Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.10.2005 at 17:03 #530248
Sæll
Þú ættir að byrja á því að finna þér sverann vír og tengja hann tryggilega milli rafgeymis og vélar. Þetta hljómar svolítið eins og það vanti jarðsamband á mótorinn.
Ef það er ekki málið færi ég að skjóta á að díóðubrúin væri ónýt og hún er inni í alternatornum. Bíll sem ég á hagaði sér þannig að hann skilaði fullri spennu en notaði mestallann strauminn sjálfur og át af geyminum í kyrrstöðu.
en ég myndi byrja á að kanna hvort vanti ekki eitthvað á tengingarnar skítug tengi, sundurtættir vírar o.s.frv.
Ef hann lætur eins með 2 geyma þá fer mann að gruna alternatorinn en ef rafgeymir botnfellur, sem gerist með tímanum og ef hann frýs óhlaðinn) þá tæmir hann sig sjálfur og mjög illa botnfallinn geymir tæmist á stuttum tíma. Við því er til ráð en gáðu fyrst að tengingunum og jarðtengdu vélina ef það virkar ekki skaltu taka alternatorinn úr og fara með hann til rafvirkja eða rafvélavirkja til að láta mæla díóðubrúnna.
Kv Izan
29.10.2005 at 02:04 #530244Sælir
Sú spenna sem við viljum að alternator gefi er 13,8V, hvorki meira né minna.
Þetta er mælt með spennumælingu yfir rafgeymi með bílinn í gangi og geyminn tengdann. Ef hann er ótengdur sýnir mælirinn ekki hleðsluspennuna heldur tómgangsspennu.
Það getur verið nauðsynlegt að auka lítilega við snúningshraða vélarinnar við mælinguna upp í ca 1500 sn. Hafðu slökkt á þeirri notkun sem hægt er að slökkva á s.s. ljósum, miðstöð o.s.frv.
Ef þú mælir lægri spennu er annað hvort mikið álag á rafkerfinu, geymirinn hálftómur eða alternatorinn bilaður. Athugaðu að ef þú mælir 12.5V eða meira með bílinn í gangi og parkljósin kveikt þá er alternatorinn að hlaða.
Ef þú mælir hærri spennu (þá meina ég ca 14,5 V og uppúr) er eitthvað bilað í spennustillinum. Ef þú mælir td 17V ættirðu EKKI að ræsa bílinn fyrr en þú ert búinn að athuga málið.
Gættu að því að þeim mun birlegri mæli sem þú ert með eru meiri líkur á að hann sé ekki réttur. Þegar maður þarf að mæla +- 1-2V veitir ekki af góðum mæli.
Mundu bara að ónýt díóðubrú í alternator eyðileggur nýjann geymi á einni nóttu og ónýtur geymir eyðileggur góðann alternator á ótrúlega skömmum tíma með því að halda honum stöðugt á fullu álagi og jafnvel biðja um meira. Of há spenna veldur því líka að geymar sjóða og þá er líka alveg sama hversu gamlir þeir eru.
Ef þú ert í hleðsluvandamálum skalt lýsa þeim nánar eftir að þú hefur gert þessar mælingar.
Kv Izan
28.10.2005 at 00:46 #530062Sælir.
Núna held ég að mönnum sárvanti snjó.
Þegar umræður á vefnum ganga út á það að menn velti fyrir sér hvað kalla skuli bíla sem eru í millistærð, milli fólksbíls og jeppa.
Vissulega er rangt að kalla þessa jeppa hvort sem er borgarjeppa eða slyddujeppa. jepplingur ætti lítið betur við en ég skil ekki hvers vegna menn eru svona ósáttir við tilvist þessara bíla.
Þessir bílar hafa valdið miklum breytingum á flota landsmanna þar sem meginþorri landsmanna sem ferðast um landið sitt á sumrin vantar örlítið meiri bíl en fólksbíl en langar ekkert til að reka jeppa. Það er ekkert út í bílana að sakast þó að eigendurnir aki þeim út í ár upp á von og óvon um að komast uppúr en það á líka við um "alvörujeppakalla". Ég treysti mér til að finna mun fleiri myndir og sögur af mönnum á fullbreyttum og velbúnum jeppum lenda í hremmingum í ám heldur en af þessum ofur-fólksbílum.
Kv Izan
27.10.2005 at 23:35 #530030Sælir
Mér finnst nú myndin hans Lúthers segja meira en þúsund orð en smá lesmál með hverri mynd er bráðnauðsynlegur. Hann gefur myndunum meiri vídd og segir ferðasögu. Hinsvegar þarf textinn ekkert að vera langur bara fáein orð eða örnefni.
Kv Izan
24.10.2005 at 21:39 #196503Sælir
Ég er með selectrac millikassa sem er undan gömlum Wagoneer, ég held að hún heiti NP 209 án þes að vita það nákvæmlega, EN.
Málið er það að ég varð að keyra heim þónokkurn spotta afturskaftslaus og þar sem millikassinn er með mismunadrifi þangað til ég set í lágadrifið varð ég að keyra í lágadrifinu heim.
Þegar ég var nýlagður af stað byrjuðu með vissu millibili einhverjir slynkir að koma frá að ég tel millikassanum sem ágerðust á leiðinni og voru mismiklir en þó mestir undir álagi s.s. upp brekkur eða ef ég jók við bílinn.
Ég lét mig hafa það að klára heimferðina upp á von og óvon að hann hefði það en rifjaðist upp fyrir mér að hafa orðið var við slynkina áður í lágadrifinu.
Er einhver sem kannast við þessa lýsingu og ef svo er hvað er þá til ráða, er millikassinn hruninn eða er von að sauður eins og ég geti lagað hann?
Kv Izan
09.10.2005 at 00:15 #528952Sælir
er ekki KT á Akureyri með millikassa í patrol. Ég myndi kanna þá
Kv Izan
03.10.2005 at 17:58 #528486Sæll
Nei er þetta ekki ósköp eðlilegt, vélin er að snúast miklu hraðar á sama aksturshraða og eyðir þessvegna miklu meira. Ef þú stækkar dekkin lítillega meira þá minnkar eyðslan aftur á þjóðvegum, bíllinn verður pínulítið þunglamalegri og fer örlítið hraðar í lágadrifinu.
Þetta er val sem menn verða að gera upp við sig en mér finnst mikil breyting að fara úr 3.73 í 4.55 fyrir 32" dekk. Þetta fyndist mér hæfilegt fyrir 36 eða jafnvel 38" breytingu.
Kv Izan
12.09.2005 at 22:27 #526610jú það var bolti í öðru gati og er enn, slitinn. trúlega þarf ég að snitta en það verður svolítið sver bolti, hann þarf að vera amk 20 mm í þvermál. Ég var bara að kanna hvort einhver ætti til betri leið.
Kv Izan
12.09.2005 at 20:30 #196241Sælir
Hvurnig loka ég ø19mm gati á pústgrein?
Það hvarf einhver tappi eða eitthvað í þeim dúr um helgina úr greininni.
Izan
07.09.2005 at 22:07 #526338Sælir
Mér finnst Setrið virkilega skemmtilegt lesefni og kætist ég mikið þegar pésinn laumast inn um lúguna hjá mér. Ég finn ekki nógu margar stafsetningavillur í textunum til þess að angra mig enda les ég efnið með allt öðru hugarfari en að finna eitthvað að því.
Hinsvegar má líta á það þeim augum að hverskyns útgáfu eiga menn að vinna faglega.
Setrið gefur okkur færi á að fylgjast með því sem fram fer í höfuðstöðvunum, landsbyggðardeildunum og þar eru vara,-og aukahlutasalar í beinu sambandi við okkur í gegnum auglýsingar.
Kv Izan
03.09.2005 at 17:49 #526232Sæll
Ef það er deyfir á mælaborðljósunum þá gæti sú mótstaða verið brunnin. Athugaðu hvort þú fáir spennu þangað og síðan hvort þú fáir spennu í burtu.
Það er líka örugglega öryggi fyrir mælaborðljósin. þau gætu verið með einhverju öðru t.d. flautunni, útvarpinu, miðstöðinni, inniljósunum o.s.frv.
Kv Izan
04.08.2005 at 17:17 #525294Sælir pæjukallar
Mér finnst oftast betra þegar ég geri við hluti að þeir séu alveg steindauðir af því að þá er bilunin oftast augljósari.
Smelltu nýju öruggi í. Hitt gæti verið að svíkja án þess að þú sjáir það. Síðan færi ég beina leið í bílstjórahurðina og myndi skoða takkann sem slekkur á upphölurunum. Ef hann virðist í lagi væri sniðugt að mæla hvort hann fái spennu öðruhvorumegin inn á sig. Geri han það myndi ég mæla hvort hann skilaði spennunni sinni út í gegnum sig.
Ef engin spenna leynist á rofanum myndi ég reyna að rekja vírana og komast að því hversvegna engin spenna er þar. Það gæti verið einhver stýribúnaður á leiðinni og þá trúlega undir mælaborðinu, rely og einhver víraflækja.
Jafnvel gæti leynst auka öryggi undir mælaborðinu fyrir rúðuhalarana.
Þú athugar vel vírana sem ganga út í hurð. Þeir geta verið svikulir af því að þar er þónokkur hreyfing og möguleiki fyrir hendi að vírarnir liðist í sundur þegar hurðin opnast og lokast.
Good luck, Izan
02.08.2005 at 22:57 #525302…með að benda á annann.
Við vitum að erlendir ferðamenn aka utanvega á íslenska hálendinu í góðri trú um að það sé leyfilegt.
Þeir koma gjarnan á vel útbúnum tækjum með Norrænu til þess að aka um náttúruna án þess að hafa hugmynd um að utanvegaakstur er bannaður á Íslandi. Ég veit ekki hvað klúbburinn hefur gert til þess að sporna við slíku en kröftugur áróður í norrænu og á ferjulæginu á Seyðisfirði með stuttum og hnitmiðuðum leiðbeiningum um hvernig menn skuli ganga um hálendið gæti hljómað eins og athugandi málefni.
Þessar lýsingar gefa til kynna hinsvegar að Íslendingar verða að vara sig á því á hvurlags undirlagi er ekið. Ef hjólför myndast eftir jeppa sem ekið er að vetrarlagi og mynda jarðrof er greinilega ekki verið að fara eftir reglum sem kveða á um frosna jörð.
Ég held að við verðum að vera sýnilegri ungum ofurhugum með því til dæmis að koma skilaboðum inní ökukennslubækur eða jafnvel fá einhvern sniðugann til að halda fyrirlestra eða spjallfundi í grunnskólum eða framhaldsskólum. Sýna myndir úr skemmtilegum ferðalögum, landslagsmyndir og þess háttar.
Ég held að okkar vandamál sé mikið til ungir menn sem kaupa sér öfluga jeppa og hafa ekki reynslu eða þekkingu til að sjá hvað er utanvegaakstur og hvað hann raunverulega skemmir mikið.
Ungu mennirnir eru ekki þeir einu sem þetta stunda en þegar við tínum úr ákveðna markhópa hlítur að fækka stöðugt í hópnum sem þetta stunda hvort sem er viljandi eða óvart.
Kv Izan
27.07.2005 at 22:15 #525120Sælir
Eftir því sem ég les meira af rökum almennra mótmæla á breyttri skattlagningu á dieselolíu verð ég meira og meira efins um að menn hafi hugmynd um hvað er í raun að gerast.
Mér þætti gaman að sjá rétta útreikninga hjá manni sem ekur dieselbíl meðal ársakstur sem sýna fram á að breytingin sé í raun hækkun.
Þessi breyting breytir ekki neinu nema því að eyðsludrjúgir jeppar verða ver fyrir barðinu á skattlagningunni en þeir sem minna eyða fara betur út úr pakkanum.
Sannlega finnst mér skrýtið að sömu menn segja í útvarpsviðtölum að skuldastaða heimilanna sé alltof há og þurfi að krafti að sporna gegn því á sama tíma og þeir breyta þungaskatti þannig að ódýrst sé að reka nýjann dieselbíl sem er rándýr og í raun eingöngu kaupandi á háum lánum.
Ég er ekki hrifinn af skattbreytingunni en hún gefur annað fordæmi sem ég legg til að menn sameinist um að framfylgja og það er munurinn á benzín og diesel eldsneyti til nota á vélar. Menn hafa sætt sig við að kaupa benzín með vegtolli til nota í garðinn sinn til að slá blettinn en ef sláttuvélin gengi fyrir olíu þyrftu þeir það ekki. Eins eru rafstöðvar ýmist benzín eða diesel og þar gætu menn sem nota slíkann búnað mikið verið að tapa þónokkrum fjárhæðum í þungaskatt. Síðasti flokkurinn sem mér dettur í hug eru vélsleðanotendur. Vélsleða má t.d. ekki keyra á vegum og þykir mér fáránlegt að borga af slíkum tækjum vegtoll.
Í mótmælaskyni væri sniðugast að veita þessu athygli og ganga á eftir því að menn geti keypt litað benzín á vélar eins og olíu.
Ef þetta gengi í gegn þá yrði hinsvegar flutningskostnaður á benzíni svo hár að ætlunarverki þessara ágætu manna myndi í raun ganga eftir. Benzínverðið yrði töluvert hærra en diesellíterinn.
Kv Izan
24.07.2005 at 01:42 #525174Sæll
Nissaninn minn lét einhvern tíma þannig að hann vann ágætlega á snúningi frá 1000 til 3000 pr min en mótorinn vildi ekki snúast hraðar en það. Þá var hráolíusían stífluð eða jafnvel vatn í henni.
Bíllinn varð betrenn nýr þegar henni var skipt út, hefurðu prufað það?
Kv Izan
21.07.2005 at 21:59 #525024…og góða gönguskó
Kv Izan
19.07.2005 at 17:28 #525014Sælir
Þessi upptalning er alveg prýðileg nema hvað þið hafið bara talið upp hvað ég á ekki að hafa undir bílnum en mig vantar uppástungur hvað ég á að HAFA í bílnum.
Ég veit að trooper gormarnir eru full stýfir en þá vantar mig dempara sem eru nánast dauðir saman. Sömuleiðis veit ég að dempararnir eru svolítið stýfir en þá vantar mig uppástungu um billega gorma sem gætu virkað með ranchonum.
Kv Izan
18.07.2005 at 21:55 #196104Sælir
Hvaða gorma og dempara hafa menn notað undir cherokee gamla. Ég er með svoleiðis bíl á trooper gormum og rancho 5000 dempurum en hann hreyfist bara ekki.
Kv Izan
10.07.2005 at 23:09 #524746Sælir
Endar ekki bara með því að menn fara að nota minni bíla og troða ofaní þá gömlum amerískum áttagata mótorum í staðin fyrir stóra dieseljeppa.
munurinn liggur í því hvað gerist þegar petalinn fer í gólfið
26.05.2005 at 18:27 #523550Sæll Elvar.
Nei ég var búinn að kíkja á vatnið oftar en einu sinni. Ég held að ég hafi gáð að öllum svona hlutum lausum slöngum o.s.frv. Hinsvegar setti ég ekki við véina loftdælu sem menn kalla afterburner sem á að vera mengunarvörn. Það getur ekki verið að hún geri eitthvað meira sem gæti verið að hrella?
Kv Izan
-
AuthorReplies