Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.12.2007 at 00:28 #606546
það er alveg ljóst að grindur valda í langflestum tilfellum minni skaða á þeim bíl sem ber grindina, en ég er hræddur um að það sé ekki það sem átt er við. Hvað er það sem við getum getum til að þessi reglugerð taki ekki gildi, Við höfum greinilega verið alvarlega sofandi því þetta er ein versta atlaga að jeppamennsku á íslandi í langann tíma og enginn hefur sagt orð á móti þessu. Aldrei hefur verið eins mikil nauðsyn að vera með grillgrindur en nú þegar það eru ekki lengur stuðarar á nýrri bílum heldur bara eitthvað plastdrasl sem verður eftir í næstu á sem farið er yfir að vetri til. og þá er mér að mæta því sem umhverfisnefndarmanni sárnar mér ef menn skilja eftir rusl í náttúrinni.
þessi reglugerðarómynd kamur frá Brussel en Svíar og Finnar tóku hana ekki upp því þar er löng hefð fyrir grindum og aukaljósum. auðvitað eigum við að gera slíkt hið sama. Ég lýsi hérmeð eftir mönnum til að vinna í þessu að þessi reglugerð taki ekki gildi því það er ekki hægt að fara eftir henni.
kv. Freyr fyrrverandi Tækninefndarmaður.
04.12.2007 at 11:58 #605404þetta lítur út fyrir að vera mjög gott. það er ástæða til að hvetja fólk til að nýta sér afsláttinn hjá shell til að skeljungsmenn sjái eftir árið að þetta eru umtalsverð viðskipti.
01.12.2007 at 10:30 #605222Bjarni blikk seldi formverk með brettaköntunum og stofnaði Fisverk sem framleiða húsin. ég get mælt með þessum húsum, búinn að ferðast með svona Fis um allt hálendið og mikið á jöklum líka í 12 ár.
prófaðu að hringja í Bjarna í síma 6916060 þú þarft örugglega að panta fljótlega til að geta fengið hús fyrir sumarið. Bílaleigurnar eru duglegar að panta hjá honum.
12.10.2007 at 11:16 #599626mickey tompson baja belted dekkin hafa verið prófuð hér margoft, gallinn er sá að það eru bara 39" há en hlutfalslega of breið þannig að fyrirstaðan í mörgum gerðum færis er of mikil, þ.e. breidd miðað við hæð er of mikil til að henta. Ég held að eftir þá reynslu sem komin er á AT405 dekkin að þau séu ekki síðri til úrhleipinga en Mödderinn, enda þunnar hliðar í dekkjunum.
12.10.2007 at 08:06 #200953þessa dagana er víða vot jörð vegna rigninga undanfarfanar vikur. ég vil hvetja menn til að hlífa moldarslóðum eftir því sem hægt er og beina ferðamennskunni á slóðir sem er meira hraun og sandur. Mosfellsheiði og umhverfi Reykjavíkur er líklega viðkvæmt núna en skjaldbreiðarsvæðið og heklusvæðið blotnar ekki mikið, það hripar svo vel í gegn
12.10.2007 at 07:57 #599620Dekkin verða framleidd fyrir Arctic trucks að ég held einu sinni á ári svo við getum fengið þau í framtíðinni.
kv Freyr sem er óháður
31.08.2007 at 10:50 #594990Ekki væri verra að fá sóðalegt kaffi í Nornabæli þegar við komum þangað. en hafi þið Sóðar skoðun á því hvar stikaða leiðin á að liggja? er það ekki helst þar sem von er á krapapittum og veseni?
29.08.2007 at 21:51 #595712já nú verður nóg að gera fyrir tækninefndina. það þarf að passa að stjórnvöld setji ekki á reglur sem að astæðulausu hamla eðlilegri þróun í breytingum á bílum. ég er ekki að tala um að reykmökkurinn verði leifður eins mikill og maður sér úr sumum bílum en það er hægt að auka kraft í Dísilvélum án þess að bæta við reykmengun með því að láta vélarnar fá meira loft með Intercooler, opnara pústi, og hærri turboþrýsting. þessu fylgir að það þarf að setja tölvukubb í suma bíla og aðrir eru skrúfaðir upp í olíuverki. það er hægt að mæla reykmengun fra bílunum. þó er erfitt að fá góðar niðurstöður mælinga með þeim aðferðum sem eru viðhafðar í bifreiaskoðun nú með því að mæla álagslaust. Sótsíur (katalisatorar( eru kanski ágætar en það er hætt við að gömlum vélum líði ekki vel með þær og að þær verði fljótt ónytar.
þegar ég fundaði í Japan um þetta mál einu sinni þá vildu tæknimenn Toyota ekki garantera vélarnar ef það yrðu settir aukakatalisatorar á vélarnar.
kv. Freyr
29.08.2007 at 11:43 #5949721500 fyrir aðra
kv, Freyr
29.08.2007 at 10:51 #594968Villi skálastjóri bað mig um að rukka skálagjöldin. það væri fínt ef fólk hefð með sér pening (það eru pappírsbleðlar sem prentaðir eru í seðlabankanum og voru mikið notaðir í gamla daga)
þá er hægt að ganga frá skálagjöldum á staðnum. posi Jöklafélagsins nær engu sambandi þarna innfrá.
kv Freyr
26.08.2007 at 22:47 #5949501 fullorðinn +10 vetra strakur
19.06.2007 at 17:53 #592130Kv. Freyr
16.06.2007 at 21:22 #592560Ódýrasta leiðin er eflaust að fara í Arctic truks og kaupa álkassa þar og festa á beislið, þeir eiga nokkrar stærðir.
önnur leið er að tala við Briddabilt/Prófílstál, KE málmsmíði eða áliðjuna og láta þá smíða kassa.
þriðja leiðin er að fá Fiberkassa hja´Formverk eða Fisverk, Bjarni Blikk smíðaði flottan kassa en ég veit ekki hvort hann seldi mótið með fyrirtækinu.
Kv Freyr
10.06.2007 at 10:09 #592300Þegar við þveruðum Grænlandsjökul frá vestri til austurs þá komum við í dye 3 stöðina, sú stöð er nánast ósnortin fra því í desember 1989 og jólaskrautið er enn uppi. þegar við fórum svo fra austri til vesturs komum við í dye 2 stöðina, hún er mun meira skemmd því þar hefur verið mikil umferð ferðamanna sem haf verið að þvera jökulinn og þar hafa lika staðið yfir lendingaæfingar bandaríska hersins í fjölda ára og margir flugmanna eflaust farið í stöðina og náð sér í mynjagripi. ég á fullt af myndum.
Kv Freyr
06.06.2007 at 20:56 #592206Ef þetta er Hiluxinn þinn með heilli framhásingu, þá hefur mér reynst ágætlega 6°spindilhalli. Næjanlega mikill til að hann stýri vel og ekki of mikill til að það þurfi að hanga í stýrinu í hliðarvindi eða á kúptum vegi.
þú átt eflaust eftir að fá ráðleggingar um spindilhalla allt frá 2° upp í 14°. en er spindilhallinn er lítill þa verður bíllinn ekki eins rásfastur og ef hann er of mikill þá fer hliðarálag eins og vindur og hliðarhalli að valda leiðindum.
01.05.2007 at 11:18 #589946Eina hættan við að hækka félagsgjaldið er að ef það er of hátt þá getur það fælt frá félaga. Við þurfum að hafa sem mestan fjölda til að hafa nógu marga á bak við okkur í hagsmunabaráttuni. Ég held að 6000 sé ekki það há tala að hún fæli frá ef fólk veit af þeim hlunnindum sem fylgja aðild að félaginu. miklir afslættir eru fljótir að borga upp félagsgjaldið, aðgangur að VHF, og tala nú ekki um það starf sem er unnið í sjálfboðaliðastarfi fyrir hagsmunum okkar.
01.05.2007 at 10:46 #583938Það eina sem við getum gert er að hvetja alla sem eiga LC90 frá þessum árum að fara niður á Nýbýlaveg sem fyrst og láta skifta um öxla, því þetta er alvarlegur galli og Toyota tekur á þessu sem slíku. Margir aðrir bílaframleiðendur mættu taka Toyota sér til fyrirmyndar að taka svona á málum.
Annað sem bílaframleiðendur ættu að gera er að horfa meira hingað á það sem jeppamenn á Íslandi eru að gera því hér hefur safnast mikil þekking og reynsla á drifbúnaði fjöðrun og undirvagni. auk þess eru innan breytingageirans á Íslandi, vel mentaðir menn sem jafnast fyllilega á við verkfræðinga Bílaframleiðenda.
Toyota undirvagnsdeildin hefur leitað hingað þar sem þeir telja með erfiðustu aðstæðum sem jeppar geta komist í.kv. Freyr (nú óháður Toyotamaður)
01.05.2007 at 02:04 #583934Búinn að komast að því með óyggjandi hætti að meintur öxull er ekki samsoðin.
Kv. Freyr
01.05.2007 at 01:43 #589722það er þetta tvent sem tækninefnd verður að beita sér að nú á næstu vikum.
Jeppar í dag eru fæstir með stuðara heldur eitthvað plastdrasl. Til að geta ekið upp úr klakaám er nausynlegt að setja einhverj styrkingu framan á bílinn. t.d. grillgrind.
Grillgrind, við getum gert þá krófu að grillgrind skuli vera formuð eftir lagi bílsins og engin útstæð brún skuli hafa minni radíus en 5mm. sem gerir það af verkum að það eru engin hvöss horn.
það að banna grillgrindur er slgerlega út í hött eins og jeppar eru byggðir í dag.
það eru margar tæknilegar forsendur fyrir að leyfa að hækka heildarþyngd jeppa. þeir þurfa að fjaðra ,bera og bremsa. það eru engin geimferðavísindi í þessu. hásingar þurfa að bera bílinn, hásingarrörið burðarlega, það er hægt að reikna það út. hjóllegur er hægt að reikna út sk. stöðlum frá leguframleiðendum. nýjir gormar eða fjaðrir er lika hæagt að fá mælda. Bremsur er hægt að mæla á bremsuprófunartæki bifreiðaskoðunnar.
ég held að við´ættum aldrey þessu vant að fara að dæmi Norðmanna og leyfa aukna heildarþyngd, ef menn skifra um Gorma eða fjaðrir og skifti um bremsudiska og setja betri diska til að bæta bremsugetuna.
01.05.2007 at 01:00 #589916Eg hef verið lengi í klúbbnum og verð að segja að Benni er líklega einn af þeim bestu sem starfað hefur fyrir klúbbinn.
Á þessu ári þar sem barátta fyrir okkar tilveru hefur verið mikil hefur verið gott að eiga hann að með öll hans tengsl. Vonandi kemur hann til baka þegar hann er búinn að vinna úr sínum og sinna málum. Við verðum að gefa honum stuðning til þess.
Agnesi tel ég góðan kost.
Kv. Freyr
-
AuthorReplies