Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.12.2003 at 18:21 #482074
Eins og ég hef einhverntímann nefnt hérna áður, þá rakst ég á ansi merkilegt komment í leiðbeiningum með Precicion 1:5.71 hlutföllum sem ég setti undir lúxann minn fyrir löngu. Það var semsagt það, að það þarf að tilkeyra hlutföllin. Líkt og með knastása, þá slípa hlutföllin sig saman eftir að þau eru sett í og herðast við það (álagshersla), sem hefur mikið með það að gera hvernig þau endast. Mig minnir að það hafi átt að keyra undir litlu álagi í ca 500 km, skipta um olíu, og fara SVO að taka á þeim.
Varðandi framhlutföllin sérstaklega, þá grunar mig að þetta sé sjaldan gert, dótinu bara slengt í, lokurnar af þangað til í fyrsta skafli, og draslið svo bara látið HAFA ÞAÐ þangað til að sést í skála……
…og svo annað, drifhúsið sjálft er veigamikill þáttur í endingu og ekki síður styrk hlutfalla. Það er nefninlega svo að drifhúsið svignar undan hliðarkröftunum sem myndast þegar hjólin spyrna saman >> pinjóninn gengur til hliðar FRÁ kambinum >> mjög óheppilegt átak, þar sem hjólin í raun hætta að passa saman(allavega á þann hátt sem þau hafa slípað sig saman). Einhvern tímann rakst ég á merkilega grein í Four Wheeler þar sem þessu var lýst, og jafnframt því að V6-Toy væri með eina auka styrktar-ribbu á afturdrifhúsinu, sel það ekki dýrar en ég keypti það…(allir út að gá….!!)
Allavega, það er mikilvægt að MUNA AÐ SKIPTA UM OLÍU EFTIR 500 – 700 km.Tannhjólakveðja
Grímur, R-3167
07.12.2003 at 18:35 #482196Jájá, það er fínt þegar allt gengur vel og einmitt ekki síðra að láta vita af góðum viðskiptum en slæmum
Varðandi glóðarkerti og Bílanaust….hmmmm….þeir afgreiddu mig nú einusinni vitlaust með glóðarkerti, ég var of grænn til að átta mig á því fyrr en þau voru komin í og ég reyndi að starta. Eins og flestir vita fer TOY-2.4D ALLS EKKI í gang án glóðarkerta sem virka. Þessi kerti sem ég fékk voru sk. 7V kerti og sprengdu öryggið hjá mér. (Eiga víst að vera 11V í þessum mótor.)
Allavega…kertin rifin úr án þess að mótorinn færi í gang, en á þeim var smá sót eftir allt startið.Daginn eftir fór ég niður í Bílanaust með nótuna og var rekinn til baka með nýju-fínu-en-ekki-passandi kertin mín og þurfti að kaupa annað sett….sem ég gerði í umboðinu, minnir mig allavega.
Ég er enn ekki almennilega búinn að fyrirgefa þeim þetta og fannst vera argasta óréttlæti.Í annan tíma hef ég líka gert ágætis viðskipti hjá Bílanaust, en samt…ég verð alltaf fúll þegar minnst er á glóðarkerti.
Já, og aftur að efni þráðarins, ég hef oft verið að hugsa um hvort ekki sé gáfulegt að stofna þráð þar sem aðeins eru sett inn komment um góð tilboð, góð kaup eða annað sem hentar buddunni hjá okkur jeppamönnum…?
kveðja
Grímur R-3167
01.12.2003 at 14:58 #472310Endilega settu relay fyrir dæluna, stýrt af pressostatinu, þá er líka ekki neitt mál að hafa stýristrauminn dreginn af svissstraumi eða einhverju svoleiðis, til að fyrirbyggja að dælan fari í gang í tíma og ótíma. (Ekki gott að taka kraftstraum úr svissinum, hins vegar gott mál með stýristraum).
kveðja
Grímur R-3167
11.11.2003 at 11:14 #478644Jæja, maður getur nú ekki látið 100+ pósta þráð framhjá sér fara…
Eins og Skúli hefur bent á þá er Rover með MJÖG lága gírun original, ég keyrði á sínum tíma bíl sem pabbi átti sem var 1985 árgerð af Defender County 90. Þessi bíll hafði það varla yfir 110 í 5. gír, slíkur var snúningshraði mótorsins orðinn, en 1. gírinn var meira notaður af vana og skyldurækni heldur en nauðsyn. Þessi bíll var mest á 16" felgum með frekar háum og mjóum dekkjum, en fór svo á 31" seinna (á 15") sem voru ekki teljandi hærri dekk.
Mín trú er sú að sá bíll hefði verið með nokkuð passlega gírun á 36 – 38" dekkjum (en alveg ókeyrandi af því hvað hann er stuttur)
Varðandi upphaflegt efni þráðarins þá langar mig að koma því að að þó að (fram)hásingabílar hafi virkað mjög vel í gegn um tíðina þá er ástæða fyrir því að bílaframleiðendur (og þeir sem smíða keppnisbíla í shinum aðskiljanlegustu akstursíþróttum) hafa haft tilhneigingu til að hengja drifbúnaðinn við burðarvirki bílsins,
það er nefninlega til að minnka ófjaðrandi þyngd.
Svo tók Ford eitt hliðarspor og fór hálfa leið með umtalaðri (geð)klofahásingu. Ég hef hins vegar aldrei fengið fullkomlega gilda skýringu á því af hverju þessi hásing er svona slæm…hvað klikkaði?með von um áframhaldandi líflegan þráð
Grímur R-3167
11.11.2003 at 10:27 #480196Smá bakþankar…örugglega ekki Rover….frekar TOY-eitthvað….
Grímur R-3167
11.11.2003 at 10:22 #480194Mér sýnist þetta alveg geta verið Rover…
Grímur R-3167
11.11.2003 at 10:19 #479794Samkvæmt minni reyslu, sem er kannski ekki mikil en einhver þó, þá eru legur ekki veiki pukturinn í hilux klafabíl. Einhvern veginn minnir mig að nástútarnir séu nánast eins hvort sem um klafa eða heila hásingu er að ræða, aðeins ,,offsetið" á nafinu er mismunandi.
Ég er sjálfur á XtraCab með klafa og gúmmífóðringar+stýrisgangur hefur verið mun meira í höndunum á manni heldur en legur.
Eina framhásingin sem ég veit til að hefur verið sérlega leiðinleg varðandi legur er DANA 44 framhásing í Scout, en þar er óeðlilega stutt á milli leganna. Þetta var oftast lagað með kynblöndum við Bronco framhásingu minnir mig…..
..og felgubreidd…jamm frekar viðkvæmt….en 12-13" fyrir 36" er nú frekar knappt…..eitthvað sem kaninn myndi kannski gera….við erum vonandi vaxnir upp úr svoleiðis barnaskap….er það ekki?kveðja
Grímur R-3167
29.10.2003 at 22:20 #478400Hahahahaha……þetta er alveg frábært!!
Hverjum hefði dottið í hug að hægt væri að bera saman bylgjufræði í jarðskorpunni og loftpúða?Jájá, það er alveg rétt Einar, að loftpúðinn breytir ekki hreyfiorku bílsins í varma á næstum sama hátt og demparar, það sem ég átti frekar við að ef kraftkúrfa loftpúðans er mæld statískt, eins og auðveldast er að gera, þá kemur töluvert önnur niðurstaða heldur en ef púðanum er skellt saman snöggt.
Heildarniðurstaðan er sennilega sú að demparinn þarf að vera þeim mun stífari á sundurslaginu sem loftpúðinn gengur styttra saman við ,,mikið" högg heldur en gormur…….eða hvað? (þetta er að þróast út í verulega skemmtilegar pælingar, kannski finnum við einhverja samsvörun í líffræðinni næst….)
kveðja
Grímur Jónsson, R-3167
29.10.2003 at 11:01 #478392Ég er ekki alveg sammála Einari með jafngildi gorma og lotpúða, loftpúðar eru nefninlega þeim merka eiginleika væddir að því HRAÐAR sem þeim er ýtt saman, þeim mun MEIRA GAGNTAK gefa þeir. Þetta er vegna þess að í augnablik hitnar loftið inni í púðanum og myndar meiri mótþrýsting heldur en ef púðanum er ýtt ,,hægt" saman og loftið nær að kólna jafnóðum.
Þar af leiðandi vinnur loftpúði að hluta eins og dempari með dempun á samslaginu, sem gerir slíka dempara jafnframt óþarfa(ri) fyrir loftpúðavædda bíla.Kveðja
Grímur Jónsson, R-3167
27.10.2003 at 09:24 #479132Ég myndi nú frekar gera ráð fyrir að stífir gormar slöppuðust með tímanum….það er samt kannski einhver meinloka í mér….veit þetta einhver fyrir víst? Ég hef ekki rekist á neina reglu með þetta, þ.e. hvort mýkri/stífari/sverari/þéttar vafðari/öðruvísi á litinn(nei andskotinn hafi það) gormar slakni fyrr með tímanum en aðrir.
Ég er bara að hugsa þetta svona almennt, ekki bara í Patrol (já, og bara svona fyrirfram….ekki sandkassaleik á þráð sem byrjar svona vel
)
kveðja
Grímur R-3167
01.10.2003 at 02:10 #477164Er ekki bara málið að nota það sem við höfum, þ.e. spjallþræðina…..stofna t.d. þráð fyrir hvern skála undir efnisflokknum Skálar eða eitthvað þessháttar. Þar gætu þeir sem bóka skála, eða sá sem tekur við pöntunum, sett inn pantanirnar. T.d. hversu margir, hvaða dag, og fyrir hvern er bókað.
Svona "opinberar" upplýsingar um hverjir eru á ferðinni í skálunum getur bæði verið öryggisatriði (gott að vita hvort einhverjir eru á ferðinni á sömu slóðum og maður sjálfur) sem og pressa á menn um að ganga vel um(ekki að þess þurfi endilega, eða er það nokkuð?).
….bara svona kreisí hugmynd….Grímur R-3167
05.06.2003 at 13:22 #474040Ég þekki aðeins til tveggja bíla með 6,5 turbo vélar, 1 stk. Patrol og 1 stk. suburban (grind úr ’84 minnir mig með nýlegu boddýi), þessir bílar svínvirka og ekkert að aflinu að finna.
Fullyrðingar Patrolman um aflleysi þessara véla eiga kannski við í einhverjum tilfellum þar sem vírinn í olígjöfina hefur ekki verið settur þannig að vélin fari í botn!!!!!……stundum hafa fundist heilu hrossastóðin með því einu að taka mottuna undan olíugjöfinni!!!!En svona grínlaust, þá hafa komið upp hitavandamál með original datsun kassann á 6,5 (rétt eins og með 2,8 vélinni og 2ja laga kassann, flestir láta smíða 3ja laga kassa)
Þetta er bara leyst með sérsmíðuðum kassa eins og við á.
toyotakveðja
GJ
16.05.2003 at 09:34 #192590Það hefur valdið mér miklum heilabrotum undanfarið þetta með „grindarlausa“ og grindarbíla. Ekki það að ég skilji ekki muninn, þ.e. að annars vegar sé yfirbygging fest á sjálfstætt burðarvirki, og hins vegar að yfirbyggingin sé smíðuð sterkari en annars til að sjá um burð farartækisins.
Það sem ég skil ekki eru ÓRÖKSTUDDAR fullyrðingar manna um að „grindarlausir“ bílar séu ómögulegir fjallabílar.
Ég man eftir grein fyrir mörgum árum um einna fyrsta Cherokee jeppann sem settur var á alvöru dekk, og síðan þá hafa margir fengið andlitslyftingu.Ég hef ekki heyrt um vandamál sem tengjast „grindarleysi“ þessara bíla, nema þá kannski að ef neðri stífuvasar að framan eru síkkaðir beint niður án viðeigandi styrkinga eiga þeir til að brjóta sig lausa eða valda sprungumyndun vegna óheppilegs vægisátaks,…..en er það ekki bara reynslu- eða kunnáttuleysi breytaranna frekar en ónothæfi bílanna að kenna…..???
Allavega…
Ég auglýsi hér með eftir gildum rökum fyrir því að rakka niður fullgilda jeppa hér á vefnum (til hamingju Björn Þorri með nýja bílinn, gaman að sjá eitthvað nýtt í jeppaflórunni).
Kveðja
Grímur JónssPs. Minn bíll er á „grind“
05.05.2003 at 20:33 #473032Ég vildi nú bara nefna að Suburban bensín EFI er með tölvustýringu.
EFI stendur nefninlega fyrir "Electrical Fuel Injection", sem útleggst á íslensku sem "tölvustýrð eldsneytis-innsprautun".
Ég veit þá ekki hver ávinningurinn er….kannski veit það einhver annar en ég….kveðja
Grímur
29.04.2003 at 19:10 #472730Samkvæmt því sem ég hef lært um bolta og hvernig þeir teygjast og losa upp á sér, þá held ég að það sé ekki sniðugt að setja mjög harða bolta í stað original boltanna.(Ég vil þó taka fram að ég hef ekki skoðað hvernig þessu er háttað undir Barbí)
Það hinsvegar þannig að oft eru boltar of stuttir. Já, of stuttir!!!
Ef boltinn er stuttur hefur hann lítinn möguleika á að gefa eftir (teygjast) við högg, sem veldur því að boltinn teygist of mikið (í %) og fer yfir flotmörk. Þá er boltinn ,,permanent“ lengri en hann var og losar upp á sér í framhaldi af því.
Ef sett er hörð skinna, hólkur (verður að vera mjög stabílt, jafnvel flangs með réttum götum) er virka tognunarlengd boltans meiri og hann heldur herslu við meira álag (högg).
Þetta á við alls staðar þar sem högg og titringur er til staðar og geta harðari boltar jafnvel verið til bölvunar í sumum tilfellum hvað þetta varðar.Ég vona að þetta hjálpi
Kveðja
Grímur Jónss
12.02.2003 at 14:16 #468246Ef höggið er bara þegar þú setur í bakk, gæti verið að aftasta festingin á drifinu sé eitthvað slöpp, kannski farinn púði eða eitthvað, ég lenti í að þessi festing brotnaði eitthvað og það orsakaði heilmikinn gauragang.
kv.
Grizz
12.02.2003 at 14:13 #468244Ég stillti inn hlutfall hjá mér að aftan fyrir nokkru, það er nokkuð vandaverk og borgar sig að fá einhvern sem kann vel til verka ef maður treystir sér ekki til þess sjálfur.
Einnig vil ég benda á að því fylgir oft ákveðin serimónía að "tilkeyra" hlutföllin, þ.e. fyrstu kílómetrana (nokkur hundruð), er kambur og pinjón að slípa sig saman og herðast. Svo þarf að skipta um olíu innan ákveðins tíma (ca 500km minnir mig). Leiðbeiningar um þetta er að finna með hlutföllunum ef grannt er skoðað.
Hvað stýrisganginn á þessum bílum varðar, þá borgar sig ekki að skrúfa bílinn upp á klöfunum eins og áður hefur komið fram, bíllinn verður grjóthastur og rásandi í stýrinu þrátt fyrir styrkingu á upphengju sem er samt nauðsynleg. Ástæðan er að stýrisendarnir á millibilsstönginni eru ekki í beinni línu og hún vindur upp á sig fram og til baka ef normalstaðan er of hátt.
kv.
Grizz
-
AuthorReplies