Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.12.2007 at 02:47 #607882
Ég ætlaði einmitt að hrósa þeim fyrir alveg hreint frábært blað sem stóðu að því í þetta skiptið, vígalegt blað hér á ferðinni. Veit að þarna býr mikil vinna að baki. Frábært að geta geymt félagatalið í bílnum enda er hann sjaldnast "online". Þetta blað má alls ekki missa sín. Þið hin(ir) sem finnst að margt megi "betur fara", berið með ykkur dug og dugnað til að bjóða ykkur fram í þetta skemmtilega og gefandi verkefni…..
08.12.2007 at 01:02 #605840Sælir,
Verð þarna á fartinu á morgun, þið kannski látið heyra í ykkur á rás 42 ef maður skildi kíkja þangað uppettir…Kveðja Georg
08.12.2007 at 00:48 #605972Sæll Baldvin,
Var þarna síðustu helgi. Ágætis aðstæður þarna, sérstaklega fyrir breytta bíla, bara rólegt brölt á köflum yfir stórgríti. Passaðu þig því veginum hefur skolað burt á köflum. Það er búið að setja gula stiku þar sem fyrsta áin var alltaf, þar byrjar actionið. Það er góður bakki þar niður sem ekki væri gaman að fara framaf á hraða. Veit að 44" Pattin er ljúfur á svona vegum í 12 pundum, eins gott að hafa heimil á sér. Það var ekki mikið í ánum, Krossá var eins og lamb að leika sér við. Mig minnir að útivist sé með stóra jeppaferð þangað uppettir þessa helgi. Lítill fugl sagði að það væru 100 manns skráðir í gistingu í Básum !
En allavega, góða ferð..
18.10.2007 at 21:06 #597904Hvað segja menn með stöðuna þessa helgi. Ætlum að aka yfir hálendið helgina og koma niður við Vík í Mýrdal á sunnudag, meirihlutinn er á 31" dekkjum. Hefur einhver verið þárna uppfrá nýlega ? Hafið þið hugmynd um færð ? Er mikill snjór þarna uppfrá ? Eða krapi ?
29.04.2007 at 23:18 #583932Sælir,
Toyota menn leystu þetta mál með mikilli sæmd !
Átti þar mjög góðan fund með þjónustustjóra fyrirtækisins. Málið var leyst á mjög ásættanlegan máta þar sem þeir koma vel á móts við mig vegna viðgerðar á afturdrifi LC90 jeppa sem braut afturdrif árið 2004.
10.04.2007 at 17:31 #583920Forstjóri varpaði boltanum yfir á þjónustustjóra sem ég hitti í byrjun næstu viku. Þeir hafa tekið nokkuð jákvætt í þetta, að er virðist. Læt ykkur vita í næstu viku.
04.04.2007 at 13:56 #586852Hæ Bjarki,
Var að sjá fyrir mér að fara upp á jökulinn á föstudeginum ef veður verður gott, ef ekki þá t.d. á laugad. eða sunnud. Það er þægileg aðkoma að Snæfellsjökli og sennilega ekki mikið um krapavesen. Það gæti verið mikið um krapa á hálendinu þessa dagana, kom úr Landmannalaugum síðasta sunnudag, mikill krapi þar. Veit einhver hvernig aðkoman er að Langjökli við Jaka þessa dagana ?
03.04.2007 at 13:02 #586846Ég var að spá í að bregða mér upp á Snæfellsjökul á föstudaginn Langa og svo upp á Sunnudeginum. Er einhver til í svoleiðis ferð ? Sé fyrir mér að hittast við jökulrætur t.d. kl 14:00 ?
21.03.2007 at 18:31 #585398Ég er með eins bíl (3.0 árg 2000). Vandamálið mitt lýsti sér eins og þú lýsir, s.s. smá suð í pústinu á ákveðnum snúning, og lykt inni í bílnum. Nú eftir rif er komið í ljós að einn pin boltinn sem festir greinina við heddið brotnaði. Ef þú ert að lenda í sama vandamáli, þá fer þetta að aukast smátt og smátt (getur tekið 1-2 mán). Því miður er eina lausnin hjá mér að taka heddið úr bílnum, semsagt SVAKA aðgerð. Sú aðgerð stendur núna yfir hjá mér. En þarf ekki að vera í þínu tilfelli.
11.03.2007 at 18:40 #583916Kannast vel við þann rauða sem er 1998 árgerð ! Þetta var nú ekkert smá mál á sínum tíma þegar nokkrir bílar þurftu að bíða í um 6 tíma eftir nýjum driföxul upp á hálendi. Heppni réði því að dekkið sást detta undan bílnum í tíma, með alla fjölskylduna í bílnum. Þarna hefði geta orðið stór slys.
Greiddi Toyota á sínum tíma um 70 þús í varahluti (fyrir utan vinnu). Ekki minntust þeir Toyota höfðingjar á að þetta væri þekktur galli (þrátt fyrir að þeir hafi vitað að því skv. þessum þræði).
Sem betur fer á ég allar nótur og meir að segja gamla öxulinn, ætla að kíkja í heimsókn til þeirra í framhaldi þessara frétta……
Nú reynir á þjónustu þessa ágæta fyrirtækis. Ég læt ykkur vita hvernig þeir taka á þessu máli.
22.02.2007 at 22:47 #199768Hæ,
Á nokkur til nýlega punkta / track af leið inn á A) Jökulheima og Jökulheimar – Grímsvötn (skáli) ?
Kveðja
Georg
26.01.2007 at 19:38 #199506Talandi um að missa bílinn niður í krapa-pitt…….Það er fátt annað sagt en að þessi hafi verið óheppinn :o)
Kveðja
Georg
22.01.2007 at 23:04 #576582Jú það er mikið frábært að fá svona fínar upplýsingar. Mikil jákvæðni hér sé ég ! Eins gott að fá punkta frá sem flestum áður en maður hendir bílnum upp á liftu í öðru sveitafélagi
22.01.2007 at 20:03 #576576Takk fyrir þetta Gísli…Hafa menn einhverjar aðrar tillögur ?
22.01.2007 at 19:47 #576608Ég fjárfesti í ICOM á EBAY. Mæli með þeim. Þessi sem ég fékk er mjög "opin" og "málglöð" !
21.01.2007 at 19:20 #199458Er í léttu veseni með orginal rafmagns afturlás í 2000 árgerð af Patrol. Stundum er hún mjög lengi að fara á þ.e. ef hún fer yfirleitt á. Að sjálfsögðu gerist þetta á örlaga stundu. Ljósið heldur bara áfram að blikka, og ekkert gerist. Þegar hann er í sérstaklega góðu skapi, fer hann á !!!
Hvað segja sérfræðingar við þessu? Gæti verið að það þurfi að spyrja hann? Eða er þetta merki um eitthvað alvarlegara ?
20.01.2007 at 22:03 #576406Jæja, þetta verður þá alvöru challenge….sér í lagi fyrir 35" bílana…..Menn geta alltaf snúið við ef færið er extra slæmt…JónViðar var að hringja og bætast við hópinn. Ég er enn beggja vona….
1. Bjarki – Patrol 38"
2. Georg – patrol 38" – ekki 100%
3. Davíð – Patrol 38"
4. Jóhann – Vitara 35"
5. Hafþór – Pajero 35"
6. Agnar – ? (Ecco no. 42)
7. Hafsteinn – Patrol 38"
8. Jens – Pajero 35"
9. Ragnar – 4Runner 38" – Ekki 100%
10. Þórarinn – Cherokee 38"
11. Viðar Sig – Cruser90 35"
12. Kristján – Defender 44"
13. Karl – Jeppa eða hesti
14. JónViðar – Range Rover 38"
20.01.2007 at 16:46 #576398Þetta stefnir í svaka ferð…VHF rás 47 ?
Bjarki – Patrol 38"
Georg – patrol 38" – ekki 100%
Davíð – Patrol 38"
Jóhann – Vitara 35"
Hafþór – Pajero 35"
Agnar – ? (Ecco no. 42)
Björn – Econoline 44"
Hafsteinn – Patrol 38"
Jens – Pajero 35"
Ragnar – 4Runner 38" – Ekki 100%
Þórarinn – Cherokee 38"
Viðar Sig – Cruser90 35"
Kristján – Defender 44"
20.01.2007 at 16:09 #576392Frétti líka af hóp sem var þarna á föstudaginn. Jökullinn er víst mjög erfiður yfirferðar, jafnvel fyrir 38" bíla. Þess væri hugmynd að fara upp sunnan megin (við Slunkaríki) , þannig geta menn alltaf snúið við og ekið upp á Skjalbreið þá í staðin.
Georg
20.01.2007 at 13:40 #576386Það koma allir með sem vilja, menn þurfa bara að taka með sér skóflur og spotta. Ekki skemmir að hafa VHF einnig…
-
AuthorReplies