Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.10.2005 at 08:53 #529442
það eru 3 hábungur á jöklinum. það er líka hábunga á norðanverðum jöklinum. þegar við vorum að mæla jökulinn hjá Jöklaransóknnarfélaginu og Raunvísindastofnun kölluðum við norðanverðan jökulinn, Baldjökul, Baldjökull er gamalt nafn á Langjökli, Norðurjökull og Suðurjökull eru skriðjöklarnir sem ganga niður í Hvitárvatn sitt hvoru megin við Skriðufellið. það má ekki rugla því saman. Ég hitti Pétur Þorleifsson á hverjum þriðjudagsmorgni svo að ég skal pumpa hann um fróðleik næst þegar ég hitti hann.
15.10.2005 at 10:29 #529388Auðvitað þarf að hrista upp í hlutum öðru hverju og ég efast ekki um að Páll sé ágætur í því og ég trúi því að ef hann og fréttastjóri fái kurteislegar ábendingar þá verði þetta lagað. breytingin er ekki alslæm kortið lítur betur út. það er nákvæmari spá inn til landsins. En það er alveg óþarfi að hafa veðurfræðinginn í mynd allan tímann, það væri hægt að láta hann hafa bendiprik í staðin eins og í gamla daga. En það verður að fá hreyfimyndirnar aftur.
15.10.2005 at 09:09 #529384það sem vantar í þessar nýju veðurfréttir eru hreyfimyndirnar af öllu norðuratlantshafi með þrystilínum og hitasviði það vantar líka kort með veðrinu í dag. þessvegna missir maður samhengið í öllu saman. það er reyndar til bóta að það er nákvæmari veðurspá inn til landsins fyrir morgundaginn. það væri örugglega hægt að troða þessu öllu á 1 kort ef þeir hefðu ekki veðurfræðinginn í mynd allan tímann.
þeir gætu nú fullkomnað verkið og séð til þess að maður missti algerlega af veðurfréttunum ef þeir hefðu veðurfréttamanninn nakinn eins og er sumstaðar út í heimi.
14.10.2005 at 20:46 #529274irridium hljómar ekki illa. verðið á mínutunni ekki heldur. en mánaðargjaldið er of hátt fyrir okkur hobbykallana, nokkrir þúsundkallar á mánuði.
14.10.2005 at 20:32 #529380Ég sendi póst á fréttastofuna um þetta. ég horfði á veðurfregnirnar og ég er sammála eik í því að það er erfitt að átta sig á samhenginu í veðrinu, hvernig það þróast og og svo vantar eitthvað. Allavegana var veðurfréttatíminn allt í einu búinn og ég veit ekkert hvernig veðrið verður.
14.10.2005 at 08:28 #457366Ég gæti sagt mikið af reynslusögum en ég er náttúrlega hlutdrægur því hverjum þykir sinn fugl fagur. ég er búinn að vera á svona dekkjum í 3 ár og hafa dekkin komið ágætlega út. Að vísu voru það testdekk og á þessum 3 árum er búið að endurbæta þá veikleika sem við fundum í þeim. Dekkið var ekki nógu fast á felgunni felgan spólaði í og það þurfti of lítið til að affelga dekkið. nú er það eins fast á eins og við þorum og hefur komið í ljós að illmögulegt er að koma dekkinu á afbrigðilegar felgur til dæmis kantsoðnar felgur. Við erum líka búnir að skifta um gúmmíblöndu í munstri dekksins þar sem gúmíið var of hart og sleipt í kulda. Við lögðum upp með að hafa hliðarnar þunnar til að minka hitamindun þegar við ökum með of lítið loft. við höfum komist að því að hitamyndun er með minnsta móti. í staðin eru þau ekki með eins sterkar hliðar og þau dekk sem eru þykk.
Það væri gaman að fá fljótlega óhlutdrægar reynslusögur því að dekkin hafa farið undir marga bíla í vikunni.
12.10.2005 at 23:04 #457358Verðið um þessar mundir er 35900 til 4×4 félaga.
það er mikil sigurtilfinning að vera búinn að þrjóskast við að koma þessu dekki í höfn. Vonandi verða dekkin um öll fjöll í vetur.
12.10.2005 at 12:06 #457346Á öðrum þræði var spurt:
AT405
12. október 2005 – 11:54 | Jóhann, 68 póstarSæll Freyr
Þú talar um að erfitt eða ómögulegt sé að setja þessi dekk á kantsoðnar felgur en hvernig er með orginal Musso og Patrol felgur sem eru með frekar stórum kanti?
kv Jóhann
Sv:
Dekkið hefur farið upp á allar þær felgur sem við höfum prufað. Við höfum ekki prufað þær felgur sem þú talar um. þetta verður reynslan að leiða í ljós.
12.10.2005 at 11:56 #529068Ég gerði þetta test því að það er ekkert að marka tölurnar sam fylgja dælunum. ég komst að því að dæla sem átti að dæla 36l/min var duglegri en dæla sem var gefin upp 60l/min þannig að dæluframleiðendur virðast gera sín test við mismunsndi aðstæður eða jafnvel hagræða sannleikanum.
12.10.2005 at 11:32 #457344Af gefnu tilefni vil ég koma þeim upplysingum til sem flestra að líklega er útilokað að koma AT 405 dekkjunum á kantsoðnar felgur. það er til staðall um hvernig felgukantur skal vera. því miður fara ekki allir felguframleiðendur eftir honum. Kantsoðnar felgur eru langt yfir staðlinum og þar að auki er brúnin mjög kröpp. Á hlið dekksins stendur að mesti leyfilegur þrystingur er 35 psi. ef dekkið fer ekki upp á í þeim þristing verður að smirja betur og jafnvel dúnka á dekkið með gúmmíhamri. Auðvitað þarf dekk sem er gert fyrir okkar aðstæður að vera þröngt upp á til að það affelgist síður. það er búið að sprengja 1 dekk í tætlur við að reyna að koma því á kantsoðna felgu við of mikinn þrysting sem betur fór urðu ekki slys á fólki.
12.10.2005 at 08:19 #457342Fyrsti gámur er kominn og við erum byrjaðir að afgreiða fyrstu dekkin. sumir voru búnir að bíða þrautseigir í nokkur ár eftir dekkjunum og fengu dekk í gær.
11.10.2005 at 19:45 #529046ég er á þeirri skoðun að betra sé að vera með dælu. það virðist vera að kúturinn er alltaf tómur þegar mest þarf á að halda.. en ég gerði prófun á loftdælum. Hér er hún:https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file=skyrinarmynd/3848/25572
08.10.2005 at 18:44 #528956Ég þori varla að segja það því menn halda kanski að ég sé að auglýsa, en bara til fróðleiks þá er lengri barki í Hilux til hjá Arctic trucks
07.10.2005 at 16:00 #528568Það er höfundanna að ákveða hvernig forritinu er dreift. Nú er verið að fínpússa það og setja í nútímalegan búning. ég læt vita á spjallinu hvar verður hægt að nálgast forritið.
kv. Freyr
07.10.2005 at 12:56 #528564Það eru snillingar sem hjálpuðu mér með þetta. Bara skrifað forrit til að gera þetta. nú er allt farið að virka í mapsource og ég get hvatt Nobeltec án eftirsjár.
05.10.2005 at 16:01 #528750Nú er ég búinn að hamast í Dick cepek í 2 ár og fékk testdekk um daginn sem voru jafn þröng og gömlu 44" Dick cepekdekkin voru. ég er að gera mér vonir um að það þurfi síður beadlock þegar næsta sending kemur hjá Arctic trucks í nóvember
Hvaða felgur eru þetta sem kosta bara 100$ með beadlock? eru þær 15×16 ? eru þær street legal?
05.10.2005 at 11:12 #528728Mer hefur virst 20psi vera hæfilegur þrystingur á malbikið á 38" hjá mér. þá hitna dekkin ekkert og hann heldur smá mýkt. Bíllin hjá mér er 2450 kg með kamperinn á sumrin. ég verð að viðurkenna að hann rúllar mun léttar með upp undir 30psi en þá er eins og það komi einhverjar aukaskopphreyfingar í hann þegar einhverjar ójöfnur eru í veginum og það líkar mér ekki. því sjaldan er vegurinn alveg sléttur.
05.10.2005 at 11:04 #528536Á grænlandi voru Hundar taldir herramansmatur og ég kynntist grænlending sem sagðist hafa fengið vatn í munnin við að sjá feitann hund en það er einn galli að það þarf að sjóða hundakjöt í nokkra klukkutíma því að það er svo mikið A-vítamín í kjötinu að það getur drepið menn. Ef þetta er rétt sem grænlendingurinn sagði mér þá er útilokað að Kristinn hafi étið hundinn.
04.10.2005 at 16:45 #528562Ég prufaði þetta og fékk út einhverja gpsu skrá sem ég gat ekki notað í neitt. það er einmitt vandamálið að ég nenni ekki að breyta smátrakkstubbum heldur er ég með exportskra sem er um 8 mb.. ég veit ekki hvað það eru mörghundruðþúsund púnktar sem samanstanda af nokkurhundruð trökkum.
04.10.2005 at 16:39 #528594Mér líst vel á Tacoma, sérstaklega langann með 4l vélinni og nýju 5gíra skiftingunni. það er hægt að fá hann með raflás og nú eftir að olíugjaldinu var breytt þá skiftir litlu máli þó að hann gangi fyrir bensíni. Skiftingin er með þokkalega lágum 1 gír og bíllinn er mjög léttur eða um 1900 kg óbreyttur. Ég fann upplýsingar um það að 4lítra bensínvélin er ca 94 kg léttari en 3l dísilvélin í LC120. Niðurstaða: að öðru leiti er hægt að segja að tacoma er eins og LC120 bensín með palli.
-
AuthorReplies