Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.04.2004 at 01:13 #502284
Eins og ég var að klunnast við að útskýra, þá er þetta notað í keppnisvélum til að geta haldið hárri þjöppu án þess að "detonera"
04.04.2004 at 01:13 #494967Eins og ég var að klunnast við að útskýra, þá er þetta notað í keppnisvélum til að geta haldið hárri þjöppu án þess að "detonera"
03.04.2004 at 21:10 #502275Ég vil taka það fram að ég er enginn ofsatrúarmaður á svona fyrirbæri og tækla viðfangsefnin frá fræðilegu sjónarhorni frekar en hitt.
Það var gaman að heyra að þetta hafi verið notað í flugvélum þegar blandan var orðin dauf í mikilli hæð til að minnka hitann, það hef ég ekki heyrt áður….
Vatnsinnspýtingar eru helst notaðar (á landi) í vélum með mjög háa þjöppu, til að minnka líkurnar á forsprengingum (detonation) sem eru eitur í bensínvélum. Varmarýmd vatnsins og fasaskiptavarmi eru það há að þau ná að koma í veg fyrir að bensín/loft blandan springi áður en neistinn kveikir í henni.
Ég hef lesið að metanól sé notað 50/50 til að frostverja, en ekki própanól, en svo langt sem mín efnafræðiþekking nær skipti það ekki miklu máli þar sem própanól og metanól eru nauðalík efni.
Semsagt: Vatnsinnspýting virkar, en bara til að leysa hitavandamál!
kveðja
Grímur R-3167
03.04.2004 at 21:10 #494960Ég vil taka það fram að ég er enginn ofsatrúarmaður á svona fyrirbæri og tækla viðfangsefnin frá fræðilegu sjónarhorni frekar en hitt.
Það var gaman að heyra að þetta hafi verið notað í flugvélum þegar blandan var orðin dauf í mikilli hæð til að minnka hitann, það hef ég ekki heyrt áður….
Vatnsinnspýtingar eru helst notaðar (á landi) í vélum með mjög háa þjöppu, til að minnka líkurnar á forsprengingum (detonation) sem eru eitur í bensínvélum. Varmarýmd vatnsins og fasaskiptavarmi eru það há að þau ná að koma í veg fyrir að bensín/loft blandan springi áður en neistinn kveikir í henni.
Ég hef lesið að metanól sé notað 50/50 til að frostverja, en ekki própanól, en svo langt sem mín efnafræðiþekking nær skipti það ekki miklu máli þar sem própanól og metanól eru nauðalík efni.
Semsagt: Vatnsinnspýting virkar, en bara til að leysa hitavandamál!
kveðja
Grímur R-3167
25.03.2004 at 23:47 #500811Félagi minn var með svona vél í 38" X-cab, beinskiptum, 1:4.88 hlutf.
Það var búið að fikta svolítið við vélina; aftengja pústhita í soggrein og annað mengunarvarnar-kaliforníu-dót, setja flækjur, heimasmíðaða Flowmaster-kúta og tvöfalt púst. Rellan hljómaði eins og 8-cyl. og skilaði fínu afli. Eyðsla í kring um 14 í byggð og tiltölulega hófleg á fjöllum.
Hitt man ég, að það þótti ekki gaman að smíða flækjurnar eða skipta um startara í þessum bíl, en það er annað mál.Vona að þetta gagnist…
Grímur R-3167
25.03.2004 at 23:47 #493525Félagi minn var með svona vél í 38" X-cab, beinskiptum, 1:4.88 hlutf.
Það var búið að fikta svolítið við vélina; aftengja pústhita í soggrein og annað mengunarvarnar-kaliforníu-dót, setja flækjur, heimasmíðaða Flowmaster-kúta og tvöfalt púst. Rellan hljómaði eins og 8-cyl. og skilaði fínu afli. Eyðsla í kring um 14 í byggð og tiltölulega hófleg á fjöllum.
Hitt man ég, að það þótti ekki gaman að smíða flækjurnar eða skipta um startara í þessum bíl, en það er annað mál.Vona að þetta gagnist…
Grímur R-3167
14.03.2004 at 14:09 #498381Takk Bjarni
Jæja, nú er ég búinn að kanna þetta betur og niðurstaðan er sú að köttátið er utanáliggjandi og að öllum líkindum bilað
Þá er bara að skella nýju í og sjá hvað gerist….kveðja
Grímur R-3167
14.03.2004 at 14:09 #491492Takk Bjarni
Jæja, nú er ég búinn að kanna þetta betur og niðurstaðan er sú að köttátið er utanáliggjandi og að öllum líkindum bilað
Þá er bara að skella nýju í og sjá hvað gerist….kveðja
Grímur R-3167
13.03.2004 at 21:26 #491488Takk Bjarni
Já, kannski…þetta lýsir sér svolítið þannig…en þetta breyttist ekki við að skipta um alternator og mér skilst að það sé innbyggt í hann…er það kannski ekki? Það eru 3 vírar á plöggi í alternatorinn og einn fyrir kraftinn…
kveðja
Grímur R-3167
13.03.2004 at 21:26 #498373Takk Bjarni
Já, kannski…þetta lýsir sér svolítið þannig…en þetta breyttist ekki við að skipta um alternator og mér skilst að það sé innbyggt í hann…er það kannski ekki? Það eru 3 vírar á plöggi í alternatorinn og einn fyrir kraftinn…
kveðja
Grímur R-3167
13.03.2004 at 20:42 #193978Jæja félagar, nú vantar mig smá hjálp….
Ég lenti í því í vikunni að það fóru skyndilega að loga þrjú ljós í mælaborðinu sem ekki eiga að loga.(Bíllinn er X-Cab diesel 2.4 ’90 módel.
Smurljósið, tímareimarljósið og hleðsluljósið loga semsagt áfram eftir að bíllinn fer í gang. Jafnframt hætti bíllinn að hlaða (held ég).
Ég skipti um alternator og bíllinn fór að hlaða, en ekki fóru ljósin. Mér finnst reyndar að hann hlaði of mikið og það er það sem ég hef mestar áhyggjur af, þ.e. að hann grilli geymana og nýja alternatorinn.
Ég er búinn að mæla öll öryggi sem mér dettur í hug að geti tengst þessu án árangurs…
Mér finnst þetta vera eins og eitthvert jarðsambandsleysi eða slíkt, en það er samt ekkert annað dottið út.
Þá er það spurningalistinn:
>>>Kannast einhver við svona bilun(og man orsök/úrræði)?
>>>Man einhver hvar jarðtengingar gætu leynst fyrir þessa grein rafkerfisins?
>>>Getur þetta verið relay eða einhver slíkur hlutur?….eða annað….
kveðja
Grímur R-3167
17.02.2004 at 13:19 #488864Ég sé ekki fyrir mér að tölvubúnaðurinn sjálfur sé neitt sérstaklega flókinn eða dýr, svoleiðis græjur er allar hægt að kaupa og forrita að vild. Hitt er annað mál með skynjara og að koma þeim fyrir , það er miklu meira og erfiðara, sérstaklega þannig að þetta gangi í sem flesta bíla án mikillar sérsmíði og hafa frágang þannig að draslið endist. Loftþrýsing í dekkjum er vel hægt að mæla EF úrhleypibúnaður er til staðar. Móttakarar á þráðlausum þrýstimælum eru sennilega ekki með tengi fyrir standard inngang á iðntölvu t.d.
Það kæmi ekki á óvart að skynjarar og stýrispólur sé mun dýrari partur heldur en tölvan sjálf.
Hins vegar þarf ekki að kosta mikið að tengja svonalagað inn á digital (on/off) merki sem fyrir eru í bílnum eins og smurþrýstinema(ljós), hitanema(ljós) og þess háttar.
Gaman væri ef einhver nennir að athuga hvað þrýstinemi fyrir 0-3 bar, 0-10V merki(kannski Danfoss) kostar….Já og svona fyrir turbodieselkallana þá hefur afgashiti verið nefndur, hvernig væri að græja boost-stýringu sem bætir við boostið ef afgashitinn er að fara úr böndunum, og grípur jafnvel á einhvern annan hátt inn í til að hlífa heddum og pústgreinum…?
nördakveðja
Grímur R-3167
17.02.2004 at 13:19 #494723Ég sé ekki fyrir mér að tölvubúnaðurinn sjálfur sé neitt sérstaklega flókinn eða dýr, svoleiðis græjur er allar hægt að kaupa og forrita að vild. Hitt er annað mál með skynjara og að koma þeim fyrir , það er miklu meira og erfiðara, sérstaklega þannig að þetta gangi í sem flesta bíla án mikillar sérsmíði og hafa frágang þannig að draslið endist. Loftþrýsing í dekkjum er vel hægt að mæla EF úrhleypibúnaður er til staðar. Móttakarar á þráðlausum þrýstimælum eru sennilega ekki með tengi fyrir standard inngang á iðntölvu t.d.
Það kæmi ekki á óvart að skynjarar og stýrispólur sé mun dýrari partur heldur en tölvan sjálf.
Hins vegar þarf ekki að kosta mikið að tengja svonalagað inn á digital (on/off) merki sem fyrir eru í bílnum eins og smurþrýstinema(ljós), hitanema(ljós) og þess háttar.
Gaman væri ef einhver nennir að athuga hvað þrýstinemi fyrir 0-3 bar, 0-10V merki(kannski Danfoss) kostar….Já og svona fyrir turbodieselkallana þá hefur afgashiti verið nefndur, hvernig væri að græja boost-stýringu sem bætir við boostið ef afgashitinn er að fara úr böndunum, og grípur jafnvel á einhvern annan hátt inn í til að hlífa heddum og pústgreinum…?
nördakveðja
Grímur R-3167
16.02.2004 at 20:36 #488854Það er margt vitlausara en að setja tölvu í bílinn, Reykjafell flytur t.d. inn ,,easy“ stýriliða sem hægt er að forrita til margra hluta, innbyggðir tímaliðar og klukka gefa kost á að drepa á vél við ákveðin skilyrði, þjófavörn af frumlegra taginu er hægt að setja inn í svona græju.
easy 800 – línan býður meira að segja upp á reikniaðgerðir og enn fleiri möguleika sem minna frekar á iðntölvu en stýriliða.Dæmi um virkni sem hægt er að forrita er t.d. að ekki sé hægt að setja í gang án þess að blikka ljósunum tvisvar og flauta ef búið er að vera dautt á bílnum í meira en hálftíma….
Var ekki einhvert tímarelay fyrir glóðarkertin í Patrol sem bilar oft og kostar hvítuna úr augunum ? Kannski gæti svona tæki komið þar í staðinn og gert enn fleira í leiðinni…?
Svona græja kostar innan við 20.000 og fæst fyrir 12V, 24V og 230V.
Ég væri alveg til í að koma að því að forrita svona kerfi ef einhver hefur áhuga á þessu, mín reynsla af þessum tölvum er sú að þær eru MJÖG traustar.
kveðja
Grímur R-3167
16.02.2004 at 20:36 #494703Það er margt vitlausara en að setja tölvu í bílinn, Reykjafell flytur t.d. inn ,,easy“ stýriliða sem hægt er að forrita til margra hluta, innbyggðir tímaliðar og klukka gefa kost á að drepa á vél við ákveðin skilyrði, þjófavörn af frumlegra taginu er hægt að setja inn í svona græju.
easy 800 – línan býður meira að segja upp á reikniaðgerðir og enn fleiri möguleika sem minna frekar á iðntölvu en stýriliða.Dæmi um virkni sem hægt er að forrita er t.d. að ekki sé hægt að setja í gang án þess að blikka ljósunum tvisvar og flauta ef búið er að vera dautt á bílnum í meira en hálftíma….
Var ekki einhvert tímarelay fyrir glóðarkertin í Patrol sem bilar oft og kostar hvítuna úr augunum ? Kannski gæti svona tæki komið þar í staðinn og gert enn fleira í leiðinni…?
Svona græja kostar innan við 20.000 og fæst fyrir 12V, 24V og 230V.
Ég væri alveg til í að koma að því að forrita svona kerfi ef einhver hefur áhuga á þessu, mín reynsla af þessum tölvum er sú að þær eru MJÖG traustar.
kveðja
Grímur R-3167
06.02.2004 at 22:05 #487768Sammála þessu með hliðarstífuna, manni hættir til að gleyma því að hreyfing(los/slit/…) í henni er alveg jafngild hreyfingu í togstöng, sem segir að ,,nokkurn veginn fræðilega´´ séð væri hægt að hafa gúmmí í togstönginni og stýrisenda á hliðarstífunni, en nokkrar ástæður eru fyrir að svo er í raun ekki gert.
Nettar, stífar fóðringar eru sennilega besta lausnin fyrir hliðarstífu, svona tvöfaldar með stálhring í milli eru fínar.
Ég hef alltaf svolitlar áhyggjur af stýrisendum í hliðarstífu þar sem ekkert gefur eftir. Rótendar eru til af mörgum og misgóðum gerðum, þar verður að vanda valið vel og huga að gæðakröfum framleiðanda varðandi styrk, endingu og frágang.
Kannski er best að fara bara á næstu skoðunarstöð og fá þá til að hrista vel á framhjólunum meðan skoðað er vel þegar svona kemur upp, ég held að það kosti ekki mikið, milli 1000 og 2000 kall kannski. Ef ekkert finnst við svoleiðis eru dekk/felgur líkleg orsök.
kveðja
Grímur R-3167
06.02.2004 at 22:05 #492541Sammála þessu með hliðarstífuna, manni hættir til að gleyma því að hreyfing(los/slit/…) í henni er alveg jafngild hreyfingu í togstöng, sem segir að ,,nokkurn veginn fræðilega´´ séð væri hægt að hafa gúmmí í togstönginni og stýrisenda á hliðarstífunni, en nokkrar ástæður eru fyrir að svo er í raun ekki gert.
Nettar, stífar fóðringar eru sennilega besta lausnin fyrir hliðarstífu, svona tvöfaldar með stálhring í milli eru fínar.
Ég hef alltaf svolitlar áhyggjur af stýrisendum í hliðarstífu þar sem ekkert gefur eftir. Rótendar eru til af mörgum og misgóðum gerðum, þar verður að vanda valið vel og huga að gæðakröfum framleiðanda varðandi styrk, endingu og frágang.
Kannski er best að fara bara á næstu skoðunarstöð og fá þá til að hrista vel á framhjólunum meðan skoðað er vel þegar svona kemur upp, ég held að það kosti ekki mikið, milli 1000 og 2000 kall kannski. Ef ekkert finnst við svoleiðis eru dekk/felgur líkleg orsök.
kveðja
Grímur R-3167
02.02.2004 at 01:14 #487206Já, þetta er alveg sjálfsagt mál, að láta vita af eftirlegukindum, finnst mér að minnsta kosti. Ég er nú reyndar alger sveitavargur og hef farið nokkra leiðangra að ná í kindur. (Reyndar voru mín fyrstu kynni af jeppamennsku á 36"+ svona leiðangur í Þjófadali)
Allavega, ef kindur finnast nálægt Kjalvegi, þá er oftast að finna auglýsingar í skálum með símanúmeri til að hringja í og láta vita (486-8921 / 486-8987).
Ég fagna því að félagsmenn finni til þessarar samfélagslegu skyldu og geri ráð fyrir að það styrki starfsemi klúbbsins í heild þegar félagsmenn láta gott af sér leiða á ferðalögum sem annars staðar.
kveðja
Grímur, R-3167
06.01.2004 at 17:52 #482974Ég verð að vera sammála Frey með áttuhnútinn, hann herðist ansi illa ef tekið er mikið á honum (fyrir þá sem ekki vita er áttuhnútur n.k. rembihnútur sem er snúið hálfhring meira áður en dregið er í gegn heldur en venjulega).
Einnig er mjög mikilvægt með áttuhnútinn að það liggi rétt í honum, þ.e. að kaðlarnir séu ekki mikið snúnir hver um annan í sjálfum hnútnum.
Helsti kostur áttuhnúts er að hann er 3ja punkta hnútur, semsagt, það má toga í báða lausu endana auk lykkjunnar. Í einhverjum tilfellum gæti það nýtst við að losa úr erfiðum festum…kannski…
Trixið við að losa áttuhnút er helst að ,,brjóta“ hann um miðjuna, það getur hins vegar verið MJÖG erfitt, sérstaklega ef kaðlarnir eru snúnir í hnútnum…
kveðja
Grímur R-3167
05.01.2004 at 16:03 #483350Öxlarnir mega bara vera á sínum stað…þú tekur bara driflokurnar og bremsudælurnar(losar helst ekki slöngurnar) af, skrúfar rærnar af nástútnun og þá á draslið að koma framaf. Ég man hins vegar ekki hvort diskarnir eru festir við nafið með felguboltunum eða sér boltum, en það sérðu auðvitað strax og þetta er komið út á gólf.
Ég mæli eindregið með því að hafa slatta af tuskum og einnota hönskum við þetta bras (ekki tvist), bæði til að hlífa lúkunum fyrir feitinni (pjatt kannski segja sumir) og ekki síður til þess að maður sé ekki að bera sand og drullu í legurnar.
Alveg ótrúleg bylting, verð ég að segja, þegar ég fattaði að nota svona hanska, kassinn fæst á ca 500 kall í Rekstrarvörum (glærir ópúðraðir vilyl-hanskar, ekki nota latex, þeir detta strax í sundur í feiti og olíu), þvílíkur vinnusparnaður að þurfa ekki að skafa endalausa drullu af sér og ná jafnvel að svara í símann áður en hann hringir út….nóg um það.
En svona fyrir forvitni sakir, af hverju þarftu að skipta um felgubolta? Losnaði uppá eða var hert of mikið?
Svo er annað tengt þessu sem ég hef lengi velt fyrir mér, það er með smurningu á felguboltum. Af hverju stendur alls staðar að það MEGI EKKI smyrja felgubolta? Þetta hljómar svo voðalega órökrétt þar sem ósmurðir boltar rífa oft gengjur og herðast falskt….kann einhver skýringu á þessu eða er þetta kannski til að feiti/olía berist ekki í bremsur?
kveja
Grímur R-3167
-
AuthorReplies