Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.03.2007 at 10:12 #583912
Það er rétt, það getur gert illt verra að hjólið læsist en í flestum tilfellum er það nú skárra. Fer algerlega eftir aðstæðum hverju sinni. Auðvitað er þetta mjög alvarlegur galli og greinilega tekið á honum sem slíkum.
Að taka 10 ára gamla bíla og skifta um öxla í þeim er líklega nokkuð sérstakt.
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð framleiðsu á þessum öxli en líklega er hann steiptur, síðan formaður(forced) síðan renndur, herrtur með spanstraum að flangsi því þar endar herslan og að síðustu slípaður undir legur og pakkdós . Ég tel afar ólíklegt að hann sé soðinn og engin merki þess í eða við brotsárið.
11.03.2007 at 07:24 #583908Ég þekki þetta mál nokkuð þar sem ég vann hjá Toyota á sínum tíma.
Ástæða öxulbrotanna er að slípun á pakkdósarsætinu endar í frekar grófum slípiförum í kröppum radiusi utan við dósina og hvert slípifar veldur kverkmyndun. Svo óheppilega vill til að herrsla öxulsins endar einmitt á þessu svæði. 3 vikum eftir að bíllinn kom til landsins 1997 komumst við að þessum galla. Lausn okkar var að pólera radiusin til að losna við kverkmyndunina. sú aðgerð skilaði mun betri endingu. 1999 komu frá toyota endurbættir öxlar með stærri radius og aukið þversnið þar sem hætta var á broti. úrtakan í enda öxulsins var minkuð til að auka þversniðið.
Ekki veit ég til að svoleiðis öxull hafi brotnað.
Það vill til að í þeim tilfellum sem öxull brotnar þá hangir hann á bremsudiskinum þannig að hjólið yfirgefur líklega aldrei bílinn. Mér þykir gott hjá Toyota að bregðast svona við og taka þá akvörðun að skifta um öxla í 210.000 bílum. ég vil líka hvetja þá sem eru á bílum framleiddum 1997 – 1999 og eru á 35-38" dekkjum að láta skifta um öxlana fyrr en senna.
08.02.2007 at 11:29 #579722Hús ferðafélagsins í mörkini og skoðunarstöð frumherja á Hesthálsi
08.02.2007 at 10:24 #199618Við ætlum að grúska í kortum í kvöld á opnu húsi kl 20:30. Gaman væri að sjá menn og konur sem hafa verið að ferla slóðir á tölvu eða tæki og vantar herslumunin að koma þessu á eitthvað form sem hægt er að vinna með. Við munum líka spá í ferlun í sumar og við viljum fá sem flesta með okkur í það. við getum farið yfir mismunandi aðferðir við að ferla og viðjum fá fólk til að átta sig á hversu einfalt þetta er. Endilega komið með tölvurnar ykkar og USB-kubba. ég gæti átt eitthvað af ferlum sem ég get deilt til með ykkur. Við ætlum lika bara að spá í kort og leiðir og drekka kaffi. Ofsinn safnar nú ferlum eins og frímerkjum. honum finst allt í lagi að eiga marga eins ferla. það bara eykur nákvæmnina.
20.12.2006 at 18:42 #572030þú átt að herða boltana eins og framleiðandi bílsins gefur upp. ekki meira eða minna. boltarnir þola ekki meiri herslu þó að dekkin stækki. Ef dekkin eru stækkuð er enn mikilvægara að herða alltaf með átaksmæli, og alls ekki fullherða með loftlyklinum. Ég hef séð allt of mörg dæmi um ofherslu og misherslu sem hafa valdið því að dekkin yfirgáfu bílinn.
Átaksmælir á að vera tiltækur alls staðar sem skift er um dekk og öruggast að hafa hann bara altaf kláran í bílnum
kv, Freyr
12.12.2006 at 11:23 #570922það er mjög óeðlilegt að hagsmunaaðilar eins og Ferðaþjónustan, F4x4, Jörfi og LIV séu ekki með í ráðum þegar svona frumvarp er samið. Ætli Umhverfisráðherra viti af þessu?
10.12.2006 at 22:56 #570848Allir þráðlausir þrýstinemar sem ég hef séð hingað til eru ekki nógu nákvæmir til að nota í jeppana okkar. ég er með Þrystinema inn í bíl sem er upp á +/-0,1 psi og það veitir ekkert af þessari nákvæmni, sérstaklega á 44" dekkjunum. ef einhver finnur þráðlausa þrýstinema með +/- 0,1 psi á skinsamlegu verði, þá er það einmitt sem mig vantar til að þróa úrhleipikerfið á næsta stig. Annað mál að það gengur ekki að hafa klossaðann þrystineman inn í dekkinu eins og sýnt er því að þegar dekkið lemur í felguna þegar við keirum á litlum þrýsing þá brotna nemarnir af.
10.12.2006 at 22:44 #570902já það er með túlkunina. er þetta komið í skoðunarhandbækurnar hjá US? Get ég ekki bara þá túlkað það þannig að grindin skuli ekki valda meiri skaða á bílnum mínum ef ég keiri á en ella ? skítt veri með rolluna eða annað sem ég ek á.
Mér finnst reyndar sjálfsagt að það verði tekið á því að sumir eru með hluti framan á bílunum sem eru með hvassar brúnir. það er ekkert mál í hönnuninni að koma í veg fyrir það
10.12.2006 at 21:42 #199132Haf menn ekki áhyggjur af þessari nýju Grindarreglugerð? Grillgrindur bannaðar. Aldrei hefur verið eins mikil þörf á grillgrindum eins og á nýjum bílum í dag. það er enginn stuðari á þeim , bara plastdrasl sem fer í klessu í fyrsta árbakka. Maður sér framm á stórtjón á bílum þegar farið er í venjulegar vetrarferðir. Er tækninefndin að vinna í því að laga þessi ólög sem henta alls ekki við íslenskar aðstæður? þetta eru reglur sem eru teknar beint frá evrópu þar sem aðstæður eru allt aðrar.
18.11.2006 at 17:52 #568184fyrir Snjóakstur er Mudder, Ground hawk og AT405 sem virðast virka best vegna þess að þau eru með þunnar hliðar og föst á felgunni, Ég verð að viðurkenna að AT 405 hefur ekki mikla reynslu á bak við sig, ég er búinn að vera á svona dekkjum í 4 ár en fyrsta framleiðsla kom fyrir einu ári.
Það eru komin Ný 38" DC sem eru með stífari hliðar en þau gömlu en virðast samt leggjast þokkalega, sama má segja um MT dekkin, Bæði þessi dekk er útilokað að nota í snjóakstur án Beadlock. því þau eru mjög laus á felgunni. en bæði eru úrvals malbiksdekk.
18.11.2006 at 17:44 #568440Ég mæli með að þið athugið rafeimana hjá mínum gömlu félögum í varahlutaverslun Toyota. þeir eru með geima sem hafa reynst mér vel og á fínu verði. þetta eru lokaðir syrugeimar. Ég ætla þangað eftirhelgi og kaupa geimi í frúarbílinn, Gamli orginal geimirinn entist í 12 ár, það er óeðlilega góð ending.
Catepillar Geimarnir þykja bestu geimarnir en þeir eru dyrir og í undarlegum stærðum. Catepillarinn er með betri festingar á sellunum af öllum geimum og þola ótrúlega hristing og illa meðferð rafmagnslega séð. þeir eru góð kaup ef maður tímir og hefur möguleika á að nota þessar skrítnu stærðir. Ég var með Catepillar í Pólbílnum og þeir voru góðir.
22.10.2006 at 22:19 #564800Lúther ertu búinn að gleima að það er slóði niður að Hveravöllum frá Oddnýjarhnjúk og niður með girðingunni. sá slóði nær upp að jökli og líklega í fínu lagi núna. slóðin liggur frá girðinar horni og með vatnaskilum að jökli. ef sloðin er ekki a korti sem akveðinn syslumaður notar erum við allir misindismenn þar með- taldir Girðingarverðir
15.10.2006 at 22:12 #563614En þau eru meira en hálfslitin
Það er langt síðan þau voru framleidd síðast og orðin sjaldgæf.
þau fást á 10000 kr stk. en ég vona samt að þú finnir eitthvað minna slitið. ef ekki þá nærðu mér í
s.6641102
22.02.2006 at 11:33 #543896Það fer nú eftir aðstæðum, en við svipaðar aðstæður t.d á Lónsheiði þar sem úrrensli og grjóthrun hamlaði ferð okkar lítilsháttar, þá komumst við með smá þolinmæði, skóflum og járnköllum, og ef við hefðum haft spilið með þá hefði þetta verið enn auðveldara. svona ferðir í góðu veðri og glíma við smávandamál getur verið mjög skemtilegt, ef það eru ekki margra tonna björg sem hamla ferð.
20.02.2006 at 13:47 #543480I langlokunni hans Ofsa talar hann um að þið feðgarnir hafið sloppið, en svo er verið að óska góðs bata, komu einhver eftirköst ?
Setti inn 2000 kall til að stuðla að því að þeir feðgar komist sem fyrst á fjöll aftur.
15.02.2006 at 12:48 #542724þá fara hugsanir að snúast um ymislegt sem bíður heima. þessvegna hafa líklega geirvörtur fengið sitt nafn og neðarlega í síðujökli er Snípur og Brúskur. þess vegna fannst mér réttnefni á skerið, Skapabarmur, ég var líka buinn að vera nokkuð lengi þá á jöklum, algerlega "kvennmanslaus í kulda og trekki "eins og segir í kvæðinu
14.02.2006 at 20:18 #542594Siv fær hrós hjá mér fyrir að styðja okkur 4×4 menn og motorhjólamenn í baráttuni og fyrir að vera svona félagslynd. Við verðum að koma henni aftur í umhverfisráðuneitið eða þar sem hún fær sem best tækifæri til að vinna að okkar málum.
Vefstjórarnir fá hrós fyrir að halda þessum vef gangandi þrátt fyrir oft á tíðum ósanngjarna gagnrýni.
14.02.2006 at 20:12 #542712Við fórum á þetta sker 2004 þegar rafstöðin var sett upp á Grímsfjall, þá nefndi ég skerið öðru nafni og ekki eins virðulegu, ég styð það að þetta sker verð kallað Húsbóndi því að það eru líkur að þetta verði hið myndarlegasta fjall þegar fram í sækir, ef jökulbráðnun verður svona mikil áfram
31.01.2006 at 15:17 #540520Skoðið líka nýja heimasíðu
arctictrucks.is
þeir eru búnir að vinna svakalega í síðunni t.d eru flestar vörurnar komnar þar
26.01.2006 at 18:20 #540186Eg gæti truad ad Thetta namskeid væri mjog gott enda fair med meiri getu ad midla af reynslu sinni i vatnasulli en GOP. tho hann kunni enginn ørnefni. Serstaklega i kring um Jøkulheima
Tuborgkvedja fra Køben
Freyr
-
AuthorReplies