Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.09.2006 at 22:02 #560510
Spurning þetta með að setja hárþurku á inntakið. Til að knýja hana þarftu rafmagn sem kemur frá rafalnum sem knúinn er af vélinni. Svo er það nú þannig að þegar einni mynd orku er breitt í aðra þá verða alltaf einhver töp vegna viðnáms svo kannski hefði hárþurrkan öfug áhrif, drægi meira niður í vélinni heldur en auka loftmagnið gefur????????????
.
Er ekki einhver klár í eðlisfræði sem langar til að láta ljós sitt skína?
.
Freyr
17.09.2006 at 21:57 #560508Heimasíða með Allen blásurum:
http://www.bishopsales.com/allen_superc … ition.html
.
Annars þá væri sennilega sterkur leikur að "stróka" mótorinn. Fann einhver kit til að stróka 5.4 (330 cid) og verðið var eitthvað um 2500$ þó voru ekki spíssar með í þeim kittum, kannski duga bara þeir gömlu?
.
En í hvað ertu að hugsa þetta, varstu að skipta um sjálfrennireið?Freyr
10.09.2006 at 21:20 #559836Ég held að það sé best að hafa þá sem lóðréttasta, a.m.k. hvað varðar hægri-visntri halla. Hinsvegar varðandi fram-aftur halla þá hlýtur að vera best að þeir myndi 90° horn við skástýfurnar ef þær eru bara tvær, en ég er ekki viss ef þetta er 4 link.
Freyr
28.08.2006 at 18:03 #558534Svolítið velt þessum tölvuborðum fyrir mér og er eiginlega alveg á móti því yfir höfuð að vera með tölvuna svona í mælaborðinu. Hvað ef jeppinn stoppar snögglega, árekstur, sprunga, ís brotnar o.fl?????????? beltið heldur manni aldei alveg þéttum í sætinu, menn kastast alltaf vel frammávið og ég persónulega hef engan áhuga á því að þjóta á 90 km hraða á málm/plast/tré plötu sem gengur lárétt afturúr mælaborði.
.
Svo að ef ég væri að koma svona búnaði fyrir í mínum jeppa þá myndi ég fá mér bíltæki með góðum skjá til að keyra eftir. Síðan er hægt að hafa lappann tiltækan ef á þarf að halda en ekki til að keyra með hann.Freyr
26.08.2006 at 23:45 #558750Þetta hefur verið gert við fleiri en einn bíl. Þekki ekki hvað það er nákv. sem þarf að gera en þú þarft að láta smíða nýtt framdrifskaft í hann. Orginal skaftið er með kúluliði sem þola ekki neitt (heyrði því fleygt að sömu liði væri að finna í VW golf). Stál og stansar hafa verið að smíða þessi sköft og minnir mig að verðmiðinn sé í kringum 60.000
Freyr
17.08.2006 at 18:43 #557888Svo er það nú þannig með þessi bílamál að menn eru jafn ósammála og þeir eru margir svo þegar upp er staðið þá ættirðu að velja þann bíl sem þér líkar best við. Það verður aldrei svo mikill munur rekstrarlega á þessum bílum að það muni öllu, frekar bara kaupa þann sem þú verður ánægður með að keyra.
Freyr
28.07.2006 at 10:46 #556866Mér finnst framendinn vera samsuða úr tveimur bílum. Mest minnir hann á nýja Dodge Durango-in en ljósin eru eins og á einhverjum infinity jeppa (hef ekki hugmynd um hvað hann heitir). Afturendinn hinsvegar er eins og á Nissan Pathfinder eða Honda Accord station.
18.07.2006 at 11:55 #556530Þegar þetta kom upp hjá mér þá skipti hann sér s.s. ekkert, tók af stað í 3. og var þar hvort sem ég setti stöngina í 3 eða D en ef ég setti hana í 1-2 þá var hann bara í 2. gír.
Reyndar var ég að sjá að þú ert með ’88 módel en sá sem lét svona hjá mér var ’91, s.s. H.O. vél og öðruvísi rafkerfi.
Freyr
17.07.2006 at 15:18 #556526Í samb. við skiptinguna hjá þér þá ættirðu að ath hvort sjálfskiptitölvan fái straum. Þetta hefur komið upp hjá mér og þá var það sambandsleysi í öryggjaboxinu hægra megin í húddinu. Þar er 10 amp. öryggi sem fæðir tölvuna (hún er staðsett bak við neðsta hluta mælaborðsins undir hanskahólfinu).
Freyr
13.07.2006 at 17:15 #556356Ég styð þessa tillögu heilshugar. Er ekki málið að gefa upp reikning og kennitölu?????
A.m.k. er ég til í að leggja í púkkið.
Freyr
12.07.2006 at 12:01 #556090Vissi að þeir keppa um helgina, var að spá hvort einhver vissi dagskrá helgarinnar, hvort þeir eru á fös eða lau og þá klukkan hvað.
Freyr
11.07.2006 at 11:54 #556082Keppa jepparnir í nýja jeppaflokknum????
29.06.2006 at 17:39 #555392Það er alveg rétt að jeppar í dag komast miklu dýpra en menn geta vaðið en hinsvegar er áfram hægt að miða við að ef þú getur vaðið ánna þá kemst bíllinn yfir á nokkuð öruggan hátt.
Freyr
29.06.2006 at 14:11 #555386Síðan ef menn eru smeykir þá eru skálaverðirnir alltaf reiðubúnir að leiðbeina mönnum yfir. Annaðhvort hægt að hringja í þá í síma 893-1191 eða flauta við ánna.
Freyr
29.06.2006 at 14:07 #555384Það á ekki að vera nokkur vandi að komast klakklaust yfir krossá nema þegar hún er í sérlega miklum vexti. Fer mjög oft þarna inneftir og þá alltaf í langadalinn. Hef aldrei lent í nokkrum vanda, bara velja gott vað. Með ofureinfölduðum hætti mætti segja að ef þú velur vað þar sem áin er breið, bakkarnir ekki mjög háir, ekur skáhalt undan straumi og ert í 1. í láa þá þarftu að vera óheppin til að eitthvað klikki.
Freyr
29.06.2006 at 10:36 #555380Miklu betra að skella sér yfir í langadal- ekki þessi stappa sem er alltaf í básum.
28.06.2006 at 12:10 #555238ef hinsvegar áin er töluvert djúp eða straumhörð þá getur verið að það dugi ekki. Ef áin er orðin djúp þá er flotkrafturinn mikill og þ.a.l. lítil þyngd sem hvílir á dekkjum jeppans. í versta falli getur tjaldvagninn þá snúið bílnum þannig að frammendinn vísi upp í strauminn.
Freyr
27.06.2006 at 20:52 #555174EGR stendur fyrir exhaust gas recirculation. Búnaðurinn hleypir s.s. útblástursgasi inn á soggrein. Tilgangurinn er að minnka súrefnismagnið sem rúmast í hverjum lítra inntaksloftsins til þess að draga úr brunahita og þar af leiðandi mengun.
Freyr
26.06.2006 at 22:44 #555156Ég hef svolítið hugsað um þetta sjálfur og það eru nokkrir hlutir sem gæti þurft að passa.
-Þarf ekki (líkt og með nítrói á bensínvélar) að vera með einhvern ventil sem lokar á gasið ef vélina vantar dieselolíu, grunar að allt fari í háaloft ef vélin fær að ganga á gasinu einu saman?
-Þarf að auka olíumagnið inn á strokkana til að blandan sé rétt eða kemur gasið bara inn sem sjálfstæð viðbót?
-Kæling, gæti vel trúað að það þyrfti að auka kæligetuna til að mæta aukinni hitamyndun (reyndar kælir nítróbúnaður en veit ekki með própan).
-Og svo líkt og með flest-allar aðrar aðgerðir sem auka afl þá mun þetta minnka líftíma vélarinnar.
.
Svo er líka ein stór spurning- á að láta vélina keyra alltaf á gasinu eða vera bara með takka. Ef gasið er tengt við takka þá þarf kanski ekki að vera eins hræddur við skemmdir eins og ef ekið er á gasinu alla daga.Freyr
06.06.2006 at 00:58 #553818Læsingarnar eru ekki virkjaðar með barka heldur vökva. Það eru tjakkar við drifin og á kerfinu er bremsuvökvi.
Freyr
-
AuthorReplies