Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.02.2012 at 18:33 #751165
Í lok síðustu viku var mikill nýr snjór í Skálanesi, menn sukku upp að hné í lausamjöll, hef þetta eftir áreiðanlegum heimildum. Ók sjálfur Kaldadal frá Þingvöllum að Jaka á Laugardaginn var og þar var töluverður snjór en hann þjappaðist illa og ef farið var útfyrir veglínuna þá keyrði maður reglulega á grjót undir lausamjöllinni. Fórum áleiðis upp á Langjökul og þar var færið þungt við Jaka og verulega þungt ofan við 900 metra. Síðan hefur bara snjóað meira og mun gera næstu daga svo það verður væntanlega áfram mjög þungfært þarna. Að vísu er möguleiki á að það blotni aðeins í snjónum kringum jökulinn sem myndi stórbæta færið en á ekki von á að það blotni neitt á jöklinum.
Kv. Freyr
24.02.2012 at 16:15 #748357Super swamper
20.02.2012 at 23:51 #750461"Of margir naglar = minna grip á þurru og blautu malmbiki en mun betra á ís". Er ekki í lagi að fórna 10-20% gripi í þurru eða blautu malbiki fyrir miklu betra grip í hálku? Held þetta sé tilraunarinnar virði, í verst afalli get ég plokkað einhverja nagla úr miðjunni seinna og microskorið í staðinn.
Fyrirmyndin að þessari hugmynd eru jepparnir hjá björgunarsveitunum og hjá slökkviliðinu. Sveitirnar eru oft með einmitt um 300 nagla í 44"DC og jeppar hjá slökkviliðinu eru margir á BFG All Terrain sem eru negld 5 nagla í ysta kubb, 3 í næstu röð og eitthvað smá á miðjunni, varla er þetta gert bara af því bara, þetta hlýtur að vera afleiðing af reynslu og prófunum eða hvað???
Kv. Freyr
20.02.2012 at 08:15 #750455Þakka ábendinguna en ég vissi af þessu. Hinsvegar er ég þannig gerður að mér gæti ekki verið meira sama hvað einhverjum pappírspésa dettur í hug að setja á blað. Það sem skiptir mig máli er hvernig hlutirnir virka í raun og þá er oft mjög gott að leita á náðir jeppaspjallsins og f4x4.is 😉
Einnig kemur til greina að negla vel í kanntana og microskera miðjuna, hvaða skoðun hafa menn á því samanborið við að negla bara í alla kubbana?
Kv. Freyr
19.02.2012 at 23:13 #222638Sæl öll
Er með 38″ dick Cepek Mud Country undir cherokee. Er búinn að skera þau mikið, m.a. skera alla kubbana sem snerta götuna í tvennt. Á morgun fer ég með þau í neglingu og var að hugsa um að láta setja einn nagla í hvern kubb (s.s. eftir skurð, tveir naglar í hvern kubb ef dekkin væru óskorin). Þetta gerir 344 nagla í hvert dekk = 1.376 nagla í ganginn. Fylgja því einhverjir gallar að vera með svona marga nagla umfram það að sem fylgir venjulegri neglingu t.d. 2 + 1 í kantana?
Kv. Freyr
14.02.2012 at 13:40 #222566Ég ætla að mæta, hvað með þig?
31.01.2012 at 23:04 #748816Y60 afturhásing er 158,5 cm og minnir að framhásingin sé örlítið mjórri, sennilega 2 cm.
23.01.2012 at 01:54 #748047Er mótstaðan ekki með flotholtið á arm? Þá setur þú bara U-beygju á arminn alveg við mótstöðuna svo flotið fer t.d. frá því að vera vm við mótstöðuna í að vera hm. Þá víxlast virknin og þú getur notað þessa mótstöðu.
Freyr
17.01.2012 at 17:34 #747307Þetta er ekki til á landinu lengur og mér vitanlega er hætt að framleiða þau í 38×15,5r15.
13.01.2012 at 22:23 #74703716" háar stálfelgur
21.12.2011 at 12:20 #744567Flott svar, málefnalegt og vel rökstutt eins og ætíð hjá Guðmundi.
Kv. Freyr
08.12.2011 at 23:19 #742913Sæl öll
Var að senda þennann póst á ferðafrelsisnefndina og ákvað að réttast væri að birta hann hér líka.
Til ferðafrelsisnefndar
Ég hef áhuga á að leggja ferðafrelsisbaráttunni okkar lið með því að vinna eitthvað í þessum málum. Það liggur í augum uppi að viðfangsefnin eru mörg og sum hver umfangsmikil og vonlítið að fárra manna nefnd nái yfir þetta allt þrátt fyrir góðan vilja og gott fólk.
Væri ekki ráð að leita til almennra félagsmanna með ákveðin og afmörkuð verkefni til að létta álaginu á ykkur og auka umsvifin í baráttunni? Þá myndi ferðafrelsisnefndin stýra baráttunni og hafa yfirumsjón með hlutunum en hinn almenni félagsmaður tæki virkari þátt og ynni að ákveðnum verkefnum sem hann tæki að sér (er að sjálfsögðu ekki að tala um að þröngva verkefnum upp á menn heldur auglýsa t.d. á síðunni okkar eftir fólki).
Það væri t.d. hægt að:
-Deila köflum úr Hvítbókinni niður á félagsmenn sem hafa áhuga á að lesa hluta Hvítbókarinnar ýtarlega og koma með ígrundaðar athugasemdir í kjölfarið. Þannig yrði yfirferðin markvissari meðal klúbbmeðlima heldur en ef hver og einn blaðar eitthvað í hvítbókinni hér og þar.
-Fá fólk til að fara á kynningar/fræðslufundi um þessi málefni víðs vegar um landið og skila nokkurs konar útdrætti til ferðafrelsisnefndar eftirá og jafnvel láta fylgja uppástungur um aðgerðir í kjölfarið ef þörf er á slíku.
-Hugsa um það hvort við jeppamenn getum gert eitthvað fleira á borð við stikuferðir, landgræðsluferðir og litlunefndarferðir til þess að bæta ímynd okkar út á við gagnvart stjórnvöldum og almenningi. Mér dettur t.d. í hug að það væri hægt að skipuleggja ferðir til að lagfæra skemmdir eftir utanvegaakstur (skarast á við umhverfisnefnd, ræða svona hugmynd við þá nefnd) og hvort við getum gert eitthvað til auka fræðslu til ungra/óreyndra jeppamanna og svo útlendinga um það hvernig á að umgangast náttúruna. Ég trúi ekki öðru en að oft á tíðum komi skemmdir utanvega til vegna vanþekkingar og kunnáttuleysis frekar en ills ásetnings.
Til að sýna vilja minn í verki þá vil ég að bjóða fram krafta mína til að aðstoða ykkur í ferðafrelsisnefndinni, hvernig get ég aðstoðað???Kv. Freyr Þórsson r-3671
28.11.2011 at 20:16 #742669Sílikon sprey eða bón, bæði hefur virkað vel hjá mér.
Freyr
20.11.2011 at 21:33 #221330Dekkverk Garðabæ: Þeir eru ódýrastir í nýjum dekkjum og munar oft umtalsverðu.
PG þjónustan: Eru mjög ódýrir í viðgerðum á störturum og alternatorum auk þess að gefa góð ráð og ábendingar.Kv. Freyr
11.11.2011 at 23:40 #741599Það er vatnsdæla í miðstöðvunum. Ein af forsendunum fyrir því að miðstöðin gangi er að hringrásadælan sé í gangi því annars bræðir hún úr sér.
Freyr
08.11.2011 at 22:48 #741423Dettur líka í hug PG þjónustan, veit svosem ekki hvort þeir taka svona aðsér en ég geri ráð fyrir því.
08.11.2011 at 22:47 #741421Þú ættir að hafa samband við fyrirtæki sem heitir Tæknivélar, þeir eru í öllum mögulegum bílarafmagnsviðgerðum og raftækjaviðgerðum, hef bara fengið topp þjónustu þar og og á sanngjörnu verði.
Kv. Freyr
05.11.2011 at 01:32 #741249Þetta er bíllinn sem Kiddi nefndi hér að ofan:
[img:2h6qavlw]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=304370&g2_serialNumber=1[/img:2h6qavlw]
[img:2h6qavlw]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=304367&g2_serialNumber=1[/img:2h6qavlw]
Verð að segja að mér þykir þessi cruiser alveg hrikalega flottur, væri alveg til í að eiga hann.
Kv. Freyr
05.11.2011 at 01:25 #741247[quote="lafsi":33no15di]sælir
ég er búinn að ákveða að koma mér upp verkefni sem á að duga mér næstu árin þess vegna, ég hafði hugsað mér að vinna það rólega, eftir efnum og aðstæðum en þó gera allt eins gott og hugsast getur.
Í þetta er ég búinn að ákveða að nota lc 100 dísel sem ég á eftir að kaupa og koma honum á 46-49" dekk eftir því hvort verði hentugra.
Ég hafði hugsað mér að moka undan honum drifbúnaði og setja einhverjar pottþétttar hásingar í staðinn og forlink og loftpúða.
ég ætla að smíða hann þannig að ég eigi að komast klakklaust helgarferðir án þess að brjóta eitthvað.
Þar sem ég er frekar lítið reyndur í þessum bransa þá eru vel þegnar allar þær upplýsingar um val á efni og annað vel þegnar.T.d
val á hásingum
lóggír hver er besta leiðin hjá mér varðandi þennan bíl
tölvukubbur við vél hafa menn verið að nota svol á þennan bíl
dekkjastærð
þarf ég að hressa upp á kælingu á vél eða sjálfskiptingu á honumog svo fjöldamargt annað sem ég veit lítið sem ekkert um
kveðja Ólafur[/quote:33no15di]-Dekkjastærð: Ég tel 46" vera yfirdrifið fyrir svona bíl. Skrefið úr 46" í 49" er gríðarlegt hvað kostnað og fyrirhöfn varðar, fyrir mína parta er heldur ekki nægt vélarafl til staðar en það er vissulega smekksatriði. 49" gerir mjög mikið umfram 46" í mjög þungum bílum eins og F-350 en hef trú á að ávinningurinn sé hverfandi í Cruiser.
-Hásingaval: Þó orginal afturhásingin sé sterk þá eru öxlarnir ekki fljótandi og eru ekki nógu góðir, a.m.k. reyndust þeir/hjólalegurnar ekki alveg nógu vel í 46" 100 bílnum sem er á götunum. Ég myndi athuga með að nota 80 cruiser afturhásingu og framhásingu með drifi úr afturhásingu. Ódýrasta leiðin væri Patrol hásingar og þær eru eiginlega alveg jafnar á við cruiser hásingarnar. Skynsamlegasta leiðin m.t.t. verðs og styrks væri sennilega Dana 60 fra. + aft. Að lokum þá hafa menn verið að nota unimoog hásingar í svona project en ég tel þær allt of þungar til að nota í nema stærstu og þyngstu jeppana.
-Lógír: Veit satt best að segja ekki hvaða leið er best í þeim efnum.
-Tölvukubbur: Ég er ekki viss en ég held það sé venjulegt olíuverk í þeim en ekki rafstýrt og ef svo er þá er tölvukubbur ekki í boði. Ég mæli með stórum Intercooler framan við vatnskassa, öflugri túrbínu, láta gera upp spíssana eða kaupa nýja, svert opið púst – sennilega samt bara 3", skrúfa upp olíumagnið og vera með góðan afgashitamæli ásamt boostmæli.
-Sjálfskiptinginn þarf klárlega umtalsvert öflugri kælingu til að þola þessi átök. Vélin gæti mögulega þolað þetta en mæli samt með nýjum vatnskassa, eins þykkum og kemst fyrir ásamt því að setja nýjan vatnslás og mögulega vatnsdælu ef hún er gömu og vera viss um að viftan sé í lagi. Að lokum væri sterkur leikur að opna húddið eitthvað til að auðvelda loftstreymi gegnum það þegar átökin eru mikil enm hraðinn lítill, setja s.s. einhverskonar ristar eða scoop á húddið og snúa opnuninni aftur á bak.
Má til með að láta fljóta með í lokin að þetta verkefni sem þú ert að spá í er gríðarlega umfangsmikið bæði í kostnaði og tíma og er ekki eitthvað sem ég hefði mælt með fyrir nýliða/byrjanda en ég er ánægður með hvað þú ert stórhuga í þessu og óska þér góðs gengis.
Kveðja, Freyr
03.11.2011 at 00:37 #740395[quote="Svana":2mlrpqq7]Ég tek undir þetta hjá Þorvarði og við megum ekki setja alla ferðaþjónustu í sama pott. Ferðaþjónustuaðilar á hálendinu hafa flestir unnið með okkur og þar hefur Þorvarður verið í fararbroddi. Þessir aðilar eiga samleið með okkur frjálsu félagasamtökunum og almenningi um að skipuleggja þetta umhverfi skynsamlega og í samráði og góðri sátt við stjórnvöld á hverjum tíma. Þessir aðilar hafa verið settir hjá eins og við og ekki fengið beina aðkomu í þessum málum.
Frjáls félagasamtök fengu að vera með í undirbúningi að verndaráætlun að Vatnajökulsþjóðgarði og þess vegna slapp umhverfisráðherra við að fá á sig stjórnvaldssekt í kæru Ferðaklúbbsins 4×4 og Skotvís. Þeir sem voru okkar fulltrúar á þeim tíma fyrir hönd almennings og félagasamtaka brugðust og í raun lögðu þeir grunn að þeirri ósátt sem nú er fyrir hendi í þessum málum. Þeir voru líklega meira tengdir Ferðafélagi Íslands, en öllum hinum vegna þess að þegar farið var að spyrna við fótum og losa sig við þessa "fulltrúa okkar" í gegnum Samút (Samtök útivistarfélaga á Íslandi) og setja inn nýja, þá sagði Ferðafélagið sig úr þeim samtökum. Hvað segir það ykkur um þeirra stöðu!!
Mörg félagasamtök innan Samút stofnuðu ný samtök Ferðafrelsi ( http://www.ferdafrelsi.is) í desember 2010 og ætluðu þar að leggja þar grunn að sinni baráttu. Í þessum samtökum voru jeppamenn, skotveiðimenn, vélhjólafólk, snjósleðafólk, fjórhjólafólk, hestamenn og ferðaþjónustuaðilar á hálendinu. Þegar Ferðafélagið sagði sig úr Samút, varð áherslubreyting um að beina baráttunni aftur þar í gegn. Í Samút í dag eru því starfandi nánast allir aðilar sem tengjast útivist og ferðamennsku á landinu, nema Ferðafélag Íslands. Þessir aðilar (þar á meðal ferðaþjónustan) eiga samleið í sinni baráttu fyrir ferðafrelsi, allir nema Ferðafélag Íslands sem er í raun að verða einrátt í gistingu og ferðamennsku á hálendinu.
Ég tek því undir allt þetta hér að fram frá honum Þorvarði Inga og hvet alla sem fjalla um þessi mál að skoða vel þetta umhverfi og fjalla um það á breiðum og faglegum grundvelli. Skoðið greinar og efni á http://www.ferdafrelsi.is og sérstaklega tvær greinar frá níu félagsamtökum (líka ferðaþjónustuaðilum) á síðasta ári sem komu út með Fréttablaðinu og segja allt um þá stöðu sem stjórnvöld settu þessi málefni í með yfirgangi og hroka gagnvart öllum hagsmunaaðilunum á landinu nema Ferðafélagi Íslands.
Guðmundur G. Kristinsson[/quote:2mlrpqq7]
Ég hef lesið það sem þú skrifar hér á vefnum um þessi málefni í svolítinn tíma Guðmundur og ég vil þakka þér fyrir þá vinnu sem þú hefur lagt í þessi málefni fyrir okkar hönd. Þú kemur hlutunum frá þér á skýran og skilmerkilegan hátt og sérð hlutina oft í víðara samhengi en margir sem hér skrifa (ég þar með talinn). Þegar ég sá að þú værir í forsvari fyrir blaðið okkar góða í fréttablaðinu um daginn hugsaði ég með mér að það væri mjög jákvætt.
Takk fyrir mig/okkur, kv. Freyr Þórsson
-
AuthorReplies