa ýjað að því að skattlagningin er háð auðlegð fólks en því er ég algerlega ósammála. Í mínum huga er þetta hreinræktaður landsbyggðarskattur og enn ein ömurlega tilraunin til að koma landsbyggðarfólki til Reykjavíkur. Það er nefninlega þannig, fyrir þá sem ekki vita, að vetrarþjónusta úti á landsbyggðinni er ekki nálægt sú sama og á höfuðborgarsvæðinu og almenningssamgöngur virka allt öðruvísi hér heldur en fyrir þá sem þurfa frá Árbænum niður á Hlemm.
Í mínum augum er þetta hrein skattlagning á öryggi, nákvæmlega eins og nagladekkjaskatturinn sem menn hafa gjarnan rætt.
Ég er ekki að segja að hver og einn landsbyggðarmaður þurfi að eiga 46" brettan jeppa en Nissan Micra, Toyota Aigo eða hvað þetta heitir dugar skammt nema hugsanlega sem annar bíll.
Metangasstöðvar er hvergi annarsstaðar að finna en í Reykjavík þannig að sú búbót kemur landsbyggðafólki ekki til góða.
Það er líka tilfellið, allavega í mínu, að ég á ekki 18 ára gamlan bíl af því að mér finnst það flott eða töff heldur af því að ég hef ekki efni á að kaupa mér nýjann fínann fák sem eyðir litlu. Þess vegna lít ég þannig á að ég sé skattlagður sérstaklega AF því að ég er ekki auðmaður.
Þetta frumvarp er móðgun við mannlega skynsemi. Það er alveg sama hvað menn berja hausnum við steininn, við búum ekki við miðbaug. Við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að búa á lítilli eyju fleirihundruð kílómetrum norðan við byggileg mörk og höfum aðlagast nokkuð vel. Við búum við veðurfar sem þekkist varla í Evrópu sem við þurfum stöðugt að takast á við. Við sjáum vel hvað gerist þegar snjóar í löndunum sem þessi vanvitastjórn er stöðugt að bera okkur saman við. Ég hlakka ekki til að takast á þið þetta þar sem yfir 100km eru á milli þéttbýlisstaða og 50 km milli sveitabæja.
Og þetta er gert í nafni náttúruverndar.
Kv Jón Garðar
08.11.2010 at 23:12 #708318Það þarf ekkert slagorð á Patrol, hann er yfirleitt svo langfremstur að það getur enginn notið þess.
Kv Jón Garðar
06.11.2010 at 11:24 #709104Sæll
Þó að ég líti ekki á félagið þeim augum að það ignori alla sem ekki eiga stóra og mikið breytta jeppa þá er kannski eðlilegt að menn séu frekar að velta fyrir sér stærri bílum og breytingunum á þeim. Ég held samt að þú þurfir ekki að óttast það að vera litinn hornauga fyrir það að eiga súkku sem eru sjálfsagt ágætir bílar.
Hingað til hef ég hleypt úr öllum dekkjum sem ég hef átt undir jeppa, 30" og uppúr. Veldu þér bara stærstu dekk sem þú finnur og komast undir bílinn og ef þú kemur 15" felgu undir fyrir bremsum o.s.frv. er það enn betra. Til að kóróna pakkann skaltu finna þér felgur alls ekki mjórri en hálfri tommu grennri en dekkin og jafnvel allt að því hálfri tommu sverari en dekkin. Það hjálpar mikið í úrhleypingum og eykur flot gríðarlega. Hinsvegar gerist það einhverntíma að svona bíll fer að passa illa í "hjólförin" t.d. í ártúnsbrekkunni s.s. hann fer að rása. Mikið breyttu bílarnir eru flestir svo mikið breiðari að þeir passa nógu illa til að yfirvinna þetta vandamál.
Kv Jón Garðar
31.10.2010 at 22:56 #708446Jamm veturinn er að koma og ég fékk svolítið að brasa áðan, bara gaman.
Ég er samt ekki sammála að það eigi að fara 2 til 3 lokur í hverri ferð og allra síst á Patrol. Ein loka á svona 300.000km fresti er ásættanlegt.
Gæti verið að það hafi gleymst að breyta lokunum frá auto í lock? Á auto skemmist lokan klárlega en ekki á lock.
Kv Jón Garðar
19.10.2010 at 08:20 #707000Eru engar reglur sem segja að bíllinn verði að vera þyngri en dekkin.
Þetta er snilldar apparat, kv Jón Garðar
18.10.2010 at 17:50 #707020Sæll
Rofaboxina frá Bílasmiðnum eru alveg prýðileg en þau eru ekki eina skynsama lausnin. Þau eru samt mjög góður kostur. Auðvitað geta menn smíðað annað eins fyrir mun minni pening og fengið algerlega sambærilega hluti út og jafnvel komið snyrtilegum rofum fyrir í innréttingu bílsins, það er engin skylda að hafa þá í boxi.
Helsta vesenið sem menn lenda í með rofa úr bílanaust er að gaumljósin eru of sterk en mér sýnist þessir rofar tæplega geti innihaldið svoleiðis lýsingu. Eitt sé ég samt sem bílasmiðsboxið hefur framyfir og það er baklýsing á nafnspjald og í rofasettið sjálft, það er gott að sjá búnaðinn þegar maður þarf að gaufa í rofana. Það er tæplega 20.000kr virði og í raun getur þú búið það til í þennan kassa með dökkri plexiglerplötu frá Akron sem þú festir framan á boxið og gerir göt í upprunalega boxið, setur peru bakvið og límmiða á milli. Hafðu bara díóðuperur og stórt viðnám til að ljósið verði ekki of mikið.
Kv Jón Garðar
18.10.2010 at 10:06 #706242Sæll
Bara svona fyrir forvitnissakir, þú segir að öryggið fyrir ljósin hafi verið 20A og bráðnað og áður talaðir um að þú værir að glíma við parkljós, eru 20A öryggi fyrir parkljósin og eiga að vera 20A öryggi fyrir þau?
Ég spyr vegna þess að öryggin eru sett til þess að verja lagnir og búnaðinn sem eru fyrir aftan þau og ég veit til þess að menn eru oft, sérstaklega í bílum, djarfir að stækka og eiga þannig á hættu að skemma eitthvað. Er einhver kannski búinn að tengja kastara inn á parkljósaöryggið?
Ég er ekki að spyrja til að vera með leiðindi heldur finnst mér á þessum svörum eins og eitthvað sé bogið við ljósadótið hjá þér. Ef öryggi bráðnar þá myndi ég halda að það gerist hægt og rólega með miklu álagi. 20A álag getur aldrei verið eðlilegt hvorki í parkljósum né aðalljósum sérstaklega af því að þau eiga að vera aðskilin hægri/vinstri.
Er þessi bíll búinn að draga fellihýsi eða húsvagn mikið og hleðslann tekin í gegnum parkvírinn? Athugaðu þá að vírar fyrir 10A og 20A eru ekki eins. Til að flytja 20A aftur í kerrutengil þyrfti vírinn að vera 2.5q til þess eins að ofhitna ekki. Vírarnir í Parkinu hjá þér eru pottþétt ekki sverari en 1q. Hleðsla fyrir svona dót ætti alltaf að vera í sértengli sem þolir meira álag t.d. litlu spiltengi og lágmark 4-6q vírar fram á geymi. Síðan er hægt að tengja við þetta relay sem parkljósin kveikja og þá ertu með rofið á milli á meðan bílljósinljósin eru slökkt.
Kv Jón Garðar
-
AuthorReplies