Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.10.2005 at 22:26 #529914
Hvaða dekkjastærð var undir þessum bíl og hver voru drifhlutföllin? Er þessi kassi með eitthvað óvenju lágum hlutföllum, bara að spá hvort bíllinn verði svo lágt gíraður að hann snúist alltof hratt í langkeyrslu.
25.10.2005 at 20:20 #529910Aðeins fleiri spurningar. Koma til greina fleiri en 1 gerð gírkassa í ’90 eða 91 með 4.0 vélinni? Hvernig eru þeir að koma út varðandi styrkleika. Ef einhver veit hvaða númer eru á hvaða kössum þá væri fróðlegt að fá að vita það svo ég geti séð hvaða kassi er í bílnum.
Freyr
25.10.2005 at 19:13 #196514Hefur einhver hér breytt ssk. cherokee í bsk? Ég er s.s. með ’87 módel af ssk. með 4.0l sexu og langar að breyta honum í beinskiftan. Hversu miklu þarf að breyta til þess? Ég myndi fá mér annan cherokee sem er bsk. og færa allt úr honum í minn. Er þetta bara losa bolta og festa þá aftur eða þarf að breyta millikassa, sköftum, þverbitanum o.s.frv?
Freyr
09.10.2005 at 19:10 #528640Ég var að skrá mig í klúbbinn og er komin með félagsnúmer. Ætlaði síðan að setja inn myndir en lendi í þessu sama veseni, ekkert pláss og það er útilokað þar sem ég er ekki með eina einustu mynd á síðunni.
Freyr
28.03.2005 at 23:27 #519598En svo eru flestir hinsvegar mjög hjálpsamir og naut ég góðs af því nýlega.
Ég var ásamt félaga mínum og vini hans á jeppa á Hellisheiðinni á mánudagskvöldi í góðu færi en svo brotnaði undan bílnum og á endanum sat hann pikk fastur. Fljótlega kom annar jeppi sem var þarna fyrir tilviljun. Hann var fljótur að henda túristunum út til að létta bílinn og fór svo að rembast við að draga okkur upp. Það gekk ekki neitt og skiljanlega þurfti hann að skila túristunum af sér. Það skildum við mjög vel og þökkuðum honum fyrir hjálpina þó svo að jeppinn væri enn fastur.
En áður en hann fór þá sagðist hann bara ætla að skila farþegunum og koma svo aftur, og það gerði hann þó svo að hann þekkti okkur ekki neitt og klukkan væri rúml. 1 um nótt þegar hann kom aftur. Þetta kallast sko hjálpsemi!!!!!!!!!!Mér fannst bara vanta eina jákvæða sögu á móti þeirri neikvæðu.
Freyr
28.03.2005 at 22:40 #519964Já finnst þér ekki, það finnst mér a.m.k. Ég væri alveg til í slétt skipti.
Freyr
28.03.2005 at 21:31 #519960Mér finnst hann mjög fínn svona, bara helv… góður. Svo þegar hann er fullhlaðinn þá verður hann því sem næst alveg láréttur.
Þá er bara eitt eftir sem þú þarft að gera, auglýsa hann til sölu á sanngjörnu verði svo ég geti keypt hann af þér;-)
Freyr (hlakka ennþá til að sjá hann)
28.03.2005 at 15:54 #519956Sko kallinn, nú líst mér á þig.
Freyr
27.03.2005 at 19:06 #519952Það er nú samt þannig að stærsti þátturinn í jöfnunni sem notuð er til að reykna út orkugpeypni gorma er lengd gormsinns (að því er mig minnir). En auðvitað er margt fleira sem spilar inn í, t.d. afstaða og lengd á stífum og demparar.
En ef þú lumar á fróðleik um gorma væri gaman ef þú nenntir að skrifa eitthvað hér, alltaf gaman að læra eitthvað nýtt.
Freyr
27.03.2005 at 12:48 #519948Án þess að ég sjái það alveg nógu vel, væri ekki hægt að færa gormaskálina aðeins ofar í grindinni?
Og svo er það annað, hvernig er hann við hleðslu? Ef þú notar styttri gorma þá situr hann næstum því á samsláttarpúðunum svo að sennilega situr hann alveg á þeim þega hann er fullhlaðinn í ferð.
Annars er þetta bara mín skoðun, ef þú villt lækka hann þá er það bara hið besta mál og ekki hlusta á bullið í mér. Ég hlakka bara til að sjá bílinn hjá þér og til hamingju með að vera laus við flatjárnin.
Freyr
27.03.2005 at 12:02 #519944Nei nei Haffi minn, þú ert eitthvað að misskilja þetta. Það er betra að vera með lengri gorma því að lengd gormsinns er það sem fyrst og fremst ræður því hversu mikkla orku hann getur gleypt. Lengri gormur = meiri slaglengd = betri fjöðrun.
Ef þér finnst hann vera of svagur og villt þess vegna styttri gorma, prófaðu þá frekar að setja í hann ballance stöng, það stífar hann aðeins af.
Freyr
25.03.2005 at 23:01 #519860Það er sennilega loft inná bremsukerfinu.
08.03.2005 at 23:11 #518242Það var ekkert svo mikið sem þurfti að slípa af dælunum, ekki þannig að það ætti að koma að sök. En vegna þess hversu álfelgur eru efnismiklar miðað við stálfelgur vegna minni efnisstyrks þá er ábyggilega betra að nota stálfelgur, þá er ekkert víst að þær rekist í.
Freyr
06.03.2005 at 20:45 #518234Það sem þarf er bara góð þjöl og smá þolinmæði. Taka smá af bremsudælunum og setja svo dekkin undir, ef þær rekast í, þá bara ná aftur í þjölina þar til ekkert rekst í.
Síðan er gott að losa aðeins boltana sem halda dælunum og slá á þær með hamri, þá hnikast þær aðeins nær hásingamiðjunni og þá þarf ekki að taka eins mikið úr þeim.
Góða skemmtun
Freyr
18.01.2005 at 23:08 #513748Man þetta ekki alveg nákvæmlega. Það getur vel verið að 10 megaohm sé talan sem ég fékk út. Félagi minn reif hvarfakútin undan Citroén Saxo og mig minnti að viðnámið hafi verið 10 ohm en er ekki viss, a.m.k. fór hann úr 125,6 í 129,8 hp. (mældur á dynotester) og tölvan kvartaði aldrei þannig að vinnámið var passlegt, ég skal spyrja hann hvað það var hátt.
Freyr
17.01.2005 at 21:52 #513744Það eru tveir súrefnisskynjarar, einn fyrir framan kút og einn fyrir aftan. Ef þú tekur kútinn burt þá lesa báðir skynjararnir sama súrefnismagn í útblæstrinum. Þá heldur vélartölvan að hvarfakúturinn sé bilaður og kveikir "check engine" ljósið. Jafnframt fer tölvan af "closed loop" (þá vinnur tölvan skv. uppls. frá skynjurum og stillir opnunartíma spíssana eftir þörf hverju sinni) og fer að vinna á "open loop". Þá vinnur tölvan skv. forriti og kallast það "limp home mode" eða "Home safe mode".
Þá verður bíllinn töluvert aflminni og fer að eyða meiru. Stundum áttar fólk sig ekki á þessu eða er sama og keyrir, jafnvel í mörg ár, með tölvustýringuna óvirka en fyrir vikið er bíllinn dýr í rekstri og leiðinlegri í akstri.
Lambda skynjarar (súrefnisskynjarar) eru til í tveimur útfærslum:
Önnur útfærslan (Zirconia) byrjar að virka við u.þ.b. 500°C. Þá fara rafeindajónir að myndast á platínu-plötum skynjarans. Hlutfall súrefnis í útblæstri stýrir magni rafeindajóna, sterk eldsneytisblanda (mikið bensín/lítið loft)= meiri rafeindamyndun= meiri spennumunur milli platna. Spennan sem getur myndast er 0-999mV.
Ef þú ert með svona skynjara þá þarf að finna hvaða vír af sennilega fjórum er sá sem flytur strauminn frá skynjara að tölvu. Á þann vír seturðu viðnám (finnur stærðina sem þú þarf að nota með því að mæla strauminn í vírnum) viðnámsstærðin gæti verið eitthvað í kringum 10ohm. Viðnámið lækkar þá strauminn til tölvunnar og aftari skynjarinn gefur minni straum en sá fremri þó að súrefnishlutfallið sé það sama, þá heldur tölvan að hvarfakúturinn sé að gera gagn og allt virkar eins og það á að gera. Þá er minna viðnám í pústkerfinu=meira afl=MIKIÐ GAMAN, MIKIÐ GRÍN HA HA HA HA HA HA HA HA HA.Hin skynjaragerðin er Titania. Þá myndar hann ekki spennu heldur sendir tölvan til hans 0.45V spennu. Skynjarinn breytir svo spennunni eftir blöndunarhlutfallinu og sendir til baka til tölvunnar. Ég er ekki alveg viss hvað þarf að gera til að rugla hann en það ætti að vera hægt að finna hvaða vír sendir straum til baka til tölvunnar og finna út með mælingum hvort á að setja viðnám á 0.45V leiðarann eða þann sem sendir í tölvuna aftur.
Innvolsið í hvarfakútnum er stökkt svo það er auðvelt að nota t.d. steypustyrktarjárn til þess að mölva innan úr kútnum og hrista mylsnuna úr honum.
Sumir hafa áhyggjur af mengunn en gildið sem hvarfakúturin lækkar má vera 4.0 (man ekki hvaða en gæti verið CO(kolsýringur)). En gildið í flestum nýjum bílum er 0.00eitthvað svo það er í lagi að taka kútinn burt. Þar að auki er ekki skylda að hafa hvarfakút í bíl nema hann sé ’95 eða yngri.
Freyr Þórsson.
16.01.2005 at 01:56 #513404Tengið á sjálfum millikassanum er ´líklegasta bilunin, léleg leiðni vegna tæringar
Freyr
08.01.2005 at 22:19 #512884Það er mjög gott hjá ykkur í gúmmívinnustofunni að prufa fleiri gerðir af dekkjum og mér finst bara allt í lagi að auglýsa það hér á spjallinu.
Freyr
04.01.2005 at 18:26 #512370Að mínu mati er það ekki spurning að versla við Kistufell, sama hvort það er uppi á höfða eða í rautarholtinu, það er reyndar svotil enginn lager á höfðanum en flest til í brautarholtinu.
Freyr
29.12.2004 at 11:15 #195129Þar sem flugeldasala er nú hafin af fullum krafti vil ég hvetja ykkur til þess að kaupa flugelda af björgunarsveitum en ekki einkaaðilum sem eru bara að græða á þessu peninga fyrir sjálfa sig.
Það er óþolandi að sjá að nánast á hverju ári bætast við nýir söluaðilar, aðrir en björgunarsveitir. Lengi vel var Ellingsen stærsti söluaðilin utan landsbjargar en að auki má nefna t.d. Gullborg og KR. Fyrir 2 árum síðan ákvað reyndar Ellingsen að hætta að selja flugelda til þess að taka ekki viðskifti frá Bjsv. Ársæl sem er með sinn stærsta sölustað beint á móti Ellingsen. Og ekki nóg með það heldur gaf Elingsen Ársæl restina af sínum flugeldum til þess að undirstrika hjálpsemina. Kærar þakkir fyrir það.
Þannig að: Kaupum af björgunarsveitunum og bara sem mest af þeim:-)
Kv. Freyr Þórsson, félagi í bjsv Ársæl.
-
AuthorReplies