Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.01.2005 at 16:57 #513838
Ég tel að það sem menn eru að flaska á hérna, sé að gleyma að gera ráð fyrir því að baninn er fasttengdur við felguna með HLIÐUM dekksins(við gerum ráð fyrir að dekkið sé fast á felgunni), þessvegna virkar felgan EKKI eins og sprockethjól á beltatæki þó að hleypt sé úr.
Ef felgan fer einn hring, þá fer baninn einn hring.
Baninn er nokkurnveginn jafn langur á úrhleyptu og harðpumpuðu(munar örlítilli tognun, kannski)
Ef baninn spólar ekki á yfirborði jarðar(þurru, sléttu) fer farartækið alveg jafn hratt yfir á úrhleyptu og harðpumpuðu m.v. sama gír og snúningshraða. PUNKTUR.
kveðja
Grímur, B.Sc.Iðnaðartæknifræði.
12.01.2005 at 18:43 #509668Ég held nú að staðsetning samsláttarpúða fari almennt eftir því (a): hvar þeir komast fyrir og (b): Hvar demparar eru staðsettir og (c): HVernig dekk og innri bretti/kantar passa saman. Samsláttarpúðar eiga nefninlega undir öllum kringumstæðum að koma í veg fyrir að demparar (án innbyggðs púða) slái saman. Ef demparar eru utarlega, þá þurfa samsláttarpúðarnir að vera það líka, ef ekki, þá mega þeir vera nánast hvar sem er svo lengi sem þeir hlífa innri brettum og köntum fyrir dekkjahnoði.
Þverstífa að framan á réttilega að vera sem mest samsíða togstöng og svipað löng. Þar sem hlutverk hennar er bæði að halda hásingunni undir miðjum bíl (hægri/vinstri) og EKKI SÍÐUR að vinna sem mótvægi gagnvart togstönginni, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hafa hana fyrir framan togstöngina. Það er oft plásshallæri fyrir aftan millibilsstöng og togstöng sem endar með því að það þarf að hafa þverstífuna hlykkjótta (útaf drifkúlunni) sem dregur úr styrk hennar og stífni. Það getur valdið "jeppaveiki" í verstu tilfellum.
Allavega, FLOTT FRAMTAK !! Gaman að sjá að það eru enn eiinhverjir sem þora að BREYTA jeppum, ekki bara skrúfa túttur undir blikkdollur
kv
Grímur
04.01.2005 at 15:11 #512396Ég gruna einna helst spíssana, þó að ég sé alls ekki sérfróður um þau mál, þá skilst mér að spíssar/dísur séu oft sökudólgar í svona tilfellum.
Til samanburðar má nefna að minn hilux (X-Cab á 38"), 2.4 án túrbínu, vanalega staðinn í rauða-botni til að koma fjósinu áframer að eyða ca 13 lítrum á hundraðið í blönduðum þjóðvega/borgarakstri.
Ég gerði hins vegar það sama til að minnka mökkinn sem fyrri eigandi virtist hafa svo gaman að, s.s. skrúfaði aðeins niður í olíuverkinu. "Aflið" jókst lítillega, eyðslan minnkaði og mökkurinn líka.kv
GrímurSKRIÐGÍR ?????, -afhverju ferðu ekki bara seinna af stað??
21.12.2004 at 00:11 #511338Jú, það eru einmitt wöttin sem skipta máli:
Volt * Amper = Wött
Fartölvur taka inn mismunandi spennu í hleðslu og eyða trúlega mis miklu í notkun, það fer jafnvel eftir stillingum á skjá, örgjörva ofl. hvað þær taka.
EN, að halda því fram að vött skipti ekki máli er eins og að segja að hestöfl (kílówött) skipti ekki máli í jeppa heldur bara togið. En það er nú bara þannig að aflið er margfeldi togs og snúningshraða, eða þá straums og spennu. Án hins er annað gagnslaust.kv
Grizz
22.11.2004 at 09:10 #509048Takk fyrir þetta, Halldór, ég þykist vera búinn að finna bilun í hitaskynjaranum. Skv. manual sem ég komst í á að mælast spenna á ákv. sviði yfir hann kaldan (með tölvuna tengda og í gangi) og svo önnur ef hann er heitur. Þetta er náttúrulega háð viðnáminu, sem er beinni og betri mæliaðferð (gott að fá þessi gildi
)
Ég fékk allavega enga spennu yfir hann kaldan, og ekki nema 0,7 volt yfir hann heitan. Ég held að það þýði að neminn sé að skila sem svarar of lágu hitastigi. ECU sýnir bilun ef ég tek hann úr sambandi þannig að hann er tengdur og ECU-ið virðist þar af leiðandi líka í lagi.Flott að fá líka þetta test fyrir Oxy-sensorinn, það var einmitt það sem mig vantaði, ECU-ið gefur víst ekki villu á Oxy-sensorinn ef hitaskynjarinn sýnir vélina kalda.
kv
GrímurPs. Hvernig væri að hætta að fara út fyrir efni þráðarins með tuði um að þessir bílar geri ekki annað en eyða 25L pr. hundraðið….það hljóta bara að vera bilaðir bílar, eins og þessi!!! (Góð röksemdafærsla samt Einar, fínt innlegg….)
21.11.2004 at 15:40 #509034Jæja, nú er ég búinn að lesa af ECU-inu (tengja þessa víra í Diagnosis-tenginu og horfa á Check Engine ljósið flassa svolítið. Niðurstaðan úr því er að tölvan sér ekki neina bilun. Það þýðir væntanlega að allir skynjarar eru tengdir og gera eitthvað, en einhver þeirra vinnur ekki eðlilega.
Ég er þegar búinn að athuga þetta með kælivatnið (smekkfullur kassi og innan marka í forðabúri) og pústið (myndar fullan þrýsting ef maður heldur fyrir púströrið í hægagangi).
Þá er bara að fara að ganga kerfisbundið á nemana með fjölmæli(AVO) og sjá hvort maður finnur ekki einhvern sluksa….
ég set hérna inn hvað kemur út úr því, mig grunar sterklega að það séu fleiri að sjá full mikla eyðslu á þessum bílum sem gæti verið vegna hálf-bilaðra nema.
Súrefnisskynjarinn og hitaskynjarinn eru allra líklegastir, súrefnisskynjarinn er það eina sem gefur beina svörun á bensín/loft-blöndunni þannig að ef hann er bilaður(sýnir rangt gildi) þá þarf ECU-ið ekki að vita neitt af því. Mig grunar líka að ef hitamælirinn sýnir alltaf kalt, þá sé litið framhjá því sem súrefnisskynjarinn er að gefa, þ.e. nokkurs konar "override" þegar bíllinn er kaldur.
Jæja, hætta að bulla og út að mæla
kv
Grímur
19.11.2004 at 13:58 #509024Takk fyrir góð svör
Þessi rella heitir víst 3VZ-E skv. linknum frá Haffa…
Ég fer strax og athuga með kælivatnið, eru einhverjir tappar sem þarf að aflofta í vatnsgangi, líkt og á Patrol og Legacy?
Eyðslumælingin var nú ekki hávísindaleg, en hann var keyrður þessa kílómetra (ekki hægagangur) og eyddi semsagt rúmum 53 lítrum á 150 km. 31" dekk. Beinskiptur. Engar óþarfa inngjafir eða slíkt.
Mér finnst að hann ætti að fara með ca 13-16 lítra við þessi skilyrði….
Og svo aðeins með mælaborðsljósin…ef ég svissa alveg á (að Start), þá kviknar aðeins eitt ljós sem er líkt og útlínur á mótor. Er það smurljósið? Eða er venjulega smurljósið mitt með bilaðri peru? Hvað með Check Engine ljósið, stendur CHECK ENGINE eða er tákn fyrir það?
Ef einhver á link í Favorites á siðu með bilanagreiningar-rútínu fyrir amatöra fyrir tölvur í svona bíl, þá væri gaman að fá hann hér fyrir neðan
kv
GrímurPs: Frekar ýti ég Toyotunni en að aka á Patrol
18.11.2004 at 22:58 #194877Ég var að kaupa 4runner ’90, svona sem fjölskyldubíl.
Hann er með V6 3.0 lítra vélinni eins og þeir flestir (heitir hún ekki 22R eða eitthvað ámóta?)
Vandamálið er að hann eyðir eins og 38″ bíll í snjó, þó að hann sé á 31″ dekkjum og dólað eftir reykjanesbrautinni og innanbæjar í Reykjavík…. 35,3l/100km finnst mér nú aðeins of….
Allavega, vélin var víst tekin upp fyrir ekki svo löngu og það passar alveg, olían er fín og hreyfist ekki. Fínn gangur og vinnslan alveg sæmileg, hægagangurinn er samt full hraður, 12-1300 sn/mín. Það er líka dálítið skringileg lykt af pústinu, en samt ekki algjör bensínstækja.
Kannast einhver við svona einkenni á þessum bílum? Er þetta kannski hitaskynjari? Eða súrefnisskynjarinn? Er sameiginlegur hitaskynjari fyrir innspýtinguna og mælinn inni bíl?
Allar ábendingar vel þegnar nema tilmæli um að kaupa Datsunkv
Grímur
17.11.2004 at 10:51 #508724Um bolta og felgur….
Ef felguboltar eru að losna liggur það oft í felgunum, stálfelgur eru vanalega með þind, þ.e. felgan liggur ekki alveg upp að nafinu í kring um boltagötin. Þetta er gert til að það myndist fjaðurspenna í felgunni við herslu á boltunum.
Ef þetta er ekki til staðar (t.d. búið að plana miðjuna eða skemma miðjuna á annan hátt, t.d. við los) þá þarf spennan að vera í boltanum. Þar sem felguboltar eru alltaf úr mjög hörðu efni og frekar stuttir í ofanálag, þá hefur sú fjaðurspenna mjög litla slaglengd, sem þýðir að það er ekki gott að treysta á það.
Álfelgur hafa ekki svona þindareiginleika að neinu marki, sem endurspeglast í því að það losnar gjarna upp á þeim. Á móti kemur að miðjan í þeim er þykkari, sem gerir virku fjaðurlengd boltans meiri þannig að það á að duga til að koma í veg fyrir los.
Ég tel að sverari boltar séu ekki endilega til góðs, þeir teygjast minna en mjórri boltarnir >> fjaðra minna >> losnar frekar undan þeim.
Gamlir boltar geta hins vegar, eins og réttilega hefur verið bent á, verið orðnir þreyttir (bókstaflega, málmþreyta!) og því verið ástæða til að skipta þeim út fyrir nýja af sömu gerð.
kv
Grímur
14.11.2004 at 03:04 #508562…þetta með maskínuna, já, það er held ég bara sniðugast að finna maskínu úr IFS bíl eða sambærilegu ef verið er að breyta flatjárnabíl, mér dettur jafnvel í hug Rover maskína…gæti alveg virkað, og jafnvel festingin fyrir þverstífuna með, það er eins og mig minni að sú festing sé einhvernveginn boltuð við maskínuna, en það þarf að styrkja hana líka yfir til vinstri með stífu fyrir alviöru dekk…
Já, og þetta með efristífuna-langs…það er ekki ólíklegt að hún þurfi að vera frekar hlykkjótt til að ná sem mestri fjarlægð frá hinum stífunum (stífan hans Freysa er víst nokkuð flott :-)).
Hins vegar er ekkert lögmál að hún þurfi að vera jafn löng og hinar, það er hægt t.d. að hafa hana aðeins styttri, en mig grunar að það þurfi samt að skoða afstöðu og lengd hennar gaumgæfilega svo að spindilhalli, horn á hjöruliðskrossi og slaglengd dragliðs fari ekki í einhveja vitleysu þegar draslið er farið að gera eins og það á að gera; FLEXA-EINS-OG-ÉGVEITEKKIHVAÐ
kv
Grímur drulluskítmixari
14.11.2004 at 01:33 #508556Þó að ég hefði ómælda ánægju af að rugla við þig í símann Atli, þá held ég að það sé rétt að deila nytsamlegri þekkingu með öðrum, eins og réttilega hefur verið bent á, þetta er nefninlega nokkuð sem þónokkuð margir hafa gert og enn fleiri eiga vonandi eftir að gera.
Efniviðurinn sem ég hef er ekki alveg sá sami og þú notaðir, ér hef framhásingu úr fjaðrahilux, ca 85 módelið.
Ég hef hugsað mér að setja 3-link, þ.e. ÞRJÁR langsumstífur og þessa venjulegu þverstífu með togstönginni. (Freysi í AT græjaði svona system einhverntímann og lætur vel af vegna þess hversu þetta þvingast lítið)
Þverstífan er bara það sem vefst mest fyrir mér, einnig hvort það er rétt að setja togstöngina inn á millibilsstöngina eins og oft er gert, eða setja stýrisarm (líkt og Atli er með), er togstöngin ekki nálægt því að rekast í grindina í fullu samslagi hægra megin vs. fullu sundurslagi vinstra megin (skilst þetta?, allavega, hægra framhjól uppi á hárri þúfu)?Færðir þú hásinguna framar Atli?
Er kannski hægt að fá svona stýrisarm sem original bolt-on hlut fyrir Hilux hásingu? Passar kannski að nota vinstri arminn af hásingu eins og ég er með, skella honum bara að ofan og snúa honum við?
Jæja, nóg í bili, endilega tjáið ykkur nú þið sem hafið reynsluna
kv
Grímur drullumixari og skítabrasari
13.11.2004 at 22:06 #508552jújú, og Tilli í Tungu þarna hinumegin
múhohahaha!!!!!!!!!
kv
Grímur litli í Kotinu
12.11.2004 at 02:49 #194829Loksins er ég alveg búinn að missa þolinmæðina varðandi klafana á XtraCabinum mínum, og er búinn að útvega mér hásingu.
Þá er bara að leita ráða sér reyndari manna við að koma rörinu undir…nokkrar spurningar:
Ég vil færa framhjólin ca 5cm framar til að fá gott pláss aftan við dekk og færa þyngdarpunktinn örlítið nær afturhásingunni(er full léttur að aftan).
Ég ætla líka að hafa bílinn eins lágan og ég get að framan, svipað og hann er í dag, þ.e. lítið hærri á fjöðrun en hann er original. (kæti kostað smá grindarbreytingar-æfingar, en það er ekkert stórmál)
Hvernig hafa menn leyst þverstífuvandamálið? Kemst hún á milli hásingar og togstangar án þess að færa maskínuna?
Ef svo: Er þetta rosalega tæpt og kannski að rekast stundum saman?
Ef ekki, hvernig hefur maskínan verið færð? Beint fram? Eða snúið um efsta boltann? …Eða kannski aftari neðri boltann?Er vit í að hafa þverstífuna framan við stýrismaskínuna vinstra megin og smíða vasa fyrir hana fram á milli togstangar og millibilsstangar hægra megin?
Það væri gaman að fá einhver komment á þetta, ekki myndi skaða að fá linka á myndir af svona breytingum…
kv
Grímur
11.11.2004 at 00:06 #508508Ég man eftir einum svona 6×6 hjá verktakanum sem sá um að hreinsa eftir Víkartindsstrandið. Sá bíll var á 36" dekkum minnir mig. Það er sennilega meiriháttar mál að lengja milli hásinga á þessum farartækjum (varla hægt að kalla þetta bíla) þar sem drifrásin er innbyggð í rör eftir endilöngu sem jafnframt er burðarvirkið. Líkt og Unimog, bara gengið enn lengra. Hvert hjól er á sjálfstæðum lið þvert út frá burðarvirkinu, ekki ósvipað og skódarnir voru í gamladaga.
Ég sat í þessu apparati eitthvað á milli staða þarna á sandinum og fannst ekki mikið til koma, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Mig grunar að afl/þyngdar- hlutfallið sé frekar óhagstætt, fyrir okkar flestra smekk allavega….Hitt er annað mál að ég er mjög fylgjandi fjölbreytileika í jeppaflórunni hjá okkur og ætla ekki að letja neinn til að fá sér svona bíl ef honum er á annað borð alvara með það
kv
Grímur
02.11.2004 at 13:11 #507478Ég er að velta fuyrir mér hvernig kæmi út að setja unimog útfærsluna undir jeppa, jafnvel að framan.
Fyrir þá sem ekki vita þá er það kerfi bara með 2 festipunkta per hásingu og algerlega þvingunarlaust, það væri næstum hægt að snúa hásingunni við án þess að það myndaðist þvingun. Ein þverstífa (hefðbundin) sér um hliðarhreyfinguna og fram/aftur hreyfingin er tekin með einum punkti ca fyrir aftan (framan) miðja hásingu, í nokkurri fjarlægð (70 – 100 cm). Restin er bara soðið/ boltað.
Veit einhver til þess að þetta hafi verið smíðað umdir bíl?
kv
Grímur
19.07.2004 at 13:03 #504872Það sem er verið að þræta um hér er aðallega spurningin um hvort þvingun verður í drifrásinni eða ekki annars vegar og hvort mismunadrifið smyr sig nægilega á langkeyrslu ef dekkin eru misstór.
Málið er einfalt.
Ef það verður þvingun, t.d. eins og ef eitt 28" er sett með 38" gangi undir Hilux, allar lokur á og 4WD, þá grillast allt klabbið.
Ef það er ekki innri þvingun, t.d á ólæstum sídrifsbíl (quadra-trac, ekki endilega drasl, bara sídrif…:) ) þá ætti dótið að þola a.m.k. ef tekið er vægt á. Ég væri hræddastur við mjög langa kafla þar sem ekkert er fríhjólað lengi og ekið hratt, t.d. á jafnsléttu/upp brekkur í mótvindi. Þá fær olían lítið færi á að endurnýja sig í mismunadrifinu….kv
Grímur
28.05.2004 at 18:29 #503055Ég hef trú á að cylinderinn nái ekki almennilega að tæma sig fyrr en sogventillinn opnar, og þá blási hann á móti inn í soggrein. Þetta er nú sennilega ekki heppilegt til lengdar, ég myndi líta við hjá Þ.Jónsson eða sambærilegu verkstæði og fá ráðleggingar um úrbætur….
kveðja
Grímur
15.05.2004 at 02:54 #502219Ég hef verið að velta því fyrir mér að það gæti verið sniðugt að setja loftpúða á miðja afturhásinguna með venjulegri gormafjöðrun, þá bara til að auka burð í ferðum og um leið auka eiginleika fjöðrunarinnar til að misfjaðra þar sem burðurinn færist meira á miðja hásinguna, þessi hugmynd er ca 35 ára gömul úr Range Rover þar sem hleðslujöfnunartjakkur er settur inn á A-stífuna….virkaði bara ansi vel…..
Bónusinn er sá að bíllinn er ekki farlama þó að púðinn klikki!kv
Grímur R-3167
18.04.2004 at 01:26 #499182Vá! Ég er nú ekki vanur að kippa mér upp við misgáfulegar fullyrðingar, en þetta er nú ALVEG frábært!!!!
Þetta með massatregðuna þekkja nú flestir, en að setja það í svona samhengi….ég held bara að maðurinn hafi aldrei sest upp í breyttan bíl…
…þyngra að stýra á meiri ferð, þetta er spes fídus í dýrari sportbílum, mér finnst hiluxinn bara alveg nógu kvikur á 38" á 90 km/klst, hvað með ykkur hina? Þarf maður að taka vinkilbeygju á þeim hraða?
Persónulega hef ég aldrei verið plagaður af skrikun á mínum bílum, allavega ekki jeppunum.Smá pæling fyrir Leó stýrisgeómetríugúrú: Hvað með liðstýrðan jeppa? Myndi hann skrika?
Hvað með ykkur hina, myndi liðstýrður jeppi skrika, og er mikill munur á liðstýringu og venjulegri á bíl með 2,5 metra eða meira á milli hjóla(fram/aftur)?Helst hefur mér fundist Subaruarnir sem ég hef átt vera leiðinlega undirstýrðir (skrika að framan í beygju á möl/hálku frekar en að kasta afturendanum til), ég hef ekki orðið var við undirstýringu á jeppa, enda eru þeir yfirleitt með betra grip að framan en aftan, allavega ef búið er að láta balansstangirnar að framan þar sem þær eiga heima; í ruslafötuna(balansstangir minnka veggrip á möl/ósléttu/hálu).
Jæja, nóg í bili, en maður er kannski ekki beint stoltur af því að vera tæknifræðingur eftir að hafa lesið þetta þarna……
Grímur R-3167
13.04.2004 at 20:58 #498143Hér kemur svolítil saga sem ég hef alltaf ætlað að deila með ykkur:
Ég ætlaði einu sinni að vera þessi snilli….að sleppa upphengjunni.
Í einhverju æðiskasti var smíðað skaft, úr sveru vatnsröri og svetsað saman með miller gamla á smiðjugólfinu.
Þetta skaft virkaði vel, utan þess að óhjákvæmilega víbraði það heilmikið og sleit þ.a.l. pinjónslegum, millikassalegum og hjöruliðskrossum.
Því var ákveðið að smíða léttara og réttara skaft.
Efnislítið rör frá GA varð fyrir valinu, renndar stýringar og soðið með bestu tækni. Þetta skaft entist svona um það bil 2 km á léttri malbikskeyrslu á ca 90 km/klst. Ég kenndi samsetningu(splitti) á hjöruliðkrossi um þetta "slys".Annað skaft var smíðað, úr sama efni. Eins fór, en eftir 55 km samt (á ca 90).
Þá var farið í Stál og Stansa og verslað spes drifskaftaefni fyrir projektið.
Smíðað.
Ending: ca 5 km.
Hraði við brot: ca 90 km/klst.Nú var einn orðinn ansi pirraður, sótti gömlu (helv..) upphengjuna, gluðaði svolitlu sikaflexi í gúmmídrusluna til að taka mesta slagið úr, skrúfaði undir og herti fast. Svo var smíðaður skaftstubbur undir úr einhverjum bútum sem nóg var orðið af.
Þessi búnaður er enn undir bílnum og steinheldur kjafti.
Lærdómur:
a) Of langt og grannt skaft hefur það lága eigintíðni að snúningshraðinn (sem getur alveg farið í ca 4500 n/min) fellur saman við eigintíðnina >> brotið skaft.b) Sikaflex hentar bara ágætlega til að lengja líftíma upphengjugúmmíis, ef legan er í lagi.
c) Millikassaöxull þolir ekki að drifskaft brotni 3svar í röð aftaná honum.
d) Drifhlutfall þolir ekki að drifskaft brotni 3svar í röð framaná því.
e) Olíutankur minnkar þegar lamið er í hann oft með hálfu drifskafti.
f) Hjöruliðskrossarnir úr Fálkanum fyrir Hiluxa þola ótrúlegustu meðfarð.
g) EKKI HENDA UPPHENGJUNNI
h) EKKI HENDA UPPHENGJUNNI
Ég vona að einhverjir nái að sveigja framhjá þessari gryfju sem ég féll í……
kveðja
Grímur R-3167
-
AuthorReplies