Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.12.2005 at 21:50 #536428
Jón Óli í Tungufelli á ansi ruddalegan fólksjeppa, á einhver mynd af honum?
kv
Grímur
22.12.2005 at 21:38 #196909Hvernig er með Gjábakkaveg og/eða Kjöl? Einhver farið þessa vegi í dag? Ég þarf að skreppa á fjölskyldudrekanum (4runner á 31″) austur í Biskupstungur og svo á Siglufjörð, ætli Bláfellsháls+Kjölur sjálfur verði fær á morgun fyrir slíkan vagn…?
kv
Grímur R-3167
22.12.2005 at 17:12 #536414Ég var að vinna á verkstæðinu þar sem þessi ,,hilux", sem tilheyrði Skagafjarðardeild fyrir ekki svo löngu, var smíðaður.
Hann var (allavega upphaflega) með D44 framhásingu, 12bolta GM köggul og rör en Landcruiser öxla+ hilux framnöf + stúta að aftan. 4-link hringinn, 800kg loftpúðar, Hilux millikassi, TH700 skipting og ca 300Hp 350 LT1 vél. Upphaflega klafabíll, en grindin endursmíðuð frá byrjun klafa og framúr.
Kannski ekki sá allra flottasti, en ferlega skemmtilegt tæki
19.12.2005 at 02:58 #536362[img:25jc2940]http://skagafjordur.net/4×4/myndir/flk21/535.jpg[/img:25jc2940]
18.12.2005 at 00:41 #535810Ég var einu sinni þeirrar skoðunar að nálgast skyldi ,,virkjanahugleiðingar“ með rökum, fara eftir ferlum stjórnsýslunnar og skynsmi.
Það vill nefninlega þannig til að ásamt því að hafa áhuga á jeppum, þá finnst mér gaman að ferðast eftir straumvatni, hvort sem það er á gúmbáti, kajak, eða bara fljótandi í vesti.(kallið mig bara ruglaðan…það er bara í lagi). Þess vegna lét ég eftirfarandi mál mig varða:
Fyrir nokkrum árum átti að vaða í að virkja Héraðsvötn, hugmynd sem sett var fram fyrst á áttunda áratugnum og útfærð af Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen og átti að skila að mig minnir rúmlega 10 MW. Þessi framkvæmd var sett í umhverfismat. Gefinn var kostur á að gera athugasemdir við umhverfismatið áður en framkvæmdaleyfi væri veitt.
Ég lagði fram athugasemdir við framkvæmdina, fullkomlega rökstuddar, sem byggðu bæði á gögnum úr umhverfismatinu sjálfu og öðrum gögnum.
Í svarbréfi sem mér barst voru röksemdirnar samþykktar, án sérstakra fyrirvara, en engu síður litið svo á að framkvæmdin væri í lagi.
Dæmi um rök mín:
Líftími virkjunarinnar var áætlaður um 80 ár, þá yrði lónið orðið fullt af framburði(gögn úr umhverfismati). Ekki var getið sérstakra ráðstafana til að ganga frá virkjuninni eftir það, eða hverra það væri.
Rökstuðningur framkvæmdaraðila gegn þessu var að hægt væri að virkja ofar í vatnakerfinu til að taka setið frá þar(gögn frá framkvæmdaraðila). Engin samþykkt, áætlanir eða leyfi lágu fyrir um þær virkjanir. Er hægt að gera ráð fyrir ráðstöfunum sem ekki er búið að leyfa?.
Það sem fór fyrst í taugarnar á manni við þetta ferli var að í millitíðinni var greinilega haft samband við framkvæmdaraðilann svo að hann gæti skotið sínum athugasemdum, svörum og rökstuðningi, inn, án þess að þeir sem andmæltu framkvæmdinni fengju kost á hinu sama. (Þetta má greinilega lesa út úr gögnum sem mér bárust um málið)
Það sem kórónaði svo alltsaman var að Sturla Böðvarsson, þáverandi Iðnaðarráðherra, starfaði á VST á þeim tíma sem virkjunin var upphaflega hönnuð. Einnig sat hann í stjórn Héraðsvatna (framkvæmdaraðila) þar til framkvæmdin var sett í umhverfismat (vék úr stjórn þá, hefði kannski orðið skandall ef hann hefði sést báðum megin við borðið ???)
Lærdómur sem hægt er að draga af þessu?-Sveitarstjórnin í Skagafirði sem á endanum stöðvaði framkvæmdina er langt á undan sinni samtíð, en verður kannski ekki endalaust til staðar til að stöðva þetta.
-Það að gefa grænt ljós á virkjanir í byggð getur haft áhrif á ákvarðanir um virkjanir á hálendinu seinna, til að ,,redda“ hlutunum.
-tjah…ekki treysta á að stjórnsýslan taki rökréttar ákvarðanir.
Eftir að standa í þessu missti ég allt traust til stjórnvalda um það sem á að heita ,,umhverfisráðherra“ , ,,umhverfismat“ , ,,rök“ og ,,réttvísi“.
Við megum samt ekki hætta að fylgjast með, kvarta þegar við á, kæra, þrasa og bölva.
kv
Grímur
R-3167
16.11.2005 at 20:32 #532562Ég tek undir það með Austmann að það borgar sig ekki að fikta í þessum sensor ef maður er ekki alveg með á hreinu hvaða áhrif það hefur, þessi skynjari er sennilega áhrifamesta staka breytan í innspýtingunni. Ég er búinn að prófa það og ,,slapp með skrekkinn" þannig séð, en hins vegar fann maður náttúrulega út úr þessu fyrir vikið
Allavega, það er sniðugt að merkja saman tannkransinn við húsið að innanverðu áður en eitthvað er hreyft, það er þá alltaf hægt að færa draslið aftur í upprunalegt horf ef allt fer í rugl.
Ég hef líka verið að spá í að fikta elektrónískt í þessum sensor, þá getur maður breytt löguninni á eldsneytiskúrfunni. Fyrsta prófun væri að mæla sensorinn (viðnám) full-lokaðan og full-opinn. Velja síðan og tengja 2 stilliviðnám, annað hliðtengt við hann og hitt raðtengt. Þá getur maður breytt dótinu innan úr bíl.
Varðandi þennan ventil…tjah…ég held að ég kaupi bara bensín…ég er nokkurn veginn viss um að bíllinn keyrir á því hehehe…sennilega gerir þessi ventill ekkert annað en að rugla í innspýtingunni þannig að einhver (næstum því ímynduð) áhrif nást.
16.11.2005 at 17:42 #532552Ég er búinn að eiga svolítið við svona vél í heimilisbílnum (4runner á 31", 1:4.10 hlutföll).
Fyrst þegar ég fékk bílinn var hann í 25 – 35 lítrum.Það sem ég gerði:
Setti ný kerti; Það breytti heilmiklu.
Setti nýjan O2 sensor (fyrir framan hvarfakút), veit ekki hvort hinn var alveg ónýtur, en þeir geta farið að sýna vitleysu eftir langa notkun, sem er ekki gott.
Hreinsaði innan úr hvarfakútnum.
(Ath. að það verður að þétta pústið 100% fyrir framan kútinn svo að súrefni geti ekki lekið inn á pústkerfið undir neinum kringumstæðum.Setti nýjan hitasensor á kælivatnið, en komst svo að því að sá gamli var sennilega í lagi…breytti ekki neinu.
Stillti kveikjuna. 10° fyrir TDC er málið fyrir þennan bíl, hann var frekar seinn áður; breytti heilmiklu.
Setti nýja loftsíu, bara þessa venjulegu (auðvitað….)
Keypti undraefni hjá Toyota til að setja í bensínið sem á að hreinsa spíssana; er ekki frá því að það hafi verið til bóta.
Og svo AÐAL trixin sem virkilega gerðu eitthvað:
Reif ofan af milliheddinu til að komast að spíssunum, tók þá alla úr og hreinsaði allar þéttingar með þeim.
Fann 5 eða 6V spennubreyti og opnaði spíssana með því að hleypa aðeins á þá og sprauta spíssahreinsi í gegn með venjulegri einnota sprautu.
Bar lítillega af koppafeiti á þéttingarnar og setti saman aftur.(Betra hefði verið að setja nýjar, en þetta var skyndiákvörðun á sunnudegi…slapp til)
Greinilegt er að mótorinn var að draga falskt loft með spíssunum sem ruglar allt systemið. Þetta skilaði miklum árangri.Stillingar:
Airflow-sensorinn er n.k. trekkspjald milli lofthreinsara og throttle-body. Á honum er kíttað lok sem hægt er að taka upp með því að skera í kíttið með dúkahníf og plokka upp með skrúfjárni.
(Ég er bara þannig að ég VERÐ að vita hvernig hlutirnir virka…)
Þarna undir er potentiometer (stilliviðnám) sem trekkspjaldið hreyfir. Fjöðrina sem heldur trekkspjaldinu á móti loftstraumnum er hægt að stilla, þ.e. forspennuna á fjöðrinni. Nokkurs konar pöll. Ef spennan á fjöðrinni er aukin, þá heldur innspýtingin að minna loft sé að koma inn á vélina >> blandan verður veikari >> minni eyðsla. Þetta breytir blöndunni yfir allt vinnslusviðið.
Ath. VARÚÐ: Of dauf blanda veldur ofhitnun í brunahólfi sem skemmir stimpla og útblástursventla á endanum + bíllinn verður hundleiðinlegur í akstri, svo stillið þetta mjög lítið í einu, kannski 1 – 2 pöll í senn.
Ef spennan á fjöðrinni er minnkuð gerist akkúrat öfugt >> bíllinn sýkist af bensínfíkn.
Ástæðan sem ég tel að sé fyrir því að þessi stilling er þörf (þó svo að maður eigi víst ekki að fikta í þessu) er sú að með árunum + notkun, þá slaknar á þessari fjöður >> það þarf að herða aðeins á henni.OK, í dag er bíllinn að eyða á bilinu 13,5 – 16 á hundraðið eftir aksturslagi og aðstæðum í ,,venjulegum" akstri.
kv
Grímur R-3167
14.10.2005 at 19:49 #529244Gaman að fá svona sögur
Og þið, Datsun-eigendur:
Ef Pattarnir eru svona dásamlegir, drifgóðir og hraðskreiðastir, er þá ekki nauðsynlegt að hafa fiskikör til að fara framúr? Hmmmmm pælið í því!!!!!!!!!Allavega, ég ætla ekki að láta Datsun-trúboða fá mig til að skipta um blikkdollutegund, það er alveg víst
Datsun eru reyndar að mörgu leyti prýðisbílar, það er bara svo endalaust gaman að bauna á þá, markhópurinn er svo stór heheheÞað væri gaman að fá kannski eins og 3 – 4 myndir í albúmið með svona frásögnum…
kv
Grímur
12.07.2005 at 22:50 #196092Ansans….nú ætlaði ég að setja inn myndaseríu af breytingum en finn ekki út úr því hvernig ég set inn myndir. Ég er ekki með neinar myndir í albúmi og finn ekki leiðina inn í það….
kv
Grímur R-3167
12.07.2005 at 22:28 #524868Eins og til dæmis með olíugjaldið, Hvalfjarðargöng, síma, tölvuvæðingu……..
Þá tel ég ekki rétt að fordæma svona hugmyndir algerlega. Bestu rök gegn framkvæmdum á borð við heilsársveg um Kjöl fást að mínu mati við að líta jákvætt á framkvæmdina, skoða hana vandlega, reyna að leita betri leiða sem miða að sama marki og meta ókostina eins og hugmyndin komi til greina.
Ég ætla ekki að taka afstöðu til þessarar framkvæmdar eftir fárra daga umhugsun.
Ég vona að sem flestir félagsmenn geri einmitt hið sama, enda er Kjölur okkur flestum kær eins og hann er, en jafnframt samþykkja flestir framfarir í samgöngum um okkar ágæta land.
Við megum heldur ekki láta eins og okkur komi þetta ekki við, en ég er hræddur um að rök á borð við óskerta náttúru, hávaða, umferð, mengun og hagsmuni þeirra sem stunda vetrarferðir í snjó láti frekar lítils í þessu samhengi. Því miður.Málefnalegar umræður um þetta eru frá mínum bæjardyrum vel þegnar
Látið ljós ykkar skína!!
kv
Grímur R-3167
Verum í BANDI !!!!
12.05.2005 at 23:52 #522238Ég er ekki viss um að hilux-kassi sem er í lagi og með nýlegum legum sé eitthvað veikari en original kassar við 350-Chevy.
Hins vegar er ég sannfærður um að það er auðveldara að mixa hilux millikassa aftaná chevy-gírkassa (eða skiptingu), kúplingshús á toyota og Chevy passa nefninlega ekkert sérstaklega vel saman, plús það að það þarf að græja disk/öxul/fóðringu + milliplötu til að þetta virki.
Ég ber hins vegar fulla virðingu fyrir því ef einhvern LANGAR til að prófa þetta, þá er bara: GOFORIT !!!Hilux millikassinn er alveg þrælsterkur, þolir vel 300+ hestöfl í bensínvél ef það er ekki verið að misbjóða alvarlega, einusinni hef ég samt séð öxul framúr hilux-kassa klippast í sundur, en það var afleiðing 44" fíflaskapar á malbiki…
Good luck
Grímur R-3167
30.04.2005 at 01:43 #521464Ég held að það liggi alveg ljóst fyir að all margir hafi látið plata sig í þessu dæmi. Hingað til hefur ekki verið hagkvæmt að eiga og reka díselbíl á íslandi, nema hann sé stór og þungur, eða borga fastagjald.
Til að einfalda dæmið langar mig til að koma kílómetragjaldinu inn í umræðuna. Núna er það nálægt 6,91 kr/km, minnir mig. Sem gerir 691 kr/100 km.
Ef olíugjaldið er 45 kr/l þá þarf bíll að eyða um 691 / 45 = 15,35 lítrum pr. 100 km. til að vera á pari við núverandi kílómetragjald. AAAAAaaaaa bíðum aðeins. VSK:
45 * 1,245 = 56
691 / 56 = 12,33
Semsagt. Þeir bílar sem eyða MINNA en 12,33 l/100km koma til með að verða hagkvæmari við nýja kerfið en núverandi kerfi, sé miðað við kílómetragjald.
(Þá er kaupverð, vextir og viðhald ekki tekið með í reikninginn, mig skortir bara forsendur til að skoða það skipulega í þessu samhengi)
Ég hef nú trú á því að meirihluti íslenskra díselbíla sé yfir 12,33 l/100km mörkunum. Þar að auki hafa margir verið á fastagjaldi sem breytir dæminu líka.
Ég fæ því ekki annað séð en að um umtalsverða SKATTATGRÆÐGI sé að ræða, þar sem ekki er verið einungis að breyta formi skattlagningar, heldur frekar auka hana.
Réttlátara væri að stilla skattlagninguna þannig af að tekjur ríkissjóðs af einstökun markhópum væru sviipaðar og í dag, en gefa kost á hagræði af því að reka sparneytinn díselfólksbíl með komandi kerfi.kv
GrímurPs. Ég er einn af þeim sem hef skoðað þræði varðandi þetta málefni reglulega og af miklum áhuga, en hins vegar ekki haft miklu við að bæta. Dylgjur um áhugaleysi félagsmanna vísa ég alfarið á bug og bendi á töluna hérna neðst um hversu oft þráðurinn hefur verið skoðaður. Það er réttari mælikvarði á áhuga félagsmanna.
28.04.2005 at 08:23 #521810Ég veit ekki hvernig loftlæsingar þú hyggst setja í bílinn, en ARB læsingar þurfa nú engan ógnarþrýsting (máttu reyndar ekki við of miklu til að þéttingarnar færu ekki til ands#$%&*s á sínum tíma), ég sé ekki ástæðu til að hafa þær eitthvað sér.
Hins vegar er ekkert að því að hafa tvær dælur á kerfinu, svona til öryggis…..kv
Grímur
14.04.2005 at 12:04 #521142Ég hef nú skoðað svona mæli lauslega, er ekki alveg viss hvort þetta er ryðfrítt (þ.e. hlífin yfir thermókúplinum), en ef segull tekur alls ekkert í endann, þá er þetta næsta örugglega ryðfrítt.
Ath. líka að það þarf M8x1.0 snitttappa en ekki venjulegan M8x1.25 til að setja þessa mæla í….Flottir mælar!
06.04.2005 at 22:45 #520178Eins og Atli kom inn á hérna að ofan, þá er slit og þreyta algeng ástæða fyrir því að klafar eru teknir undan Hiluxum.
Hvað styrkinn varðar, þá er frekar algengt að grindin kikni innávið rétt fyrir aftan aftari festinguna á neðri klafanum ef mikið högg kemur beint framan á dekk. Til að fyrirbyggja það hafa menn gjarna sett styrkingu á milli þessara klafafestinga til að fá styrk úr hinni hlið grindarinnar og taka út vægi sem myndast við svona högg, Jamil partasali sagði mér aftur á móti að það gæti í vissum tilfellum valdið ennþá meiri skaða, þar sem grindin bognaði bara beggja vegna í staðinn!!!
Allavega, XTra-cabinn minn var með svona bogna grind þegar ég keypti hann, sem ég seinna lagaði og styrkti, það var alveg til friðs í sjálfu sér eftir það.
Allmörgum hjólastillingum og slithlutareddingum síðar gafst ég upp og reif þetta undan (nýlega) og setti heila hásingu í staðinn með gormafjöðrun. Það þarf varla að taka fram að við það breyttust aksturseiginleikar bílsins mjög í áttina að því sem ég kalla jeppakarakter;Jákvætt: Misfjaðrar betur, minni þvingun og hallar ekki endilega alveg eins og framhjólin standa. Auðveldara viðhald.
Neikvætt: Svagur í almennri keyrslu, hætta á jeppaveiki þegar hliðarstífugúmmí fara að slitna. Hækkar þónokkuð vegna þess hversu grindin er ólánleg til að gera þessa aðgerð. (Lækning; Lækka boddí aftur)
Það gefur auga leið að slithlutir eru nokkru fleiri í klafabúnaði en hásingu (2 auka kúluliðir, gúmmíhosur, stýrisupphengja, og a.m.k. þrjár festingar fyrir drifið)
Gúmmíin sem festa klafana við grind má leggja að jöfnu við stífugúmmí og spindilkúlur við spindillegur. Stýrisgangur, fjöðrunarbúnaður og drifrás er að öðru leyti sambærilegt.
(Gaman að geta þess að gormur er bara vindustöng sem búið er að rúlla upp!!!)Ég get vel trúað að Mitsubishi hafi tekist vel upp við uppstillingu og smíði á klöfunum, þekki það bara ekki nógu vel, ég er samt ansi smeykur um að þeir verði líka leiðinlegir þegar þeir eru farnir að slitna, sem er alveg fullkomlega eðlilegur hlutur.
Svo að ég vísi aftur í Atla, þá verður maður stundum að meta stöðuna í svoleiðis tilfellum eftir því hversu veskið er þykkt og hvernig nota á bílinn og þá getur komið betur út fyrir handlagna menn að setja rör heldur en að endurnýja allt fóðringa-, stýrisenda-, upphengju- og spindilkúludraslið.Niðurstaða mín er því sú að það er ekki alveg marktækt að bera saman klafabúnað í nýlegum Pajero og Hilux sem er búið að keyra 260.000 kílómetra.
Ég myndi ekki brenna klafana undan glænýjum bíl bara trúarbragðanna vegna, heldur frekar taka út úr þeim það sem þeir endast og meta svo stöðuna.
31.03.2005 at 12:37 #519978Heiheihei Tukti….ég var ekki að reyna að leiða út almenna jöfnu fyrir kerfi með dempun og alles (fyrir eigintíðnireikninga þarf líka massann), heldur sýna fram á að það er hægt með tiltölulega einföldum hætti að bera saman áhrif mismunandi uppstillinga á samslagi, t.d. mis stífra eða langra gorma eða staðsetningu samsláttarpúða.
Þokkaleg vísbending um þessi áhrif er útreikningur á stöðuorku sem binst í gorminum við tiltekna færslu.Hins vegar:
Til að fá nákvæma mynd af svona kerfi þarf slatta af forsendum, s.s. dempunarstuðli í dempara og dekkjum, fjaðurstuðli í gormi og dekkjum, massa hjólabúnaðar+hásingar/klafabúnaðar og massa þess enda bílsins sem skoðaður er í hverju tilfelli.
Til að klára verkið er hægt að stilla upp yfirfærslufalli fyrir kerfið og prófa í hermunarforriti og setja inn mismunandi tíðnir/útslag og þrepföll fyrir neðan dekk og skoða hröðunarferla fyrir efsta hluta kerfisins(grind/yfirbyggingu).
Til að fullkomna verkið þyrfti svo að setja inn ítrunarferli sem gerir bestun á breytanlegum þáttum kerfisins svo að velja megi hentugustu íhluti og uppstillingar miðað við gefnar forsendur.Ég hef nú samt ekki haft nennu til að gera þetta fyrir minn bíl heldur frekar gert svona "trial-and-error" æfingar.
Bestu kveðjur
Grímur Jónsson
Iðnaðartæknifræðingur
29.03.2005 at 16:28 #519966Orkugleypni (eða kannski frekar rýmd) gorms, er heildið af kraftferlinum eftir færsluás.
Dæmi:Gert er ráð fyrir línulegum gormi, samsláttarpúða og dempara sleppt.
Á gormi sitja 500 kg * 9,81 = 4905 N
Fullt samslag er 10 cm ( 0,1 m) meira "saman"
Til að mynda fullt samslag þarf 2000 kg = 19.620 NÞá er orkugleypnin við þetta samslag eftirfarandi:
4905 N*0,1m + ((19620 N-4905 N)*0,1 M)/2 = 1226,25 J
Ég held að þetta sé rétt reiknað hjá mér…..
kv.
Grímur
22.03.2005 at 23:43 #519602Þó að ég sé ekki á leiðinni á fjöll um páskana, þá vil ég þakka formanninum fyrir þetta ávarp. Þó að atvikið núna í lok síðustu helgar tengist ekki klúbbnum beint, þá megum við allra síst núna (sem reyndar endranær) við áföllum á borð við landskemmdir, hrakfarir eða annað.
TAKK
Grímur
21.03.2005 at 17:28 #519218Það getur verið vesen að koma Chevy vélofaní hilux með klöfum, ég er samt ekki að fullyrða að það sé ekki hægt.
Ég veit um tvo X-cab á 44" með LT1, keyrði annan heilmikið og tók þátt í að smíða hinn.
Annað sem þarf að pæla í er að það þarf að laga hvalbakinn aðeins til svo að vélin komist sem aftast (rýmka fyrir heddum), plássvandræðin eru nefninlega mest fram/aftur. Plássið til hliðanna er sæmilegt, allavega þegar vindustangirnar eru farnar(þær gætu flækst fyrir púströrum/flækjum). Framendann þarf að snikka til og fella vatnskassann inn í sem fremst.
Annars er þetta hið besta mál, fínar vélar, eyða litlu, allt til í þær og kostar skynsamlega.
Svona þegar olíugjaldið er að fara að keyra díselverðið framúr bensíninu, þá fer maður nú að hugsa um að setja gömlu 305 TPI relluna í….
GO FOR IT Skari !!!
PS. 7,5" TOY-drif fær heldur betur fyrir ferðina með 200+ HÖ, ég á Dana 44 breytingu fyrir klafabúnað ef einhver vill kaupa…..
13.03.2005 at 22:48 #5187342,2 komu í 1989 módeli af X-Cab, man ekki eftir svona vél í dobblara. Annars voru þetta ferlega seigar vélar miðað við stærð.
kv
Grímur
-
AuthorReplies