Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
31.03.2006 at 22:55 #547858
Tæknifræðingur hvað….
kv
Grímur R-3167, tæknifræðingur
23.03.2006 at 23:19 #537084Það er nú svosem engin ein töfralausn til að halda hæð hóflega lítilli á jeppa með hásingu að framan, þetta snýst um að færa til og hliðra því sem annars rækist saman þegar hásingin gengur upp. Ef allt gengur upp þá lendir hásingin í grindinni eða olíupönnunni fyrst. Vandasamast er að koma hliðarstífunni og vasanum fyrir hana fyrir þannig að hún rekist ekki í millibilsstöngina í (oftast hægri)beygju+samslagi.
Einnig getur togstöngin farið að rekast í grindina farþegamegin ef það er notaður armur fyrir hana á liðhúsið, og bíllinn misfjaðrar saman farþegamegin+sundur hinumegin.
Stundum er pláss innangrindar meðfram mótor fyrir stífuturna sem efri 4-link stífurnar geta komið í. (Ég er reyndar bara með eina núna, bæti sennilega annarri við til skrauts hinumegin). Neðri stífurnar geta þá komið beint aftaná hásinguna, þannig að þær skaga ekki langt niðurúr henni. Athuga ber að 4-link uppstilling gefur sömu útkomu hvort sem stífurnar eru í lóðlínu hver við aðra eða ekki, að því gefnu að þær séu allar jafn langar OG samsíða. Það sem er kannski varasamast er að hafa of stutt bil á milli þeirra og líka að miðlína hásingar sé langt frá ímyndaðri línu milli stífuendanna(þá er ég að tala um meira en kannski 10-15 cm, sem getur alveg verið í lagi).
Hafa ber í huga að mikil átök eru á framhásingu þegar hemlað er á t.d. ósléttu þurru malbiki, þá snúast öll átök við miðað við þegar verið er að spóla og skemmta sér, en okkur hættir til að miða oftar við það þegar verið er að smíða…..
Ég heyrði ansi gott heilræði um daginn til þeirra sem eru í jeppabreytingahugleiðingum:HLUSTAÐU á alla sem hafa eitthvað til málanna að leggja, gerðu svo bara eins og ÞÉR FINNST!!!
Þannig verða nú nýjungarnar til í þessu drasli
kv
Grímur, fyrrverandi smíðakall hjá Drifskaftinu
22.03.2006 at 21:51 #537076Eitthvað kannast ég nú við þessa framhásingu….þetta var undir Hilux, að framan, ef þetta er sú sem ég held. Var ekki styrkt að ástæðulausu reyndar….
Hann er nú frekar hár samt, styrkingin á hásingunni rakst í olíupönnuna í síðasta bíl sem hún var í, þangað til að samslagið var stytt aðeins
01.03.2006 at 01:27 #509840Smá goggl, gaman að skoða….
[url=http://www.fordfestiva.com/mods_swaps_installs/rollcages01.htm]www.fordfestiva.com/mods_swaps_installs/rollcages01.htm
[/url]
[url=http://www.openroadracing.com/html/2vehicle_safety.html]www.openroadracing.com/html/2vehicle_safety.html
[/url]
27.02.2006 at 23:20 #509806með myndirnar, það eru útfærsluatriðin sem vefjast mest fyrir manni, hvernig hægt er að troða þessu í án þess að það sé mikið til ama.
Hjartanlega sammála þessu með okkar kæra formann.
Ég vil ítreka það að stefnumörkun og leiðbeiningar innan klúbbsins er sterkasta forvörnin gagnvart óþarfa reglugerðaþvargi með tilheyrandi kostnaði og veseni.
Þó að dæmi séu um að efnislítil eða illa hönnuð veltibúr bjargi einhverjum, þá geta slík fyrirbæri (sem eflaust spretta upp með reglugerðabraski) verið falskt öryggi, t.d. gagnvart seinni eigendum bílanna.
Ég er viss um að þeir sem á annað borð smíða/láta setja búr í án þess að vera neyddir til þess, gera það af heilum hug.kv
Grímur sem er á móti skriffinsku
27.02.2006 at 21:47 #509798Vissulega eru veltibúr mjög þörf, og skammarlegt í raun að svíkja sjálfan sig með því að vera ekki búinn að koma þessu í.
Varðandi það að gera veltibúr skyldu í breyttum bílum, þá er ég ansi efins með það, reyndar eru boð og bönn helsta ógnun við framþróun jeppans á Íslandi.
Sem betur fer tókst forsprökkum 4×4 að koma inn breytingareglugerð á sínum tíma, sem er í raun leiðbeinandi frekar en takmarkandi. Í henni er fátt bannað sem hefur einhverja praktíska þýðingu. (Það má til dæmis sjóða í hluti í stýrisgangi, bara ef það er sprunguleitað og myndað eftir kúnstarinnar reglum)
Ég held að það sé hollast að halda áfram í sama anda, þ.e. leiðbeina fremur en að skylda. Hvenær er til dæmis jeppi breyttur þannig að veltibúr sé nauðsyn? Er það þegar dekkin eru 12% stærri en upphaflega? eða 25% stærri? Eða er það kannski þegar hann vigtar meira en 10% umfram upphaflega, óháð dekkjastærð? Eða kannski bara þegar skoðunarmanninum finnst að það þurfi….? Ég held að hann séu ekki tilbúinn að taka þá ákvörðun á sig.Hins vegar;
Hvernig væri að tækninefndin setti sig í samband við akstursíþróttafélögin til að fá afrit af reglum sem þau hafa klárlega um uppsetningu og frágang veltibúra.
Síðan væri hægt að draga úr þeim reglum það sem skiptir máli, t.d. um efnisval, strúktúr, suður og aðrar tengingar, t.d. við boddí o.s. frv. og enda vonandi með ca 1 – 2 A4 blöð með einföldum skýringarmyndum og leiðbeiningum um þetta málefni.
Setja svo inn sem PDF hér á vefinn.
Ég er alveg viss um að þetta myndi koma mörgum af stað með að styrkja bílana sína að innan (kannski utan líka).
Líkt og með brettakanta gætu smiðjur græjað til sett í algengustu bílana, s.s. Cruser, Hilux, Patrol og Pajero.nóg í bili…
kv
Grímur
26.02.2006 at 21:37 #544636Við viljum votta aðstandendum hins látna samúð okkar og megi sá sem er á lífi komast sem best frá þessu.
Grímur og Olga
24.02.2006 at 21:42 #544186Hvernig sem farið er að því að færa stýrisendakúluna niður miðað við sektorsarminn, þá eykur það ALLTAF beygjuátakið á öxulinn upp í stýrismaskínuna >> ekki gott.
Breyttur original sektorsarmur er tvímælalaust mun veikari fyrir en óbreyttur, þar sem armurinn er sveigður niður til að koma endanum fyrir ofan, ekki neðan; færslan niðurfyrir býr til vægisátak í arminum sem bætist við beygjuátakið sem er fyrir >> ekki gott.
Best væri að geta fært maskínuna neðar eða skipta henni fyrir aðra með lengri stút niður, en það er hvort tveggja ekki neitt sérlega spennandi í framkvæmd (grindarbreyting og/eða hlutur sem er vandfundinn)
Þrautalendingin hlýtur því að vera að sætta sig við frekar mikinn halla á togstönginni (og þá þverstífunni líka), setja stýrisarm, eða gera einhverja málamiðlun með minni hækkun á fjöðrun og klippa meira/hækka á boddíi.
Allt hefur þetta sína galla og mismunandi kostnað í för með sér; niðurstaðan er allavega sú að snúa ekki stýrisendanum í original arminum.
(Verðið á arminum hjá Ægi er kannski frekar hátt, en það er bara heilmikil vinna að smíða svona arm. Það er kannski spurning um að útvega arma á hagstæðu verði….)
kv
Grímur R-3167
22.02.2006 at 21:53 #543916…held ég að noti líka bara GPS tæki við sínar fjarlægðarmælingar…
21.02.2006 at 22:40 #543580Frábært !
Að sjá þessa samstöðu finnst mér hreint magnað…húrra fyrir ykkur hérna fyrir ofan….og neðan
08.02.2006 at 22:58 #542108Það er vel hægt að líma svona tjald-útilegu-fraðdýnuefni inní kantana til að verja þá fyrir steinkasti, fæst oft ódýrt í verslunum eins og IKEA eða Rúmfatalagernum. Breytingaverkstæðin hafa verið með eitthvert þykkara efni sem fyllir betur uppí kantinn, en eg kann ekki skil á uppruna þess….það virðist samt henta vel.
kv
Grímur
08.02.2006 at 22:51 #542084Já eða brenna gólfið úr druslunni og setja fjárgrindur í staðinn !!!! hehehe
Neinei, þetta er leiðindavesen að hafa einangrunarmottur undir þéttum dúk, þornar ALDREI, bara getur ekki gert það hér á landi.
Sennilega bara best að rífa hel*#&?$ dúkinn og einangrunarmotturnar úr og setja það þar sem það á heima (í ruslatunnunni) og klæða upp á nýtt með almennilegu teppi (mmmmm Jötungrip namminamm).
Kaupa svo góðar gúmmímottur í drossíuna.
kv
Grímur
28.01.2006 at 00:43 #540216Lokar sem almennt fást og henta fyrir í- og úrhleypingu á púðum eða dekkjum kallast 5-3 með lokaðri miðstöðu. Fyrri talan stendur fyrir fjölda porta á lokanum (eitt inn, 2 út á notanda og 2 afloftunarport), seinni talan stendur fyrir fjölda staða á lokanum (ekkert að gerast, hleypt í, hleypt úr). Fyrir púða er bara annað portið notað fyrir notanda (púðann), en hitt er blindað. Jafnframt blæs bara um annað afloftunarportið. Loki sem myndi henta algerlega fyrir svona uppsetningu myndi því kallast 3-3, en hann hef ég ekki rekist á ennþá….loki sem kemst næst því að uppfylla það er svokallaður valloki, en hann nær sjaldnast að loka á milli stöðu A og B (handvirkur)
kv
Grímur
22.01.2006 at 13:59 #539816Ég veit um einn sem lenti í svipuðum draugagangi, þá var leiðrétt fyrir 4.10 hlutföllum í annarri hásingunni og 4.11 í hinni, með hjólum í millikassanum (frá framleiðanda). Þetta olli svo þvingun þegar kassinn var settur í bíl með eins hlutföllum að framan og aftan.
Lausnin var að skipta um eitt par af hjólum í kassanum. Mig minnir að þetta hafi verið D18 kassi undan Bronco.
Þetta er nú varla sjens í Krúserkassa samt….bara svona hugdetta….
kv
Grímur
18.01.2006 at 00:00 #539410Ég myndi nú frekar veðja á að skynjararnir væru í lagi heldur en hitt, það er hægt að mæla viðnámið yfir þá, við eitthvert ca hitastig, sem á að vera frá eitthvað uppí eitthvað annað ohm (hehe voðalega skýrt, er það ekki?)
Allavega, þeir hjá Toyota eru með afbragðs símaþjónustu og leysa gjarna úr svona spursmálum, geta t.d. gefið upp hvað viðnámi’ð á að vera yfir svona skynjara.kv
Grímur
17.01.2006 at 23:56 #484920Mér datt í hug um daginn á reglulegu rölti mínu um Europris, að hagstætt væri að taka loftpressu eins og seldar eru þar á slikk (innan við 8000 kall), henda dælunni og nota kútinn og stýringarnar.
Þarna er yfirlestunarventill, pressostat með efri og neðri mörkum, 2 þrýstimælar, 2 hraðkúplingar (og handfang sem ég veit ekki alveg hvað væri hægt að gera við
)
Allavega, hægt væri að nota stýringarnar inn á relay sem ræður við strauminn sem þarf, þó myndi ég ekki hafa þetta dót undir bílnum.8000 kall er varla fyrir kútnum, hvað þá meira.
kv
Grímur
17.01.2006 at 23:28 #539406Það myndast stundum lofttappi aftast í milliheddinu, þar sem þessir sensorar eru, bara keyra upp í bratta brekku og þenja smá, drepa á, kæla, fylla, keyra.
Þetta GÆTI verið málið, ekki víst samt. Svo er hitaskynjari í loftinntakinu við lofthreinsarann líka…kannski hann…ekki líklegt samt.
Pælingar: Hvernig er hægagangurinn þegar hann er orðinn heitur; jafn/ójafn? snúningshraði? bensínlykt? truntugangur þegar tekið er af stað?
Háspennukefli? Þau fara stundum að láta illa ef þau eru biluð og hitna, þá skammhleypist allt saman í þeim og nær illa að neista. Spurning um að mæla viðnámið(ohm) yfir keflið kalt og svo heitt til samanburðar, þ.e. yfir +/- tengingarnar á 12V tengingunum.
Mín reynsla er reyndar sú að það sé nokkurn veginn sama hvaða magn fer af bensíni inn á þennan mótor, hann brennir því bara og kjaftar ekki frá.
Sennilegast er að kveikjan sé að stríða eitthvað, eins og þú ert þegar farinn að rekja….þetta eru mín 10c
kv
Grímur
22.12.2005 at 23:05 #536736Í vinnuvélum(turbo) er gjarna miðað við að láta vélina ganga í um eina mínútu eftir álag áður en drepið er á. Ég held að það sé frekar til þess að jafna hita í heddi, stimplum, blokk og greinum heldur en að hlífa túrbínunni sjálfri. Tilvist túrbínunnar eykur hins vegar þennan hitamismun.
Í Caterpillar trukkum er rafmagnsdæla á smurkerfinu sem nær upp smurþrýstingi áður en vélinni er snúið í gangsetningu og líka eftir að drepið er á.
Þegar mótorar eru loftkældir (t.d. Deutz), þá skiptir MJÖG miklu máli að láta vélarnar ,,keyra sig niður" eftir vinnslu, annars er mikil hætta á vindingi og þ.h. veseni með hedd vegna þess að sá varmi sem kominn er af stað á einni hlið flatar á eftir að skila sér til annarrar hliðar(misþensla). Líklegt er að sama gildi um vatnskældar dieselvélar sem skila hlutfallslega miklu afli m.v. rúmtak(sbr. Patrol 2.8 vélarnar).
Svo að ég snúi mér aftur að efni þráðarins, þá finnst mér hugmyndin fín. Ekki ný, enda praktísk og á rétt á sér. Þetta er búnaður sem eykur örugglega endingu vélar marktækt þegar ræst er oft í kulda og keyrt stutt.
Fyrir þá sem nota jeppana sína einvörðungu sem leiktæki sjaldan á ári á þetta ekki við. Dagsdaglega ökutækið á að hafa svona búnað.kv
Grímur
22.12.2005 at 22:44 #536788Semsagt: Hellisheiði-Biskupstungur-Gjábakki-Hvalfjörður-O.s.frv.
22.12.2005 at 22:14 #536784Ég var nú frekar að hugsa um inverse(björgun) með því að setja þetta inn
Hvernig er það annars, hefur einhver farið þarna nýlega? Ég er vel meðvitaður um að þetta er bjartsýni, og allt gott um það að segja (þekki þetta svæði ágætlega frá fyrri tíð), en fífldirfska…?kv
Grímur
-
AuthorReplies