Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
31.10.2005 at 18:47 #530168
gírkassinn er sá sami í V6 og LC90 þú boltar bara KZ-TE kúplingshúsið beint á V6 gírkassan. milligírinn er vandinn því að hann þarf að sérsmíða en það hafa ljónstaðabræður gert og notað þá slátrið úr LC90 kassanum í það.
31.10.2005 at 14:31 #530164Tommi félagi okkar á Akureyri sendi mér þessar tölur reyndar með Gírkassa og millikassa og eins og hann segir orðrétt:
þá vigtaði ég vélarnar úr mínum gamla Landcruiser þegar ég skipti um vél.
Ég vigtaði vélina eins og hún kom upp, með gír og millikassa, alternator og öllu utan á og með olíu. Bensín "six in line" vigtaði 430 kg. meðan
díesel vigtaði heil 507 kg.
31.10.2005 at 08:49 #457404Jæja eru menn farnir að fara á fjöll á dekkjunum og athuga hvort þau drífa eitthvað í snjó?
Gaman væri að fá reynslusögur. Eða eru menn kanski fastir í Húnavatnssýslunni og ekkert virkar.
31.10.2005 at 08:34 #530348Er ekki bara best að nota VHF í stað CB. það er nóg af tækjum í bílnum svo maður fari ekki að bæta UHF við. það er hægt að fá ódýrar VHF stöðvar allt niður í 119$ í ameríku. eini gallinn er að þær eru ekki CE merktar og því ekki löglegar hér. ég leifi mér að efast um að þær séu eitthvað síðri fyrir það. 4×4 klúbburinn é fullt af spjallrásum og því ætti það ekki að vera vandamál svo geta klúbbar og klíkur fengið einkarásir.
28.10.2005 at 14:39 #530160þessi vél er svolítill hlunkur, en það er ólíklegt að heddið fari það er allt úr járni. Hún er líka löng en það er allt í lagi því Pétur Smárason var búinn að útbúa 20 cm lengri bretti og húdd á 4Runner. mótin fyrir það hljóta að vera til.
28.10.2005 at 12:31 #5301563 lítra 1kzt-e eins og ég er með í mínum bíl er 260 kg með svinghjóli og öllu utaná þar að auki er rafmagnsdraslið mörg kíló. 2.4 dísel 2L er 230 kg
4 lítra ´bensínvélin í nýju Tacomunni er 179kg með svinghjóli fyrir beinskiftingu en 166 kg ef það er fyrir sjálfskiftingu. sú vél er 245HP og 382Nm .
28.10.2005 at 12:18 #528572Nú er forritið orðið alger snilld. þetta eru þvílíkir snillingar sem láta ekkert stoppa sig í forrituninni
Snöruna til að snara öllum gögnum úr Nobeltec í Mapsource finnið þið á rs.is síðunni:
Slóðin er: http://www.rs.is/sidur/vara.php?vara_id=180
27.10.2005 at 19:20 #529864Það er frábært að það séu að koma stærri dekk en áður voru til og frábært að menn nenni að breyta bílum fyrir dekkin það verður gaman að sjá þessa bíla á fjöllum í vetur hversu vel þeir drífa og spennandi að sjá hvort Dana 60 verði brothætt undir þessum bílum. ef við reiknum út dekk versus drif þá hefur reynslan sýnt að það þarf a.m.k 8" drif fyrir 38" dekk og 9" drif fyrir 44" dekk þá þarf a.m.k.10.3" drif fyrir 49". það eru reyndar aðrir þættir sem þyrfti að taka í reikninginn eins og afl vélar og fl.
27.10.2005 at 19:09 #527710Mér líst mjög vel á þennan skurð hjá Guðmundi ég held að hann auki sveigjanleika dekksins umtalsvert. Ég skoðaði dekkin hans benna, það lítur út fyrir að það verði staðbundin hitamyndun út frá kubbunum sem eru svona stífir út á öxlina. Hitinn virðist byggjast upp innanfrá þar sem kæling dekksins er minni en utaná og þar að auki erfiðara að fylgjast með hitanum því svona þykkt gúmmí einangrar ágætlega. en það er nokkuð ljóst að hitamyndun er meiri í svona þykkum dekkjum og menn verða kanski að passa þrystinginn betur en á gamla góða Muddernum eða Ground Hawk sem eru þunn og hafa reynst okkur vel til úrhleypinga. kostir Irok eru tvímálalaust að þau eru mun sterkari í grjóti.
27.10.2005 at 18:59 #530048það er til gott íslenskt orð yfir svona millistig milli fólksbíla og jeppa það er jepplingur. Vandamálið er að markaðsfólk bílaumboðana finnst þetta ekki nógu flott til að setja í auglysingar. en þeir eru hugsanlega að valda sjálfum sér og sérstaklega kúnnanum vandræðum. það eru dæmi um miljónatjón útaf því að eigandi hélt að hann væri á jeppa og festi bílinn í á. skilgriningin á jeppa er að hann hafi lágt drif og hægt að læsa fram og afturdrifi saman. Sumir mundu líka gera að skilyrði heilar hásingar og sjálfstæða grind. en það skulum við láta liggja milli hluta.
21.10.2005 at 14:52 #457394Miðað við mælingar á prufudekkjunum ætti dekkið að endast ca 69542km en þar sem það er harðara gúmmí í prufudekkjunum gæti það breyst núna með mýkra gúmmí. Við völdum mýkra gúmmí til að fá betra grip í frosti, mýkra gúmmí þýðir yfirleitt hraðara slit og þá sérstaklega í heitu veðri og þegar ekið er hratt. en það þarf samt ekki að vera algilt að mýkra gúmmí slitni hraðar, þar kemur inn sveigjanleiki kubbana í dekkinu, kæling og önnur gæði gúmmísins.
það sem hefur mest áhrif á endingu:
Þyngd bíls
fjöðrun og hjólastilling
gúmmíblanda
Hitastig, sumar/vetur
Aksturshraði
Akstursmáti
gerð munsturs
munsturfylling.Í stuttu máli vitum við ekki hvernig dekkið kemur til með að endast, það verður reynslan að sýna en það eru vísbendingar um að það verði ekki langt frá endingu Mudder eða Ground Hawk, meiri munsturfylla sveigjanlegri kubbar en á móti mýkra gúmmí.
20.10.2005 at 21:36 #457390AT405 stendur 38,1 tommu á 12,5" felgu, (Mudder er 37,55 tommur
20.10.2005 at 21:31 #529640Hvað er Lúther ekkert á fjöllum?
20.10.2005 at 10:42 #457386Það er rétt. Arctic er með Skrifstofu á Krókhálsi 5A 3 hæð, síminn þar er 5404900 það er dekk til sýnis á skrifstofunni og oftast eru bílar fyrir utan á dekkjunum. Hjólbarðaverkstæðið Sólning í Kópavogi og Ingi á Húsavík eru líka með dekk til sýnis og sölu
19.10.2005 at 11:58 #457382AT405 er mjög mikið skorið dekk, gúmmíblandan í bananum er mjúkt vetrargúmmí og líklega þurfa ekki allir að hafa nagla í dekkjunum sérstaklega ef menn eru að megni til að aka innanbæjar í Reykjavík. Samt er það svo að maður getur lent í glærasvelli, þá sérstaklega á þjóðvegum landsins eða í bleytutíð í jökuljöðrum, þá er ekkert sem bjargar nema naglar.
Margir hafa spurt um hvaða stærð og fjölda af nöglum skuli nota í AT405. þeir helstu dekkjasérfræðingar sem ég hef talað við hafa hver sína sérvisku í þessu.
12×15 eða 12×17 virðast vera hentugir. 12×15 slitna betur með dekkinu og endast lengur en virka kanski ekki nogu vel strax, en 12×17 virka betur strax en fara með tímanum að standa of langt út úr dekkinu með þeim afleiðingum að þeir virka verr seinna (verða eins og skautar) og týnast frekar úr.
Fjöldi naglagata er ca 127 í hverju dekki.
Niðurstaða: 12×15 ef neglingin á að endast í mörg ár
12×17 ef neglingin á að hafa hámarksvirkni strax.Sjálfur ætla ég að nota 12×17 í vetur og plokka naglana úr næsta vor og keira svo naglalaus sumarið og veturinn á eftir.
18.10.2005 at 15:10 #529570Heyrst hefur að ónefndur maður kenndur við slóða eða slóðaskap sé villtur á fjöllum því landakortið hanns er orðið úrkrassað eins og föndur úr leikskóla. "Vinir" hanns vona að hann rati ekki heim fyrr en eftir árshátíð.
18.10.2005 at 14:33 #529414Sæll og takk fyrir svarið
ég sá eftir að þú bentir á, að það eru mun betri veðurfréttir í tíufréttum
að væri mjög gott ef það væri hægt að skoða þær á netinu hjá ruv.is ef maður missir af þeim.
Ég er alls ekki sammála ykkur að mikilvægi veðurfrétta sé dvínandi, ég held að mikilvægið sé vaxandi.
þó að bændum séu hlutfallslega að fækka þá er áhugi á alls konar útivist að vaxa. Golf, gönguferðir, jeppaferðir, mótorhjólaáhugi, skotveiði, skíðaáhugi, hestamennska, og þar að auki er fleira fólk sem sækir vinnu til Reykjavíkur daglega frá Suðurlandi eða Akranesi og Borgarnesi. Allt þetta fólk er háð veðri. Besta veðurspá fyrir Ísland kemur frá Veðurstofu Íslands, þessvegna er mjög mikilvægt að það sé hægt að koma þeirri veðurspá sem best til skila.
það er til dæmis auðveldara að fá betri íþróttafréttir á internetinu heldur en fæst í sjónvarpinu, þó að það sé eytt alltof löngum tíma í fréttatímanum í hinar ýmsu boltaíþróttir
Ég get líka bent á að það er eytt miklum dýrmætum tíma í að auglýsa þætti í eigin sjónvarpsstöð þar mætti klípa smá tíma
Nei! ýtarlegri veðurfréttir er framtíðin.það hafa verið umræður á vefspjalli ferðaklúbbsins 4×4 (old.f4x4.is) um þetta mál. Er í lagi þín vegna að ég setji okkar samskifti um veðurfregnir á spjallið þar?
Með kveðju / Best regards,
Freyr Jónssonsvar um hæl:
Sæll aftur Freyr,
ég átti við að veðurfréttir í Sjónvarpi séu ekki jafn mikilvægar og þær voru áður vegna þess að það er orðið mjög auðvelt að nálgast veðurlýsingar og veðurspár. Ég er sammála að hinn mikli fjöldi útivistarfólks og þeirra sem sækja vinnu yfir Hellisheiði er háður veðri. En við teljum að það fólk vilji fyrst og fremst vita hvernig veðrið verður, ekki hvernig það hafi verið.
Raunar er enn verið að fínpússa útlit, innihald og lengd veðurfrétta í fyrri fréttum okkar og sjónarmið unnenda veðurfrétta skipta þar auðvitað miklu máli.
Það er hægt að skoða veðurfréttirnar í fyrri fréttunum á ruv.is og við erum að ræða við Veðurstofuna um að fá veðurkortin til birtingar á vefnum.
Þér er velkomið að setja þessi samskipti á vefspjallið. Ég sendi sjálfur afrit til Haraldar Ólafssonar , Þórs Jakobssonar og framkvæmdastjóra Sjónvarps.
Kveðja,
Bogi.
18.10.2005 at 14:29 #529412Ég hafði samband við Boga Ágústsson fréttastjóra og ekki stóð á svörum. þetta er birt hér með hanns leyfi
Sæll
Það er nú svo að uppáhaldsþátturinn minn í uppáhaldssjónvarpsstöðinni eru veðurfréttir. Nú fara þær framhjá mér, þær eru styttri en áður og það vantar hreyfimyndirnar með þróun þristilína og hitafar. það vantar líka kort með veðurupplýsingum frá síðustu veðurathugnum. spákortið fyrir morgundaginn er mjög nákvæmt og gott með betri veðurspá én áður sérstaklega inn til landsins og er það mjög gott, en að skifta því í 4 hluta veldur því að maður missir samhengið í veðrinu til að gera eigin ályktanir. Ég held að með því að taka veðurfræðinginn út úr mynd og láta hann hafa bendiprik eins og í gamla daga, þá væri hægt að koma þessu öllu í eina mynd.
Það verður að breyta og þróa útlit og aðferðir öðru hverju og þetta er líklega liður í því en það verður að gæta að því að upplýsingarnar sem áhorfandinn fær minki ekki að gæðum og ég held að það megi ekki stytta tímann fyrir veðurfréttir, hann er nogu stuttur fyrir.
með bestu kveðju
Freyrsvar kom um hæl:
Sæll Freyr
Hvað varðar veðurfréttirnar þá er rétt að taka fram að fleiri en þú hafa gert athugasemdir við styttingu þeirra þannig að þú ert ekki sá fyrsti sem kvartar yfir breytingunni, en þær voru ekki gerðar af ástæðulausu.Þýðing veðurfrétta í Sjónvarpinu hefur minnkað talsvert á undanförnum árum. Upplýsingar um veðurhorfur eru nú víða aðgengilegar, þær er að finna á vefsíðum okkar og Veðurstofunnar og einnig í Textavarpinu. Útvarpið er oft á dag með ítarlegar veðurfréttir, lýsingar og spár. Reynsla okkar er sú að meirihluti fólks vill fá upplýsingar um veður morgundagsins og hefur engan sérstakan áhuga á ítarlegri upplýsingum. Fyrir þá sem óska þeirra þá er þær að finna í tíufréttum. Þar eru hreyfimyndirnar sem sýna hreyfingar lægða og hæða.
Bestu kveðjur,
Bogi Ágústsson.
17.10.2005 at 12:49 #457378Það hefur ekki verið ákveðið að fara í aðrar stærðir, við ætlum að sjá hvernig dekkin reynast og hvernig viðtökurnar eru. Markaðsetning erlendis var á dagskránni í upphafi en við verðum bara að skoða það þegar allt annað er komið í fúll sving hjá okkur.
16.10.2005 at 08:57 #457372Stærri dekk eru ekki komin á planið hjá okkur. Við finnum enga leið til að reikna okkur það í haginn. Markaðurinn er líklega of lítill til að geta borgað þróunina og mótin fyrir 40 eða 42" dekk.
-
AuthorReplies