Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.12.2004 at 20:01 #195087
Hvað kosta u.þ.b. íhlutir í 38″ breytingu á patrol ’90-93??? Ég er að tala um hækkun- hvort sem er á boddýi eða undrvagni, lækkuð drifhlutföll og brettakanta og kannski stýrisdempara og fleira sem verður að vera með. Engan aukabúnað eins og læsingu, dælu, tank, fjarskipti o.þ.h. Ég er að hugsa um lítið (max 35″) eða óbreyttan bíl.
Freyr
21.12.2004 at 23:21 #511264Mér finnst frábært þegar menn setja myndir með bílaauglísingum á vefinn, það er varla að ég nenni að skoða bíl nánar nema sjá fyrst af honum mynd, enda setti ég mynd með minni auglýsingu.
Freyr
21.12.2004 at 23:19 #511306Auðvitað er það besta leiðin en ef einhver kannaðist við vandamálið, t.d. eitthvað aukaöryggi sem er ekki í boxi farið, þá væri þægilegt að vita það. Það er nefnilega svo drepleiðinlegt að þræða sig eftir vírum í mælaborði.
Freyr
18.12.2004 at 19:19 #195072Ég ætlaði að setja geislaspilara í fordinn áðan og til að byrja með gekk það vel. Ég tengdi 15 og 30 (sviss og stöðugan straum) og þá gat ég kveikt á spilaranum. Þá tók ég „plöggið“ úr sambandi til að lóða vírana saman. Þegar ég var búinn að því þá fékk ég engan straum til spilarans, það eru ekki bara lélegar lóðningar því ég athugaði það með mæli og prufulampa. Alltaf þegar svona hefur gerst þá er bara öryggi farið, en ég skoðaði öll og þau eru í lagi, ég skipti samt um öryggið fyrir útvarpið en það breytti engu.
Hvað getur verið að?????????
Freyr
03.12.2004 at 23:37 #510212Þegar pinnjónninn er hertur af framleiðanda þá er hann að pressa hólkinn saman. Með því að herða í söru stöðu og róin var, þá er svotil engin pressa á legurnar. Það á aldrei að nota sama hólkinn aftur, þá verður ekki rétt þyngd á pinnjón.
Freyr
01.12.2004 at 18:24 #510028Settu miðstöðina á heitustu stillingu, þá fullopnar fyrir rennslið gegnum elementið. Ef það dugar ekki, tjakkaðu þá eða hífðu upp framendann (eða keyrðu upp í brattann hól) það er nóg ef vatnskassalokið er hærra en elementið en því meiri halli því betra. Láttu svo bílinn hitna og með miðstöðina á heitasta, þá ætti allt loft að fara.
Þessa aðferð (að hækka bíl að framan eða aftan) er líka hægt að nota við lofttæmingu bremsukerfis.
Freyr
28.11.2004 at 12:42 #508748Þetta er sennilega ekki vökvanum að kenna. Það á að vísu aldrei að setja of mikinn vökva á skiptingar því þá nær skiptinginn að þeyta lofti í olíuna, þá hætir hún að flytja aflið beint og skiptingin snuðar í öllum þrepum.
Freyr
28.11.2004 at 12:38 #509312Eins og ég sagði þá er búið að þrykkja plötu upp á öxilinn innanfrá og punktsjóða hana að utanverðu. Platan er með 6 gata deilingu. Þessar upplýsingar hef ég annarsvegar frá eiganda bílsinns og hinsvegar rennismiðnum sem framkvæmdi breytinguna.
Freyr
28.11.2004 at 12:32 #509710Ég var víst svo upptekinn af reiðilestrinum að ég gleymdi að votta aðstandendum samúð mína, fyrirgefið.
Freyr
28.11.2004 at 12:30 #509708Það fer hrikalega í taugarnar á mér hvað fjölmiðlar eru alltaf fljótir með fréttir af svona slysum, það er öruggt að fullt af aðstandendum vissu ekkert hvað var að gerast, vissu bara að einhver nákominn væri þarna á ferðinni og alvarlegt slys hefði átt sér stað. Það eru tvö nýleg dæmi um þetta:
Slysið núna í Vonarskarði.
Í fréttum sjónvarpsins á sennilega föstudagskvöld voru sagðar óljósar fréttir af því að krani hefði hrunið saman á snæfellsnesi og maður væri fastur í honum. Það er alveg öruggt að fæstir aðstandendur mannsinns vissu um slysið áður en þeir sáu fréttirnar og héldu jafnvel að t.d. eiginmaður sinn eða faðir væri látinn.
Það er ömurlegt að fá að vita svona hluti gegnum fjölmiðla, það veit ég sjálfur mjög vel. Síðasta vetur missti ég litlu systur mína í bílslysi og mamma slasaðist svo alvarlega að hún var á gjörgæslu í nokkra daga. Það fyrsta sem ég frétti um slysið las ég á textavarpinu.
Freyr
27.11.2004 at 20:33 #194949Ég er með Explorer og ætla að setja D44 undir hann að framan. Það eru tvö vandamál í sambandi við það. Ég er ekki nógu fær suðumaður til þess og ég þarf aðstöðu sem er hægt að vera í lengur en frá föstudagskvöldi fram á sunnudagskvöld (ekki nema einhver treysti sér til þess að aðstoða mig við breytinguna þannig að það sé hægt að taka hann út á sunnudagskvöldi).
Er einhver hér, eða veit um einhvern, sem getur skipt um hásinguna með mér á einni helgi? Ef það tekur lengri tíma þá þarf einnig aðstöðu.
Að sjálfsögðu borga ég fyrir þetta.
Freyr Þórsson S:661-2153, freyr86@hotmail.com
27.11.2004 at 17:11 #509308Djö…. er ég ánægður að 6 gata wagoner er sama og japanska, þá þarf ég hvorki að kaupa felgur né dekk. 8,8" í ford ranger er 28 rillu en í explorer er hún alltaf 31 rillu. A.m.k. skrifaði það einhver hér að ofan og svo er það fullyrt á http://www.therangerstation.com.
Ég er að hugsa um að nota sex gata nöf að framan og er búinn að finna lausn til þess að breyta afturhásingunni í 6 gata líka (hermi eftir öðrum). Þá er settur annar flangs á öxlana með 6 götum. Myndir af því má sjá í albúmi "Fordinn"
Freyr
27.11.2004 at 00:31 #509302Meira um gatadeilingar. Sex gata deilingin eins og var á wagoner, er það sama og japanska 6 gata deilingin???
26.11.2004 at 14:50 #509300Ef ég set D44 að framan þá er ég komin með aðra deilingu en að aftan (6 gata wagoner eða stóru 5 gata) en aftuhásingin er litla 5 gata. Hvað er aðveldast/ódýrast að breyta afturhásingunni í? Það sem mér dettur einna helst í hug er að nota stóru 5 gata deilinguna því þá þarf ekki að breyta framhásingunni og er að pæla hvort flangsinn að aftan er nógu stór til að bora stóru 5 gata deilinguna í hann. Það væri auðveldast (nema ef bresur koma í veg fyrir það).
Freyr
25.11.2004 at 07:29 #509296Jeppinn er kominn í gang og er búinn að rúlla rúmlega 1000 km. Veist þú hvort það er möguleiki á að D30 sé nóg????
Þú komst eitthvað að því að setja túrbínu í 4.0l wrangler, er hann á orginal hásingum og hefur þá D30 að framan dugað þrátt fyrir helling af auka hestöflum????
Freyr
24.11.2004 at 17:50 #509292Í sambandi við framhásingu er ég spenntastur fyrir því að setja rör. Flestir eða allir sem hafa gert það hafa sett D44. Áðan var mér bent á mikið auðveldari og ódýrari kost. Það er að nota D30 Reverse framhásingu úr cherokee. Þá er gatadeilingin rétt og hásingin með diskabremsum. Með því að notast við hana í stað D44 sparar maður bæði tíma og pening. En það sem vefst fyrir mér er hvort styrkurinn sé nægur.
Það er til fullt af cherokee og wrangler með D30 að framan og 38" dekk. Það er svipaður bíll og explorer (afl og stærð) en explorerinn er um 250 kg. þyngri. Ætti það að vera í lagi eða er hásingin alveg á mörkunum að duga í jeep og þ.a.l. of veik í explorer????????
Freyr
23.11.2004 at 20:45 #509286………að svara þér Baldur. Já hann er komin í gang og er búinn að rúlla rúml. 1000 km. Nú er ég á fullu að pæla í hvernig ég vill breyta honum.
Veist þú hvort öxlarnir eru 28 eða 31 rillu? Er samt að pæla í að rífa bara lokið aftanaf og telja til að vera viss.
Freyr
23.11.2004 at 20:40 #509356Á móti Húsasmiðjunni í Skútuvogi er fyrirtæki með alls konar snitt vörur, það heitir Ásbjörn og (eitthvað annað nafn) minnir mig. Þeir selja Helicoil gengjur. Ef gengjurnar eru ekki mjög illa farnar þá er hægt að nota snitttappa sömu stærðar og boltinn, t.d. std. 8mm bolti= M8 x 1,5 snitttappi. Síðan skrúfar þú í þær gengjur Helicoil, það er nokkurs konar gormur sem verður í raun að nýjum gengjum sömu stærðar.
Ef gatið er hinsvegar illa farið þá er líklegast í lagi að bora út gatið og snitta fyrir stærri bolta.
Freyr
22.11.2004 at 23:30 #509284Ég veit ekki alveg hvort öxlarnir séu 31 eða 28 rillu, held samt 31. Veit einhver hvort þeir eru 28 eða 31? En það sem angrar mig aðeis er bara að öxlarnir eru berandi og það er helvíti fúlt að vera með óökufæran bíl vegna eins brotins öxuls.
Frammhásinginn er Reverse og það góða er að kamburinn er fyrir ofan miðju, ekki fyrir neðan eins og D35 að aftan í cherokee. Þannig er hærra upp í drifskaftið.
Ég er í raun mjög sáttur við 8,8 að aftan en er með smá efasemdir varðandi frammhásinguna (styrkleikann), hvort það borgi sig að eyða vel yfir 100.000 í læsingar og hlutföll í hana + fokdýrt upphækkunarsett. Einhver talaði um að hún fjaðraði ekki neitt, ég hef engar áhyggjur af því, fjöðrunin að framan er ágæt í dag (orginal) en með setti frá t.d. Rancho eykst slaglengdin um allt að 30-40% og þar sem orkugleypnin vex í veldi með aukinni slaglengd er t.d. 30% gríðarleg viðbót. Bæturnar felast í tvöfallt lengri skástífum, töluvert lengri gormum og nýjum dempurum.
Varðandi fjöðrun að aftan langar mig auðvitað í gorma en það er mjög margt sem kemur fyrst t.d. dekk, hlutföll, læsingar o.fl. Hinsvegar er ég að hugsa um að (a.m.k. ef hásingin fer undir fjaðrirnar) að taka burðarblaðið úr fjöðrunum (þá eru tvö blöð eftir), setja gorma milli fjaðra og grindar og setja eina skástýfu hvoru megin til að stífa hásinguna af.
En GO4IT: Orginal er línu sexan þín fleyri hestöfl en færri Nm en explorerinn en ertu ekki kominn með hárþurrku á mótorinn (betra er að blása en sjúga)? Þá er aflið mikið meira en hjá mér.
Freyr
22.11.2004 at 18:40 #194911Ég er að fara að breyta Ford Explorer fyrir 35-38″ dekk, 35″ til að byrja með en enda örugglega í 38″. Ég er að hugsa um að setja 3-4″ Rancho sett í frammhásinguna og afturhásinguna undir fjaðrirnar. þá er han ágætur fyrir 35 tommuna og þarf bara að bæta við smá hækkun á boddý-i til að koma 38 “ undir hann.
Það sem ég var að spá í eru hásingarnar. Eru drifin (D35 framan og F8,8″ aftan) nógu sterk fyrir 38″? Eru afturöxlarnir 31 rillu og eru þeir sterkir eða er mikið um að þeir brotni, mjög fúlt þar sem bíllinn verður þá óökufær vegna berandi öxla. Hversu mikil vinna er að setja D44 með gormafjöðrun að framan samanborið við að setja hækkunarsett í D35 hásinguna (IFS). Ég er að spá í þetta til þess að ég eyði ekki fullt af pening í hlutföll og læsingar ef hásingarnar eru svo of veikar og ég neyðist til að skifta þeim út.
Freyr Þórsson
-
AuthorReplies