Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.02.2003 at 09:53 #469334
Uff hvað sumir eru uppljómaðir eftir þátt ‘Omars Ragnarsonar síðasta sunnudag.
Mér finnst hrikalega fyndið hvað sumir verða ótrúlega uppljómaðir af því að vernda náttúruna gegn virkjunum á svæðum sem þeir vissu varla að eru til (‘Eg er ekki að segja að þú sért endilega þannig pet þó ég viti ekkert um það). ‘Eg er ekkert endilega á móti því að virkja og fá smá pening, ef hann skilar sér til ‘Islands en ekki Noregs! T.d, eru Eyjabakkar týpískir íslenskir móar, ekkert fallegt þar, yrði bara fallegt að fá vatn þar.
Freyr
24.02.2003 at 22:35 #469144Ég er nýliði í björgunarsveit og hef auk þess ferðast mikið með pabba eða allri fjölskyldunni. Ég hef aldrei heirt talað um að bjsv. rukki fyrir aðstoð.
Um daginn töluðu menn meira að segja um hversu ákv. aðilar væru grófir, maður sér endalaust fréttir um það að flutn. bílar velti og farmurinn út um allt. þá sjá þessir ákv aðilar sniðuga lausn:"Hey, köllum á björgunnarsveit og þá fáum við ókeypis vinnuafl". Já, mönnum finnst bara gott mál að fá slatta af hraustu fólki á besta aldri til að vinna kauplaust.
Annað dæmi eru bændur (ég er ekki að dæma alla bændur heldur sárafáa einstakl.). það kemur vont veður og hjálparsveit kemur og reddar e-u útihúsi þó ekki endilega stafi hætta af því. Hvað gerist í næsta vonda veðri? Jú auðvitað, durgurinn tímdi ekki að laga húsið svo hann fær aftur aðstoð björgunarsveita!
Þessi tvö dæmi finnst mér MJÖG gróf. Ef ég væri kallaður út, tæki mér kannski frí í vinnu eða rifi mig upp um miðja nótt, og fengi þegar ég væri komin í hús björgunnarsveitarinnar að vita ég væri að fara að moka upp rækju sem fór út um allt þegar flutn. bíll vallt á Kjalarnesi yrði ég ekki mjög sáttur, menn geta bara mokað upp sínum farmi sjálfir eða þá keypt vinnuafl.
Markmið mitt með því að vera í björgunnarsveit er ekki það að redda einhverjum nískupúka heldur að aðstoða fólk sem á í vanda!
Freyr
24.02.2003 at 22:16 #469288Ef þú ætlar að láta fikta í túrbínu eða olíuverki skalt þú skipta við Ísleif í Túrbo ehf.(hafnarfirði).
Freyr
12.02.2003 at 13:34 #468402Jeppi til að byrja á, hmmm.
Eins og þú hefur talað um er hilux eða 4runner sniðugir jeppar til að byrja á. Mikil reynsla komin á flest allt sem hægt er að láta sér detta í hug í samb. við þessa jeppa.
Súkka er auðvitað einnig sniðug sniðug. Þú getur ábyggilega skipt á sléttu, RX7 fyrir þokkalega súkku. Súkka á 33-35" dekkjum fer talsvert og er fín til að æfa sig í að gera við.
Sumir vilja auðvitað hafa kraft í jeppanum sínum, sérstaklega gaurar á okkar aldri. Þá væri sniðugara fyrir þig að fara á amerískan bíl, þá helst Bronco eða Willys.
Freyr
05.02.2003 at 23:12 #467664Hmmmmm. Veit ekki en það er eitthvað sem segir mér að elkó sé ekki rétti aðilinn til að kaupa gps-tæki hjá.
Freyr
05.02.2003 at 23:10 #467624350 = MIKIÐ GAMAN, MIKIÐGRÍN HA HA HA HA HA HA HA HA
Hægt að rökræða endalaust um hvað sé best að gera en að lokum velltur allt á því hversu mikinn pening þú ert til í að borga fyrir aukið afl og þar með "skemmtilegri" jeppa.
Freyr
05.02.2003 at 23:05 #467956Mér hefur oft dottið það sama í hug þar sem aðeins 1/2 ár er í prófið og hef alltaf komist að sömu niðurstöðu = NEI.
EN, ég er merkurfíkill svo ég vil komast þangað þó það rigni all hressilega en þá er ladan fín í river rafting.
Einnig vil ég komast a.m.k eitthvað í þessu hvíta og skemmtilega efni en vegna grindarleysis og þar með vandræði m. breytingar hef ég ákv. að hann hennti mér ekki.
Svo getur auðvitað vel verið að þú viljir bara fíflast, læra að gera við o.s.frv. Ef svo er þá er ladan alls ekki svo vitlaus kostur.
Freyr
04.02.2003 at 23:54 #467868Þessa grein skrifaði ég á huga.is fyrir nokkru:
Í þeirri könnun sem nú er í gangi er ég MJÖG hissa að sjá hvað margir völdu Willisinn. Rússinn (Gaz) hafði svo margt fram yfir hann: Ég held að hægt hafi verið að fá hann yfirbyggðan (ekki viss), fjaðrirnar ofan á hásingunum sem gerði bílinn miklu hærri undir kvið en Jeep-inn, fjaðrirnar voru lengri svo fjöðrun var miklu mýkri og slaglengri en á Jeep-inum, hann var ódýrari (munaði miklu að mig minnir), hann var miklu stærri og rúmbetri en hinn agnarsmái Willis, mér finnst rússin fallegri en Jeep-inn en það er auðvitað matsatriði. ég man ekki eftir fleiri atriðum í bili en sjálfsagt voru þau fleiri.
Þegar maður skoðar kosti og galla Rússans og Willisins veltir maður fyrir sér af hverju svo margir kjósa þann ameríska. Ég tel að margir sem svöruðu þessari könnun miði við gæði Rússanns vs. Ameríkanans í dag en ekki fyrir 40 árum! Ef maður skoðar þessa jeppa í dag þá væri fáránlegt að spyrja "hvor er betri"? Því Jeep-inn er margfallt vandaðari bíll en rússinn í dag (tel ég). Þess má líka geta að Crúsinn sem var framleiddur á þessum tíma er framleiddur enn þann dag í dag og stennst fyllilega samanburð við nýja jeppa í dag hvað varðar styrk og áreiðanleika. Það má því segja að þar sem Crúsinn sé sá eini af þessum gömlugömlu jeppum sem er enn í dag fyllilega samkeppnisfær tel ég að Toyotan hafi verið lang besti jeppinn af þeim öllum (verð að játa að ég er MIKILL Toyota fan)
Rússar voru áður mjög framarlega í hönnun torfærutækja, næst á eftir Japananum (finnst mér). Gott dæmi um það er að fyrsti bíll sem hafði þann búnað að geta hleipt úr og pumpað í dekk var Ural (rússneskur hertrukkur). Og þegar Lada sport var komin með gorma að framan og aftan og yfirbyggður var Willis-inn ennþá með blæju (kannski plasthús) og var framleiddur með blaðfjaðrir allt til ársinns 1996, eða eitthvað þar um bil.
Ef menn vilja frekari uppl. um þessa bíla þá veit ég kannski eitthvað meira.
Freyr
04.02.2003 at 23:49 #467696"Hvort finnst þér betri, Patrol eða LandCr."? "Betri"? "Mér finnst bara báðir betri". "Nei það er ekki hægt". "Jú sjáðu til, maður á alltaf að segja það sem manni finnst". "Það segir mamma mín líka"
Hvað finnst ykkur um þetta? Mikið til í því, ekki satt?
Freyr
04.02.2003 at 23:44 #467892Ekki spurning, við það að fara í 36" myndirðu drífa mun meira en samt kannski bara svipað og nýr patrol á 38" Þú myndir ekki sætta þig við það til lengdar. Betra að fara bara alla leið strax í upphafi til að spara bæði tíma og peninga.
Freyr
04.02.2003 at 23:42 #467886Ef þú keyrir bömmer ferð þú á bömmer og það er algjör bömmer. Nei án gríns, Hömmer á ekki við íslenskar aðstæður. U.þ.b. 3 tonn nýr. Svo þyngirðu hann eitthvað til að komast pínulítið meira. Stýrisbúnaðurinn er handÓNÍTUR, gefur sig trekk í trekk. Jafnvel þó menn séu búnir að bæta hann mikið svo sem með styrkingum (veit ekki hverskonar) og setja 2x stúristjakka er þessi búnaður samt að klikka trekk í trekk.
Svo er hann risastór en samt aðeins 4 manna (standard) og þú situr svo þröngt að þér líður eins og í fox. Fjöðrunnin er gerð fyrir rosa stökk og mikinn burð= handónýt í snjó þar sem þarf mýkt, gormarnir eru þeir stystu sem ég hef séð undir jeppa (jarðýtu).
Það má vera að ég sé full neikvæður en það tel ég nú samt ekki, Eini kosturinn sem ég hef séð við hann fyrir utan að hegða sér vel í vatni er að botninn er skotheldur þannig að ef einhver fer undir bíl og ætlar að skjóta á hann gat er hætt við að sá náungi sem það reynir (eins og þeir eru nú margir hérlendis) verði bara fúll.
Freyr
04.02.2003 at 23:31 #467688farðu inn á http://www.howstuffworks.com. Þar er hellingur af fróðleik. Bæti við fleiri síðum eftir smá upprifjun.
Freyr
29.01.2003 at 12:42 #466450Loksinns fáum við að sjá hvítagullið í e-u magni. Maður var orðinn hundleiður á að skoða hálendismyndir teknar jafnvel í lok des. og sjá bara svart, grænt og brúnt.
Freyr
29.01.2003 at 12:38 #467100Þetta er auðvitað ekki bara spurn um hestöfl heldur líka tog. Hvað togið varðar er D-4 vélin í barby með MJÖG flata togkúrfu sem kemur vel út í snjó, þarf ekki endalaust að hræra í gírum þrátt fyrir hraðabreytingar.
Burtséð frá hagkvæmni þætti mér samt skemmtilegra að hafa 3.0 l tdi í jeppa heldur en 350. EN 350 í góðu ástandi kostar kannski 150-300 Þ kr.(held ég) á meðan 3.0 tdi kostar kannski 6-700 þ. kr. Jafnvel meira, ekki viss.
Þegar maður ath. þennan mikla verðmun í innkaupum getur verið að 350 sé ekkert verri fjárhagslegu kostur. AÐ vísu hærra endursöluverð á díselvélinni en 350 en samt.
Freyr
29.01.2003 at 11:23 #467032Björgunarsveitin ‘Arsæll á Tvo Land Rover Defender. Annar er á 38". Sá bíll er með 2.5 5cyl. og þó svo að hann sé fullur af fólki + farangri (6 pers. + drasl) er togið og snerpan í góðu lagi. Svo er auðvitað fjöðrunnin algjör snilld.
Freyr
29.01.2003 at 09:52 #467182Akkúrat það sama og mér datt í hug í gærkvöldi þegar ég sá þessa mynd. En, til hamingju 2times, hiluxinn er helvíti gæjalegur.
Freyr
29.01.2003 at 09:50 #467186Heyr heyr!
Mjög gaman að sjá hvernig þetta var hér áður fyrr.
Freyr
14.01.2003 at 12:42 #191990Til Hamingju með núja Cruiserinn Guðsmaður, hann er ótrúlega flottur. Villtu ekki skrifa smá lýsingu á honum?
Freyr
03.12.2002 at 10:17 #464770Þú getur gert gat á hvalbakinn fyrir ofan fætur farþegans. Sett svo rör á gatið sem nær þá inn í húdd. Rifið úr bílnum stokkinn frá lofthreinsaranum þannig að hann taki loftið í húddinu. Þegar þarf svo að fara yfir sérstaklega djúpt vatn er hægt að tengja rörið inn úr bíl við lofthreinsarann með barka. Þá þarf að koma ca. 30-40cm djúpt vatn inn í jeppan til að vélin taki inn vatn. Eini gallin er að þegar barkinn er tengdur er leiðinlegur hávaði inn í bíl (kröftugt soghljóð). Þetta system virkar helvíti vel.
En það er líka annar kostur við þetta umfram loftinntak e-s staðar í húddinu. Ef það er mikill skafrenningur eða sandfok er hægt að tengja barkann og losna við öll vandamál með loftsíu.
‘Eg hef ekki skoðað vel ofan í húddið á ‘2002 Datsun svo eg veit ekki hvort þetta er hægt en svona er á bílnum hans pabba (LandCr.2 árg. ’89).
Ef þig vanntar frekari upplýsingar þá getur þú sennt mér E-mail, FREYR86@hotmail.com, eða ég skrifa meira hér.
Freyr
29.11.2002 at 23:14 #464710LandCr. 80 á 44" dekkjum er minnn draumabíll. Sterkur, kraftmikill, traustur, góð fjöðrun, fer vel með fólk, flottur(groddalegur).
Þarf að segja meira?
Freyr
-
AuthorReplies