Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.02.2015 at 11:40 #776420
Sælir félagar.
Fórum á 2 bílum síðdegis á föstudag inn í Setur, bæði a sækja Trooperinn og koma vatnsmálunum í lag. Allt gekk þetta fljótt fyrir sig og var vatnið komið á fyrir hádegi á laugardaginn.kv.
Guðmundur Geir
29.01.2015 at 17:52 #776384Sælir þorrablótsmenn.
Eins og ykkur er sennilegas kunnugt, þá er vatnsdælan enn óvirk þar sem ekki tókst að koma henni í lag um síðustu helgi. Er einhver ykkar á leið í Setrið á morgun? Það væri gott að heyra í honum til að verða samferða svo hægt sé að gera við dæluna fyrirpart laugardags.
kv.
Guðmundur Geir Sigurðsson.
formaður skálenfndar.
27.01.2015 at 18:34 #776335Sælir og afsakið hvað ég svara seint en ég er ekki með tölvu í vinnunni en hvað með það. Um þarsíðustu helgi var farið í Setrið með nýja dælu og tilheyrandi, hún sett niður og gamla dælan tekin í bæinn. Þegar búið var að tengja allt þá sló dælan enn út rafmagninu og í ljós kom að ræsibúnaðurinn fyrir dæluna er billaður. Eftir að allt var klárt fór ég við þriðja mann á föstdagskvöld þann 23. jan að koma þessu í lag. Ferðin gekk prýðilega þar til 2,3km. voru eftir í Setrið, þá versnaði færðin mjög og þegar 800m. voru eftir urðum við að játa okkur sigraða, vitlaust veður, skyggni ekkert og bíllinn min bilaður og þar bíður hann þess að vera sóttur.
Það má geta þess að rafstöðin gengur fínt.
Menn úr nefndinni ráðgera að fara innúr á föstudagsmorgun, gera við bílinn og koma vatnsdælunni í lag, þá um daginn, þannig að þegar þorrablótsmenn koma í hús verður allt komið í lag.
Með kveðju
Guðmundur Geir Sigurðsson
22.01.2015 at 20:02 #776265Þar sem ekki tókst að laga bilunina varðandi vatnsdæluna að fullu þarf að fara aðra ferð í Setrið helgina 24-25. jan.
Styribúnaðurinn sem stjórnar vatnsdæulunni er bilaður og þarf að skipta honum út.
Ég, Gunnar Sigurfinnsson og Gunnar Sverrisson getum farið á föstudagskvöldið og eru menn velkomir að slást í hópinn.
kv
Guðmundur Geir
20.01.2015 at 20:58 #776181Sælir félagsmenn.
Ég setti skýrslu inn á Setrið frá ferðinni helgina 16-18 jan. Hún er á viðhengi þannið að bara smella á skjalið
Vona að þetta komist til skila
kv
Guðmundur Geir Sigurðsson
09.01.2015 at 19:34 #776052Sæll Bjarki.
Það hefur láðst að tilkynna bilunina hér og tek ég það á mig og biðst ég velvirðingar á því. Þannig er mál með vexti að rafstöðin er biluð. Skálanefndin hefur undirbúið viðgerðaferð, væntanlega um næstu helgi. Við vitum hvað er að henni, bilaður smurþrýstiskynjari sem þarf að skipta um. Einnig þarf að skipta um vatnsdælu í brunninum þar sem hún er byrjuð að slá út lekliðanum. það verð líka gert í umræddri ferð.
Með kveðju
Guðmundur Geir Sigurðsson
formaður Skálanefndar.
21.11.2014 at 17:48 #773089Kæru félagasmenn.
Helgina 29-30. nóv. þurfa félagar í skálnefndinni að fara í Setrið og sinna ýmsum verkefnum, fara með fullan kálf af olíu á rafstöðina. Setja upp skilti fyir neyðarlínuna, fara með nýyfirfarin slökvitæki, setja upp samtengda reyskynjara, ásamt gas og súrefniskynjara. Laga pústið á rafsöðinni og eitthvað fleira. Ef einhverjir hafa áhuga að slást með í för er það vel þegið. Gott væri að menn tækju með sér einhver verkfæri, batterísvélar td.
Vinsamlegast tilkynnið þáttöku hér á þessum þræði fyrir fimmtudag þann 27.11 svo við vitum hve margir verða í matnum á laugardagskvöldinu.
kær kveðja
Guðmundur Geir Sigurðsson
formaður skálanefndar.
05.11.2014 at 18:06 #772912Félagar í skálanefndinni áforma að fara í Setrið með olíu nú um helgina þann 8-9. nóv. svo nóg olía verði til á tanknum fram á sumar. Eitt og annað þarf líka að gera í svona stóru húsi.
Ef einhverja félagsmenn langar í bíltúr og slást með í för er það velkomið en stefnt er að brottför kl. 8 á laugardagsmorgun við Stöðina á Vesturlandsvegi.
Með kveðju
Guðmundur Geir Sigurðsson
formaður.
07.09.2014 at 20:33 #771514Við nokkrir meðlimir skálanefndar og aðrir, alls 7 manns fórum upp í Setur nú um helgina, aðalega að líta á vatnsdæluna en hún hafði slegið út rafmagninu fyrir nokkrum dögum. Í ljós kom að tengingar voru lausar í brunninnum þar sem dælan er staðsett. Því var kippt í liðinn og einnig athuguðum við segulokana sem tæma út vatnslagnirnar. Það vill setjast sandur í þá og þá haldast þeir opnir sem veldur meira álagi á dæluna. Við Setuna er brunnur með segulloka sem tæmir út lögnina frá klósettunum út að Setu. Sandur var í honum og hreinsuðum við hann líka.
Við settum sturtuvatnshitarann í vetrargeymslu þar sem frosthætta er of mikil til að hægt sé að hafa hann í sambandi.
Farið var með fullan olíutank og bætt á byrgðirnar fyrir rafstöðina. Einnig var farið yfir ástand hússins heilt yfir og að loknu dagsverki grilluðum við lambalæri og höfðum ánægjulegt kvöld.Guðmundur Geir Sigurðsson
nefndarformaður.
13.08.2014 at 20:39 #770635Jón Óskar og Kristín mæta
13.08.2014 at 20:17 #770633Við komum 2
15.07.2014 at 21:37 #770036Sæl öll.
Ég ásamt Önnu Brynhildi og Einari Sól fórum í Setrið þann 9/7. Ég tók að mér að vera skálavörður á meðan ferðahópur á vegum Hálendisferða.is gisti í húsinu í 4 nætur. Ekki verður annað sagt en þetta hafi tekist með ágætum í alla staði. Fyrsta verk okkar áður en hópurinn mætti í húsið var að gera sturtuna klára og tókst það eins og til stóð.
Á föstudeginum mættu fleiri vaskir menn og konur, þau Gunnar Stimpill, Gunnar Sverris, Jón Óskar og Krístín ásmant mönnum úr fjarskiptanefnd eins og Árn Þór hefur þegar minnst á. Við settum einnig grjót fyrir framan skemmuna svo hægt sé að keyra þar inn með þokkalega góðu móti. Margt fleira var gert en hér hef ég aðeins stiklað á stóru.
Með kveðju
Guðmundur Geir SigurðssonViðhengi:
08.07.2014 at 20:05 #769912Jú það er alveg laukrétt hjá þér Bjarki með að hafa þráðinn opinn, ath. það næst.
kv
Guðmundur Geir
06.07.2014 at 21:43 #769859Sæl öll.
Ég og Baldur Harðarson ásamt föruneyti fórum, Gljúfurleitina, í Setrið um liðna helgi. Færið er orðið gott þar en við athuguðum ekki hvernig leiðin um Kerlingafjöll er þar sem veðrið á laugardaginn var í vetraham með 1°C og slyddu. Húsið kemur vel undan vetri sýnist okkur. Nefndin leggur áherslu á að koma sturtunni í ganga að nýju og virðist það vera mjög auðvelt mál og komi til með að kosta lítið. Við tókum gashitarann með í bæinn til að yfirfara hann þannig að hægt sé að setja hann upp í næstu ferð. Við þrifum húsið hátt og lágt og tókum allar drykkjarumbúðir og annan úrgang í bæinn svo allt líti sem snyrtilegast út.
Ég vil hveðja félagsmenn á að taka þátt í vinnuferðum í Setrið í sumar þar sem nóg er að gera við að halda húsinu í góðu standi, það er margt sem þarf að gera í svona stóru og flottu húsi.
Með kveðju
Guðmundur Geir Sigurðsson
formaður skálnefndar.
09.10.2013 at 21:20 #379225Geiri og Anna mæta
30.08.2013 at 16:36 #378749Við skiptum um skoðun, mætum á Stöðina kl. 18:00 núna á eftir
kv
Geiri
29.08.2013 at 18:50 #378744Sæl öll
Við Anna ætlum að mæta á laugardagsmorgun. Hvenær eigum við að vera mætt við vegmótin, Fjallbaksleið-Syðri-Hekluvegur?
Væri gott að gefa upp tímasetninguna:)
kv
Guðmundur Geir
14.08.2013 at 22:19 #767007Ég og Anna mætum á föstudagskvöld
2 nætur
02.06.2013 at 12:28 #766281Strákar mínir og stelpur.
Munurinn á stení og aluzinkinu er að mínu mati ásættalegur. Það er einfaldlega ekki verjandi að ráðstafa
kr. 900. þús í fagurfræðilegar spurningar. Ef á að vera einhvert við í umræðunni þarf að setja upp tölvumynd af skemmunni með báðum valkostum svo við getum séð raunverulagan mun.
Af hverju eigum við í skálanefndinni að vinna við smíðina í sjáfboðavinnu og bera af því kostnað persóulega ef það er allt í lagi að ráðstafa meiri upphæð í fagurfræðilega spurningu en allur kostnaður sem fór í sökkulinn í fyrra?
Eigum við ekki bara að láta verktaka sjá um þetta og bæta nokkrum millum við ef þær eru svona auðfengnar?Með kveðju
Guðmundur Geir Sigurðsson
06.12.2012 at 20:36 #760675Ég mæti
-
AuthorReplies