Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.07.2002 at 02:20 #191585
Sælir félagar.
Núna þegar menn eru komnir í sumarfrí og eru að spá í að breyta fjallabílnum fyrir 44″ dekk, þá er hér smá „input“ um 44″ dekk… Þetta eru reyndar bara staðreindir. Ekki reyna að halda öðru fram.
Hér eru nokkrir 44″ Ókostir:
44? dekk þurfa jeppa með hásingu að framan. (Það er búið að reyna hitt) Svo ef þú ætlar að breyta LC90 eða Musso þá kostar það HELLING.
44? breyttur bíll verður aldrei fallegur á 38? dekkjunum sem þú ætlar að nota á sumrin. (Svo flotti jeppinn þinn verður hallærislegur á sumrin.)
Þannig að ef þér langar að eiga jeppa á 44? dekkjum, þá skalt þú eiga annan bíl handa þér og konunni í vinnuna. Og nota bara þennan jeppa þegar þú ferð á fjöll.
Það verður alltaf meira viðhald við þessa bíla. Allavega 50% þar. Og eyðslan verður meiri.
Þessi dekk spænast upp eins og strokleður á malbiki. (Og þau eru ekki ódýr)
Ef þú ert ekki með því meira vélarafl, þá mátt þú eiga von á því að fá þreyttan Hilux 2.4 framúr þér í góðu færi á jökkli.
Því léttari sem bíllinn er því verra verður að keyra hann á þjóðveginum. Og þú finnur meira fyrir hoppinu í dekkjunum.
Hér eru nokkrir 44″ kostir:
44? dekk gefa þér meira flot. (Ekki reyna að halda öðru fram)
Þú rífur ekki 44? dekk nema þú sért sérstaklega óheppin(n)
Að keyra á 44? dekkjum í 6 pundum í grjóti og ójöfnum er meiri háttar. Þessi dekk borða grjót með öllu.
Þú ert alltaf betur staddur í krapa og þegar þú þarft að fara yifr ár. Einnig þegar þú þarft að komast upp erfiða baka í árfarvegum.
Þú kemst lengra í mjög erfiða færinu. ?Já?
Þú ert með minna tippi. ?ha, Nei?
Hinir öfunda þig!
Þess vegna er minni jeppi á 44? dekkjum.
02.05.2002 at 12:57 #460704Það þarf ekki merkilega tölvu til að keyra þetta. En það er nú betra að hún sé allavega 133mhz pentium með minnst 32mb minni. Það er samt betra að hafa hana stærri. Það er líka nauðsynlegt að það sé TFT skjár á henni til að þú sjáir á þetta. Forritið og kortin taka um 600mb á diski. Það er því gott að hafa allavega 1gb disk til að koma stýrikerfi og forritinu fyrir. En það er hægt að fá notaðar 400 til 700 mhz tölvur fyrir 50 til 60 þúsund. Best er að hafa tölvuna með serial porti. Nýrri tölvu í dag koma ekki með serial porti, því er nuðsynlegt fyrir þær að hafa converter. Það hefur verið vandamál með það. Windows 98 er eina stýrikerfið sem virkar örugglega. Ýmis vandamál hafa komið upp með Windows 2000 og XP. Þá sérstaklega ef það er ekki serial port á tölvunni. Ekki nota Windows ME. Það virkar bara ekki, nema stundum!..
Kv,
heijo
18.04.2002 at 10:27 #460516Mér finnst að þessir menn hefðu kannski átt að sleppa því að vera gjamma þessari ferð í fjölmiðla. Mér finnst þetta út í hött. Ég er þess full viss að það er engin hætta á því að þessi faratæki valdi skemtum þarna. Þarna er nógur snjór ennþá. Ef það væri hinsvegar ekki þá myndu þeir hafa dómgreind til að snúa við og hætta við þessa ferð. Það ætti frekar að banna þessum trunduköllum að ferðast um þarna á sumrin. Þeir eiga heiðurinn að því að tæta þarna allt upp. Vel útbúnir bílar á 38" dekkjum og stærra skilja EKKI eftir sig för þó lítill snjór sé. Það er auðvita sumstaðar sem þetta er ekki hægt. Og margir staðir á miðhálendinu eru nú gjörsamlega ófærir án þessa að valda skemtum. Ég hef ferðast mikið á sumrinn á heiðum landsins. Ég hef gert könnun á þessu og það markar meira eftir gangandi mann heldur en 44" tommu á 4 pundum. En heiðarnar eru allar sundurtættar eftir trundukalla. Hestamenn ættu kannski frekar að hugsa sinn gang. Auðvitað eru til ljót för eftir jeppamenn. Það eru þá oft menn sem ekki bera virðingu fyrir landinu, og eru spólandi á skurðarskífum í blautu landinu utan slóða. Það er samt nauðsynlegt að þessir menn hætti nú við þessa ferð, og snúi heim til að þetta verði ekki til þess að opna neikvæða umræðu um ferðir jeppamanna.
kv,
heijo
16.04.2002 at 23:38 #191457Sælir félagar. Núna þýðir ekkert að sökkva sér í þunglyndi þó úti sér rigning og þoka hér fyrir sunnan. Það er kjörið að skella sér á Drangajökul um næstu helgi. Það spáir bara sól og blíðu þar alla helgina. Ég er búinn að tala við nokkra menn sem þekkja vel þar. Þeir segja að þar sé gott færi. Heyrst hefur að óbreyttur jeppi hafi farið þar.(Ég trú því ekki!) Hvað segið þið sem allt vitið, er þetta ekki bara góð hugmynd. Það spáir bara suðaustan drullu fram á sunnudag. Þá ætti að vera fallegt að skoða sig um þar. Annars er þetta ekki auglýsing. Ég er allveg til í að fá að vera þarna einn og spóka mig í sólinni, og vera einn í heiminum. Bara cool..
Kv,
Heijo
16.04.2002 at 11:37 #460460Þú getur örugglega fengið þetta hjá einhverjum. Það væri samt ekki vitlaust að kaupa þennan hugbúnað. Það eru örgglega 1 löglegt afrit á hver 40 ólögleg í gangi hér á landi. Það væri allavega ágætt að sína smá lit og kaupa nokkrir saman einn pakka. Þetta verð er nátturulega út í hött. Ég er einn af þeim sem keypti þennan hugbúnað. Annars er hugbúnaðurinn ekki svo dýr. Hann kostar ekki nema um 20 þús. Það er kortin frá landmælingum sem kosta. Ég er einn af þeim sem er búinn að spá og læra mikið á þennan hugbúnað. Það eru tvær útgáfu í gangi. Annars vegar Navtrek 97 og svo Visual Navigation 4.0. Það er hægt að uppfæra 4.0 í 4.1. Þá færðu inn "Crystal View." Svo ert til "service pack" til að auka hraðan á forritinu. Visual Navigation 4.0 skeytir saman kortunum og er með miklu meiri möguleika. Ég hef reyndar keypt mér 5.0 og 6.0 útgáfurnar frá Nobeltec. 6.0 er flott útgáfa. Þar ertu kominn með 3D og veðurkort ofaná kortin. Það er algjör snild að geta "downloadað" veðurspá á kortin og fara svo í ferð.. Bara töff.. Ég hef verið í sambandi við einn aðila hjá nobeltec og sendi honum mynd. Hann varð allveg hissa þegar hann sá hvað við værum að nota þetta í hér. Ef allir væru duglegir að kaupa þetta gætum við kannski fengið að ráða einhverju um þróun í þessum hugbúnaði. Það er t.d möguleiki að setja senda í bílana sem senda frá sér staðsettningu. Þá getur ferðahópurinn séð hvar allir eru staddir í ferðinni. Gott upp á jökkli þegar það eru 25 m/s og enginn sér neitt. Þá færðu bara alla ferðafélagana inná kortið hjá þér. Jæja nenni ekki að skrfa meira..
05.01.2002 at 15:21 #458226Ég hef ekki heldur fengið eintak af þessu blaði. Enda fyndist mér að maður ætti að geta sótt það á heimasíðunni, og prentað það út sjálfur ef maður vill. Það er kannski hægt???
-
AuthorReplies