Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.07.2004 at 23:49 #465054
Ef ég læt renna nælonstangir í réttri lengd, hvað kosta þær u.þ.b. og hvað fleira þarf ég að kaupa, bara lengri bolta, skinnur og rær eða er eitthvað fleira. Svo var það með hverju öðru þarf að breyta, þarf að breyta bremsulögnum, gírstöngum eða öðrum lögnum, hverju þá????
Freyr Þórsson
12.07.2004 at 12:18 #465048Eru þetta 35" kantar sem kosta 60 þúsund?
Hvað kosta boddýhækkunnarkit og hvar fást þau? Ef ég boddýhækka, hverju fleira þarf að breyta, þarf að lengja t.d. gírstangir og bremsulagnir?
Það er helvíti fúlt ef það kostar svona mikið að hækka hann á undirvagni, ég vil frekar hafa hærra undir bílinn heldur en lágan þyngdarpunkt.
Hvaða drifhlutfall er orginal og hvaða eru fáanleg og hvar fást drifhlutföll í hann á góðu verði?
Afsakið spurningaflóðið en takk fyrir skjót og góð svör.
Freyr Þórsson
11.07.2004 at 23:22 #465044Hvernig er gírkassinn í 4.0 l Explorer sport ’91 – ’94 að reynast, er hann sterkari eða veikari en skiptinginn?
Er að pæla í að fá mér óbreyttann Explorer og setja hann á 33" – 35" dekk. Þá þarf ég upphækkunnarsett að framan, hver eru góð og hvað kosta þau? Er ekki nóg að aftan að færa bara hásinguna undir fjaðrirnar? Duga ekki alveg orginal hlutföllin og hvað kosta brettakanntar?
Freyr Þórsson
11.07.2004 at 19:00 #504688Stuðaralögmálið (stærri bíllinn vinnur).
07.07.2004 at 12:12 #504570Ég var í mörkinni um helgina, fór báðar leiðir á rútu og ég get nú ekki kvartað, öll vöð góð, ekki nema örlítil þvottabretti og ferðahraðinn inneftir var nokkuð jafn og góður.
Þar sem rútur eru leiðinlegustu farartækin er enn betra að fara þangað á jeppa, þó svo hann sé lítið/óbreyttur svo ég skil ekki kvartannir um að vegurinn sé leiðinlegur.
Fyrir mörgum árum var vegurinn mun verri, bílarnir allir á blaðfjöðrum og með stutt á milli hjóla og sætin verri og fyrst menn voru hinir ánægðustu með mörkina þrátt fyrir það skil ég bara ekki að menn séu að kvarta í dag.
Þegar ákveðið er að fara þarna inneftir eru menn að velja sér leið með 4 þokkalega stórum ám og mörgum minni svo að mér finnst menn bara ekki geta kvartað þó vegurinn sé ekki rennisléttur og mjúkur og hana nú!
Freyr
06.07.2004 at 20:48 #504620Þetta er rosalega góð hugmynd, ef ég væri kominn á jeppa myndi ég pottþétt mæta til leiks.
Mun samt pottþétt mæta til að fylgjast með
Freyr
02.07.2004 at 20:38 #504420Nei nei, segi nú bara svona.
Á eitt stykki Scott Octane fjallahjól sem hefur rúllað ófáa kílómetra og fengið að sæta miskunnarlausum pyntingum oft á tíðum, eina viðhaldið er bremsuklossar, dekk, gjarðir, gírhjól, öxlar, legur, o.s.frv. = Búið að skipta um allt nema stell og gírksifta.
Það er bara tómt kjaftæði að eiga bíla, þeir megna svo mikið!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hahahahahahahaha, nú fenguð þið vægt hjartaáfall og ætluðuð að skrifa llaannggaa grein um gæði og nytsemi sjálfrennireiðarinnar til að afdjöfla mig.
Þið skuluð spara ykkur það, reyndar er þetta með hjólið satt og rétt en EKKI HITT.
Fæ mér jeppa eftir 1-2 mánuði og verður það væntanlega 33-35" bíll. Ég hlakka mikið til að fara að ferðast á eigin jeppa og er í bili hrifnastur af 4.0 l Cherokee eða Explorer.
Mér finnst snilld þegar menn setja inn myndir af breytingunum sínum og skýringartexta með. T.d. eru a.m.k. 3 með mjög góðar myndir og uppls. um breytingar á Cherokee.
Svo smá spurning um explorer og cherokee: Hvað kosta upphækkunarsett í þá fyrir 33" eða 35" og hvaða sett fást hvar og hver hafa reynst vel. Hef heyrt að Vagnar og þjónusta selji góð sett í Jeep-inn.
Freyr
25.06.2004 at 11:56 #504088Það er ekki góð hugmynd að prófa að taka einn og einn skynjara úr sambandi því tölvan gæti þá skynjað það sem bilun og fyllst af villum og þá fyrst verður bíllinn leiðinlegur. Eað vísu er þetta það gamall bíll að það er ekki víst að það skaði nokkuð.
Freyr
21.06.2004 at 23:50 #504052Þetta verð er í hærra lagi en kannski er þessi bíll í topp-ástandi og heill að öllu leiti.
En yfirleitt þegar bílar eru auglýstir í topp standi þá er samt hellingur að, stundum með vitneskju eiganda en oft á tíðum hefur fólk ekki hugmynd um að eitthvað sé að.
Það margborgar sig að taka bíla í ýtarlega skoðunn, annaðhvort sjálfur eða fá fagmann til þess hafi maður ekki sjálfur kunnáttu til þess.
Í þesskonar skoðunum kemur kannski í ljós lélegar hjólalegur, Blástur upp um ventlalok (lélegir stimpilhringir), slag í drifliðum, ryð í undirvagni o.m.fl. Þetta eru allt atriði sem finnast ekkert endilega í akstri eða í hraðskoðunn.
Freyr
15.06.2004 at 07:43 #503882Sæll
Ég er viss um að hann kemst í mörkina. Þá þarf bara að vita hvar loftinntakið er (það er oft auðvelt að færa það ofar) og vera með kveikjuna í lagi (eða vera meðvitaður um að hún þolir ekki mikið vatn.
Þarf að fara að vinna, er að vinna á verkstæðinu hjá Ræsi
Kv. Freyr
14.06.2004 at 23:20 #503878Blessaður
Til hamingju með jeppann, líst nú betur á þetta en bleika Willys-inn. Ertu búinn að ferðast eitthvað á honum?
Freyr (Borgó)
01.05.2004 at 12:30 #500703Í svari sínu minnist Leó á það að rugl sé að aftengja mengunarvarnarbúnaðinn, ég er viss um að hann á við EGR (exhaust gas recykle). Þegar brunahitinn verður of hár þá hleypir ventillinn hluta af útblástursgasinu í soggrein, útblástursgasið hitar þar loftið sem minnkar súrefnisinnihald í hverri rúmmálseiningu. Það lækkar brunahitann.
Þannig að honum finnst að menn sem setja millikæla í jeppana sína til þess að kæla loftið og auka afl eigi jafnframt að hafa EGR búnaðin tengdann til þess að hita loftið. Það "meikar ekki sens".
Freyr Þórsson
29.04.2004 at 23:22 #500637Hér kemur svar sem ég skrifaði til manns sem var að pæla í að taka hvarfakútinn úr 4 l. sjéra-jóka.
Það eru tveir súrefnisskynjarar, einn fyrir framan kút og einn fyrir aftan. Ef þú tekur kútinn burt þá lesa báðir skynjararnir sama súrefnismagn í útblæstrinum. Þá heldur vélartölvan að hvarfakúturinn sé bilaður og kveikir "check engine" ljósið. Jafnframt fer tölvan af "closed loop" (þá vinnur tölvan skv. uppls. frá skynjurum og stillir opnunartíma spíssana eftir þörf hverju sinni) og fer að vinna á "open loop". Þá vinnur tölvan skv. forriti og kallast það "limp home mode" eða "Home safe mode".
Þá verður bíllinn töluvert aflminni og fer að eyða meiru. Stundum áttar fólk sig ekki á þessu eða er sama og keyrir, jafnvel í mörg ár, með tölvustýringuna óvirka en fyrir vikið er bíllinn dýr í rekstri og leiðinlegri í akstri.
Lambda skynjarar (súrefnisskynjarar) eru til í tveimur útfærslum:
Önnur útfærslan (Zirconia) byrjar að virka við u.þ.b. 500°C. Þá fara rafeindajónir að myndast á platínu-plötum skynjarans. Hlutfall súrefnis í útblæstri stýrir magni rafeindajóna, sterk eldsneytisblanda (mikið bensín/lítið loft)= meiri rafeindamyndun= meiri spennumunur milli platna. Spennan sem getur myndast er 0-999mV.
Ef þú ert með svona skynjara þá þarf að finna hvaða vír af sennilega fjórum er sá sem flytur strauminn frá skynjara að tölvu. Á þann vír seturðu viðnám (finnur stærðina sem þú þarf að nota með því að mæla strauminn í vírnum) viðnámsstærðin gæti verið eitthvað í kringum 10ohm. Viðnámið lækkar þá strauminn til tölvunnar og aftari skynjarinn gefur minni straum en sá fremri þó að súrefnishlutfallið sé það sama, þá heldur tölvan að hvarfakúturinn sé að gera gagn og allt virkar eins og það á að gera. Þá er minna viðnám í pústkerfinu=meira afl=MIKIÐ GAMAN, MIKIÐ GRÍN HA HA HA HA HA HA HA HA HA.Hin skynjaragerðin er Titania. Þá myndar hann ekki spennu heldur sendir tölvan til hans 0.45V spennu. Skynjarinn breytir svo spennunni eftir blöndunarhlutfallinu og sendir til baka til tölvunnar. Ég er ekki alveg viss hvað þarf að gera til að rugla hann en það ætti að vera hægt að finna hvaða vír sendir straum til baka til tölvunnar og finna út með mælingum hvort á að setja viðnám á 0.45V leiðarann eða þann sem sendir í tölvuna aftur.
Innvolsið í hvarfakútnum er stökkt svo það er auðvelt að nota t.d. steypustyrktarjárn til þess að mölva innan úr kútnum og hrista mylsnuna úr honum.
Sumir hafa áhyggjur af mengunn en gildið sem hvarfakúturin lækkar má vera 4.0 (man ekki hvaða en gæti verið CO(kolsýringur)). En gildið í flestum nýjum bílum er 0.00eitthvað svo það er í lagi að taka kútinn burt. Þar að auki er ekki skylda að hafa hvarfakút í bíl nema hann sé ’95 eða yngri.
Freyr Þórsson.
19.04.2004 at 15:16 #498397Það er góð hufmynd hjá þér Guðsmaður! Hlakka mikið til að sjá hvað þeir hafa að segja um málið.
Freyr Þórsson
19.04.2004 at 12:59 #498384Ég vildi minna ykkur á könnunina á http://www.utivist.is
Þar er spurt: Viltu uppbyggðan veg inn að lóni? Já/nei.
Freyr Þórsson
16.04.2004 at 07:01 #498809Í venjulegum skynjara er spennan sem hann gefur í púlsum, u.þ.b. frá 200mV – 800 mV. Í seinni skynjaranum er best að púlsarnir séu sem minnstir og sýni 400 – 600mV eða jafnvel enn nær 500mV.
Freyr Þórsson
15.04.2004 at 23:48 #498802Það eru tveir súrefnisskynjarar, einn fyrir framan kút og einn fyrir aftan. Ef þú tekur kútinn burt þá lesa báðir skynjararnir sama súrefnismagn í útblæstrinum. Þá heldur vélartölvan að hvarfakúturinn sé bilaður og kveikir "check engine" ljósið. Jafnframt fer tölvan af "closed loop" (þá vinnur tölvan skv. uppls. frá skynjurum og stillir opnunartíma spíssana eftir þörf hverju sinni) og fer að vinna á "open loop". Þá vinnur tölvan skv. forriti og kallast það "limp home mode" eða "Home safe mode".
Þá verður bíllinn töluvert aflminni og fer að eyða meiru. Stundum áttar fólk sig ekki á þessu eða er sama og keyrir, jafnvel í mörg ár, með tölvustýringuna óvirka en fyrir vikið er bíllinn dýr í rekstri og leiðinlegri í akstri.
Lambda skynjarar (súrefnisskynjarar) eru til í tveimur útfærslum:
Önnur útfærslan (Zirconia) byrjar að virka við u.þ.b. 500°C. Þá fara rafeindajónir að myndast á platínu-plötum skynjarans. Hlutfall súrefnis í útblæstri stýrir magni rafeindajóna, sterk eldsneytisblanda (mikið bensín/lítið loft)= meiri rafeindamyndun= meiri spennumunur milli platna. Spennan sem getur myndast er 0-999mV.
Ef þú ert með svona skynjara þá þarf að finna hvaða vír af sennilega fjórum er sá sem flytur strauminn frá skynjara að tölvu. Á þann vír seturðu viðnám (finnur stærðina sem þú þarf að nota með því að mæla strauminn í vírnum) viðnámsstærðin gæti verið eitthvað í kringum 10ohm. Viðnámið lækkar þá strauminn til tölvunnar og aftari skynjarinn gefur minni straum en sá fremri þó að súrefnishlutfallið sé það sama, þá heldur tölvan að hvarfakúturinn sé að gera gagn og allt virkar eins og það á að gera. Þá er minna viðnám í pústkerfinu=meira afl=MIKIÐ GAMAN, MIKIÐ GRÍN HA HA HA HA HA HA HA HA HA.Hin skynjaragerðin er Titania. Þá myndar hann ekki spennu heldur sendir tölvan til hans 0.45V spennu. Skynjarinn breytir svo spennunni eftir blöndunarhlutfallinu og sendir til baka til tölvunnar. Ég er ekki alveg viss hvað þarf að gera til að rugla hann en það ætti að vera hægt að finna hvaða vír sendir straum til baka til tölvunnar og finna út með mælingum hvort á að setja viðnám á 0.45V leiðarann eða þann sem sendir í tölvuna aftur.
Innvolsið í hvarfakútnum er stökkt svo það er auðvelt að nota t.d. steypustyrktarjárn til þess að mölva innan úr kútnum og hrista mylsnuna úr honum.
Sumir hafa áhyggjur af mengunn en gildið sem hvarfakúturin lækkar má vera 4.0 (man ekki hvaða en gæti verið CO(kolsýringur)). En gildið í flestum nýjum bílum er 0.00eitthvað svo það er í lagi að taka kútinn burt. Þar að auki er ekki skylda að hafa hvarfakút í bíl nema hann sé ’95 eða yngri.
Freyr Þórsson.
15.04.2004 at 09:42 #498257Eru virkilega ekki fleiri sem hafa eitthvað um málið að segja? Ég hefði haldið að hver einasti maður hér á síðunni myndi skrifa gegn þessu í þessum pistli eða eru félagar 4×4 almennt hlynntir "hraðbraut" inn í þórsmörk?
Ég styð það að klúbburinn lýsi því yfir opinberlega að hann sé á móti þessum framkvæmdum.
Væri ekki rétt að taka málið upp á næsta mánudags-fundi?
Freyr Þórsson
14.04.2004 at 09:58 #498249Hvad med onnur verkefni og brynni? Eins og einhver minntist á hér ad ofan, vaeri ekki viturlegra ad faekka einbreidum brum á tjodvegum landsinns? Eda laga vonda vegarkafla a hringveginum, t.d. í borgarfirdi hja hredavatnsskala. Thar er vegurinn of mjór og hlykkjóttur. Med thvi myndi umferdaroryggi aukast til mikilla muna.
Svo er thad annad mál. Thórsmork myndi ekki bera allann thann folksfjolda sem thangad streymdi ef fólksbílafaert yrdi thangad. Mer finnst oft omurlegt ad sja morkina eftir storar helgar eins og 1. helgina í júlí (thar til fyrir nokkrum árum) og verslunarmannahelgina. Thá er allt út í rusli og svaedid lítur illa út.
Thetta má alls ekki gerast og mér thaetti mjog gaman ad vita hverjir standa fyrir thessu. Mer finnst thad undarlegt ad their gefi sig ekki fram og útskýri hvad vakir fyrir theim.
Freyr Thorsson
13.04.2004 at 13:46 #498205Ég er svo innilega sammála ykkur. Þegar ég sá greinina eftir líffræðinginn á Stóru-Mörk fór ég strax að velta því fyrir mér að skrifa grein og birta hana í mogganum. Svo rakst ég á grein formanns Útivistar í morgun og mikið var ég glaður þegar ég var búinn að lesa hana.
Formaður Útivistar og heimilismaður á Stóru-Mörk eru báðir hagsmunaaðilar á svæðinu. Þeir eru báðir á móti framkvæmdunum. Ég er forvitinn að vita hvaða skoðun aðrir íbúar á svæðinu sem og F.Í. og Austurleið hafa að segja um málið.
Ég er hlyntur því að 4×4 lýsi því yfir opinberlega að klúbburinn sé á móti frammkvæmdunum.
Freyr Þórsson
-
AuthorReplies