Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.02.2004 at 11:21 #494805
Er þetta ekki tekið á lyngdalsheiði, nokkra km. frá Laugarvatni? Var þar um helgina og vatnið fór aðeins yfir stikurnar þar sem það var dýpst.
Freyr
06.01.2004 at 11:16 #482968Það er alveg rétt að áttuhnúturinn er sterkari en pelastikk (veikir kaðalinn minna). En hafið þið reynt að losa áttuhnút sem hefur herst saman við átak? Það er oft ekkert grín. ‘Eg hef notað áttuhnút í klifri og sigi og ef átak kemur á hnútinn, t.d. við smá fall þá herðist hann til helvítis. Það þýðir að ef við myndum hnýta áttuhnút í stað pelastikks þa´myndum við þurfa að skera hnútinn af kaðlinum eftir hverja festu.
Freyr
04.12.2003 at 21:36 #482048Ef þú ert með 5.71 þá tekur aðeins á einni tönn í einu en með 5.29 er alltaf ein sem tekur vel á + 2 sem eru að slepa/byrja að grípa.
Freyr
13.11.2003 at 11:09 #193165Í myndaalbúmi Hlyns er mynd sem hann spyr hvar sé eiginlega tekin. Mér dettur í hug að hún sé tekin ofanaf ratsjárhvelfingunni í herstöðinni á grænlandi (þegar farið var á 3 LCr. 80 yfir grænlandsjökul).
Freyr
07.11.2003 at 20:29 #479392Bræðslumark ´als er 750°C en þ´o þarf um 2000°C til að byrja að bræða það. Það er vegna þess að þegar ´alið kemst ´i snertingu við s´urefni myndast ´alox´ið h´uð ´a ´alinu með 2000°C bræslumark. (kommu takkinn virkar ekki alveg).
Freyr
10.10.2003 at 09:25 #477510Sá blái endist í um tvö ár, þá er hann búinn að missa eiginleika sína gegn tæringu, þá skal skipta alveg um. Þessi rauði endist lengur en kostar líka mun meira.
Freyr
29.09.2003 at 15:25 #477018Var í Nýliðaprófi hjá Björgunarsveitinni um helgina. gekk frá Hungurfitum að skyggnisvatni-laufafell. Það var komin smá snjór, um 10-30 cm. + skaflar í skurðum.
27.08.2003 at 10:55 #475862‘Eg á einmitt við sama vandamál að stríða nema ég er ekki á patrol heldur hilux 2,4 dísel. Sökum hins ógurlega afls hef ég 4x prjónað yfir mig á jeppanum en fann þó lausn á því, þyngdist um 100 kg svo nú tolla framhjólin á jörðinni.
En þá kom upp annað vandamál. Hið gríðarlega afl veldur því að þrátt fyrir að dekkin séu límd á heit-galvaniseraðar (rétt skrifað??????) felgur þá snýst bara felgan inn í dekkinu þrátt fyrir að taka af stað í u.þ.b. 800 sn/mín.
Að lokum fann ég lausn: Reif túrbínuna og intercoolerinn úr vélinni, skar svo fremri tvo sílindrana af svo nú ek ég um, alsæll, á 2 sílindra 1,2 lítra dísel hilux sem þó tekur allar V-átturnar í spyrnu
Kveðja, Doddi Spaugsson á ‘Uber hilux???????????
07.07.2003 at 23:35 #474576Er þessi kennsla í vatnaakstri opin öllum félögum eða er þetta bara ferð Flugsveitarinnar (gengi innan 4×4?????)?
Ef þessi ferð er opin, hvenær er hún?
Einn með áhuga, á því að pabbi nenniFreyr
07.07.2003 at 23:10 #474704Ertu á Nissan Navara? Sá svoleiðis bíl í Langadal á laugard. Tók eftir því að e-r listi á hleranum stóð út fyrir bílinn vinstra meginn eins og e-ð væri ekki alveg í lagi.
Misstirðu stykkið við 2 álinn í krossá talið frá álfakirkju. Rakst á stykkið og velti því fyrir mér hvað það væri en áttaði mig ekki á því.
Hringdu í fyrirtækið og rukkaðu dónann!
Freyr
29.06.2003 at 22:32 #474564Var í gær í núpsstaðaskógi. Fjölskyldan ákvað að hlusta ekki á aðvarannir og fylgja ferðaplaninu (hópferð inn í Núpsstaðaskóg). Hannes á Hvolli (já, tvö en ekki eitt L) sem er með ferðirnar inneftir talaði um að sennilega væri mikið í ánni.
Í fyrri álnum gekk rútunni vel yfir. á eftir henni kom óbreyttur LCr. 90. Þegar hann var á leið upp úr ánni spólaði hann og neyddist til að bakka og reyna aftur. Aftur spólaði hann. Síðan bakkaði hann enn lengra út í ánna, tók af stað í öðrum og tókst þá að koma honum upp úr. 1st í lága dugði ekki en í öðrum gír náði hann ferð til að skoppa upp úr. Við fórum á eftir og gekk vel (38" breyttur LandCr á 33"). Þeir tveir sem á eftir komu fóru annað vað.
Seinni állinn leit verr út svo það var fjölmennt í rútunni sem fór yfir. Við vorum eini jeppin sem ákvað að fylgja rútunni yfir. Það náði í framljósin en lítill straumur svo það var lítið mál. Samt gott að hinir jepparnir voru skildir eftir því það hefði hlætt upp á húdd = drukknun vegna óbreyttra loftinntaka.
á bakaleiðinni fékk ég far yfir seinni (fyrri) álinn í óbreyttum pajero sport. rétt þegar hann var að skríða upp úr var stór steinn fyrir honum svo hann spólaði sig niður, náðist samt upp án skemmda.
Hvað lærði maður? Fínmynstruð dekk virka alls ekki í bröttum bökkum. Var ekki sama málið með Terracanin í mörkinni?
Freyr
06.05.2003 at 11:14 #473060Ég mæli með Koni. Þeir eru fáanlegir í öllum stærðum og gerðum og eru endingagóðir.
Freyr
29.04.2003 at 09:11 #472788Mér finnst alveg með ólíkindum að Flippi geti ekki sagt sig úr klúbbnum ef hann vill. Er það að ganga í klúbbinn ævilöng skuldbinding?
Mér finnst sérstaklega þessi hugmynd um að útskýra fyrir stjórninni af hverju hann vill hætta út í hött. Það er ekki eins og það sé stór skaði fyrir klúbbinn að missa einn meðlim.
Einhversstaðar sá ég þá kenningu að ánægður kúnni(meðlimur) færi þér fjóra nýja kúnna, hinsvegar taki óánægður kúnni burt 16 viðskiptavini(meðlimi).
‘Eg held því að stjórnin eigi aðeins að huigsa sinn gang og þjónusta Flippa eins vel og ef hann væri að ganga í klúbbinn!!!!!
Freyr
25.04.2003 at 14:19 #472640Ég fór yfir eyjafjallajökul annan í páskum. Ókum upp Hamragarðaheiðina í smá drullu og grjóti. Fyrstu brekkurnar með snjó eru erfiðar.
ÞEGAR ÞIÐ KOMIÐ AÐ SNJÓBREKKUNUM FARIÐ ÞÁ LEIÐINA SEM ER LENGST TIL HÆGRI.
Þar eru för sem liggja alveg upp. Fyrsti hluti brekkunnar þar er erfiðastur en þó fær. á leiðinni upp eftir mættum við 38" barbyum, trooper, patrol og fleirum sem komust ekki upp og snéru við. Þeir hljóta að hafa reynt við brekkurnar í miðju eða lengst til hægri. á jöklinum var gott færi, viðstöðulaus akstur á sæmilegum hraða í 3-5 psi. För liggja alveg yfir jökulinn svo auðvellt er að rata. Á Fimmvörðuhálsi var snjórinn blautur og drulla í veginum en engar erfiðar hindrannir. Lítið er í skógaánni og auðveldir bakkar. Við vorum á stuttum krúsa, 2x Hilux og Patrol. Allir á 38". Ef menn eru á öflugum jeppum eru illa munstruð dekk það eina sem gæti hindrað menn í að komast upp.Freyr
25.04.2003 at 14:05 #472782Hvað er þetta, má Flippi ekki hætta í kluúbbnum ef hann vill? Ef hann á ekki jeppa og hefur lítin eða engan áhuga sé ég enga ástæðu fyrir því af hverju hann ætti að vera áfram í klúbbnum.
Ég mæli með því að þú talir við stjórnina. Ef þú hættir bara að borga félagsgjöldin án þess að segja þig úr klúbbnum skapar það smá vesen fyrir gjaldkerann. Þá þarf hann að vera með þig á "svarta listanum" og senda þér gíróseðla og svoleiðis (held ég).
Freyr
17.04.2003 at 11:57 #192498Eru einhverjir hér sem hafa nýlega verið á ferð um Eyjafjallajökul/Fimmvörðuháls/Mýrdalsjökul? Hvernig var færðin?
Einnig væri mjög gott ef einhver hefði nýjar fréttir af færð á Langjökli/Kaldadal/Skjaldbreið.
Þið sem nýlega hafið verið á ferð um þessi svæði, væruð þið til í að svara því það eru örugglega margir fleiri en ég sem ætla á þessi svæði næstu daga.
Freyr
08.04.2003 at 13:36 #472184Sæll Matti, sammhryggist þér innilega.
Býrðu á Greni eða Reynimel og leggur oft bílnum við háskólann? Ef svo er þá þekki ég hann langar leiðir í sjón, ég horfi eftir honum.
Hingað til hef ég ekki þekkt neitt af þeim jeppum sem lýst er eftir hér, óþægilegt þegar þetta gerist í mínu hverfi.
Freyr
30.03.2003 at 22:28 #471508Helvítis aumingjar. Vona bara að hann komi fljótt í leitirnar og óskemmdur. Ég myndi aðstoða en get lítið gert því ég er enn próflaus, hef samt augun opin.
Freyr
18.03.2003 at 12:41 #471026Pajero sport á 38"? ‘Eg hefði haldið að hann myndi ekki þola svo stór dekk EN fyrst nýi Pajeroinn er kominn á 38 þrátt fyrir að vera "grindarlaus" hlýtur sport-inn að þola það.
Freyr
12.03.2003 at 11:20 #470490‘Eg hef heirt að það sé sáralítill munur á 4,2 í Patrol og í LandCr. 80.
Hef líka heirt að 4,2 í Patrol sé þyngri þar sem það sé einhver lítið þróuð SÞ eða hernaðar vél.
Freyr
-
AuthorReplies