Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.11.2002 at 11:18 #464274
Það er ekki spruning þú átt að fara í 14" breiðar felgur. 12" breiðar felgur henda ekki undir þennan bíl. Það verður nefnilega fallegra að hafa hann á 14". Ég held að bíllinn drífi samt ekkert meira á 14" eða 15.5" breiðum felgum. Það er allveg ljóst að 15.5" breiðar felgur slíta dekkjunum þínum ekki vel. Rúmlega 13" breiðar felgur slíta 38" dekkjunum best. Mín skoðun er reyndar sú að léttir bílar eins og Hilux ofl eiga að vera á 12 eða 13 tommu breiðum felgum. En 14" breiðar eru betri en 12" í hliðarhalla. Í sambandi við færsluna á hásingunni, þá er það ekki spruning. Ég færði mína um 30cm. Það er reyndar 60 cruiser. En það mætti halda að Toyota sjálfur hafi verið fullur þegar hann setti afturhásinguna undir. Rósalegur munur. Billinn þinn á eftir að drífa meira og vera skemtilegri í hreyfingum eftir færsluna. En ég myndi samt ekki fara með hana 30cm. Það er bara fyrir menn sem eru dálítið ýktir. Þú skalt bara gera þeð sem hentar brettaköntunum sem þú breytir eða kaupir.
Kv,
heijo
10.11.2002 at 17:06 #464134Ég átti Hilux með svona vél. Hún stóð fyrir sínu í þeim bíl. En hún var ekki að spara lítrana. Hún drakk vel þessi elska. Ég er nú ekki fróðastur manna um þessar vélar en það er hægt að draga eitthvað úr eyðslunni með allskonar múnderíngum. Krafturinn var allavega ekki neitt til að skammast yfir. En bíllinn var léttur. Mig minnir að hann hafi verið að eyða í kringum 20 lítra á 100km á 38" dekkjum. Það er full mikið fyrir þessi hestöfl.
kv,
heijo
10.11.2002 at 16:52 #464128Já ég sá þetta líka á svipuðum tíma í fyrra. En ég veit ekki hvort þetta hafi verið árið þar á undan. Einhver kallaði þetta Kálfaborg. Það er svo sem ágætis nafn á þessum hól. Það er nokkuð ljóst að Langjökull hefur verið að hopa mikið undanfarin ár. Ég sé mun á honum þó ég sé ekki búinn að ferðast í mjög mörg ár. Ég held að menn ættu að passa sig vel ef þeir ætla að fara á Langjökul núna. Allavega ekki fara einbíla og alls ekki í slæmu veðri. Ég misti bílinn minn í sprungu þarna, og það er ekkert mál að finna sprungur sem afgreiðir bílinn þinn fyrir fult og allt. Ég ætla allavega að bíða eftir meiri snjó.
Kv,
heijo
09.11.2002 at 00:01 #464056Einn sagði mér að þessir bílar væru smíðaðir á sama grunni og LandCruiser 100. Þetta er sama vélin og er í honum. Ég held að það væri gaman að sjá svona bíl á fjöllum. En gallin við þessa bíla er að þeir eru dýrir og kannski svolítið "ópraktískir" miðað við verð.
kv,
heijo
06.11.2002 at 23:17 #191776Það er eitt sem mig langar að vita í sambandi við þetta ferðafélag. Það er þetta með árgjaldið. Ég gerðist stoltur ferðafélagi fyrir 3 árum síðan(að mig minnir), og borgaði mitt gjald með bros á vör. En svo kom að því að hann pabbi langði að gerast félagi. En þá kom vesen. Ég skráði hann á netinu 2 vegis og hringdi einu sinni. Það var allveg sama hvað ég reyndi en ekkert gekk. Svo á endanum var það að ég hringdi í enn mann sem hafði það nú með herkjum að koma honum í félagið. Svo er það með mig að ég hef aldrei fengið rukkun aftur eftir að ég gerðist félagi. Þannig að mig langar að vita hvort ég sé í félaginu eða ekki?. Ég talaði við einn í stjórninni í fyrra vetur á fundi og hann sagði mér þá að ég mætti bara búast við rukkun fljótlega. Ég er enn að bíða. Það virðist s.s vera erfitt að komast inn í klúbbinn og svo er ekki hægt að tolla í honum heldur. Er þetta svona vandamál hjá fleirum?. Er ég t.d í félaginu núna eða ekki? Mér langar að vera í ferðaklúbbnum 4×4, og vill borga árgjaldið mitt. Þetta árgjald er ekki mikið og mér finnst þessum peningum vel varið. Getur einhver tekið þessa peninga fyrir mig og komið mér aftur í klúbbinn.
kv,
heijo
04.11.2002 at 17:25 #463602Kæru félagar í 4×4.
Fyrir hönd Hveravallafélagsins ehf. harma ég hvað félagar hér á heimasíðummi eru óángðir með gistigjald á Hveravöllum og þetta er mál sem við munum leysa svo báðir aðilar geti verið sáttir.
Þegar við vorum að hanna verðskrá tókum við upp verðskrá Ferðafélags Íslands og bættum við hana 14% virðisaukaskatti, hann var ekki greiddur þegar gist er hjá ferðafélaginu. Okkur vara ekki kunnugt um sérstakan samning milli Ferðafélagsins og 4×4 þegar við ákváðum okkar verðskrá. Við erum tilbúnir að bjóða ykkur félagsmönnum 4×4 að gista fyrir 1.228 kr + 14% vaskur = 1.400 kr.
Í haust og vetur höfum við bætt við tveimur salernum sett þar ofn og handlaugar með heitu og köldu vatni sem hægt er að nota yfir veturinn, einnig erum við búnir að koma fyrir varmaskiptum í báðum húsum með heitu rennandi vatni í.
Með von um gott samstarf á komandi árum, bjóðum við alla 4×4 félaga velkomna til Hveravalla.
Kær kveðja
Björn Þór Kristjánsson.
29.10.2002 at 08:58 #463874Sælir,
Ég var einmitt að spá í þessu. Ég á svona ljós og ætla að setja það á bílinn minn. Hverning er það, er best að hafa það vinstramegin á bílnum?. Það er flottast að hafa það í mðjunni. Ég hef séð þett á nokkrum bílum. sumir eru með þetta uppá tengdamömmuboxinu. Og svo sá ég einn Hilxu með þetta að aftan vinstrameginn.
26.10.2002 at 20:13 #191744Sælir félgar. Mig langar að spyrja að einu sem ég veit að sumir snillingarnir hér vita. Ég fékk mér nýja loftsíu, svona k&n síu, eins og svo margir hafa gert. Ég var að spá í því hvort það skipti máli hvar hún sé staðsett. Orginal dregur vélin loftið inn við hægra ljósið og þar af leiðandi eins kalt loft og hægt er. En ég setti þessa síu bara ofan í húddið sjálft. Þar af leiðandi er loftið þar nokkuð mörgum gráðum heitara heldur en fyrir utan. Ég er með Intercooler sem kælir nátturulega loftið niður áður en það fer inn á vél. En er betra fyrir mig að hafa þetta eins og það er orginal? Verður þá ekki loftið alltaf kaldara þegar það fer inná vél? Eða skiptir þetta kannski eingu máli? Ég breytti þessu vegna þess að það tók svo mikið plás að hafa þetta orginal dót. Svo er ég líka spá í einu. Ef þú ert að keyra í -10c kulda og þú ert ekki með intercooler, hefur þá intercooler eitthvað að segja? Hann kælir ekki loftið meira er það er fyrir? Loftið ér jafnvel kaldar án intercooler þá? Kannski eru þetta bara kjánalegar spurningar en svona er þetta, ég ekki sérfræðingur í þessu véla dóti. En hef rosalega gaman af því spá í þessu.
Kv,
heijo
22.10.2002 at 18:35 #463582Já þetta er rétt hjá ykkur. Nóttin er komin í 1700kr. Hann Björn Þór á Húnstöðum sér um reksturinn á skálunum núna. Húnstaðir eru rétt áður enn þú kemur á Blönduós. Ferðafélagið þurfti að selja. Það er búið að taka niður skilti Ferðafélgas Íslands. Og myndin af gamla manninum er farinn. Gamli skálinn er þó friðlýstur og hann má ekki taka eða breyta. Ég held þó að það séu hugmyndir um að taka niður stóra húsið og setja þar hálendis hótel. ;( Pabbi þurfti að borga 13.600 fyrir sig og félaga sinn fyrir 4 nætur í skálanum. Hann var ekkert sérstaklega ánægður með þetta. Skálinn var skít kaldur. Það er greininlega búið að vera fikta eitthvað í þessu. Svo er kominn einhver varmaskiptir á vatnið sem virkar ekki neitt. Klósettin voru ekki í lagi. Það var svo lítill hiti í gamla skálanum að þeir þurftu að hita hann upp með gasi líka. Ef ég fer eitthvað þarna í vetur þá verður það bara til að fara í pottinn góða, svo sefur maður bara í bílnum.
Kv.Heijo
02.10.2002 at 22:02 #191712Hvernig er það strákar á ekki að fara að kólna á okkur og koma smá snjór. Á þetta kannski að vera sumar í vetur eins og síðastliðin 2 ár. Ég man eftir því að ég fór einu sinni á gömlum hilux með pabba í byrjun október, og við náðum að festa okkur á Hveravöllum. En það var í gamal daga. Var ekki alltaf meiri snjór þá? Hvað segið þið kallar sem voruð að ferðast hérna í gamla daga. Eða svona þegar 38″ radial var að koma á markað, og ég var ekki kominn með jeppa dellu. Var ekki meiri snjór þá á veturna? Eða hefur þetta kannski alltaf verið svona?
kv,
heijo
28.08.2002 at 14:50 #462854Ok, hver vill vera svo vænn að fjármagna þetta. Þetta er þá ekki nema svona 20 miljónir.
27.08.2002 at 15:42 #462878norska,, ojbara…
27.08.2002 at 12:59 #462848Ef þetta er rétt hjá ykkur að dekkið kostar um $350 úti, þá er þetta kannski ekki svo sniðugt. Það eru 10% tollur 25% virðisaukaskattur. Svo kostar að flytja þetta. Tryggingar á fluttning. Og svo eru alltaf einvher dekk sem eru gölluð. Þannig að það þurfa örugglega að vera 8 auka dekk til að skipta út. Er þetta þá ekki komið í svipað verð og hér heima?
23.08.2002 at 14:14 #462818Væri ekki sniðugt að koma upp gagnabanka með öllum þessum leiðum sem menn eru með í tölvunum sínum. Það er hægt að opna bara ftp svæði þar sem menn geta downloadð þessum leiðum og ég get svo hend þessu út á vefsvæði. Ég sjálfur er með yfir 1000 leiðir sem ég get látið af hendi á nobeltec formati. Það er svo skrítið að menn eru að sitja á þessum leiðum sínum eins og gulli. Afhverju ekki að koma þessu öllu undir einn hatt. Það mæti halda menn sé á bát en ekki bíl, passa tog-slóðirnar sínar.
23.08.2002 at 14:05 #462816Ég er líka með forrit sem ég bjó til sem læsir öllum punktum í rútum. Það er nefnilega vandamál með t.d þegar þú importar grænubókini, að þá þarft þú að passa þig að færa ekki punktana með músinni. Þá ertu komin með bilaða leið. Þetta forrit fer yfir database skánna og setur lock á punktana. Þá kemur allavega warning massage áður. Einnig er ég með lítið forrit sem pakkar saman database skránni og tekur afrit af henni. Eitt vandamál sem hefur verið með Visual navigation 4.x er að ef database skáin er orðinn 10mb eða meira þá eru líkur á að hún hrynji. Hefur gerst nokkuð oft. Ekki gaman að missa allt track út.
Svo fyrir þá sem eru ekki búnir að setja upp service pakka 400 fyrir nobeltec. Þá munar miklu í hraða á forritinu þegar það er að slökkva á sér. Ég get sent þeim sem þurfa hann.
23.08.2002 at 13:41 #462814Ef þið viljið fá upplýsingar um þetta sendið mér þá e-mail.
23.08.2002 at 13:40 #191653Sælir félagar.
Ég er búinn að finna leið til að koma í veg fyrir Windows 2000 og XP bug með músina og GPS tækið. Það virðist vera að ef þú ert með gps tækið í gangi þegar þú keyrir upp tölvuna þá fer músin á fillerí. Það er til leið til að laga þetta. Hafið samband ef þið viljið fá fix fyrir þetta. Ástæðan fyrir þessum bug er að Windows 2000 og XP halda að gps tækið þitt sé mús í ræsingu. Ætla samt ekki að setja það hér inn hvernig það er gert. Það getur nefnilega gerst ef þetta er ekki rétt gert að stýrikerfið þitt fari fjandans til.
Kveðja,
heijo@tristan.is
09.08.2002 at 11:11 #462742Sæll,
Það er smá mál að nota NavTrek 97 og Visual Navigation með Windows XP. Vandamálin er að flestar þessar nýju laptop eru ekki með serial tengi. Svo þú þarft að fá þér usb converter í serial.. Þá kemur annað vandamál þar sem það eru ekki allar tegundir að usb/serial converter sem virka með gps. Það eru nokkrar tegundir af þessum Usb/Seri.. á markaðinum. Það er kannski bara best að prófa fyrst og kaupa svo. Eitt vandamál sem er líka með Windows 2000 og XP. Það þarf keyra fyrst upp forritið á tölvunni og starta svo gps tækinu, annars fer músadriver í rugl. Þetta er eitthvað vandamál sem er í forritinu sjálfu. Eina útgáfan sem virkar 100% með Windows 2000 og XP er Visual Navigation útg. 6.0 og 6.5. Ég held reyndar að ég og einn annar séu þeir einu á landinu sem erum með þessa útgáfu. Annars er Visual Navigation 4.0 með uppfærslu og patch á Windows 98 stýrkerfi það sem virkilega virkar vel. Helst á eldri vél með serial tengi. Nýrri útgáfur af þessu forriti eins og 6.0 eru minnisfrekari og þurfa meira CPU power til að virka sem skyldi. Þar eru líka fullt af nýum fítusum sem eru óþarfir þar sem okkur stendur ekki til boða að kaupa alminileg stafræn kort af landinu. Einn flottur fítus í 6.0 er þó veðurspáin.
Sendu mér bara línu á þessu þræði ef það eru einhverjar spurningar.
08.08.2002 at 22:09 #462724Miðað við lýsingarnar á bílnum þínum þá vantar þig ekki neitt annað heldur en sýristjakk. Það ætti nú ekki að vera mikið mál að setja hann í. Það eru örugglega flest breytinga verkstæði sem geta gert það fyrir þig. Mín reynsla af svona tjakk er að hann hefur mikið að segja. Ég var með tvo stýris-dempara í bílnum hjá mér til að halda honum á veginum á 44". Eftir að ég setti tjakkin í, þá tók ég annan demparan úr. Það var mikill munur á bílnum í stýrinu. Reyndar er það alltaf svoleiðis að slitin 44" dekk eru hræðileg að keyra á. Þó svo að þú sért með tjakk. Það er bara annaðhvort að setja ný dekk undir, eða keyra á þessum slitnu, og reyna að hindra sjálvirka akreina skiptirinn. Ég var reyndar á hræðilega slitnum 44" dekkjum í fyrra sumar. Ég prófði þá bara að keyra á þeim loftlitlum, þar sem mér var skítsama um þau. Það hjálpaði mikið að hleypa vel úr þeim. Reyndar dró það svolítið úr krafti og eyðslan jókst aðeins. En þú ættir að vera með nógan kraft. Það er smurt vel á þessa tjakka. En þú átt að geta fengið efnið í svona tjakk undir 8þús kalli. Ég hef samt heyrt að það sé verið að selja þetta á 20 – 25 þús með slöngum.
14.07.2002 at 22:33 #462380Það er nú ekki viturlegt að fara þangað núna. En það er örugglega hægt. Það er allt hægt. Ekki taka konuna, börnin og ömmu gömlu með í þessa ferð. 😉 Þessi jökull er yfirleitt mjög spruning og hættulegur á þessum tíma hef ég heyrt. Þar eru sprungur sem auðveldlega borða bíla, rútur, hús og togara. 😉 Það er kannski ekki hægt að fara þarna núna, það væri ekki vitlaust að taka flugtúr þarna yfir og skoða hann. Þetta hefur örugglea ekki lagast síðari ár.. Bíddu bara með þetta þangað til í vetur..
-
AuthorReplies