Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.11.2002 at 09:39 #461554
Jæja strákar, hvernig væri nú að fara að nota besta farartækið af öllum. Ha.
Hér kemur smá lýsing:
-Drífur fáránlega mikið
-Alveg sama hver snjódýptin er, festist aldrei
-Ef jeppar komast vart áfram leitar "það" nýrra og betri leiða
-Drifið er að öllu jöfnu 2×2 en í miklum bratta er það 4×4
-Ef jeppi festist er það undantekningarlaust "þetta" sem kemur til bjargarJæja eflaust hafið þið fundið út hvað "þetta" er: VIÐ!
Mér finnst í þessum ferðum menn oft og latir til að gera nokkuð utan jeppanns. Oft er ég úti að ganga á undan jeppum til að finna nothæfa leið. Það finnst mér mjög gaman (enda á ég ekki enn jeppa, er of ungur). Svo eru það sumir sem eru svo óheyrilega latir að þegar jeppin byrjar að halla of mikið, festist eða eitthvað í þeim dúr nenna þeir ekki út til að athuga hvort hliðarhallinn er of mikill eða til að hengja spotta í bílin. Þeir bíða þar til þeir sem voru úti og gengu á undan gangi að bílnum, setji í hann spotta ef þörf er á eða ath. hvort í lagi sé að halda áfram. Þetta tæki bílstjórann kannski svona 1/2 mín. en í staðin er beðið.
Einnig hefur komið fyrir í ferðum þar sem mjög margir ferðast saman að örfáir fari út og leiti að góðri leið þegar aðstæður versna. ‘A meðan finna einhverjir jeppar betri leið og fara hana þar til næsta hindrun stöðvar þá. Þá fara ekki nýir menn út að labba heldur er beðið þar til þessir kannski 2-3 sem leituðu á hinu svæðinu koma og leysa vandann. Það veldur því að það verður seinkunn á hópnum vegna þess að þeir sem eru úti að ganga hratt og jafnvel hlaupa á undan í miklum snjó verða fljótt þreyttir.
Freyr
05.11.2002 at 10:17 #464004Mér finnst þetta fínt eins og það er núna, það væri mjög asnalegt að breyta þessu þannig að þegar maður skoðaði þetta þyrfti maður að finna hvar maður var síðast og fikra sig síðan upp.
Vefspjallið er fínt eins og það ER.
Freyr
02.11.2002 at 17:14 #463976Skoðaðu heimasíðu Leó M Jónssonar (held hann heiti það) hann er vélfræðingur og er með þessa líka flottu heimasíðu:
Á þessari síðu er allur fjandinn um vélar og meðal annars LÖNG og góð grein um olíuverk, gangsetningu, fæðidælu olíuverksinns o.m.fl. tengt 6.5 GM diesel. Þar talar hann um eitthvað algengt vandamál í samb. við olíuverkið í þessum vélum.
29.10.2002 at 09:56 #191750‘Eg var að skoða myndaalbúmið hans lilla og mér til mikillar ánæju sá ég snjó. En svo er götóttu minni mínu að þakka að ég man ekki hvar Kerlingaskarð er, getur einhver sagt mér hvar það er?
Undir „linknum“ færð var einhver að tala um skaflafæri á sprengisandi, er komin smá snjór á hálendið svona almennt?
‘Eg skora á alla þá sem hafa verið á ferðinni nú allra síðustu daga og vita um nokkur snjókorn að deila þeirri reynslu sinni með okkur hér á f4x4.is
Freyr
27.10.2002 at 20:56 #463662VO767, ég sá jeppann þinn fyrir utan gamla pósthúsið í vesturbænum í dag. Djöfull er hann flottur, til hamingju með jeppann. Ég skoðaði hann töluvert og ég held að miðað við þyngd beri afturhásingin 36" bara vel en ég er ekki viss með fram endan.
Freyr
27.10.2002 at 20:50 #463862það að hafa loftinntakið á upprunalega staðnum gefur smá auka kraft. Í tjúnnuðum fólksbílum í dag er svokallað "cold air system" frekar vinsællt. Það gengur út á það að barka er komið fyrir þannig að opið vísar beint fram í stuðaranu(oft á bak við net ). Þá streimir loftið algjörlega óhitað beinnt að loftsíunni. Vélin tekur þó ekki inn á sig vatn því barkin nær ekki yfir loftsíuna heldur er opið rétt fyrir framan hana, það gerir því ekkert til þótt vatn fari í barkan. Þetta "cold-air system" gefur (held ég) kringum 5% aflaukningu ef þetta er vel gert.
Freyr
23.10.2002 at 11:23 #463652Fastur "HVA MEINARRU" kanntu ekki að keyra?
Ef jeppi kemst ekki áfram nema fá spotta frá öðrum eða þá það þarf að moka frá honum myndi ég telja hann fastan, og auðvitað hef ég fest jeppa eins og sjálfsagt allir aðrir.
Freyr
23.10.2002 at 10:40 #191729‘Eg er töluvert að pæla í þessum jeppum og ég er með nokkrar spurningar.
Vélin í þesum jeppum, 1600, er hún ekki fín fyrir 33″ en of lítil fyrir stærri dekk? ‘Eg var að skoða albúmið og sá súkku á 36″, getur einhver sagt mér hvernig Súkkan ber stór dekk?. Hvernig er krafturinn, er drifbúnaðurinn nógu sterkur, er flotið ekki mjög gott?
Hvernig er með grindina í Vitara/Sidekick, er hún nógu sterk til að þola jafnvel stærri dekk en 36″ og þá líklega vélarskipti og annan og sterkari drifbúnað?
Freyr
22.10.2002 at 09:51 #463622‘A hvaða mánudagsfundi var stungið upp á því að fjarlægja ofninn?
Sjálfsagt hefur þeim mönnum sem fjarlægðu ofninn gengið gott eitt til en hver var ástæðan, ég get ekki séð neina augljósa.
Freyr
06.10.2002 at 18:17 #463500mig grunar að "þeir" séu veðurklúbburinn á Dalvík. Er það rétt?
Freyr
06.10.2002 at 18:15 #463538Það er sko alveg rétt. Það er skemmtilegt að sjá hvernig jeppamennska var fyrir 10 árum.
Freyr
02.10.2002 at 10:20 #463440Það er rétt að Koni demparar eru mjög góðir. Þeir endast þó ekkert endalaust, gætir þurft að skipta þeim út eftir 5 ár.
Freyr
29.09.2002 at 19:04 #463388Þakka ykkur fyrir. En Gunnsi, af hverju ætti að taka skiptinguna með, ég er voðalega lítið hrifin af skiptingum, vill frekar kassa. Er kassinn í hilux bara allt of aumur.
Passar þessi vél vel í jeppan, maður heyrir oft um menn sem skipta um vélar og eru eftir það að gera við í hverri ferð. því miður er ennþá eitt ár í bílprófið svo maður verður enn um sinn bara að bíða og láta sig dreyma!Freyr
27.09.2002 at 21:25 #191700Það hefur verið talað um þessa vél áður hér á f4x4.is en, ég hef hvergi fundið neinar tölur um hestöfl eða tog. Hafið þið einhverjar tölur fyrir mig, nákvæmar eða u.þ.b.?
Einhver auglýsti svona vél til sölu og nokkrir eru komnir með þessar vélar í núverandi Toy-let in sín. Hvað eru þessar vélar að kosta? Fær maður góða svona vél á kannski 3-400.000? Vona að þessi tala sé ekki alveg út í bláinn.
Freyr
25.09.2002 at 10:02 #463290Það að frétta að nýi Landroverinn eigi að fara á 44" en ekki 38" kom mér í gott skap (var í fúlu því ég er í skólanum). Nú getur maður farið að hlakka til að sjá græjuna.
kv. Freyr
24.09.2002 at 19:08 #463284Ég er í björgunnarsveitinni Ársæl. Það er rétt að þeir séu að breyta Defender (held reyndar að hann sé tilbúinn) en hann er bara á 38", eins og hinn bíllinn þeirra, allaveganna síðast þegar ég vissi.
En það er rétt (man ekki hjá hverjum) að það er allaveganna einn annar á 44". Það er hvítur Pallbíll.En RunarR, hvernig er hann að standa sig miðað við aðra 44" bíla, veit að það er nánast útilokað að segja til um en þú getur kannski gefið smá viðmið, t.d. Rover vs. Patrol eða Crúsi.
Freyr
24.09.2002 at 15:38 #463270Nú þarf maður ekki lengur að skoða alltaf aftur og aftur það sama heldur kíkir maður bara á þaðnýjasta.
Þetta er mjög þægilegt!
Freyr
24.09.2002 at 15:35 #191696Mér vitanlega er aðeins einn 44″ Land Rover Defender á landinu. Ég myndi halda að þessi jeppi tæki breytingum vel, eða hvað? Ég er að velta fyrir mér af hverju fleiri hafa ekki sett hann á 44″, er hann bara of veikur?
Hafið þið hér í 4×4 ferðast eitthvað með þessum eina 44″ Defender? Í myndaalbúmi RunarR eru slatti af myndum af honum svo hann hlýtur að hafa ferðast með honum.
Freyr
20.09.2002 at 09:51 #463218Smaris: Hversu mikið léttari er GX heldur en VX? Það munar talsverðu á búnaði en ég veit ekki nákv. hver munurinn er, getur þú sagt mér það?
Það að 44" jeppar séu lengu rupp brekkur finnst mér ekkert ólíklegt. Þar sem svo að segja allir 44" eru á Cepec sem hefur ekkert allt of gott grip. EN þegar færið er orðið þungt, krapinn djúpur o.þ.h. þá fara yfirburðir 44 tommunar að koma í ljós.
‘Eg hef oft heyrt að þessir jeppar séu óvenju afturþungir. Hefur einhver hér vigtað svona bíl (80) framenda og afturenda, ef svo er hver eru hlutföllin fram/aftur?
Svona LandCr er sá jeppi sem mér finnst mest traustvekjandi (ég er Toyota fan).
Freyr
19.09.2002 at 10:07 #463204Ef ég réði við 2-2.5 milj. Myndi ég hiklaust fá mér LandCr. 80. Kannski ekki VX, það er líka til GX(sama kram en minni lúxus). Þú ættir að geta fengið svona jeppa vel breyttan, jafnvel á 44", reyndar er það gallinn við 80 bílinn að hann er ekki ekki að gera neitt ofboðslega mikið í snjó á 38". Þannig að ef þú villt ekki 44" bíl eða ræður ekki við það fjárhagslega er hann(80) kannski ekkert allt of sniðugur. það er að segja ef þú villt hafa mikla drifgetu í snjó. reyndar eru svona Crúsar á 38,5" MT Baja Claw að gera heldur meira í snjó en á t.d.38" Mudder eða Cepec.
Freyr
-
AuthorReplies