Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.05.2010 at 12:18 #693206
Hef skoðað nokkur af þessum húsum og þekki til ansi margra tegunda.
Fleetwood (hét áður coleman) virðist bera höfuð og herðar yfir aðra keppinauta í gæðum (enda frá USA þar sem menn eru ekki að spara járnið). Taka svoleiðis hús og setja undir það loftpúðafjöðrun og þá ertu kominn með frábært ferðatæki. Ég var með svoleiðis 12 feta hús og fann aldrei fyrir því aftaní (að vísu á Ford) og fjöðrunin frábær. Þessi uppsetning er held ég eins góð og hún getur orðið miðað við tjald á hjólum. Ég skoðaði þessu háfættu gulu hús dálítið og leist vel á þau – innrétting að vísu ekki jafn vönduð en allt frekar massíft og traust og ætti vel að henta til ferða á hálendinu, að maður tali nú ekki um ef að fjöðrunum er skipt út fyrir loftpúða.
Ég er í dag með til þess að gera lítið Polar hjólhýsi og búinn að setja loftpúða undir það. En ef ég ætlaði að bakka til baka niður í eitthvað sem fer betur í vindi þá myndi ég skoða A-húsin. Þau sameina kosti fellihýsis og hjólhýsis að vissu marki og þau sem að ég hef komist í kynni við eru ansi öflug.
06.05.2010 at 18:16 #692880Á einhver fundargerð frá síðasta aðalfundi til að hægt sé að átta sig á því hverjir eru áfram og hverjir ekki ?
En ég geri ráð fyrir að einhver sæti í tækninefnd þurfi að manna – nema að menn ætli að hafa hana bara þriggja manna.
Benni
05.05.2010 at 09:15 #692722EIns og venjulega leggur Guðmundur Ragnarsson eitthvað málefnalegt til í umræðuna.
Ólíkt mörgum þá hef ég mínar skoðanir alveg sjálfstæðar – ég hef áhuga á þessum lögum þar sem að ég átti nokkurn hlut í að semja þau sem að nú eru í gildi. Þess vegna hef ég áhuga á að ræða á málefnalegan hátt um þær brytingatillögur sem að upp koma. Málefnalegar umræður fara ekki fram við nafnleysingja og því óska ég eftir því að fá upplýsingar um það hver leggur þessar breytingar til.
Og svo er Sveinbjörn, ólíkt Jóhönnu, fullfær um að svara sjálfur fyrir sig og sína stjórn.
Benni
05.05.2010 at 08:43 #692718Varðandi það hver setti þetta fram þá skiptir það máli þar sem að í lögum eru sett ákveðin skilyrði fyrir því hverjir geti sett fram lagabreytingartillögur.
Þess utan þá er að mínu mati fráleitt að setja fram slíkar tillögur nafnlaust – en það er bara mín skoðun.
Nú svo gæti allt eins verið að þetta sé komið frá Stjórn og því væri ekki verra að fá að vita það.
Nú Í fyrra voru lagðar fram fjölmargar lagabreytingar og að sumum þeirra stóð ég ásamt fleirum. Með kynningu á þeim var einnig settur fram rökstuðningur með tillögunum og það myndi ég vilja fá að sjá með þessu. Bara svona af því að eins og er sé ég ekki rökin fyrir þessum breytingum og þær eru á nokkurn vegin sömu leið og breytingatillögur sem að voru lagðar fram á aukaaðalfundinum í fyrra og voru kolfelldar.
Benni
04.05.2010 at 20:51 #692708Hverjir eru eru að leggja þessar tillögur fram ?
Benni
29.04.2010 at 15:05 #692152Þetta með bjórinn gæti gengið en ég kemst því miður ekki austur að moka þó ég glaður vildi. En ég vona þó svo sannarlega að sem flestir mæti og hjálpi til þarna því að ekki veitir af.
29.04.2010 at 15:01 #681790Það verður því miður að segjast að Skeljungsmenn verða að hysja upp um sig buxurnar í afslætti á eldsneyti til félagsmanna – Þegar það er orðið þannig að venjulegur jeppakall eins og ég getur hringt í annað olíufélag og fengið hærri afslátt fyrir sig einan þá þarf Skeljungur að bæta í.
Að vísu má ekki gleyma því að Skeljungur styrkir klúbbinn myndarlega en það dugir ekki til því að eins og árferðið er núna og eldsneytisverðið þá fara menn einfaldlega þangað sem líterinn kostar minnst, ólíkt því sem að var áður þegar maður fór alltaf á skeljung til að styðja líka við klúbbinn.
Ég hefði viljað sjá tölur í nágrenni við 15 kr af lítranum til að vera sáttur fyrir hönd félagsmanna í 4×4 – það er lítið hærra en það sem að annað olíufélag bauð mér og alls ekki mikið miðað við það magn sem rennur á tanka 4×4 félaga.
Benni
29.04.2010 at 14:51 #692148Það finnst mér…
29.04.2010 at 13:36 #689092Þetta er allt það sama í Banks og í raun margt fleira þar sem að þú getur stjórnað og prógramað alla hluti sjálfur, s.s. loftmagn á móti olíu, túrbínuþrýsting o.s.frv. Banks kitið er líka þannig að það gerir ekki ráð fyrir að auka bara olíumagn og túrbínuþrýsting líkt og flest þessi kit heldur er skipt um intercooler, öll loftrör sveruð upp úr 3 tommum í 4 tommur, pústið sverað, sett annað loftinntak… o.s.frv.
Það kemur með þessu palm tölva sem er notuð til að lesa vélina og þú getur valið um að sjá hitastig, þrýsting, loftflæði, o.m.fl hér og þar í vélinni. EIns er hægt að sjá fullt af upplýsingum um hvernig skiptingin er að vinna – allt er þetta svo hægt að fá upp í gröf og færa í stóra tölvu… En maður notar þetta svo sem ekki neitt. Ég les bara afgashita, vatnshita, túrbínuþrýsting, skiptingarhita, smurolíuhita og þrýsting.
Þetta er snilldarbúnaður – en kostar örugglega helling í dag.
Þetta er kitið sem að ég er með : http://www.bankspower.com/products/show/41/35
og þetta er það sama nema fyrir 7.3 : http://www.bankspower.com/products/show/37/43
En kunningi minn var með svona búnað frá Edge hjá sér á 7,3 og var held ég alveg sáttur – en annars hefðirðu án efa heilmikið gagn af því að ræða þessi mál við Kjartann hjá GK viðgerðum.
Varðandi að breyta hraðamælinum m.t.t. dekkjastærðar þá býður enginn nema kannski SCT upp á að breyta fyrir 49" – en hjá SCT þarftu að fá græjuna senda hingað og lesa úr bílnum upplýsingar, senda þeim svo línu með þessum upplýsingum ásamt því hverju þú vilt ná út úr bílnum og þú færð svo program til baka sem hentar þér. Þannig gat ég fengið bara breytingar á skiptingunni en hafði mótorinn óbreyttan til að geta látið Banks kitið vinna með hann.
Ég fékk mér bara hraðamælabreyta frá Samrás – tengdi tvo saman og þá virkar þetta flott.
29.04.2010 at 13:21 #692178Hvernig er það MHN – ert þú nokkuð búinn að vera í jeppamennsku undanfarið.. ??
Síðast þegar ég gáði þá varstu á fjórhjóli með blæju… Spurning um að hætta í fjórhjólunum og fá sér jeppa
Benni
28.04.2010 at 22:23 #689088Sæll Hjörtur
Á 7,3 vélarnar eru til fullt af flottum tunekitum.
Þar má kannski fyrsta nefna SCT http://www.sctflash.com
og svo að sjálfsögðu Banks Power http://www.bankspower.com/
Svo eru fleiri til svo sem Spartan, Superchips, Edge o.s.frv.
Flestir í USA er þó hrifnastir af SCT og Banks hefur mér sýnst. Ég nota sjálfur bæði þessi tunekit í bílinn hjá mér – nota SCT til að eiga við skiptinguna en er svo með vélartölvu frá Banks ásamt intercooler o.m.f. frá þeim.
IB er hefur verið að selja Superchips – fæstir sem ég hef talað við hjá þessum diseltune specialistum í usa mæla með þeim tölvum.
Central læsingar er örugglega lítið mál að finna á netinu og panta – allt til í USA.
Benni
27.04.2010 at 19:41 #692006Sæll
Nei þetta er til þess að gera vandræðalítið ef að vel er að verki staðið í upphafi.
Í Fordinum hjá mér er að vísu annað og verra legusystem og fyrir vikið hef ég þurft að skipta um legur ca árlega (15 – 20 þ.km). Spindlar endast svipað.
Það eina sem að er hins vegar að gefa sig óþarflega oft eru krossar í framöxlum – hef brotið þá of oft undanfarið.
Annað í drif og hjólabúnaði hefur enst eðlilega miðað við þyngd bíls, vélarafl og átök. Nema kannski dekkin sjálf – þau hafa dálítið verið að stríða mér, en lausnin á því vandamáli er að vera með beadlock að innan og utan.
Benni
18.04.2010 at 17:01 #691076Þetta er alveg rétt hjá Atla að það sést varla orðið kjaftur á fjöllum.
Ég er búinn að ferðast svipað núna og síðustu 4 – 5 árin sem er ca aðra hverja helgi. Var t.d. að koma í bæinn núna fyrir um klukkutíma eftir flotta ferð um Vonarskarð, sprengisand, upp undir Hofsjökul og víðar. Fábært veður og flott færi.
En ég varð ekki var við einn einasta jeppahóp á fjöllum en vissi af nokkrum Fjórhjólum uppi í Setri.
Sömu sögu er að segja af öðrum ferðum og um Páskana heyrði maður varla í nokkurri einustu hræðu á VHF. Vissi af austlendingum í Kverkfjöllum – en vaðr lítið var við aðra.
Það er bara eitt jákvætt við þetta fyrir okkur sem enþá erum að ferðast – og það er að það er alltaf nóg pláss í skálum – en það er líka það eina.
Var líka að ræða þetta við húsfreyjuna í Hrauneyjum í morgun og hún staðfesti svo sem þetta líka.
En svo spyr maður þegar allir bera fyrir sig olíuverðið – af hverju nota menn ekki steinolíu á dísilfákana ? Fæst fyrir 150 kall á dælu og eitthvað minna ef menn nenna að bera sig eftir því.
Benni
09.04.2010 at 09:40 #690026hmm
Er nokkuð árshátíð hjá þeim í framhaldinu ?
Er ekki rétt að senda þeim erindi og benda góðlátlega á að akstur og áfengi fara ekki saman…
Benni
08.04.2010 at 20:55 #689774Hlynur – það er alveg klárt að með þessu hefur UST sett ný heimskuviðmið til að toppa – og ég fæ ekki séð að það verði nokkurntíman gert.
Ekki nema einhver verðandi Darwin Awards verðlaunahafinn labbi ofaní hraunið eða gíginn.
Benni
08.04.2010 at 14:12 #689592Lella,
Varstu ekki hætt að skrifa á vef 4×4 samanber þetta :
_____________________________________________
Re: Nýr jeppavefur
af Lella » 31 Jan 2010, 23:58Flott framtak Gísli, stimpla mig héðan út og bið ykkur vel að lifa 😉
kv Lella
_____________________________________________Kv.
Benni
07.04.2010 at 13:22 #689680Um páskana var rennifæri frá Hrauneyjum í Jökulheima og upp á Grímsfjall ef að frá eru taldir síðustu 5 – 6 km að fjallinu.
Benni
30.03.2010 at 14:14 #688540Ég hef nú kíkt nokkrum sinnum inn á nýju síðuna.
Besta mál að hafa aðra spjallsíðu – þó svo að þar hafi ekki enþá farið fram umræða sem að ég hef haft áhuga á að taka þátt í… en hver veit hvað verður seinna.
25.03.2010 at 13:47 #688164Vegagerðin á ekkert í þessum vegi og ég er búinn að fá það staðfest að hann er lokaður.
Ástæðan er skemmdir á veginum eftir óbreytta bíla, dragandi vélsleðakerrur og spólandi upp allan veginn.
Það er vélsleðaleigan sem er veghaldari á þessum veg og ber allan kostnað af honum og getur lokað eða opnað að vild.
25.03.2010 at 11:59 #688160Sælir
Ég var líka búinn að heyra að "eigandi" vegarins upp að skálanum við Sólheimajökul væri búinn að loka honum fyrir allri umferð.
Hef þó ekki fengið það staðfest.
En ef svo er þá er orðið fátt um fína drætti í þægilegum leiðum upp á jökul.
-
AuthorReplies