Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.02.2004 at 09:53 #488314
Eg er nú það pjattaður með felgurnar mínar að ég er hættur að nota stálventla þó að þeir séu sterkari.
álfelgur tærast undan stálventlum og stálfelgur ryðga.
Gúmmíventlarnir eru mun betri hvað þetta varðar,
gúmmíventlarnir fúna með tímanum og geta dottið af en ef maður er með tvo ventla er mjög ólíklegt að báðir fari í einu. það er þá hægt að troða tappa í gatið ef annar brotnar af ef maður er með tappasettið með sér.
Annars hefur þetta ekki verið vandamál því maður er nú alltaf að skoða ventlana og þá er hægt að skifta um þá í tíma þegar þeir byrja að springa.
12.02.2004 at 09:53 #493611Eg er nú það pjattaður með felgurnar mínar að ég er hættur að nota stálventla þó að þeir séu sterkari.
álfelgur tærast undan stálventlum og stálfelgur ryðga.
Gúmmíventlarnir eru mun betri hvað þetta varðar,
gúmmíventlarnir fúna með tímanum og geta dottið af en ef maður er með tvo ventla er mjög ólíklegt að báðir fari í einu. það er þá hægt að troða tappa í gatið ef annar brotnar af ef maður er með tappasettið með sér.
Annars hefur þetta ekki verið vandamál því maður er nú alltaf að skoða ventlana og þá er hægt að skifta um þá í tíma þegar þeir byrja að springa.
12.02.2004 at 09:45 #488330Það er ástæða fyrir því að við erum ekki með lengri felgubolta er sú að það eru til aðrar betri lausnir
fyrst er að kaupa felgur sem passa án millileggs
millileggin hafa reynst illa því þegar er kominn þessi tviskinnungur undir felguna hefur hún átt það til að losna og yfirgefa bílinn sem er mjög óþægilegt.
annað er að ef maður vill nota felgur sem þurfa millilegg vegna efnahagslegra ástæðna þá eru til felgurær með háls sem gengur inn í gatið á felgunni og bætir við þónokkuð mörgum gengjum.
Smiði á lengri felguboltum er mjög dýr þeir þurfa að vera úr mjög góðu efni sem erfitt er að renna, svo dýr að það er jafnvel ódýrara kaupa aðrar felgur sem passa.
12.02.2004 at 09:45 #493651Það er ástæða fyrir því að við erum ekki með lengri felgubolta er sú að það eru til aðrar betri lausnir
fyrst er að kaupa felgur sem passa án millileggs
millileggin hafa reynst illa því þegar er kominn þessi tviskinnungur undir felguna hefur hún átt það til að losna og yfirgefa bílinn sem er mjög óþægilegt.
annað er að ef maður vill nota felgur sem þurfa millilegg vegna efnahagslegra ástæðna þá eru til felgurær með háls sem gengur inn í gatið á felgunni og bætir við þónokkuð mörgum gengjum.
Smiði á lengri felguboltum er mjög dýr þeir þurfa að vera úr mjög góðu efni sem erfitt er að renna, svo dýr að það er jafnvel ódýrara kaupa aðrar felgur sem passa.
28.01.2004 at 09:40 #486176Þeð er ekki spurning að það gefur mun betra grip að mikroskera þannig að ég vil ráðleggja að gera það. Mikroskurðurinn virkar mun betur en naglar í mörgum tilfellum, það er bara á tiltöllega sléttum ís sem naglarnir virka betur, en þá er það líka bara naglar sem virka. sjálfur er ég með sumardekkin mikriskorin og nota þau í allt nema ferðir, vetrardekkin er ég með mikroskorin í miðjunni og nelgt í öxlunum. fyrir tíma mikroskurðar var ég með 400 nagla í hverju dekki, nú eru bara 100 og virkar mun betur.
28.01.2004 at 09:30 #486208Ég á einn Hilux sem ég er venjulega með á 38 en bregð 44" undir í túra. það er að minsta kosti svo hjá mér að þá Hilux drífi vel á 38" þá nenni ég ekki að fara í alvöru túra á öðru en 44".
það er reyndar eitt sem ég vil ráðleggja af biturri reynslu: Hilux afturhásingin þolir illa 44" dekk, þegar ég var búninn að keira í 2 ár á henni var ég búinn með 4 drif (4.88) og búinn að tapa öðru hjólinu útaf öxulbroti, þá skoðaði ég hinn öxullinn, Hann átti ekkert eftir þannig að ég setti undir hann 9,5" Landcruiser hásingu með fljótandi, hún hefur tollað í lagi síðan það eru líklega 8 eða 9 ár síðan.kveðja Freyr
24.11.2003 at 15:30 #481190Algengasta bilunin er að mótorinn er fullur af vatni og skít.
ég hef náð að halda þessu í lagi hjá mér með því að opna mótorinn og smirja betur, vaselin á snerturnar og koppafeiti í gírinn, síðan hef ég sett silikon pakkningarefni með ohringnum sem á að þétta húsið, það vill tærast meðfram honum og þá fer hann að leka. það er öndunarslanga sem liggur frá motornum upp í grind, hana hef ég framleingt inn í hús. síðan þegar motorinn er settur á er gott aðp setja koparfeiti á stútinn og fylla svo rymið milli hásingar og motors af feiti.
eitt enn: það er að setja hvítu pluggafeitina frá Wurth í pluggin.
Svo er bara að fara á fjöll og nota þetta reglulega
Kv. Freyr
24.11.2003 at 15:22 #481324Við Trukkarnir fórum yfir Langjökul um helgina.
Jökullinn var nokkuð góður en örugglega grunnt á sprungum sumstaðar. Lentum í 1 sprungu sem var í austanverðri bungunni sem er vestast en þar sem við vorum á mikilli siglingu þá kom það ekki að sök. annars sáust ágætlega sprungukollar norðan í þursaborg og líka efst í þrístapajöklinum.(akkúrat í leiðinni frá hábungu og að þursaborg)
Við fórum svo niður á Hveravelli hjá Oddnýjarhnjúk
Við fórum ekkert nálægt Skálpanesi eins og einhverstaðar er nefnt á vefnum
Eg mundi mæla með að menn fari helst ekki á jökulinn nema í þokkaleguskyggni því sumstaðar eru sprungukollar þar sem menn eru vanir að aka.kv. Freyr
30.10.2003 at 10:01 #479364Það er nauðsynlegt að vara með svona hitamæli ef maður er að fikta í inspítingunni eða olíuverkinu á vélinni
Mer hefur sýnst að hitinn þurfi að vera undir 700-750°C á bíl með álhedd.
Við höfum látið búa til fyrir okkur hitamæli með LCD skjá, nákvæmnin +/-2°C. Hann fæst í búðinni hjá Arctic og kostar 29050 mínus 10% fyrir félaga. Ég hef prufað nokkra mæla í gegn um tíðina og þessi er sá langbesti, og langþægilegast að koma honum fyrir, 1/8 snittað í pústgreinina
21.05.2003 at 14:39 #473642Sælir
Ég er nú sá sem hvatti til að þessar vélar yrðu keiptar til landsins
Það er rétt að í "alvöru hálku" þá virkar ekkert nema naglar
Alvöru hálka er þá blautt glærasvell.
aftur á móti ef ísinn er þurr og örlítið hrjúfur t.d. slitinn eftir nagla, þá virkar mikróskurðurinn ágætlega og á þjöppuðum snjó virka mikroskurður betur en naglar því þjappaður snjór rispast auðveldlega af nöglum en þessar mörgu brúnir sem mikroskurðurinn gefur. veldur meira gripi.
Sjálfur var ég alltaf með 300 nagla í hverju dekki sem ég nota á veturna en nú hef ég fækkað þeim í rúmlega 100 og læt svo mikroskera sem mest.
varðandi slit þá er eina marktæka rannsóknin frá Noregi þar sem flutningabílar hjá einu fyrirtæki aka suður alla evrópu. þeir vilja meina að mikroskorin dekk endist ca 20% betur.
Sjálfur hef ég ekki orðið var við mikin mun á sliti en það er ekki að marka það eins og veturnir hafa verið snjóléttir undanfarið, en mín tilfinning er sú að dekkin endist heldur betur en óskorin.
Ekki hef ég orðið var við breytingu á hljóði.
Eitt sem kom á óvart var að dekkin fljóta síður upp í vatni t.d. í stlitrásunum á Keflavíkurveginum
Ástæðan fyrir því að dekk koma ekki míkroskorin frá framleiðanda er að dekkin sem við höfum verið að kaupa eru ekki gerð fyrir snjó heldur drullu (Mudder og Ground hawk) eða sand.
kv.
Freyr
13.05.2003 at 10:51 #473292Nú get ég ekki orða bundist
kvíslin heitir Grindakvisl og fjöllin heita Kerlingar
Það er stóralvarlegt mál að reyna að breyta örnefnum og mjög slæmt ef það kemst á prent í góðum bókum.
þeir feðgar Gísli og Pétur eiga heiður af mörgum góðum örnefnum en það er fulllangt gengið að fara að breyta örnefnum sem þegar eru til.
Það getur líka valdið miskilning þegar mikið liggur við t.d í björgunarstörfum, þegar einn þekkir eitt örnefni og annað þekkir hitt.
Hafa skal það er sannara reynist
Kv. Freyr
02.04.2003 at 14:30 #471946Líttu á Dimmer relayið. það er notað til að skifta milli háa og lága geislans það brennur stundum sérstaklega þegar maður setur stærri perur í aðalljósin en eiga að vera
kv. Freyr
24.03.2003 at 11:07 #471380það er vandkvæðum bundið að gera þetta því að nú er turboið að blása um 12 psi og ef þú eyur það þá fær vélatölvan villuboð og slær af eldsneitismagninu. það sem best er að gera er að snitta 6mm slöngustút í sogreinina vélarmegin við intercoolerinn og tengja vastgateventilinn þar. þá nemur vastgatið þristinginn sem fer inn á vél en ekki þann sem er út úr turbínu.
kveðja
06.02.2003 at 10:44 #468000Ég mundi ráðleggja að sleppa þessum aukakostnað, henda henni og fá þér VHF. Mín CB er líka biluð og það verður ekki gert við hana aftur.
29.01.2003 at 09:53 #467178Það er svoleiðis með nýja Cruiserinn að nú er verið að taka mót af köntunum. það hefur tekið lengri tíma en áætlað var m.a. vegna þess að við þurftum að breikka þá örlítið.
Við vonumst til að bremsuframleiðendur okkar standi við sínar áætlanir og við fáum bremsur í Mars.
við erum búnir að profa þessar "minni" bremsur og þar virka sambærilegaq við orginalinn vegna þess að við stækkum dælurnar og gerum diskinn þikkari.
35" bíllinn er tilbúinn til að fara í kantasmíði og fer í það í vikunni.Fór í Laugarnar á síðasta laugardag. þar var botnlaust púður og mikið gaman.
förum þangað sem snjórinn er, það þíðir ekkert að bíða eftir að hann komi til okkar
19.12.2002 at 14:19 #465520Ég var að endurnýja GPSinn minn og fékk mér Garmin 5 með korti. þetta er algjör snilld, bæði hversu mikið er af nytsömum upplysingum á kortinu og svo líka hversu skjárinn er orðinn skyrari og betri að sjá á, sérstaklega í mikilli byrtu.
19.12.2002 at 14:11 #465740Þetta er nokkuð sem tækninefnd 4×4 þyrfti að berjast á móti af sinni miklu snilld því aldrey hefur verið jafn mikil þörf á grindum framaná jeppana. Nýjustu jeppar eru nefnilega ekki með stuðara að framan en bara eitthvað plastdrasl sem fer til andsk… í næsta árbakka þessvegna er grindin bæði stuðari (sem vantaði á bílinn í upphafi) og til að hengja kastara,spil og fleiri nauðsinlega hluti á.
19.12.2002 at 14:06 #465724Þið skuluð athuga hvernig pressostat er notað
Það þarf að hafa 20-30punda delta-P Það þiðir að þegar dælan er komin í 120pund á hún að slá út síðan er notað af kútnum(stundum lekur pínulítið í læsingunni) svo þarf að vera komið niður í 90 pund þegar hún ´fer í gang aftur.
Mörg pressostot hafa þennan mun altof lítinn og þá fer dælan í gang á nokkra sekuntna fresti.
Svona pressostöt eru til hjá Arctic Trucks. það eru líka til kútar og alskonar dót.
25.10.2002 at 15:20 #463798Skoðaðu þessa síðu þar hef ég tekið saman tímann á hinum ýmsustu loftdælum og borið saman eftir beztu samvisku
http://www.arctictrucks.is/template3.asp?pageid=398
27.09.2002 at 12:49 #463324Ég er nú ekki hræddur um að það verði of mikil umferð á VHF þó menn hætti með CB. Við erum með 9 rásir til afnota núna og getum fengið fleiri ef þurfa þykir Svo er líka hægt að stilla flestar stöðvar niður í 5 wött ef maður vill að þær dragi styttra.
Nú er svo komið að Allir mínir félagar, sem ég ferðast með, eru komnir með VHF, svo fyrir mig er lítill tilgangur að eyða dýrmætu mælaborðsplássi í CB stöð(ég er á Hilux svo plássið er ekki yfirdrifið) Ég hef ekki einu sinni kveikt á henni í marga mánuði.
-
AuthorReplies