Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.11.2004 at 19:58 #509114
Éf myndi skoða vel allar jarðtengingar eins og wolf benti á. Þær geta verið lúmskar.
Freyr
19.11.2004 at 20:14 #509030Eitt af aðalatriðunum sem tölvan notar til að stilla opnunartíma spíssa (magn bensíns í innsprautun) er súrefnisskynjari í pústi. Hann mælir magn súrefnis í útblæstri og ef það er of mikið þá eykur tölvan við bensínmagnið. Með tímanum skemmist skynjarinn (verður t.d. mjög skítugur), þá verður virkni hans hægari og skilaboðin til tölvunnar færri. Þá fer vélin að eyða meiru.
Önnur ágiskun er sú að gat sé á pústinu milli eldgreina og skynjara. Ef svo er þá er hugsanlegt að þar dragi hann inn súerfni úr andrúmsloftinu sem skynjarinn heldur að komi frá vélinni vegna of lítils bensíns til að brenna með súrefninu, þá eykur tölvan bensínmagnið.
Freyr
19.11.2004 at 20:04 #509060Þa er hugsanlegt að rafalinn sé að ofhlaða, þá þurrkar hann upp geyminn sem þá missir rýmd. Í köldu veðri fellur svo rýmdin til mikilla muna. Ef hann er að ofhlaða þá er spennustýringin biluð, stundum er hún innbyggð í rafalnum en oft er hún skrúfuð aftaná hann. Fyrir um viku síðan fór spennumælirinn í Explorernum hjá mér að tifa. Ég fór þá í rafstillingu í Dugguvogi 23 (mikið úrval og FRÁBÆR VERÐ) og keypti spennustýringu fyrir 2500 kr. Það tók mig 10 mín að skipta um og nú er allt í lagi, hann hleður 14,7-14,8V
Það sem þú skalt gera er að mæla spennuna á geyminum, með dautt á bílnum og með hann í gangi. Þegar dautt er á honum er mjög gott ef spennan er 12,7-13V en í gangi á hún að vera 14-15V. Síðan geturðu mælt hann undir álagi (miðstöð í botn, kveikja á afturrúðuhitara, háuljósin, hiti í sætum o.s.frv. Bara kveikja á öllum rafnotendum sem eru í bílnum. Ef spennan á kerfinu fellur mjög mikið við það er rafalinn slappur. Síðan ath. vatnshæð í geyminum (lækkar ef hann ofhleður) og gott væri að mæla sýrustig (mælir eðlisþyngd sýru, 1,27 og yfir er gott).
Freyr
02.11.2004 at 22:20 #507528Passaðu að kaupa tvo nákvæmleg eins geyma, annars ofhleður rafalinn betri geyminn og eyðileggur hann. Hafðu geymana eins margar amperstundir og plássið í húddinu leyfir og hafðu cc (cold crancking) eins hátt og hægt er. Það er tala sem er oftast síðust af þremur og er mæld í amperum. Þetta er mesta afl sem geymirinn getur gefið frá sér í skamma stund. Í kulda minnkar afl rafgeyma til mikilla muna og þá er betra að hafa meira afl til að ganga á, t.d. í brunagaddi upp á hálendinu.
Freyr
10.09.2004 at 23:37 #505518Það er eitt í sambandi við heddpakkningarnar sem allt of margir klikka á. Ef hersla er gefin upp í herslu 1, herslu 2 og svo gráður, þá er gott að skipta herslunum í fleiri herslur, taka minni stökk í einu. Fyrst skal herða í uppgefnu herslutölurnar, síðan kemur það sem svo margir sleppa: bíða með að herða í gráðurnar strax. Gott er að bíða í a.m.k. 1 klst. Á þeim tíma lagar pakkninginn sig að þéttiflötunum. Þegar aftur er hert skal byrja á að herða aftur í hæstu herslutöluna. Þá, í lang flestum tilfellum, snúast boltarnir aðeins áður en herslumælirinn smellur. Það er vegna þess að spennan í pakkningunum slaknar aðeins stuttu eftir herslu. Að þessu loknu má svo herða í gráðurnar.
Þegar heddpakkningarnar eru settar á þarf að vera viss um að það sé rétt gert. Á öllum pakkningum stendur top, up eða eitthvað sem vísar til þess að sú hlið eigi að snúa upp. Á flestum en því miður ekki öllum stendur einnig front, rear eða eitthvað sem segir hvoru megin þær eiga að vera (á við V mótora). Að vísu kemur oftast aðeis ein staða til greina. Ef pakkningarnar eru skoðaðar vandlega þá sést að í flestum tilvikum eru kæligötin stærri og fleiri á öðrum enda pakkningarinnar. Stóru kæligötin eiga að vera aftast. Það er vegna þess að vegna vindkælingar í akstri þá kólnar fremri hluti vélarinnar betur. Til þess að sporna við þessu hafa pakkningaframleiðendur stærri göt aftast, það beinir kælivatnsflæðinu aftur í mótorinn og hitastigið verður jafnara en ef öll kæligöt væru jafn stór og kælivökvinn virkaði eins vel fremst og aftast.
Með pappa/pappírs pakkningum getur verið gott að nota smá auka þéttiefni. Eitt efni sem ég mæli með til þess er Hylomar frá Wurth (í lítilli svartri túpu með fjólublárri rönd sem á stendur með hvítum stöfum "DP-300").
Mjög mikilvægt er að hreinsa vel ALLAR leifar af gömlum pakkningum áður en þær nýju eru settar í. Við þá vinnu þarf að passa sérstaklega vel að missa sem minnst af pakkningarestum ofaní kæli- og smurgöng blokkarinnar. Þegar blokkin er laus við gömlu pakkningarnar er rétt að mæla planið (á blokkinni). Það er gert með því að setja réttskeið (eða eitthvað sem er örugglega alveg beint) ofaná blokkina. Síðan að lýsa á samskeytin þar sem réttskeið og blokk mætast með vasaljósi og sjá hvort áberandi meira ljós kemst milli blokkar og skeiðar en annars staðar. Þar er þá komið slit. Best er að mæla blokkina svona á alla mögulega og ómögulega kannta en ef blokkin er skemmd þá er lang líklegasti staðurinn á milli strokkanna. Þar er mjög mikið álag á tiltölulega þunnan þéttiflöt svo þar myndast oft dæld, jafnvel löngu áður en tímabært er að taka upp mótor.
Eins og einhver sagði hér að ofan þá er fátt sniðugra en að fara í bílanaust og kaupa þér Haynes viðgerðarbók. ÞAr er fullt að gagnlegum uppls. Þó ekki væri nema bara til að fá herslutölurnar. Áður en þú byrjar vinnuna þá myndi ég lesa bæði kaflann um vinnu við einstaka vélarhluta og eins kaflann um mótorupptekt og skrifa niður hagnýt atriði. Það sparar þér mikinn tíma í sjálfri vinnuni með því að fækka mjög "nei andskotinn, ég get ekki haldið áfram því að….." mómentunum. Þetta lærði ég "the hard way" undanfarnar vikur meðan ég var að taka upp 4.0 V6 í fordinum mínum frá A til Ö.
Eitt mjög gott ráð til þess að hjálpa þér með rafkerfið, vacumslöngurnar og allar flækjurnar í húddinu er að vera með málarateip og túss eða margar teip-rúllur í mismunandi litum. Síðan á hevrt einasta rafmagnsplögg o.þ.h. seturðu tip í sama lit á báða enda eða málarateip og númerar báða enda. Það kemur sér mjög vel við samsetningu.
Hlutirnir sem þú tekur úr bílnum er gott að raða upp í skúrnum í tímaröð, þá veistu í hvaða röð er best að setja saman aftur. Láttu líka alla bolta og rær fylgja því sem þær festa en ekki safna öllu samann í einn haug. Annars er nokkuð víst að þú lendir í veseni í samsetningu.
Áður en þú byrjar vinnuna þá skaltu tappa kælivatninu af mótornum, annars mun það leka um allt af og til þegar þú losar um hosur og fleira.
Þegar þú hættir að vinna í mótornum á kvöldin er gott að breiða yfir hann plastdúk eða vinnugalla eða eitthvað svo að skítur geti ekki fokið í hann eða ryk innandyra sest í hann.
Meira dettur mér ekki í hug í bili en ef þú hefur einhverjar spurningar þá er þér velkomið að hringja í mig þegar þú vilt.
Freyr Þórsson S: 661-2153
18.08.2004 at 23:28 #504464Segi nú bara svona. Ég á Ford Explorer ’91. Hann er ekinn um 115.000km og slær ekki feilpúst, hann er nefnilega vélarlaus 😉
Freyr
29.07.2004 at 17:05 #505144Ég er búinn að ákveða að setja afur orginal stimpla, þá þarf maður ekki að velta fyrir sér hættu á skemmdum og bíllinn kemst fyrr í gagnið.
Freyr
28.07.2004 at 12:04 #505134Ég hef líka fengið upplýsingar um að hærri þjappa geti farið illa með kambásinn. Oftast nota menn heitari ás ef þjappan er hækkuð en ég vil ekki hita hann því ég vil tog á lágum snúningi. Svo að þar sem orginal ásinn er í kaldara lagi (mjög jákvætt) færi það sennilega illa með hann að hækka þjöppuna svo að ég er hættur við að hækka hana.
Ég get fengið tvær stangir og tvo stimpla (notað) ásamt öllum pakkningum og legum hérlendis og get því raðað saman fljótlega, ef ég vildi aðra stimpla þá þyrfti ég að bíða í 7-10 daga í viðbót.
Freyr
27.07.2004 at 16:08 #505126Í bílnum er rafeindakveikja og tölvustýrð inspíting (með bankskynjara "knock sensor") svo að vélin ætti að laga sig að 95 oktana bensíni en þá fær maður ekki full afköst miðað við 98 okt.
Ég held að 98 oktana bensín sé bara fínt, þetta er ekki svo svakalega nákvæmt, sérstaklega þar sem þetta er ekki einhver keppnisbíll heldur bara ferðabíll. En svo eru margir nýir bílar, t.d. Benz með þjapphlutfallið 10,5-11:1 og það eru allt bílar sem eru látnir ganga á 95 okt.
En ef það skipti máli með +/- 1/2 oktan þá er ekki víst að 98 okt. henti vel, þó betur en 95 okt.
Ef einhver ykkar kann formúlu eða reikniaðferð til þess að reikna hagstæðustu oktantölu eða veit u.þ.b. hversu mikilli aflaukningu má búast við þá endilega segið frá.
Freyr
27.07.2004 at 12:29 #194581Ég var að skemma vélina í explorernum mínum (4.0 l. V6 m. undirlyftum ’91). Mér finnst annsi spennandi að setja í hann stimpla með hærri miðju til þess að hækka þjöppuna og auka þannig vélaraflið.
Þjapphlutfallið er orginal sennilega um 9,1:1 – ég veit ekki alveg hvaða stimplar eru í boði en mig grunar að þjappan færi í 10,5-11:1. Vitið þið hvað þessi breyting skilar mikilli aflaukningu (u.þ.b.) án þess þó að skifta um kambás (ég vil ekki heitan ás sem bíllinn ræður varla við), ég er að sækjast eftir togi.
Er eitthvað fleira sem þarf að breyta um leið og ég hækka þjöppuna?
Freyr Þórsson
26.07.2004 at 12:14 #504930Kannski geri ég þetta bara. Ég hef aðgang að suðuvélum á nokkrum stöðum svo sennilega er best að sjóða klof á annann kjálkann og smá framlengingu á hinn til að þvingann skekkist ekki.
En á svona þvinga að fást í t.d. bílanaust eða stillingu?
Freyr
25.07.2004 at 19:31 #504926Vélin er kominn úr og flest sem hægt er að losa er í pörtum. Bara ventlarnir eru ennþá í heddunum og kambáslegurnar í blokkinni og tvær kúlur (geta það verið einhverskonar lokar fyrir smurkerfið???) Einnig er einn botli með sexkannt-haus fastur aftaná blokkinni, ég tók aðeins á honum en kjagaði bara hausinn.
Ef þið’ lumið á góðri aðferð til þess að losa ventlanna (til að pressa saman gormana) þá er það vel þegið, tími helst ekki að kaupa eitthvað sérverkfæri. Fást kannski góð verkfæri í þetta t.d. í bílanaust? Ég fékk reyndar það ráð að setja stórann topp á ventlabjargirnar og lemja fast á með hamri, það losar örugglega en þá á samt eftir að setja ventlana í aftur.
Vitið þið hvað ventlaslípisett kostar u.þ.b?
Ég er með örfáar myndir og ætla að taka fleiri (m.a. af stimpli í tætlum og tveimur skælbrosandi stimpilstöngum). Ég set þær svo hér á vefinn.
Freyr
23.07.2004 at 12:37 #504974Ég hélt að þú værir alvöru ruddi en svo ertu kannski bara pjattaður innnst inn við beinið, BÓNA BÍLINN Á TVEGGJA VIKNA FRESTI??????????
Ég mun koma til með að bóna minn á tveggja ÁRA fresti, kannski ekki alveg svo sjaldan en þó SJALDAN.
Að vísu eru margir kannski með nýlega bíla með fallegt lakk en kom on, það er allt í lagi að það sé ekki hægt að spegla sig á stuðurunum þegar menn eru á ferðalagi.
Kv. Sóðinn (Freyr)
22.07.2004 at 12:18 #504924Svo þú átt græna lurkinn:0)
En já, afrekaði að taka vatn inn á hann í fyrstu ferð, þurrkaði hann, setti saman aftur, startaði og þá KLONK KLONK KLONK KLONK. Hart og ljótt bank í mótor eins og barið sé með sleggju í blokkina.
Ég hringdi í pabba og hann og mamma komu á 80 Crúser sem við vorum að eignast og drógu mig dauðann í bæinn.
Ég er kominn langt með að rífa í sundur, á bara eftir að lyfta mótornum úr bílnum og taka neðri hlutann af soggreininni, olíupönnuna og heddin af, þá get ég skoðað og skipt um stöng/stangir og hugsanlega skipti ég í leiðinni út stangarlegum og jafnvel höfuðlegum. Ég skoða þær auðvitað vel og ef allt er í fína lagi læt ég allaveganna höfuðlegurnar eiga sig.
Það versta sem gæti verið að er ef strokkurinn er búinn að rífa sig eða sveifarásinn skemmdur, ég hef samt litla trú á því.
Freyr
21.07.2004 at 12:19 #504916Er virkilega ekkert sem þarf að varast eða lagfæra? Sá reyndar í gærkvöldi að það þarf tvö sérverkfæri til að losa viftuspaðann, en kannski er samt hægt að redda því.
Vitið þið um fleira sem þarf sérverkfæri í????
Freyr
19.07.2004 at 18:29 #504914Bíllinn er samt ekki keyrður nema 111.000 km svo að hann ætti að vera í góðu lagi, svo er gott veður, sumar og svona svo að ég hef hugsað mér að drífa í því að rífa allt í sundur, skipta um það sem þarf, rusla því svo öllu saman og fara á fjöll áður en haustið kemur.
En vitið þið um einhverja veikleika í mótornum sem ætti endilega að skifta um í leiðinni?
Þarf mikið af sérverkfærum fyrir rifrildið?
Freyr
19.07.2004 at 12:25 #484440Það fór vatn inn á 4 l. V6una :0(
19.07.2004 at 12:19 #504784Af hverju kaupa ekki fleiri björgunarsveitir Land Rover Defender????????????
Það fást 1,5 – 2 svoleiðis fyrir einn landcr/patrol/excursion………… Roverinn hefur nægt vélarafl, er 8 manna, 44" er ekkert mál, þarf ekki að skifta um hásingar og styrkja allann andsk…..
Þetta er bara alltaf sami púkinn sem rekur menn áfram, vera flottari en hinir, það eina sem 120 hefur fram yfir defender eru þægindi. Mér vitanlega eru björgunarsveitir almennt ekkert að drukkna í peningum, (allaveganna ekki mín sveit) og ég skil því ekki af hverju sveitirnar eru að eyða fullt af auka pening, bara til að fá þægilegri sæti, betri hljóðeinangrun, betri hljómflutningstæki, leðursæti o.s.frv.
Freyr Þórsson
19.07.2004 at 11:56 #194555Ég var að eignast Ford Explorer ’92 módel m. 4.0 l. V6. Um helgina var ég svo óheppinn að fá vatn inn á vélina og var dreginn í bæinn í gær (sunnudag).
Ég er nýbyrjaður að rífa, kominn vel af stað með að rífa burtu loftlækinguna (held þó dælunni). Á eftir fer ég svo í að rífa soggrein og ventlalok af og skoða ventla, vippur og undirlyftur. Svo fara heddinn og olíupannan af og sný svo mótor til að sjá hvaða stimplar fara ekki alla leið upp (til að sjá hvaða stangir eru bognar).
Er eitthvað sérstakt sem ég þarf að varast, einhver sérverkfæri sem ég þarf eða er eitthvað sem ég ætti að skoða sérstaklega vel eða breyta? Þá er ég ekki að tala um að eyða pemingum í að auka vélaraflið (nema það sé mjög ódýrt kannski) heldur eitthvað sem betur mætti fara í vélarrýminu.
Öll ráð eru vel þeginn!!!!!!!!!!!
Freyr Þórsson
13.07.2004 at 23:51 #465058Ég ætla að hækka fyrir 35", kannski 36". Ég held að ég fái mér örugglega hlutföll, hann er ekkert svo lágur orginal.
Lenging á stýrirrstöng, er hún til eða sýður maður bara bút inn í stöngina? Og hornið á stýrinu breytist, sleppur það samt? Hvað eru 38" bílarnir hækkaðir mikið, er að spá hvort 10cm (4") sé ekki passlegt.
Síkka vatnskassann, hann er fastur við boddýið en er nokkuð mál að síkka festingarnar fyrir hann?
Hvernig er það, á einhver eða veit um 35/36" brettakanta sem eru fáanlegir fyrir lítinn pening, ég tími ekki að kaupa kannta fyrir um 60 þúsund á bíl sem kostar undir hálfri milljón. Annars var ég alveg eins að pæla í að mixa á hann einhverja kannta, bara e-ð ódýrt sem virkar og fer í gegnum skoðunn.
Freyr
-
AuthorReplies