Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.01.2004 at 19:12 #193586
Sælir félagar,
Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir okkur sem ætlum að vera eitthvað að viti í jeppamennskuni að við lærum að hnýta rétt í bílana þegar verið er að draga. Að þessari ástæðu vildi ég deila með ykkur þessu stutta kennslumyndbandi frá Kananum sem má finna hér
Kveðja
Georg
26.01.2004 at 22:10 #485440Sæll Valur,
Já þetta risti djúpt með driföxulsgrínið en eins og þú veist þá getum við Toyota eigendur verið soldið hörundsáir þegar verið er að gera grín af okkur, við trúum því nenilega að Toyotan bili aldrei, og ef þær bila þá er það yfirleitt þaggað niður
Komust þið upp á jökulinn ? eða sátið þið bara fastir fyrir neðan bröttu brekkuna í púðursnjó ? Heldurðu að það sé raunhæft að reyna við þetta á næstu tveimur vikum ?
Kv. Georg
26.01.2004 at 11:51 #485430Ég veit af 5 Pæjeróum sem fóru upp á hann á sunnudaginn, hitti þá á Essó við Ártún þegar þeir voru að leggjaían, ég held að þessir menn verði að gefa sig fram hér og commenta aðeins hvernig gekk, sá t.d. að Dittó var með í för. Annars vorum við nokkrir sem ætluðum að fara þangað næstu eða þarnæstu (fer eftir verðri)
Kveðja
Georg
21.01.2004 at 23:31 #484674Sæll Jónas,
Það má kannski líkja okkur Toyota mönnum við ævintýrið um Hans og Grétu, Hans dreifði brauðinu þegar að Pabbi þeirra labbaði með þau út í skóginn, þetta hjálapaði þeim að rata heim aftur. Þegar verið er að leiða okkur langt upp á hálendið þá er gott að menn rati aftur til baka, en til þess er gott að skilja eftir Toyota stikur (þó dýrar geti verið)…
Við erum nefnilega ekki svo heppnir að skilja eftir sótsvartann snjóinn eins og þið Pæju og Patrol menn gerið ha ha ha
Kv. Georg
19.01.2004 at 15:04 #484662Toyotan sem þurfti allt í einu relgulegt viðhald var sótt upp á Kjöl í gærkveldi, nýtt drifskaft var klárt seinnipartin í gær og lagt var á stað úr bænum um 19:00, ferðin upp ettir gekk vel, mikill skafrenningur og rok og er óhætt að segja að það hafi verið létt "kick" að vera að keyra upp á Kjöl um miðnæti á 35" bíl við þessar aðstæður sjá GPSinn telja niður kílómetrana að endapunkti (bílnum). Öxullinn rann í við erfiðar vinnuaðstæður (blindabylur) og vorum við komnir til Reykjavíkur um 3:30 í nótt.
Ég vil þakka ferðafélögum þolinmæðina sem tóku ekkert annað í mál en að doka við meðan nýr öxull kæmi frá RVK(leiðinlegt að hann hafi ekki passað í:). Þakka náttúrulega góða þjónustu hjá Rúnari í Toyota, Jammil í partasöluni við Rauðavatn og Jonna bílasnilling úr Hafnarfiriði og jú ekki gleyma Rikka sem skutlaðist upp ettir á 35" hvítu Pæjuni sinni. Þið hin sem komust upp á Hveravelli, vonandi hefur þetta gengið vel hjá ykkur. Hlakkar til næstu ferðar með nýja driföxla. . . .
Setti einhverjar myndir inn í albúmið…
Kveðja
Georg Aspelund
28.12.2003 at 22:01 #482878EKKI SPURNING….
Aðal atriðið er að styrkja björgunarsveitir landsins !
Auka atriðið er að fá í staðin þessar fínu klannettur !Gleðilegt ár kæru félagar…
Kveðja
Georg
28.12.2003 at 10:36 #482826Ég hef átt tvo TerranoII bíla. Fínir bílar í alla staði, helsti gallinn við hann að mínu mati er að hann er ekki með læsingu að aftan eins og t.d. Pajero og Cruiser, þeir eru frekar veikir að framan fyrir breytingu, ég var á 31" bíl og var hann gjarn á að hreifa hjólabilið, þurfti að hjólastilla reglulega. Ef umboðið mundi slaka aðeins á álagninguni og svara í símann öðru hvoru, þá færi þeim batnandi
10.12.2003 at 22:39 #193312Sælir félagar,
Þegar ég reyni að setja orginal afturlæsinguna á í Toyota LandCruser 90 (1998) þá blikkar læsinga ljósið endalaust. Menn segja að hún geti verið föst eftir sumarið. Hvað segja þeir sem vita hafa á, hvernig er best að losa hana aftur, þarf ekki að rífa hana úr ? Ef svo hvernig er best að gera það ? Hvað ber að varast ? o.s.frv.
03.12.2003 at 12:35 #481838Þú ættir að fá meiri lúxus út úr þeim Ameríska, betri fjöðrun, kraftmeiri bíl og ég held svipaða í þyngd upp á flotið. 2.8 Nissan disel vélin er mjög góð, með mikla reynslu þá betra ef hún er með túrbínu og intercooler. En svo koma alltaf þessar stúdíur varðandi MIX, þetta er ekki svona standard uppsetning, það geta verið vankantar á því….Og líka þetta að Toyota er alltaf Toyota, ekkert vesen….
02.12.2003 at 18:43 #481826Já Emil og Dabbi, þið segið það ! Miðað við þessar forsendur mætti ætla að eitthvað stórvægilegt sé af akstursstíl þessa ágæta bílstjóra, en ég víl þó koma því inn að mér þykir líklegara að ástæðan hafi verið aftansöngur bílstjórans sem oftar en ekki setti mikið álag á elektrónísku rúðurnar í bílnum :). Fréttir herma að "rúbbarinn" hafi sótt stíft á á vöðvana sem kendir eru við hring
02.12.2003 at 09:23 #193261Sælir félagar,
Lenti í að beygla kantinn á tveimur álfelgum í ferð helgarinar, veit einhver um aðila sem geta gert við svona hluti ? Hvernig bera menn sig að í svona viðgerð, þarf að hita felguna og berja hana til eða eru menn með eitthvað þróaðara í þetta ?
02.12.2003 at 06:35 #481818Það er deginum ljósara að þegar að maður sér svona auglýsingu frá KÓARA, verður maður furðu lostinn. Venjan hefur nefnilega verið sú að þegar að menn eru orðnir kóarar hjá öðrum, ÞÁ EIGA ÞEIR EKKI AÐ ÖÐLAST EIGIÐ SJÁLFSTÆÐI með því að fá sér sinn eigin jeppa. Þessi gjörningur skapar vandamál hjá ma. þínum bílstjóra við að finna þinn eftirmann, þannig að ég legg til að þú látir þessar jeppahugleiðingar þínar á hilluna og fáir þér Datsun Sunny 1982.
-
AuthorReplies