Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.11.2016 at 11:15 #941030
Sælir félagar.
Nýverið fórum við að senda út SMS til félaga á höfuðborgarsvæðinu til að minna á félagsfundi. Við erum að notast við gagnaskrá okkar um GSM númer félagsmanna.
Í ljós hefur komið að skráin okkar eru ekki nógu góð og það viljum við bæta.
Þeir sem ekki fengu SMS skilaboð mánudaginn 7. nóvember (um hádegisbil) eru þá líklega með rangt gsm númer skráð hjá okkur. Ég er að reyna að vinna í þessu og þætti vænt um ef þið sem fenguð ekki SMS sendu mér upplýsingar um nafn og GSM númer til mín á póstfangið: fh@centrum.is.
Þá get ég bætt úr þessu, en við teljum að um 30% af sendingum fari nú vitlaust.
Einnig má senda mér póst, ef þið viljið ekki fá skilaboð og þá tek ég viðkomadi út af listanum.
Besta kveðja
Friðrik, gjaldkeri.
30.09.2016 at 18:13 #940857Sælir félagar
Minnum á félagsfund í Múlanum ( Síðumúla 31 bakhús) mánudaginn 3. október kl 20,00
Fréttir sagðar af framkvæmdum í Setrinu, Stikuferð og frakvæmdum við endurvarpa.
kynning á nýjustu breytingum á bílum hjá Steina „Lödu“Kaff og meðlæti
Síðan er kvikmyndasýning
Spennandi fundur.
ps
við erum að prufa að senda sms sendingar til félagsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Gaman að vita hvort menn fái sent til sín sms.kv
stjórnin
14.09.2016 at 22:29 #940802Flott erindi Jón – takk fyrir
14.09.2016 at 22:13 #940801Sæl
Flott erindi Jón og gaman að fá að heyra af svona fróðleik.
03.05.2016 at 09:08 #938053Aðalfundur Ferðaklúbbsins 4×4 verður haldinn í félagsaðstöðunni okkar að Síðumúla 31 mánudaginn 9. maí 2016 og hefst kl 20,00
Dagskrá fundarins er venjuleg aðalfundastörf.
Hverjum félaga til að mæta og taka þátt í ákvaðanatökum um félagið og spennandi nefndarstarfi.
Muna að hafa félagskýrteini meðferðis.
kv
Stjórnin
13.03.2016 at 21:59 #936881Sæl
Nú eru flestir, ef ekki allir komnir heim eftir viðburðaríka ferð til Ísafjarðar. Það hefði alveg mátt hugsa sér veður eins og í Bingóferðinni, en það er ekki alltaf hægt að fá þannig veður. Ferðin flott, hópurinn góður, Rally Palli alveg með allt á hreinu og við mikils vísari um söguna. Fengum glennur inn á milli sem voru nýttar til hins ýtrasta.
Gaman að reyna við þessa hóla, þarna fyrir vestan
og hliðarhallinn. Já, já, já hann er alveg saga út af fyrir sig. Við á skólarútunum vorum ekki alveg þeir verstu, en djö.. var maður alveg með hjartað í brókinni.Ekki ónýtt að koma inn á gistiheimilið og taka heita sturtu áður en grillið var tekið fram. Félagsheimilið og Stjórninn flott. Líklega er maður að verða of góðu vanur og vill fá heitt hús og gott rúm til að sofa í.
Margt rétt sem Benni Magg segir hér að ofan og nú skora ég á hann ( og Tútturnar) að taka að sér undurbúning fyrir næstu Stórferð 2017.
En, takk fyrir mig og takk Vestfjarðadeild fyrir að taka svona flott á móti okkur.
Kv Friðrik
09.03.2016 at 22:28 #936819Sæl
Nú styttist í Stórferðina og margir að undirbúa sig ( eða allavega nokkrir).
Það lítur út fyrir að við verðum aðeins um 45 manns sem förum í ferðina, sem er langt frá því sem þekkst hefur í svona ferðum. Ástæðan er að mestu leyti tengt afleiddri veðurspá. Við sem förum ætlum okkur bara að takast á við það og eiga góðan tíma á Vestfjörðum.
Farið verður af stað milli 12,00 og 13,00 af Select og tekin stefnan vestur. Stefnum á að reyna við Þorskafjarðaheiði en tökum ákvarðanir þegar nær dregur. það getur vel verið að nægt verkefni verði að komast í Reykanes þjóðveginn, en þar endum við á fimmtudagskvöld.
Þetta er bara áskorun og við verðum að taka á því lið fyrir lið.
kv
Friðrik
ps.
Eini vandinn er að það var búið að panta mat fyrir 150 manns. Líklega þýðir þetta að við sem förum, komumst ekki til baka fyrr en allur matur er búinn, sem líklega er um miðja næstu viku.
09.03.2016 at 22:14 #936818Sæl
Svaka flott myndband. Ég veit að Aron var með margar vélar í gangi. Hann er að klippa þetta vel til og setja tónlist þar sem við á.
Bara til eitt orð : Frábært.
Drónar búa alveg til nýjar víddir í myndatöku á jeppamyndum og myndgæðin eru alveg mögnuð.
Mikill metnaður í að gera þetta myndband, takk fyrir það.
Síðan er hitt sem var alveg bónus í bíngó ferðinni og það var að fá logn í þrjá daga á fjöllum í febrúar. Þó bíngóvinninarnir væru flottir þá verða þeir að hégóma einum, þegar horft er á afgreiðslu við pöntun bingóstjóranna á veðri.
kv
Friðrik
02.03.2016 at 08:12 #936714Sælir
Nú styttist í næsta fund sem haldinn verður mánudaginn 7. mars í Síðumúlanum (gengið inn í félagsaðstöðuna bakatil).
kv
stjórnin
20.02.2016 at 17:12 #936605Eftirfarandir hópar eru skráðir í ferðina og þetta eru hópstjórar þeirra.
Nafn hóps………….. Hópstjóri………………………………á hvaða bíl er hann
Sóðar………………….Páll Halldór Halldórsson……….. Sprinter
Þvottabirnir……… Aron Berndsen……………………….. Ford F 250
Túttugengið….. Benedikt Magnússon……………… Ford F350
H – Karlar……. Heiðar Jónsson……………………… Patrol
Sterar…………. Guðmundur Sigurðsson………… Toyota LC-80
Jeep gengið….. Gunnar Ingi Arnarson……………… Jeep CJ Ultimate
Júllarnir………. Jón Júlíus Hafsteinsson………………. Toyota Tacoma
Fúlagengið…… Friðrik Halldórsson………………… Ford E350
20.02.2016 at 17:04 #936603Sælir
Nú er undirbúningur á fullu fyrir Vestfjarðaferð 10-13 mars.
Búið er að panta opnun á gamal heimavistarskólanum að Reykjanesi og hugmyndin að þeir sem vilja geti gist þar aðfaranótt föstudags. Þar er boðið upp á stærsta heita pott á Íslandi, en laugin þar á sér ekki hliðstæðu varðandi hita. Menn verið að fara úr bænum eftir hentugleika en reiknað er með að hópur fari af stað kl 12,00. þeir sem vilja reyna við Þorskafjarðarheiði en aðrir geta farið inn á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði.
Á laugardag er síðan ekið inn á Ísafjörð og er þar hægt að velja um tvær leiðir. Önnur jeppaleið yfir Hestahleif undir leiðsögn, en hin að fara hefðbundna akstursleið.
Laugardagur er síðan létt jeppaferð um svæðið umhverfist Ísafjörð en það ræðst allt af veðri og snjóalögum. Þeir sem ekki vilja fara að jeppast geta notið sín á skíðum.Síðan ætlum við að stilla bílum okkar upp til sýnis á Orkustöðinni.
Um kvöldið er síðan uppskeruhátíð ferðarinnar sem haldin er í Hnífsdal
Sunnudagur er síðan heimferðardagur að eigin vali, og þá er að nefna að Þorskafjarðarheiði er mikið léttari til suðurs.Vert er að benda á að í raun er þessi ferð fyrir alla félagsmenn. Tæknilega séð þurfa menn ekki að vera á breyttum jeppa til að komast til Ísafjarðar. Hér er því kærkomið tækifæri fyrir marga að taka þátt í Stórferð sem ekki hafa komist hingað til.
Meðfylgjandi er kynning sem Páll Halldór Halldórsson hefur gert um ferðina, en hann er einn af leiðangursstjórum ferðarinnar. Þar meðal annars listar hann upp mögulegar leiðir til að skoða, ef veður leyfir.
Kv
Friðrik
18.02.2016 at 11:49 #936558sæl
Meðfylgjandi eru upplýsingar um þá sem skráðir eru hópstjórar ásamt gengjanöfnum
Gengi Nafn hópstjóra bíltegund
Sóðar Páll Halldór Halldórsson Sprinter
Þvottabirnir Aron Berndsen Ford F 250
Túttugengið Benedikt Magnússon Ford F350
H – Karlar Heiðar Jónsson Patrol
Sterar Guðmundur Sigurðsson Toyota LC-80
Jeep Gengið Gunnar Ingi Arnarson Jeep CJ Ultimate
Júllarnir Jón Júlíus Hafsteinsson Toyota Tacoma
Fúlagengið Friðrik Halldórsson Ford E350kv
Friðrik
18.02.2016 at 11:08 #936556Sælir
Nú er undirbúningur á fullu fyrir Vestfjarðaferð 12-15 mars.
Búið er að panta opnun á gamal heimavistarskólanum að Reykjanesi og hugmyndin að þeir sem vilja geti gist þar aðfaranótt föstudags. Þar er boðið upp á stærsta heita pott á Íslandi, en laugin þar á sér ekki hliðstæðu varðandi hita. Menn verið að fara úr bænum eftir hentugleika en reiknað er með að hópur fari af stað kl 12,00. þeir sem vilja reyna við Þorskafjarðarheiði en aðrir geta farið inn á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði.
Á laugardag er síðan ekið inn á Ísafjörð og er þar hægt að velja um tvær leiðir. Önnur jeppaleið yfir Hestahleif undir leiðsögn, en hin að fara hefðbundna akstursleið.
Laugardagur er síðan létt jeppaferð um svæðið umhverfist Ísafjörð en það ræðst allt af veðri og snjóalögum. Þeir sem ekki vilja fara að jeppast geta notið sín á skíðum.
Síðan ætlum við að stilla bílum okkar upp til sýnis á Orkustöðinni.
Um kvöldið er síðan uppskeruhátíð ferðarinnar sem haldin er í Hnífsdal
Sunnudagur er síðan heimferðardagur að eigin vali, og þá er að nefna að Þorskafjarðarheiði er mikið léttari til suðurs.
Vert er að benda á að í raun er þessi ferð fyrir alla félagsmenn. Tæknilega séð þurfa menn ekki að vera á breyttum jeppa til að komast til Ísafjarðar. Hér er því kærkomið tækifæri fyrir marga að taka þátt í Stórferð sem ekki hafa komist hingað til.
Meðfylgjandi er kynning sem Páll Halldór Halldórsson hefur gert um ferðina, en hann er einn af leiðangursstjórum ferðarinnar. Þar meðal annars listar hann upp mögulegar leiðir til að skoða, ef veður leyfir.
Kv
Friðrik
10.01.2016 at 15:16 #935768Hafliði er að koma niður Bláfellshásinn í þessu. Búið að koma timburfjöðurum undir Hilux og virðist það ganga nokkuð vel að hafa svoleiðis búnað.
Sóleyjarhöfðahópurinn er í Hrauneyjum og verður ferðinni slitið þar.
kv. Friðrik
10.01.2016 at 12:56 #935767Hópurinn sem fór Sóleyjarhöfðavaðið var að koma upp á Kvíslarveituveg. Gekk vel, ekki mikill snjór á svæðinu.
Veit ekki stöðuna hjá Hafliða og co.
kv Friðrik
10.01.2016 at 11:12 #935765Hópurinn var að leggja af stað úr Setrinu nú í þessu. Flestir fara í austurátt og stefna á Sóleyjarhöfðavað og inn á Kvíslarveituveg. 3 bílar undir stjórn Hafliða fara noður fyrir Kerlingarfjöll og inn á Kjalveg til að taka bílinn sem var skilinn eftir í gær og koma til byggða.
Flott ferðaveður, kalt en bjart.
kv Friðrik
09.01.2016 at 16:48 #935760Síðustu bílar eru að koma inn í Setur. Allt gengið vel. Þeir eru í vandræðum með að koma vatni á í Setrinu og er verið að vinna í því auk þess sem verið er að útbeina læri og undirbúa grillun.
Kv Friðrik
09.01.2016 at 15:23 #935758Var að heyra í Loga Ragnars. Fyrstu bíla ( alls 5 bílar á 44″ og stærri dekkjum) komnir inn í Setur og gekk ferðin þangað vel. Einhverjir ætla til baka og fylgjast með þeim sem á eftir eru.
Færið þyngdist á sléttunni við Loðmund. Þeir mættu hóp Húnvetninga sem voru í Setrinu föstudagskvöldið.
kv
Friðrik
09.01.2016 at 15:09 #935757Var að heyra frá Guðmundi Sig. Þeir voru síðustu menn og voru í kakó í Kerlingarfjöllum. Það hefur gengið nokkuð vel en samt urðu þeir að skilja einn Hilux eftir með brotna fjöður rétt við afleggjarann inn í Keringarfjöll. Þeir höfðu hugasa sér að taka hann með í bakaleiðinni. Mikið gaman og frábært ferðaveður.
kv
Friðrik
09.01.2016 at 11:23 #935754Var að heyra í hópstjóra. Alls 20 bílar í ferðinni og voru þeir komnir rétt fyrir ofan Gullfoss. Fallegt veður, bjart yfir en frekar kalt. Glæra gler á malbikinu fyrir ofan Gullfoss og þarfi að keyra varlega.
kv
Friðrik
-
AuthorReplies