Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.01.2006 at 08:48 #539950
Sæll
það hlaut að koma að því að einhverjum tækist að affelga
Gaman væri að vita nokkur atriði:
1. affelgaðist að innan eða utan
2.hvaða tegund af felgum ertu með
3.hvernig eru felgurnar hversu góður kantur er eða eru þær bara þröngar eins og Patrol felgur
4. hversu langt er síðan dekkin fóru á felgurnar
5. Hvernig smurefni var notað
Kv. Freyr
p.s ég fer til Danmerkur á morgunn og verð lítið í netsambandi í vikunni.
13.01.2006 at 10:08 #538590vegna þess að þar er hægt að tjalda húsbílum og felíhýsum í fallegum rjóðrum á meðan fallegustu staðirnir í langadal eru fráteknir fyrir tjöld og við hinir verðum að vera á planinu. Ef Ferðafélagið ætlar að fá meira að gera verða þeir að búa til slóða inn dalinn svo að hægt se að lokka aðra en göngufólk með venjuleg tjöld.
13.01.2006 at 10:04 #538748Eftir því sem Stefán Bjarnason yfirsmíðameistari Jöklaskála sagði mér, þá heyta gígarnir við þröskuld Skessubollar. en eg skal spyrja hann nánar út í það. Dverga hafði ég ekki heyrt um.
ég nefndi svo gjánna sem liggur frá þröskuldi niður í Hraunvörtn Skessubollagjá því ekki fann ég eldra örnefni.
26.12.2005 at 00:07 #536998Ég og Simmi mætum kátir
18.12.2005 at 11:05 #533584Það er ekki síður ástæða til að gera mikið úr heimkomu kallsinns, ekki síður en alheimsfegurðardrottningu, Kallinn hefur staðið sig með mikilli príði og er stolt okkar Íslendinga og sérstaklega jeppakalla.
Svo er hann líka fallegur.
18.12.2005 at 11:01 #536510Ef hugsað er um öryggi í umferðinni er ljóst að þa ætti að vera sami hámarkshraði á öll farartæki. það að vörubílar og bílar með kerru skuli þurfa að aka hægar er út í hött og veldur óþarfa frammúrakstri, sem betur fer taka fáir mark á þessum lægri hamarkshraða í þágu öryggis á þjóðvegunum en í staðin eiga menn á hættu að fá himinhár sektir.
Þegar verið var að vinna í reglum um lægri hámarkshraða á 44" dekkjum var eitt af rökunum að þessi frammúrakstur veldur mun meiri hættu en hraðamunurinn getur nokkurn tíman valdið.
Þar að auki hafa aksturseiginleikar þessara bíla lagast mikið síðustu 10-15 árin því kunnátta breitingamanna hefur aukist mikið.
12.12.2005 at 20:44 #533564Ég er þvílíkt stoltur af Gunna Egils að klára þetta svona með stæl. Auðvitað finnst mér ég og fleiri heimskautafarar eiga töluvert í þessu meti hans Gunna. Bæði því við fórum á Suðurskautslandið og svo hefur maður reynt að miðla af reynslunni til Gunna. En af því að maður þekkir aðstæður þá veit ég hversu mikið afrek þetta er hjá Gunna því ekki bara að keira þangað heldur líka að leiðangurinn stendur og fellur með honum einum því hann er einn Íslendingur sem þekkir bílinn og getur ekið. og ef eitthvað klikkar sem er ekki óalgengt við svona aðstæður þá stendur Gunni einn í því. það er því mikið álag á Kallinum bæði andlega og líkamlega og þarf afreksmann á mörgum sviðum til að standa í slíku.
þetta sýnir líka hversu langt jeppamenn á íslandi eru komnir í að útbúa jeppa til að nota við erfiðustu aðstæður í heimi.
Til hamingju Gunni
Kv. Freyr
07.12.2005 at 00:12 #535112Ég hef orðið var við hið mesta rugl í þessu t. d ónefndur amerískúr bíll sambland af Möstu og Ford sem var með bæði mm bolta og tommubolta og millimetrabolta með tommuhaus í bland við hreina millimetrabolta og þá að ég hafi ekki lent í því að finna tommubolta með millimetrahaus í sama bílnum er ég nokkuð viss um að þeir hafi verið þar einhverstaðar.
Kani sem ég hitti um daginn sagði mér: we ar moving towards the metric system, inc by inc.
ég frétti að eitt farið sem átti að lenda á Mars hrapaði útaf þessu rugli með einingar
07.12.2005 at 00:02 #535176Hvenær ætli við fáum bókina á tölvutæku formi?
Ekki mennir maður að taka mikið bókasafn með Ég á nóg með 2 bindi af Ofsabókum, fuglabókina og eina eða 2 ferðafélagsbækur eftir því hvert ég er að fara.
ég man ekki eftir að hafa séð umrætt sker. ef skerið er Ofsalegt er rétt að það heiti Ofsaskerið en ef það er lítið og lélegt er réttara að það heiti Ónefnan, samanber Nafnlausi fossinn við Laufafell. ( sem reyndar er nokkuð flottur)
04.12.2005 at 09:34 #534744ég hef trú á því að við getum reiknað okkur til að miðjan lendi í rotþrónni. t. d með því að reikna út miðju reiknaðan sem miðju flatarmáls síðan væri hægt að taka tölvukeirslu að hverja flatarmálseiningu og margfalda með 1/breiddargráðunni ef það dugir ekki væri hægt að taka miðju vegalengda í alla fjallatoppa yfir 1000m margfaldaða með hæð þeirra ef enn munar einhverjum metrum þegar allt þetta hefur verið reiknað legg ég til að rotþróin verði grafin upp og færð í nafla íslands.
kv
Freyr
03.12.2005 at 21:08 #534704Er kolbeinsey tekin með eða er elipsan miðuð við stystu leið að sjó?
03.12.2005 at 20:53 #534700það er fyrst að ákveða hvað skuli ákvarða miðju landsins. t. miðju reiknaða út frá vegalengd í ystu nes og eyjar landsins. þá mundi miðjan vera líklega heldur norðar en menn halda nú vegna legu Kolbeinseyjar.
Réttara væri að reinkna út miðju flatarmáls landsins þannig að mjó nes og litlar eyjar mundu hafa minna vægi.
Ég held að réttast væri að reikna út massamiðju landsins þannig að há fjöll hefðu meira vægi og þá mundi hraun og jökulmassi hafa minna vægi vegna minni eðlismassa. reiknað væri allur massi sem er fyrir ofan meðalsjávarmál. þá væri fyrst hægt að finna rétta miðju landsins.
Nú vantar bara sjálfboðaliða sem er til í að reikna þetta.
23.11.2005 at 22:17 #533818Er örugglega nóg af kælivatni á bílnum?. ef það minkar á honum byrjar miðstöðin á því að kólna því hún er efsti punktur í kerfinu.
22.11.2005 at 23:46 #533366að gamni slepptu
það er ekki ólíklegt að lekinn í afturpúðunum valdi næjanlegu þrystifalli til að frampúðarnir nái ekki að rísa. það er spurning um að tengja frampúðana beint við þrysting framhjá ventlunum. eða loka fyrir afturpúðana þannig að þeir hafi ekki áhrif.þó að ég sé meiri gormamaður þá hef ég sett loftpúða undir marga bíla og kerrur sem þurfa að breyta viktinni mikið, þá henta loftpúðar allra best
22.11.2005 at 22:09 #533360Bara skifta þessu út fyrir gorma, þeir geta ekki lekið.
22.11.2005 at 22:01 #533732Ég held að dekk sé eins og trúarbrögð, maður drífur best á þeim dekkjum sem maður trúir á. einu sinni trúði ég á Mudder og ekki man ég eftir að hafa heyrt í þeim sönginn en dreif rosalega vel. þá sagði ég að Dick Cepek væru klaufadekk. Síðan skifti ég um trú og fór að nota 44"dick cepek og nota enn, með ægilegum sérviskum í skurði og sæpingu.
Hvernig er það var enginn Gemlingur á AT405 í túrnum síðustu helgi eða verður einhver á svona dekkjum næstu helgi með Trúðunum???
22.11.2005 at 21:50 #532500Ég hef verið með Eberspacher lofthitamiðstöð í 8 ár og hún hefur ekki klikkað 7.9.13
einnig verið með Ebberspracher vélarhitara í pólbílnum.
ég held að gæðin séu mjög svipuð á þessum
tveimur gerðum af miðstöðvum og margt skylt í þeim t.d. klukkan er greinilega búin til af sama framleiðanda. þjónustan við webasto miðstöðvarnar veit ég að er fyrsta flokks en ég hef ekki þurft að nota þjónustu við eberspracher.
22.11.2005 at 21:40 #533276Við höfum orðið varir við lítilsháttar titring í dekkjunum og ég held að það sé í þeim öllum. þetta stafar að líkindum útaf mismunandi lögun kubbana. þetta finnst í sumum bílum og öðrum ekki. t.d finnur maður þetta vel í LC120 dýrustu VX gerð ef dempararnir eru stilltir á stífasta, en aftur á moti verður maður ekki var á LC120LX með venjulegri gormafjöðrun. það var svona titringur (bara mun meiri)í prototýpudekkjunum mínum og það hvarf á nokkrum mánuðum. það verður gaman að vita hvað það tekur langann tíma að hverfa í nýju dekkjunum.
Beggi, það væri gaman að fá að henda dekkjunum þínum í mælitækin okkar og sjá hvernig titringurinn er og hvort það sé eitthvað dekk verra en hin. Dekkin eru svoldið viðkvæm fyrir réttum loftþristing og t.d. getur of mikill þristingur í léttum bíl aukið á titringinn.
22.11.2005 at 18:44 #533722gúmmíið er nú svipað, samt heldur mýkra í bananum við lágt hitastig en aðalmálið er að AT405 dekkin eru hönnuð til að vera á 12-14" breiðum felgum en Mudder er gerður fyrir 10-12" og því er lögun banans öðruvísi og kúptari.
Varðandi skurð og míkroskurð þá er það innbyggt í dekkið og því þarf ekki að eyða aukapening í það. það þarf heldur ekki að bora fyrir nöglum, en það þarf reyndar ekki heldur í Mudder
22.11.2005 at 18:08 #533716þetta er að flatarþristingurinn er mjög hár í köntunum en hlutfallslega lægri í miðjunni. á meðan flatarþristingurinn er jafnari á AT405. ég gerði mælingar á Göngugreiningartæki hjá Össur og þá kom þetta berlega í ljós.
Verðið er 35900 til 4×4 félaga, aðrir þurfa að borga meira.SKOÐIÐ ÞETTA:
http://www.4x4offroads.com/at405-radial.html
-
AuthorReplies