Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.09.2008 at 13:08 #629500
Ég lenti þarna í því að skrippla á kúlugrjótinu í þessari brekku, hleipti þá úr niður í 5 pund á 38" sumardekkjunum og þá komumst við ágætlega upp, ég með kamper á pallinum og félagi minn með tjaldvagn aftaní.
kv, Freyr
11.09.2008 at 08:31 #628624við verðum 1+1 hraustur 11 ára strákur.
við getum sofið í campernumkv, Freyr
02.09.2008 at 16:35 #628602mér er sama þó ég sofi í campernum
þannig að ekki þarf að gera ráð fyrir skálaplássi fyrir mig og mína,
15.08.2008 at 16:54 #627436Ég skal lofa því vera þarna eins og grár köttur
Heyrst hefur að umhverfisnefndin ætli að selja Rollur á fæti. því ef maður á rollu einhverstaðar þá má aka utanvega. það er sérstaklega gott ef hún er týnd.
Heyrst hefur að Snorri Ingimars ætli að vera með kynningu á gamla gufunesradióinu og sýna félagsmönnum fram á hversu miklir Nördar Amatörarnir í félaginu eru
kv. Freyr
23.07.2008 at 13:08 #626272þennan willys á Ómar Hafliðason Jökulheimabóndi
og fjallabílstjóri hjá Guðmundi Jónassyni.
þetta er 1946 model af landbunaðarjeppa med Egilshusi. hann er med flattheddara um 18 hestofl sem skiluðu honum og eigandanum agætlega til Jökulheima síðustu helgi
kv, Freyr
10.07.2008 at 13:29 #625558það er mjög mikilvægt í þessu að miðjan í felgunni sem gengur upp á nafið passi vel og sé ekki frítt um meira en 0.1-0.2mm. ég lét sjóða hringi inn í miðjuna sem voru svo renndir út í rétt mál. það minkaði hreifinguna á felgunum mikið og ég hætti að brjóta boltana
kv, Freyr
09.06.2008 at 13:33 #623598við komum líklega bara 2 feðgarnir því stelpurnar minar eru uppteknar í öðru
Kv, Freyr
03.05.2008 at 09:22 #622002Ég hef lengi heirt orðróm um að einhvertíman hafi muddermunstrið mjókkað. ég hef aldrei fengið örugga staðfestingu á því. Mín kenning er sú að vegna þess hvernig munstrið er í laginu þá breikkar Mudderinn mjög hratt þegar hann slitnar. Mudderinn er gerður fyrir 10" breiðar felgur og þegar hann er settur á 12" eða breiðari þá slitnar hann fyrst mjög hratt í köntunum og þá breikkar snertiflöturinn.
kv, Freyr
28.04.2008 at 17:30 #621620þetta var í aðalfundarboði sem var sent heim.
ég ætla her með að auglýsa eftir berta nafni á áróðursnefnd. hvað með kynningarnefnd .eða P.G. nefnd(propaganda).
kv. Freyr R26
28.04.2008 at 16:37 #202361Ég var að lesa aðalfundarboðið og rak augun í eitt atriði sem mig langar til að fá umræðu um það er að það á að fækka í 3 í tækninefnd
hvað er það sem veldur því?
Er svona lítið að gera hjá tækninefnd að það þurfi bara 3
Þegar ég var í tækninefnd þá var mikill slagur við stjörnvöld og það veitti ekki af 5 manns, en nú þarf að halda vöku sinni þegar yfir okkur dembist alls konar reglugerðafargan frá evrópu
Best er að mynnast grindarreglugerðinni, þar sem tækninefndinni tókst að afstyra miklu slysi á snilldarlegan hátt
Nú er hámarksþyngdarmörkin að hamla eðlilegri þróun á jeppabreytingum
Kanski þarf bara 3 í takninefnd núna en gaman væri að vita hvað er það sem vakir fyrir þeim sem leggur fram þessar tillögur
annað er áróðursnefnd, það er vont orð fyrir annars nefnd sem gæti verið mjög mikilvæg og hjálpað mikið í hagsmunabaráttu okkar.
Kv, Freyr R26
18.03.2008 at 17:34 #617814þetta er óheillaþróun, en eins og bæklingurinn lítur vel út þá stefnir allt í að við verðum með fjölmörg kerfi sem öll eru miklum takmörkunum háð og sorglegt að ekkert símafyrirtækjana sjái sér hag í að vera með símkerfi sem vinnur á 450 MHz og þar af leiðandi langdrægt í alvöru. ég legg til að við förum að dusta rykið af gömlu gufunesstöðvunum sem eru í raun eina alvöru öryggistækið. ég er mjög hræddur um að við förum að sjá alvarleg slys sem má rekja til lélegs sambands og ef það gerist þá má alveg réttlæta að henda öllum þessum kerfum og setja upp alvöru langdrægt kerfi.
kv. Freyr
10.03.2008 at 14:12 #616460Ég er með
kv. Freyr
26.02.2008 at 13:53 #615266Ég er enn á þessum bíl, búinn að vera í 15 ár og hann batnar bara með árunum og eflist við hverja raun eins og sannur íþróttamaður . Hann fékk LC80 áfturhásingu 1995 og hann fékk nýja 3 lítra vél 1997 síðan fékk hann ýmsa nýja boddýhluti 2004 og málningu,
þar að auki hefur hann fengið ýmsa nýja hluti til viðhalds. þannig að hann er í toppstandi greijið.Ég hef ekki fundið neinn bíl sem getur komið í staðinn og er alltaf að leita þvi að það kemur í mann öðru hverju fiðringur að kaupa nýjan, en sá fiðringur lagast alltaf þegar ég fer í ferð á þeim gamla því hann er svo góður.
Léttur sterkur bíll á 44" dekkjum er ágætis formúla.
kv. Freyr
08.01.2008 at 09:33 #609570Ég verð að hrósa tækninefndinni í þessu grindarmáli. loksins þegar tækninefndin hrökk í gang, þá festist hún í botni og vann virkilega vel í grindarmálinu. nú er bara að slá ekki af því málin eru mörg frammundan. Heildarþyngdarmálið er mjög mikilvægt fyrir okkur. ferðaþjónustan er á mörkunum með marga af sínum bílum og það að geta ekki hækkað heildarþyngd stendur áframhaldandi þróun breytinga fyrir þrifum. því þróun breytinga heldur áfram vonandi stöðugt um ókomin ár.
Kv. Freyr
04.01.2008 at 22:35 #608692Var að skoða LC200 áðan. þetta er flottur bíll og líklega besti kosturinn á markaðnum í þessum verðflokki. sérstaklega V8 Disillinn sem er 650Nm og 6 gíra skifting þar sem 5 og 6 eru overdrive. það er nýtt stærra framdrif 8,7" í sterku"rússadrifhúsi" (drifhúsið er boltað saman á hlið) Tundran í USA er líklega með sama drifið svo væntanlega verður fljótlega hægt að fá í hann læsingar og lægri drif. afturdrifið er sama gamla góða 9,5" sem aldrei klikkar og hefur verið í land Cruiser frá upphafi. ég sakna driflássins í afturdrifinu en mér var sagt að hann hefði átt að vera þar(gæti verið mistök í pöntun á bílnum hingað)millikassinn er nýr og betri, svipaður og í LC120 með læsanlegu Torsen drifi og 60/40 afldreifingu. bensínbíllinn er minna spennandi .Gamla vélin sem ekki togar mikið og bíllinn er líklega þyngri, en hann er fáanlegur með Crawl control sem var m.a. þróað á Íslandi og virkar vonandi nokkuð vel.
bíllin verður örugglega mjög flottur á 35 eða 37" fyrir rólegri jeppamennina en þarf örugglega 44" eða stærra til að gera góða hluti á jöklum við verstu aðstæður.
20.12.2007 at 19:08 #606598Neiðarfundur í Mörkinni kl 20 30 um Grindarreglugerðina hræðilegu
þatta kemur okkur við fyrr eða síðar
17.12.2007 at 15:45 #606584kl. hvað eigum við að hittast?
16.12.2007 at 18:34 #606770hann gleimir ingripsgráðunni í þessum pælingum. ingripsgráðan er töluvert minni í 571 heldur en 410 og þessvegna er 571 mun veikara.
aftur á móti er það svoleiðis að flest aftermarket drif eru með öðruvísi töku sem gerir þau sterkari en endingarminni en ella. Takan á tönninni er innar á kambinum og undir átaki svignar allt draslið (pinjóninn mest)þannig að undir miklu álagi tekur á miðri tönnini. gallinn við þetta og ástæðan fyrir því að orginal drif eru ekki svona er að endingin er sjaldnast mörg hundruð þúsund km.
kv. Freyr
16.12.2007 at 16:30 #606580ég er nú ekki sá sleypasti í sænskunni en mér sýnist standa þarna neðst að Hedvig segir hvers vegna á ekki að banna grindurnar að þær séu fínar í vildmarken en ekki svo góðar í borgum. ég hef frá Arctic í noregi að þær séu ekki bannaðar í Svíþjóð og Finnlandi en því miður er allt bannað sem hægt er að banna í Noregi enda Norðmenn duglegir að setja bönn á allt sem þeir geta. (samt er hægt að auka Heildarþyngd Jeppa í Noregi að uppfylltum skilyrðum um bremsur og gorma)
Kv Freyr
15.12.2007 at 09:33 #606574það væri gaman að vita hvernig reglugerðin er í Svíþjóð og Finnlandi þar sem grindur og aukaljós eru leifð þó að þeir séu í EB, ég hef grun um að hún hljómi einhvernvegin eins og gamla evrópureglugerðin þar sem enginn útvísandi radius sé hvassari en 5mm og grindin verður að fylgja formi bílsins. Er einhver sem hefur möguleika á að grafa þá reglugerð upp? einhver góður í internetleit. eða með sambönd í þennan geira í þessum löndum.
Svíar og Finnar hefa langa hefð eins og við í notkun aukaljósa og grinda vegna allskona dýra sem þ´vælast á götunum og slæms skyggnis. við erum með sambærilegar aðstæþur með Hesta kindur og jarnvel heilu hreindyrahjarðirnar á vegum landsins. ásamt vondu skyggni. það getur verið spurning um manslíf að hafa bílinn sæmilega sterkan að framan.
-
AuthorReplies