Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.05.2005 at 15:27 #522646
Þetta liggur eiginlega alveg ljóst fyrir mér.
Menn sem áður komu oft á dag inn á gömlu síðuna nenna ekki lengur að nota þessa eða komast hreinlega ekki inn á hana eins og virðist vera raunin með marga aðila.
Nú og svo eru þessi nýju atvik þar sem að póstar manna hverfa á undarlegan hátt út af spjallinu – Að sjálfsögðu hringir slíkt bjöllum um ritskoðun en ég vil þó frekar trúa því að hér sé um enn eina kerfisvilluna að ræða.
En ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst ömurlegur vefur sem virðist vera mjög erfiður viðureignar fyrir flesta notendur. Ég hef þó ekki átt í neinum teljanlegum vandræðum sjálfur en ég er líka mjög vel tölvufær – það virðist hins vegar vera snúið fyrir þá notendur sem eru ekki sérlega færir á tölvur að nota þennan vef – slíkt má ekki undir neinum kringumstæðum gerast með almenna vefi.
Ég verð að segja að mér er algerlega fyrirmunað að skilja af hverju stjórnin er ekki fyrir löngu síðan búin að reka þessa vefsmiði þar sem að það er búið að liggja ljóst fyrir í nokkra mánuði að þeir væru ekki að valda verkefninu – einhver sagði mér að persónuleg tengsl við stjórnarmenn væri ástæðan þar að baki en ég trúi ekki að menn hafi látið taka sig svo illa í bólinu að ráða sér tengda menn til verksins.
Gamli vefurinn, þó gallaður væri, var eitt besta kynningartæki sem klúbburinn hefur átt og mjög margir hafa gengið í félagið vegna kynna þeirra af klúbbnum á vefnum, ég er einn þeirra sem kynntist klúbbnum þar. Þessi nýji vefur laðar ekki nokkurn mann að félagskapnum og er þar með að kosta klúbbin heilmikið í formi þess að fæla frá fólk sem annars hefði hugsanlega gengið inn vegna líflegrar vefsíðu eins og áður var.
Allavega er löngu orðið mál að þeir stjórnarmenn sem koma að vefmálum hysji upp um sig buxurnar og hætti að láta þessa vefsmiði taka sig í r**** og reki þá með skít og skömm frá verkinu og ráði svo til þess bæra menn til að setja upp nothæfan vef – eða hreinlega enduræsa þann gamla og henda þessu rusli svo að hægt sé að lágmarka skaðan sem klúbburinn hefur þegar orðið fyrir vegna þessa.
Benni
13.05.2005 at 17:12 #522602Sæll Hannes
Kíktu á þetta
https://old.f4x4.is/new/forum/?file=ferdir/5149
Það er víst´opin sprunga þarna sem er leiðinleg.
Kveðja
Benni
13.05.2005 at 17:10 #195936Sæll Hannes
Kíktu á þetta
https://old.f4x4.is/new/forum/?file=ferdir/5149
Það er víst´opin sprunga þarna sem er leiðinleg.
Kveðja
BenniAhh þetta átti víst að fara í þráðinn hjá Hannesi um Eyjafjallajökul.
12.05.2005 at 10:18 #522476Sælir
Hvar getur maður nálgast hnit á þessum bannsvæðum á vatnajökli.
Það er nauðsynlegt að koma þessu inn í GPS tækið.
Ég fann reyndar einhver hnit í reglugerðinni um Vatnajökulsþjóðgarð en þau voru á einhverju formi sem ég kann ekki að breyta yfir í hnit sem nobeltec skilur.
Þannig að ef einhver á þessi hnit þá væri gott að fá þau.
Benni
09.05.2005 at 21:50 #522444Sæll
Ég fór þessa leið í lok júlí í fyrra – í för var ég á 38" pajero og foreldrar mínir á óbreyttum econoline á 32" dekkjum og bara afturhjóladrifinn.
Við fórum flæðurnar og hittum á að lítið vatn var þar, þrátt fyrir að við værum þar seinnipart dags.
Þessi leið var algerlega vandræðalaus fyrir afturhjóladrifinn og óbreyttan bíl þó svo að ég mæli ekki með því að fara á svoleiðis bíl nema öflugri bílar séu með – ég var t.d. með spotta á milli bíla yfir flæðurnar til öryggis. Reyndar er hátt undir Linerinn þannig að það hjálpaði honum heilmikið á Urðarhálsinum sem er seinfarinn vegna stórgrýtis.
En mitt mat var að þessi leið sé vel fær óbreyttum jeppum í fylgd "fullorðina" svo fremi sem að vatnavextir séu ekki þeim meiri og ökumenn sæmilega lagnir og þekkja vel hversu hátt er undir bílinn.
Benni
06.05.2005 at 00:56 #522232Guðmundur – það þurfa allar vörur sem ætlaðar eru til nota hér á landi CE merkingu og þar skiptir engu hvort á að selja hana eða ekki. – þetta hef ég sjálfur reynt varðandi talstöðvar og lenti í því að stöðin var stoppuð í tollinum af þessum sökum og send rakleitt til baka. Ég lagði töluvert á mig til að fá stöðina í gegn en því var hafnað á þeim forsendum að hún væri ekki CE merkt. Sama hef ég reynt við innflutning á bát til einkanota… CE merkingin segir ekkert annað en það að varan standist gildandi evrópustaðla – þeir staðlar eru allir í gildi hér og því má ekki flytja inn vörur hér sem ekki uppfylla þá.
Einnig er bannað að nota tæki hér á landi sem senda staðsetningu með talsendingunni – ekki spurja af hverju en svona er þetta víst – flestar betri VHF bílstöðvarnar geta með smá viðbót sent og tekið á móti upplýsingum um staðsetningu annarra aðila í nágrenninu, séu þeir með sama búnað. En þetta má ekki setja upp hér vegna þess að fjarskiptaeftirlitið bannar það….
Benni
05.05.2005 at 12:57 #522220Þetta er örugglega ekki CE merkt eins of flest allt annað í USA – þannig að þú færð ekki að flytja þetta inn í landið, fjarskiptatæki sem eru notuð hér verða að vera CE merkt.
Benni
03.05.2005 at 23:43 #522024Ég verð nú að segja að það að tína til fjárhagserfiðleika karlakórs sem einhverskonar rök gegn því að klúbburinn eigi að skoða húsbyggingar nánar er eiginlega bara hlægilegt.
Auðvitað eru til fjölmörg dæmi þess að húsbyggingar áhugamannafélaga, fyrirtækja og einstaklinga hafi farið illa. En sem betur fer eru dæmi þess gagnstæða miklu mun fleiri.
En ég er hins vegar alveg samála bæði þeim sem vilja fara varlega í þessum málum og einnig því sem Jón Ebbi segir með það að réttast sé að fara fljótt af stað í að sækja hentuga lóð. Þetta tvennt fer nefnilega alveg ágætlega saman. Menn verða að átta sig á því, og ég trúi eiginlega ekki að menn sjái ekki, að lóðir í Reykjavík eru mjög eftirsóttar og ef – Takið eftir EF, það er ekkert öruggt að heppileg lóð finnist – að Klúbburinn nær sér í lóð og vill ekki nýta hana þá getur hann í versta falli skilað henni án kostnaðar og í besta tilfelli selt með hagnaði.
Fari svo að við byggjum á lóðinni og ráðum síðar ekki við þær skuldbindingar eða viljum einhverra hluta vegna losa okkur út – Hvað þá – Jú við seljum !!! Og ég trúi því hreinlega ekki fyrr en ég tek á því að menn hér séu svo þröngsýnir að þeir sjái ekki og átti sig á þeim verðmætum sem liggja í iðnaðarhúsnæði staðsettu á þeim stað sem hér um ræðir – húsi sem blasir við hverjum þeim sem ekur um suðurlandsveg – það eru ekki fáir bílar sem fara þar um og auglýsingagildi slíkrar staðsetningar fyrir fyrirtæki er á við margar heilsíður í Mogganum á hverju ári.
Þannig að ég tel að það væri fráleitt fyrir félagsmenn að hrinda þessu verkefni ekki af stað núna.
Bjóði lögin ekki upp á að hægt sé að taka þessar ákvarðanir á aðalfundi þá er ekkert annað að gera en að gefa stjórn heimild til að skipa þá nefnd sem að lögð er til í skýrslu húsnæðisnefndar og síðan leggja frekari tillögur með löglegum hætti fyrir næsta félagsfund þyki mönnum enþá ástæða til.
Og að lokum þá vil ég benda mönnum á að skoða ársreikninga karlakórsins Ýmis að lokinni sölu á þessari eign þeirra – það kæmi mér ekki á óvart að þar kæmi fram verulegur hagnaður af sölunni´…
Benni
03.05.2005 at 14:04 #195905Ég ætlaði bara að fagna þessu framtaki þeirra Glanna. Lellu og Einars.
Það var orðið tímbært að eitthvað kæmi fram þessu líkt og að einhver tæki að sér að koma því í prent sem allir vilja að komi fram.
Ég kemst því miður ekki á aðalfundinn (er mjög mótfallinn því að þetta sé á laugardögum). En þrátt fyrir það þá vona ég svo sannarlega að þetta verði samþykkt og ég mun mæta í bílalest ef nokkur kostur verður á því þegar þar að kemur.
Glanni, Lella og Einar – Húrra fyrir ykkur.
Kveðja
Benni
02.05.2005 at 18:54 #522076Af gefnu tilefni ætla ég að taka fram að þetta er ekki minn bíll sem hér um ræðir hann er enþá á sinni annari vél og við fulla heilsu – var það allavega þegar ég drap á honum fyrir um 15 mínútum.
Nú og svo er voðalega stutt síðan ég sá Palla á ferð þannig að ekki er þetta sá 44" pajeró – hinir sem eru á 44" eru víst ekki enþá komnir út úr breytingum þannig að vélarnar í þeim fara fjandakornið ekki að bila í skúrnum.
Nei ég held nú að því miður sé það þannig að þegar að búið er að tjúna þessa bíla – eins og aðra, með tölvukubbum sem auka aflið um allt að 25 % þá hafi það áhrif á endingu. Einhver setti fram áhugaverða kenningu um hestaflatíma sem að vélar hefðu – þannig að ef þú tekur meira út úr vélinni þá endist hún skemur – áhugaverð kenning hvað svo sem kann að vera til í henni.
En ég mun í það minnsta ekki setja tölvukubb við þá vél sem er núna í bílnum hjá mér enda er aflið án hans alveg yfirdrifið og skilar honum virkilega vel áfram á 44" hjólum.
Kveðja
Benni
02.05.2005 at 14:10 #522058Vertu nú ekki svona svektur þó að þú þurfir að þvælast um á haugmáttlausum patta garmi sem að greinilega hefur ekki komist mikið á fjöll í vetur úr því að þú heldur að það sé bara ein pæja sem hefur farið e-ð á fjöll.
En ef þessar sögusagnir eru réttar þá er þetta önnur pajeróvélin sem fer frá upphafi 3,2 l vélanna – hvað ætli séu búnar að hrynja margar 3,0 l patta vélar á sama tíma ( og meira að segja þó að við tækjum töluna sem hlutfall af bílum í notkun – þar sem að það er jú til svo fjári mikið af vitl… jamm og jæja best að fara ekkert út í það)
En þó er þetta þannig með okkur á pæjunum við ferðumst á bílum sem er gaman að keyra og með fullt af afli – annað en blessaðir patta kallarnir sem eru að deyja úr leiðindum á þessum saumavélum sem hrynja svo á 30.000 km fresti – þetta entist þó í 120 þ hjá mér…. Og maður lifir bara við það að laga aðeins vélina á 5 ára fresti ef maður er sáttur þess á milli – en að vera hundfúll á haugmáttlausum tíkum og skipta um vél árlega ….ma ma ma maður bara skilur þetta ekki…
Ferðakveðjur – með fullt af afli
Benni
01.05.2005 at 17:19 #521996Sjá menn hana ekki núna ? Búinn að færa hana á annan stað.
Benni
01.05.2005 at 15:12 #521992Æii – ég skildi þig samt rétt Agnar, þó ég hafi skrifað þetta vitlaust.
En þetta er að sjálfsöðgðu rétt hjá þér að það eru endanlegar útfærslur sem koma til með að gera útslagið hvað kostnaðinn varðar – ég er ekki nokkrum vafa um að hægt er að byggja húsnæði undir klúbbinn fyrir minna en 90 þ.kr/m2 en ég tel hins vegar ekki raunhæft að miða við það. Að sama skapi er hægt að fara með þennan kostnað upp úr öllu og sem dæmi get ég nefnt að byggingarkostnaður á íbúðarhúsnæði í blokk, fullbúnu með öllum tækjum og lóðagjöldum er algengur á bilinu 150 – 160 þkr/m2 – svo bætist við það fjármagnskostnaður og er talan þá oft kominn nálægt 200 þkr/m2
En svo hef ég líka komið að húsum þar sem byggingarkostnaður er vel yfir 300 þkr/m2 þannig að allt er þetta hægt.
Á endanum snýst þetta allt um útfærslur og það hversu "flottir" á því menn vilja vera – en við metum það svo að 90 þkr/m2 sé nokkuð raunhæft m.v. hefðbundinn frágang.
Kveðja
Benni
01.05.2005 at 14:24 #521988[img:2gfobwge]http://images9.fotki.com/v172/photos/5/534790/2137403/Lukr_arcims-vi.jpg[/img:2gfobwge]
Vonandi virkar þetta – þarna er loftmynd af svæðinu sem nefndin var að horfa til – eitthvað er af svæði þarna sem verður úthlutað í ár og er þar meðal annars um að ræða svæði næst suðurlandsvegi.
Varðandi teikningu af húsinu sjálfu þá lét nefndin ekki teikna neitt fyrir sig – við létum nægja að skilgreina þarfir og stærðir. Ég rissaði sjálfur vinnuteikningu af svona húsi en hún er ekki nægjanlega vel unnin til að birta opinberlega auk þess sem hluti af þeim hugmyndum sem þá voru í gangi vori slegnar af.
Kveðja
Benni
01.05.2005 at 13:44 #521984Sælir
Bara að komenta smá á byggingarkostnaðinn sem Agnari þykir hár.
Þetta eru tölur sem ég og Jón Ebbi vinnum dags daglega með og núna nýverið höfum við báðir lokið við iðnaðarhúsnæði, hann sem verktaki og ég sem eftirlitsmaður. í báðum þeim tilfellum losaði byggingarkostnaður rétt um 60.000 kr á m2 og þó voru inni í þeim tölum hlutir eins og sprinkler, rekkakerfi, kæliklefi og annað sem ekki á erindi í húsnæði fyrir klúbbinn.
Í okkar dæmi reiknum við með því að byggt verði húsnæði sem að í grunninn er iðnaðarhúsnæði en betur búið m.t.t. innréttinga, gólfefna, sameignar o.fl. því reiknum við byggingarkostnaðinn vera 90.000 kr/m2 sem að skv. okkar reynslu er mjög eðlilegur byggingarkostnaður fyrir svona húsnæði. Við reiknum ekki með neinum framlögum frá félagsmönnum í formi vinnu né afslátta þannig að þar eru meira að segja möguleikar – Þannig að ég er þess fullviss að þessi byggingarkostnaður er alls ekki út í hött heldur mjög raunhæfur.
Rétt er að benda á að húsið er að sjálfsögðu óhannað og með því gefst kostur á að það innihaldi alla hluti sem þarf til að uppfylla þarfir klúbbsins, hvort sem það er bílskúr, bókageymsla eða hvaðeina.
Kveðja
BenniP.S.
Nefndarmenn aka um á almennilegum bílum, MMC og Rover og þurfa því ekkert á toyota bílakirkjugörðum að halda
30.04.2005 at 13:25 #521962Gjaldkeri klúbbsins gaf okkur upp að í fyrra hefðu verið greiddar 580.000 kr í leigu. Og það var skilningur minn að það væri heildarleiga með öllum fundarkostnaði – sé það ekki svo og að það vanti hér mánudagsfundi þá styrkir það enn frekar niðurstöðu og tillögur nefndarinnar.
Það er rétt að árétta það að þær tölur sem settar eru fram í skýrslunni eru allar mjög varfærnislega áætlaðar. Þannig eru kostnaðar og afborganatölur allar í hærri kantinum á meðan að mögulegar leigutekjur eru áætlaðar lágar.
Og svo er rétt að benda úrtölumönnum á að allur sá kostnaður sem er umfram tekjur og sparnað leggst til til eignarmyndunar og er því ekki verið að kasta þeim peningum á glæ líkt og gert er með núverandi og reindar hvaða leigufyrirkomulagi sem er.
Einnig meiga menn ekki gleyma þeirri staðreind að húsnæði sem þetta er ekki í sama flokki og fjallaskálar eða fasteignir á vestfjörðum – það er nefnilega hægt að selja þetta og ganga þannig út úr dæminu án skaða og nokkuð örugglega með hagnaði ef að komandi stjórnendur og kynslóðir í klúbbnum vilja það.
Núna er gott lag á að ná í lóð undir húsnæði klúbbsins og ekki víst að jafn góðir kostir og núna eru mögulegir bjóðist aftur á næstu árum. Einnig er aðgangur a´ð fjármagni með besta móti um þessar mundir og Því tel ég og félagar mínir í nefndinni að það sé mikilvægt að láta verða af þessu núna og leggja þar með hornstein að öflugri klúbbi í framtíðinni.
Ég kemst því miður ekki á aðalfundinn en Jón Ebbi og Björn Þorri verða væntanlega þar til að svara öllum spurningum sem upp kunna að koma.
Kveðja
Benni
26.04.2005 at 17:41 #521766Sælir
Það er gott mál að stjórnin taki þessu alvarlega – enda átti ég nú svo sem ekki von á öðru þrátt fyrir að mér hafi þótt þessi orð um formsatriðin vera óþarflega bjartsýnisleg. En það er gott má að Skúli hafi heyrt að það sé skilningur á þessu hjá þeim sem að málinu koma og vonandi tekst að fá þetta atriði út.
Jón Ofsi nefnir það að það megi gagnrýna félagsmenn fyrir að kippa sér lítið upp við svona mál – ég er alveg sammála því að það er skrýtið hversu illa menn taka við sér í þessu máli – Sama má kannski segja um olíumálið, en það e´r þó kannski öðruvísi því að um það mál er búið að fjalla í ótal þráðum á spjallinu og allavega finnst manni að verið sé að bera í bakkafullan lækin með því að skrifa meira þar – þar þarf bara að kom af stað Mótmælum sem að ég hef heimildir fyrir að sé verið að skipuleggja. En léleg þáttaka manna hér á spjallinu held ég að tengist frekar breytingum á vefnum fremur en áhugaleysi á málefninu – Maður er búinn að hitta allt of marga sem segjast ekki komast inn á vefin né geta notað hann.
En enn og aftur þá vona ég að þrátt fyrir að það virðist ætla að vera auðsótt að fá þessar breytingar á reglugerðinni í gegn að menn sofni alls ekki á verðinum og keyri af fullum krafti á þá sem hafa um málið að segja og fylgi því eftir alla leið þar til ráðherra er búinn að skrifa undir. – En ég hef fulla trú á að Stjórnin með Skúla í fararbroddi muni gera einmitt þetta, enda staðið sig með stakri prýði til þessa.
Kveðja
Benni
26.04.2005 at 01:19 #521754Ég er sammála því að þetta sé hið versta mál að þessi reglugerð sé komin fram jafn vitlaus og raun ber vitni.
Það versta í þessum umræðum hér þykir mér þó sú staðreynd að stjórnendur félagsins virðast taka þessu sem einhverju gríni eða lagabreytingatillögu í nemendafélagi – og ég á eiginlega ekki til orð sem lýsa áhyggjum mínum þegar ég sé orðaleg eins og að "það sé nánast formsatriði" fá reglugerð breytt frá drögum.
Ég hef því miður háð of marga bardaga við kerfiskalla og möppudýr í ráðuneytum sem semja kolvitlausar reglugerðir um málefni sem þeir hafa takamarkaða þekkingu á. Þessar reglugerðir breytast alls ekki auðveldlega í meðförum og það er vægast sagt mikil bjartsýni að halda að þetta breytist bara með því að benda á hversu vitlaust þetta sé í okkar augum – því miður þá gerist þetta yfirleitt ekki þannig.
Til að fá lögum og reglugerðum breytt þarf oft mjög mikla vinnu og "lobbyisma" og ég er því miður alls ekki jafn viss og stjórnendur félagsins virðast vera á því að þetta verði fellt út á viðunandi hátt – þó svo að ég voni svo sannarlega að það verði. Það þarf ekki annað en að skoða reglugerðirnar um þjóðgarða eins og Ofsi bendir á – þar er dæmi um samansafn af vitleysu sem vissulega var mótmælt af fjölda aðila – án þess að nokkur hlustaði á mótmælin eða rökin.
Það má því alls ekki taka þessu sem einhverju léttvægu smámali sem er Formsatriði að breyta og byrja strax að vinna í því að fá þetta út – það er að mínu mati ekki ásættanlegt að hafa nein mörk um snjódýpt inni – þó kæmi mér ekki á óvart að möppudýrin ætli að nota þetta til að "semja" um eitthvað annað eða enda með "samkomulagi" um 30 cm og segjast hafa komið til móts við okkur.
Annað í þessu er blessuð greinin um Trunturnar – Þvílíkt grín ! Hvað í halda menn að mark sé takandi á greinum sem enda með orðunum "eins og kostur er" – Þýðir það ekki að menn gera nokkurnvegin það sem þeir vilja af því að það var ekki annar "kostur" í boði – og fara svo ríðandi yfir Lakagíga af því að það var ekki kostur á að fylga slóð…. Þvílíkt bull
Ég held að það sé réttast að fara að kaupa tommustokk….
Benni
22.04.2005 at 16:23 #520850Sælir,
Varðandi 39,5" Trxus þá hefur Halli "Ditto" keyrt á þessum dekkjum vandræðalaust á sínum Pajero síðasta árið og er mjög ánægður með þau.
En varðandi slit – hafa menn einhverjar sögur eða prófanir sem sýna hvort og þá hversu mikið diagonal dekk slitna meira en radial ?
Ég er mikið að spá í að keyra minn bíl bara á 44" DC í sumar – mér finst fátt sorglegra en að sjá bíla á minni dekkjum en þeir eru breyttir fyrir og langar því alls ekki að setja bílinn á 38" – Spurning hvort maður spæni gangnum þá upp á einu sumri eða hvort þetta endist eitthvað….
Það vantar eiginlega einhver 40 – 42" fínmunstruð dekk til að vera á – þetta má ekki vera of gróft upp á hávaða.
Benni
13.04.2005 at 13:14 #521074Það er sama mál með mínar myndir að allur texti er farinn – myndirnar eru hundleiðinlegar án textans.
Annað mál er að ég get enganvegin eytt út gömlum myndum né gömlum myndasöfnum. Ég er með myndir og söfn sem hafa ekkert að gera þarna lengur og því þarf að vera hægt að eyða þessu.
Benni
-
AuthorReplies