Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.11.2005 at 14:01 #531480
Það er ekki gott
ég var með þetta þannig í Gamla Jöklagrána mínum að hægt var að setja loftinntaki inn í bíl. það var svo mikið sog af 2.4 vélinni að maður fékk hellu fyrir eyrun þegr maður gaf í því vélin át allt loftið úr bílnum og snjórinn fyllti innanrými bílsinns því miðstöðin hafði ekki við. en þetta er kanski í lagi í hægagangshjakki.
06.11.2005 at 13:43 #531476Ég bjó til svona fyrir LC120 og það er búið að setja það í nokkra bíla. þá er hægt að skifta annað hvort orginal í innrabrettinu og hinsvegar í húddinu alveg aftast og efst. það er svo notaður barki með hnappi inní hanskahólfi til að skifta. þá er hægt að velja annarsvegar kalt loft og meiri kraft eða hinsvegar fyrir snjó og ryk stillingu inní húddi
06.11.2005 at 10:32 #530716Ég held að maður hefði gott af því að fræðast meira um fjarskifti. og jafnvel að taka svokallað N-leyfi það er hægt að fræðast um það hér:
http://www.ira.is/amatorradioleyfi.html
Veit einhver hvort það stendur til að halda námskeið fyrir það? Og hversu mikið það námskeið er, maður er alltaf í basli að finna tíma.
06.11.2005 at 10:15 #531470Í snjókófi er eflaust best að taka loftið inn í húddi og ég gerið það sjálfur. það er samt ekki gulltryggt. Loftið sem vélin fær hefur hitnað á leið sinni í gegn um vatnskassan og því er mjóg mikið af snjó sem hefur síast í gegn um hann, bráðnað og lekur niður af honum. Ég hef lent í því að það stíflast loftsían samt við hægan akstur þar sem vélin á fullt í fangi með að halda hita á sjálfri sér hvað þá að hita vatnskassann.
Einn galli við að taka loft inn í húddi er að loftið er heitara og því verður minni kraftur í bílnum. reyndar kælir millikælir ágætlega niður, en heitara loft inn í millikiælinn verður til þess að heitara loft fer inn á vél því millikælirinn nær aldrei 100% virkni. Snorkel er fínt í skafrenning en ef ofankoman er mikil þá er þettleiki kófsinns nálægt því sá sami í 1 metra hæð og 2 metra hæð. þannig að það er ekkert tryggt í þessu máli. samt held ég að allt sé betra en að taka loftið í innra brettinu.
06.11.2005 at 09:21 #531464Hvar eru patrolarnir að taka loftið?
Hilux, LC90, og LC120 er að taka loftið inn í innra brettinu, þá lekur snjókófið sem dekkið þyrlar upp meðfram innra brettini og ínn í loftsíuna. er þetta svipað í Patrol?
03.11.2005 at 16:26 #531214ég er með Garmin Quest frá R Sigmunds og er alveg geysilega ánægður með það. nota það á motorhjólið sem göngutæki, þegar ég fer til útlanda. og svo nota ég það í bílnum tengt með USB tengi í fartölvuna með nýju íslandskortin í nRoute forritinu frá Garmin. það sem er snilld við Garmintækin er hversu notendavæn þau eru og fljótlegt að læra á þau.
03.11.2005 at 08:02 #530786þessar upplýsingar eru í Owners manualinum og hann segir 110Nm bæði fyrir álfelgur og stálfelgur á LC90
02.11.2005 at 23:00 #530420Líklega er þetta rétt hjá þér eik. Ég henti CB stöðinni úr bílnum þegar ég hafði ekki kveikt á henni í 2 ár enda allir mínir ferðafélagar komnir með VHF fyrir löngu. það er auðvitað tóm vitleysa að kaupa stöð á 30000 þegar menn fara í örfáar ferðir á ári og það er líka spurning um hvaða stöðvar ferðafélagarnir eru að nota
02.11.2005 at 22:26 #530782það er ekki algengt að boltarnir brotni í LC90 nema að þeir hafi verið vanhertir, mishertir eða ofhertir. það borgar sig að fá sér átaksmæli og muna að nota hann alltaf þegar dekkin eru hert undir bílinn.
02.11.2005 at 22:17 #530410það sem ég átti við með mínum skrifum er það að VHF gerir fyrir mig allt sem þarf. líka spjall milli bíla enda er ég ekki feiminn við að aðrir heyri það sem ég segi. þess vegna þarf ég ekki CB né UHF
02.11.2005 at 20:35 #530400Ég held að við ættum að hvetja sem flesta að velja sér VHF þó að það kosti svolítið meira. við jeppakallarnir erum flestir með VHF, fæstir með UHF og CB sést í færri og færri bílum. Sleðamenn eru komnir með samning við 4×4 um aðgang að VHF endurvarpakerfinu, björgunarsveitir nota VHF og eru með 4×4 rásirnar inni. Við erum nokkrir motorhjólakallar sem erum komnir með VHF í hjálminn. þannig að með því að ganga í klúbbinn og fá sér VHF þá eru möguleikarnir miklir. svo er spurningin hvort klúbburinn þurfi fleiri rásir þegar umferðin er orðin svona mikil?
02.11.2005 at 19:53 #530542Arctic Trucks á hlutföllin til og Jeppaþjónustan Breytir held ég að eigi eitthvað af þessu. Nóg til og bullandi samkeppni
01.11.2005 at 23:12 #530390Eik, ertu viss um að hún geti sent á AM flugtíðnir, flestar af þessum stöðvum senda ekki á AM. ein af fáum sem getur það er VX7R sem getur sent á AM eftir moddið en krafturinn er svo lítill að flugmaðurinn heyrir ekki nema að þú sendir alveg við eyrað á honum.
01.11.2005 at 22:51 #530528Það er djöfullegt oft á tíðum að nota gamalt hlutfall. sérstaklega þessi lágu performance hlutföll. það þarf að ná alveg nákvæmlega sömu stillingu og gamla stillingin til að þau syngi ekki og endist eitthvað.
11 stk. af 5.71 8" komu fyrir viku síðan í Arctic og eru enn til.
01.11.2005 at 22:33 #530522Það er rétt hjá þér að Arctic er lens í 5,71. Eiga Jeppaþjónustan breytir þetta á lager?
vandræðin eru að til að geta pantað svona hlutföll þarf að ganga inn í pantanir frá stóru köllunum í USA Italirnir nenna ekki að setja vélarnar í gang fyrir nokkur dúsín af hlutföllum hingað á klakann.
01.11.2005 at 22:19 #530576það er ótrúlegt hvað sumir geta verið þröngsýnir. oft eru árekstrar að verða vegna þekkingarleysi og tillitsleysi. Við hljótum að hafa vit á því að bera virðingu fyrir sporti annara. við getum öll notið náttúrunnar svo fremi sem náttúran beri ekki skaða af. Stangveiði er í lagi í Elliðaánum svo fremi sem þeir gangi ekki of nærri stofninum. kæjakróður á ánum get ég ekki séð að geti skaðað nokkuð, sama er með Hestamennsku. Mótorhjólamenn. jeppakalla og göngufólk á hálendinu. þetta getur gengið allt saman með rétta hugarfarinu tillitsemi og virðingu gagnvart náttúrunni og hvort öðru.
01.11.2005 at 22:04 #530518og búið að vera til lengi
31.10.2005 at 23:50 #530554Moggi til hamingju með þinn einkaþráð hér kemur svar við spurningu þinni:
það hafa allir bílar sína galla bæði Toyotur og Nissan, sem betur fer því þá höfum við nóg að gera með að endurbæta. Mitt álit á Patrol að vélin er of lítil fyrir þetta þungann bíl og þessvegne hélt ég að þú hefðir sett kraftmeiri vél í Patrolinn þinn. en mér finnst boddýið mjög hentugt á patrol og hásingarnar eru fínar ef frá er talið framhjóllegur í ABS bílum.
31.10.2005 at 22:48 #530174(Eg færði svar til Mogga á hanns einkaþráð)
Ég veit að ljónstaðabræður hafa sett 4Runner millikassa aftan á framhlutan af LC90 millikassa sem þjónar þá sem milligír. virkar fínt.
31.10.2005 at 21:48 #530170Moggi, hvernig vél settirðu í Patrolinn þinn?
-
AuthorReplies