Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.02.2003 at 10:17 #468124
Ég veit allt um það. Ég er búinn að vinna við tölvukerfi í 11 ár og sé meðal annars um tölvukerfi Baugs. Það er sammt ekkert sem segir það að þú getir ekki notað EIDE/ATA diska til að geyma myndir á. Það eru diskar sem kost mikið minna per gbyte, og það þarf ekki SCSI diska til að geyma myndir. Það er hægt að vera með 2 IDE diska og mirrora þá ef þess þarf. En annars er nóg að taka bara afrit af þessum diskum á tape. Ef þú setur upp server í dag og ætlar eingöngu að nota hann til að geyma gögn á, þá er góð fjárfesting að nota IDE diska til að geyma þau. Þú þarf ekki að kaupa dýra SCSI diska og setja upp RAID til að geyma myndir á. IDE diskar eru ekki strákatölvuharðirdiskar. Nýir EIDE/ATA diskar í dag eru hraðvirkari en margir SCSI diskar og þá er hægt að fá 7200rpm og með 8mb buffer. En þeir taka alltaf meira CPU power af servernum. En það á ekki að skipta máli þegar serverinn gerir ekki neitt annað en að hýsa vef og geyma myndir. Margir nýir neþjónar koma með IDE diskum í dag og eru hugsaðir til notkunan í smærri fyritækjum.
kv,
heijo
09.02.2003 at 17:57 #468120Afhverju ekki bara að kaupa nýjan disk, frekar heldur en að vera að eyða út myndum. Harðir diskar kosta nú ekki neitt, og ég held að félagið ætti bara að kaupa annan disk. t.d kostar 120gb diskur 14þús krónur. Það ætti að vara hægt að hýsa eitthvað af myndum þar. Það ætti að vera hægt að hýsa svona sirka 800þús myndir á honum. Svo bara vera duglegir að taka myndir…
kv,
heijo
31.01.2003 at 12:02 #467368Ég er einn af þeim sem er búinn að afskrifa þessar Ál- og Léttmálmsfelgur í jeppaferðir. Ég átti svona léttmálmsfelgur og þær voru þeim skemmtilega kost gættar að brotna þegar maður keyrða stein. Þá er álið skömminni skárra.
kv,
heijo
30.01.2003 at 23:49 #467316Það er samt eitt sem menn meiga ekki gleyma, en það er lagerinn. Það þarf að selja vörur sem voru keypta þegar dollarinn var dýrari á því verði. Ég held að menn séu almennt með einhverjar fasta prósentu framleigð á vörum.
T.d ef þú kaupir 100 dekk þegar dollarinn er 100 krónur, þá þarft þú að selja öll dekkin áður en þú getur pantað aftur dekk á 78 krónur. En þetta fer nátturulega eftir veltuhraða hverrar vörutegundar fyrir sig.
En auðvitað misnota sumir sér þetta og gleyma að setja vöruna á nýja verðið..
kv,
heijo
27.01.2003 at 14:12 #467114Eru þetta ekki góð tíðindi fyrir okkur jeppamenn?? Allir sem eru á móti breytum jeppum í umferðinni hafa allaf verið að tala um okkur sem slysagildru….
kv,
heijo
26.01.2003 at 12:56 #466976Það virkar ágætlega. Þetta er eitt af því sem maður verður að sæta sig við í dag. Mikið af þessum nýju ferðavélum koma ekki lengu með serial porti. Það hefur reyndar skipt máli hvaða tegund þú kaupir af þessum serial breytum. Ég veit að þetta var til í Radíomiðun og í búiðinni sem öryrkjabandalagið er. Eflaust fæst þetta líka annarstaðar, en það var vandamál með einhverja tegund af þessu.
kv,
heijo
25.01.2003 at 18:26 #466968Þú stillir tækið undir Units ef man rétt. á none/nmea. "Það þýðir None input og nmea signal í output" Svo þarftu bara að segja hvaða serial port þú notar í forritinu. Það er yfleitt com1 eða com2.
kv,
heijops.
sum tæki virka ekki nema með straum. Þau virðast ekki geta sent frá sér signal með batteríum.ps2.
Núna ert þú mér ævinlega þákklátur 😉 jibbí.
25.01.2003 at 00:22 #466842Ég fór að hugsa..
Það eru komnar mjög litlar vélar bæði frá Dell og Hp sem hægt er koma undir sætið. En hvað er maður að græða á þessu?? Ekki neitt. Þú þarft að kaupa skjá, þráðlaust lyklaborð óg mús. Það er miklu hendugra að nota ferðatövlu heldur enn deskop tölvu í þetta. Ferðavélinn er með batterí til að taka við þegar/ef rafmagnið fer af og þar af leiðandi verndar hún bæði disk og stýrkerfi. Það er allveg ljóst að ferðavél er betir í þetta. Þú færð flottar nýjar ferðatölvur með dvd og öllu fyrir 100þús kall í dag. Ef þú ætlar að nota desktop tölvu í þetta, Þá þarft þú alltaf að borga meira. Og meira vesen að koma fyrir. En ef menn vilja kaupa svona skjái sem kosta helling af peningum og setja þetta í mælaborðið hjá sér. Þá er samt hægt að nota ferðatölvuna til að keyra skjáinn og stýrkerfið. Það er ódýrara heldur en að troða enhverju móðurborðsdrasli með ölluí bílinn hjá sér. Eru menn ekki sammála því?. Svo getur maður alltaf tekið með sér ferðatölvuna inní skála.
ps.
En fyrir ykkur sem eruð með algjöra dellu þá er þetta eitt af því sem verður að gerast!! Ég ætla að halda áfram með ferðatölvu í bili að minnsta kosti!!kv,
heijo
21.01.2003 at 16:43 #466822Hæ, hó..
Ég var lengi vel að spá í að setja svona tölvu í bílinn hjá mér. Það er ekkert mál að tengja þetta drasl. Gallinn er bara að maður fær ekki hafa neitt í friði nú til dags. Það er öllu stolið. Það er allveg á hreinu ef maður væri kominn með flottan LCD skjá í mælaborðið og með P4 og 200gb disk fullan af DVD myndum. Þá væri búið að stela þessu öllu daginn eftir. Maður getur þó tekið ferðatölvuna með sér inn.
Ég hef séð hjá einum manni sem var með gamla ferðatölvu og tók skjáinn af henni og tengdi hann sérstaklega með framlengdum kappli. Þetta er í raun ekki mikið mál og kannski er þetta sniðugt fyrir þá sem nenna því. Og eru tilbúnir að forna ferðatölvunni..
kv,
heijo
21.01.2003 at 12:39 #466804Sæll,
Ef þú átt Palm þá er þetta virka vel. Ég er búinn að prófa þetta og það virkar. Þú getur líka fengið fullt af hugbúnaði til að nota með þessu. Þú getur sett inn kort ofl. Skoðaðu þessa síðu http://www.gpspilot.com/. Þetta er líka töluvert ódýrar úti heldur enn hér heima. Ef þú veist um einhvern sem er að fara til USA þá getur þú gert betir kaup..
kv,
heijo
19.01.2003 at 14:17 #466712Sæll.
Það er eru þrjár tegundir af skjám í ferðatölvum sem eru í gangi. Það er DSTN, HPA, og TFT. TFT er oft kallað Active Matrix líka. DSTN er ódýrasta útfærslan af LCD skjám. HPA er Endurbætt útgáfa af DSTN. TFT skjár er dýrasta útgáfan af LCD skjám. TFT er nánast engöngu notað í ferðatölvur í dag. Þó eru nokkrar ódýrar ferðatölvu sem fást en með HPA skjám. TFT er besti skjárinn í jeppan. Það sést best á hann í dagsbirtu og á hlið. Margar gamlar ferðatölvur eru en með DSTN skjám. Ekki kaupa svoleiðist tölvu nema þú fáir hana fyrir slikk.
Kv,
heijo
16.01.2003 at 19:59 #192002Jæja hvað segja menn um þetta mál allt. Ég verð að segja að ég var ekki svo mikið á spá í þessu. En svo fékk ég að sjá myndir og kort af því sem þarna er að fara í framkvæmd. Ég var hissa á því að ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hvað þetta er rosalega mikil eyðilegging á nátturinni. Ég hefði viljað sjá þetta myndband og þetta kort fyrr, þá hefði ég myndað mér skoðun á þessu fyrr. Ég er samt ekki á móti álveri en ég er á móti þessari virkjun.
Einnig hef ég verið að spá í því hvort þetta sé virkilega eina leiðin til að framleiða orku hér á landi?. Hvernig er það, er ekki hægt að virkja sjávarföllin og vindinn líka? Ég veit ekki betur en að stærsta vindmyllu fyritæki heims hafi óskað sérstaklega eftir því að vera með tilraunir á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Nóg er af öldum og roki hér á landi. Er þetta kannski bara ekki hagkvæmt?? En tækninni fleygir fram og hver veit nema þetta verði hægt eftir nokkur ár. En þá verður það kannski og seint. Maður getur þá farið með jeppann í brotajárn og hent gönguskónum í ruslið. Síðan kaupir maður sér bara kayak til að ferðast um hálendi Íslands.
Þetta er sorglegt.
Kveðja,
heijo
16.01.2003 at 09:11 #466408Ég er með Koni dempara að aftan hjá mér sem ég lét breyta fyrir mig sérstaklega þegar ég setti púða að aftan. Menn hafa verið að tala um að það sé svo dýrt að breyta þessum dempörum. En vitið þið, að það er ekkert mál að breyta þessu sjálfur. Ef þú opnar svona dempara og skoðar inní hann þá sérðu að þetta er mjög einfaldur búnaður. Það er hægt að stilla sundur slagið á flestum þessum Koni dempörum með því að setja þá saman og snú þeim. En ef þú ætlar að stilla samslagið sem er orginal, er þetta bara ein skrúfa á ventli sem maður skrúfar bara bínulítið. Með því að skrúfa þetta svona 10 mín. Þá færð þú nánast dautt samslag. Þetta er svo hægt að hringla í endalaust þangað til að maður er orðinn ánægður með árangurinn. Ég verð að segja að eftir að ég setti púðana undir að aftan hjá mér varð ég ekki ánægður með bílinn fyrr en ég breytti dempörum. Ekki vera hræddir við að breyta þessum dempörum og finna muninn á bílnum. Það er allveg ljóst að það hefur allt að segja hvernig dempararnir eru stilltir fyrir þessa púða. Þetta virðist hafa skipt minna máli þegar ég var með gormana. En það að láta breyta þessu fyrir sig er bara dýrt, og ef vel á að vera, þá tekur þetta kannski heilan dag að finna réttu stillinguna sem hendar bílnum þínum. Fyrst að ég veit hvernig þetta virkar og kann að stilla þetta þá geta allir gert þetta. Því ég er bara tölvnörd sem kann ekki að halda á skiptilykli. 😉
Eina vandamálið er að láta opna demparan fyrir sig. Það þarf helst að gera það í rennibekk. Eða vera góður á jarnsögina. Það tekur ekki nema 5 mín að gera þetta í bekk. Það þarf helst að utbúa sér lykil til að opna demparan. Það getur maður sem kann ekki að sjóða eins og ég gert ef viljin er fyrir hendi. Ég er með þá svoleiðis hjá mér núna að ég er með frekar dautt sundurslag og mjög lítið samslag.
Sumir eru svo ánægðir að vera með stillanlega dempara. Og eru alltaf að hringla í þessu inní bíl. En það er bara sundurslagið sem það virkar á. Eins og t.d Ranco demparar. En mesta breytingin á loftpúðafjöðrun verður þegar þú tekur samslagið og breytir því. En afhverju þetta er svona veit ég ekki.
kv,
heijo
13.01.2003 at 20:05 #191983Jæja er ekki snjórinn að koma?. Ég gat ekki betur séð en að þeir ætli að spá snjókomu næstu daga. Eða er þetta kannski bara stutt, gaman skemmtilegt, og verða komnar vorleysingar aftur í næstu viku?
Kveðja,
Heijo.
13.01.2003 at 19:26 #466348"bestur horfa á"? Very funny and very bad translator.. hahahah. If I try to translate this back to english for you. "Best to look you" or somthing like that. ha. Okey sorry. Yes you can ask them at Fjallasport or Arctic Trucks. You can go to web site http://www.fjallasport.is or http://www.arctictrucks.is.
bestur horfa á,
Heijo 😉
09.01.2003 at 17:43 #466142Þetta er nú kannski svolítið ýkt dæmi hjá þér. Það er allveg ljóst að amma mín drífur meira á Land Cruiser "44 tommu heldur en þú á óbreyttum Ferrari F40. Og þó svo að þú værir á eins bíl og hún amma, þá myndi hún samt drífa meira en þú. 😉
kv,
heijo
08.01.2003 at 21:49 #466126Það er alltaf eins og það séu fjögra og fimm ára gömul börn að rífast á þessum þráðum. Það er nú ekki hægt annað en að brosa.
"Pabbi minn er sterkari en pabbi þinn" Já, en pabbi minn er bróðir hans supermans….. Það er nú einu sinni þannig að þessar jeppatíkur eru allar á fjórum hjólum og komast 97% jafn mikið þegar þær eru komnar á fjöll. Hitt er bara bílstjórinn. Já BARA BÍLSTJÓRINN. Það er búið að sýna sig svo oft. Að fá góða kennslu í að keyra í snjó og kunna að hleypa úr dekkjum er það sem þarf til að kunna að ferðast og skemta sér á fjöllum. Að kunna að keyra eftir GPS og tölvu er líka stórt atriði. Að vera fyrstur í hópnum eða ferðast einn er besti skólinn sem þú getur fengið. Að lenda í því að þurfa að keyra "blindflug" á jökli eftir GPS tæki er mjög góður skóli. Að vera með sjálfum sér og læra á bílinn. Hleypa úr, keyra svona hratt í skaflinn, eða bara svona hægt er það besta sem þú gerir til að læra að keyra. Að lenda í óvenjulegum aðstæðum og leysa þær eru ómetanlegur sigur sem gerir þetta svo gaman. Svo öðlast maður reynslu til að ferðast og lesa landið og leiðirnar sem maður er að fara. Það eru margir reynslu boltar í þessu félagi sem menn ættu að leita til og spyra og fá jafnvel að sitja í hjá þeim. Þetta er ekki neitt sem er meðfætt. Heldur er þetta margra ára þjálfun sem gerir okkur betri. Í erfiðum aðstæðum er ekki allt að vera með vélarafl og stór dekk. Heldur hitt að vera með REYNSLU.
Það eru margir hér sem gorta sig og er kokhraustir í skrifum sínum, en hafa aldrei farið á fjöll nema í rasgatinu á eftir einhverjum örðum jeppa.
kv,
heijoMeiri Snjó!!!
08.01.2003 at 20:50 #466174Ég sammála því að það er of dýrt að nota þessa síma til að spjalla um daginn og veginn. Ég keypti mér svona síma fyrir nokkrum árum síðan, og hef ekki notað hann til að hringja nema í neið. Kosturinn við síman er að ef þú sleppir því að kaupa í hann kort þá þarft þú ekki að borga neitt fyrir hann á mánuði. En þú getur alltaf hringd í 112 þó þú sért ekki með kort í honum. Og þá ertu kominn með besta örygistæki sem völ er á. Mér líður allavega betur ef ég ferðast einn, að vera með þetta í bílnum hjá mér. Ég er búinn að prófa signalið á nokkrum stöðum á landinu og þetta tæki er ALLTAF inni. Loftnetið er kannski aðeins of stórt.
Annars held ég að framtíðinn verði ekki í Global Star eða Iridium. Í sjálfum sér eru þessi kerfi ekki mjög hentug, þó svo að þau séu rosalega tæknilega fullkominn. Gallinn er nefnilega að þessir hnettir eru svo langt frá jörðu. "Þeir eru hafðir langt frá jörðu til að þeir þurfi ekki að vera of margir til að spanna allan heiminn." Þá verður loftnetið á símunum að vera það stórt og símarnir það orkufrekir að það verður erfitt að bjóða mönnum sem eru vanir að hafa litlla gemsan sinn þetta "tól".
Það eru áform um að skjóta upp einu mjög þéttu gervihnattakerfi sem mun koma til með spanna allan heiminn. Þetta kerfi verður spannað af hundruð hnatta. Þetta er allavega komið á teikniborðið. Og ef Microsoft ætlar að taka þátt í þessu!! Þá er ekki langt að bíða eftir því að maður verður kominn með lítinn Nokia/Microsoft gervihnattasíma. Að sjálfsögðu verða þeir með internet sambandi.
Þannig að Iridium og Global Star eru gamla NMT símakerfi framtíðarinnar.
kv,
heijo
23.12.2002 at 20:50 #191923Hvað er í gangi með þetta verðufar. Hlýasti desember mánuður frá því mælingar hófust. Núna fer maður bara að breyta bílnum til baka. Setja orginal dekkin undir. Taka milligírinn úr. Setja orgina hlutföll undir og færa hásinguna til baka. Þetta er hætt að vera fyndið með þetta verður. Enginn snjór á öllu landinu. Þetta er ömurlegast vetur sem ég man eftir.
Bara ekki gamann….. ;(
kv,
heijo
19.11.2002 at 17:48 #464414Ég er full sáttur við þessa vélsleðakappa sem ég hef hitt á fjöllum. En ég hef ekki ennþá fengið delluna fyrir þessu. Ég keypti mér vélsleða fyir 2 árum og hef aldrei notað hann. Ég endaði á að skipta á honum og bíl í sumar. Spáðu í því að eiga vélsleða í 2 ár og setja hann ekki einu sinni í gang. Það er líka ekki pláss fyir bæði vélsleða og jeppadelluna. Það verður eitthvað að víkja. Ef maður skyldi nú kaupa sér vélsleða aftur þá þyrfti maður að kynnast einhverjum köppum sem ferðast á jöðinni en ekki í loftinu. Ég er að spá í að kaupa mér þá svona ferðasleða. Hvað af þessum sleðum eru góðir ferðasleðar?
kv,
heijo
-
AuthorReplies