Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.11.2006 at 23:33 #569880
Nokkur "hint" varðandi upplýsingaöflun á spjallinu:
.
Það getur oft verið sniðugt að byrja á því að leita að eldra spjalli um svipuð mál. Slá í þessu tilfelli t.d. "runner breytingar" eða "4runner hækkun" í leitarvélina hér efst til vinstri. Það er nær sama hvað er slegið inn- alltaf finnst eitthvað. Ég held að algeng ástæða þess að menn fái dræm svör við spurningum sínum sé sú að sömu atriði hafa verið töluvert rædd áður og það jafnvel nýlega.
.
Einnig finnst mér það oftast svo að ef spurningar eru mjög opnar (ná yfir mjög mikið efni) svara menn síður. Þá getur verið gott að skoða eldri spjallþræði, myndir o.fl. Í framhaldi af því er hægt að koma með hnitmiðaðri spurningar og fá þá nákvæmari og betri svör.
.
Einnig eru oft á tíðum upplýsingar í spurningu mjög ófullnægjandi svo engin leið er að svara þeim.
.
Jæja, best að hætta þessu nöldri, vona bara að þessi pistill minn fari ekki illa í menn;-)
.
Freyr Þ
28.11.2006 at 11:36 #569682skiptu bara um dæluna, það er ekkert mál. Framaná tanknum ofanverðum er gat sem dælunni er stungið í. Hún er fest með málmhring sem skrúfast u.þ.b. kvarthring og er þétt með O-hring. Passa bara að tankurinn sé í mesta lagi 1/2 þegar þú gerir þetta, annars færðu gusuna yfir þig. Getur reynt að setja slöngu ofan í tankinn og láta hæðarmismunin um að tæma hann. Önnur leið og þægilegri er að setja slöngu af bensínþrístimæli á nippilinn á rail-inu og beintengja svo bensíndæluna.
Freyr
28.11.2006 at 00:45 #569552Eitthvað er í albúminu mínu undir "Cherokee breytingar". Svo eru myndir af Grand Cherokee breytingum hjá: Ingaling, Izeman, Gunnar Freyr Freysson, Loftur Matthiasson og sjálfsagt fleirum.
.
Freyr Þórsson
27.11.2006 at 00:56 #569590Ég hef átt 3 xj bíla, 2 á 38 og einn á 33. Ég braut aldrei neitt í þeim; enga krossa, öxla, drif eða e-ð. Þessi hásing er meira en nóg undir þessa bíla, auðvitað hægt að brjóta og beygja allt en með því að reyna ekki að komast allt á botngjöf þá dugar drifbúnaðurinn vel. Það sem helst hefur gefið sig í þessum hásingum eru krossarnir á öxlunum. borgar sig að kaupa Spicer eða álíka en ekki "eitthvað í bónus". Svo eins og með alla bíla; smyrja reglulega og skipta út því sem er slitið í stað þess að bíða eftir broti.
.
Í sambandi við stýrisganginn þá er lausnin sem einhver nefndi hér að ofan (fá liðhús úr nýlegum grand) fín. Einnig er hægt að öfugkóna liðhúsin sem eru í bílnum hjá þér, s.s. breyta þeim þannig að stýrisendarnir stingist niður í þau en ekki upp eins og orginal. Síðan er nauðsynlegt að styrkja festingarnar fyrir maskínuna, með stífu eða grindarstyrkinngu.
.
Svo eitt að auki. Orginal efri festingin á þverstýfunni er ekki nógu góð, það er kúluliður sem er ekki ólíkur spindilkúlu og er víst ekki nógu öflugur. Gott ráð er að taka aðra eins stífu og skera af henni neðri endann (er með fóðringu) og skipta kúluliðnum út fyrir hann. Það eru myndir af svoleiðis breytingu í myndaalbúminu mínu.
.
Freyr Þ
26.11.2006 at 22:11 #569582Munurinn felst í því að hásingin í xj er með reverse drifi (háum pinjón) en í grand er drifið "venjulegt".
Freyr
26.11.2006 at 18:09 #569540xj ’89 á 38 með 4,88 hltf. 14-15 í langk. en 20-22 innanb.
.
xj ’89 á 33 á org. hltf (ekki viss hvaða) 13-15 á langk. Mældi hann ekki innanb.
.
xj ’91 á 38 með 3,73 hltf. (Mikið slitinn mótor). 18-21 á langk. og 26-30 innanb.
.
Allir þessir eru 4.0 ltr. og ssk.Freyr
21.11.2006 at 21:51 #568814Nagla, það er spurningin.
.
Hingað til hafa jepparnir mínir verið á ónegldu og þar með hlýt ég að teljast garpur mikill???? En hvað sem því líður þá hefði ég oftar en einu sinni viljað vera kelling eða gamalmenni…….
.
Freyr Þ
18.11.2006 at 11:49 #198990Sælir félagar
.
Hefur ekki einhver hérna keyrt yfir Hellisheiði nýlega? Langar að kíkja þangað á eftir ef þar eru einhverjir skaflar. Eða eitthvað annað sem er stutt, hef ekki tíma til að fara inn á kaldadal eða álíka langt. Svo ef einhver ykkar veit um skafla þá má sá hinn sami endilega deila þeirri vitneskju.
.
Freyr Þ
12.11.2006 at 19:51 #567732Hefurðu þessar tölur Kristinn?
-einn forvitinn
12.11.2006 at 13:36 #198938Mig vantar einhverjar góðar síður með uppls. um þyngdir á vélum, ssk, kössum og millikössum.
.
Einnig uppls. um hásingar, svosem breidd þeirra, þyngd og í hvaða bílum hvaða rör eru o.s.frv.
.
Tvennt langar mig sérstaklega að vita og það er hve þungur 4,6 ford álmótorinn er og einnig 4,7 álmótorinn frá chrysler.
.
Freyr Þ
10.11.2006 at 11:29 #567464Mikið fer það í taugarnar á mér þegar menn koma með skot eins og hér að ofan. Það eru margir sem þjást af lesblindu eða eiga í erfiðleikum með að skrifa. Ef það á að stoppa menn í að tjá sig á vef eins og þessum þá er það út í hött.
.
Það að ætlast til að menn með les/skrif erfiðleika tjái sig ekki á vettvangi sem þessum er eins og að biðja feitt fólk ekki að taka svona mikið pláss á gangstéttum eða hafa hæðartakmörkun í bíó svo hávaxnir skyggi ekki á tjaldið.
.
Í guðanna bænum hættið að vera svona barnalegir.
.
mhn- Ekki taka mark á þessum skotum manna á þig, leiðinlega oft sem þau sjást.
.
Freyr Þórsson
09.11.2006 at 22:10 #198930Í nótt og í fyrramálið er spáð aftakaveðri, sérstaklega á suðvesturhorninu. Ég hvet ykkur öll því til að skoða vel ykkar umhverfi og ath. hvort þar séu lausir hlutir sem geta fokið af stað. Sérstaklega þarf að gæta að tjaldvögnum og öðrum léttum kerrum, trampólínum, alls kyns efni í kringum nýbyggingar, garðhúsgögnum og gæta þess að bátar séu vel bundnir.
Heyrði meira að segja að veðurfræðingur hefði í útvarpinu í dag sagst ekki ætla að senda börnin sín í skóla í fyrramálið svo……
Síðan vil ég nýta tækifærið til að þakka ykkur öllum þann stuðning sem þið sýnduð björgunarsveitum síðustu helgi með kaupum á „Neyðarkallinum“.
Freyr Þórsson
03.11.2006 at 21:46 #566484Að vísu finnst mér að ekki bara ferðamenn eigi að kaupa hann, heldur bara allir. Hver sem er getur þurft á hjálpinni að halda.
Freyr
25.10.2006 at 00:27 #565108Ég hef ekki einhverja nákvæma tölu en ég átti cherokke þar sem spindilhallinn var mikið meiri en orginal. Orginal var hann held ég 3-4° en hann var settur í a.m.k.10°, sennilega meira og bíllinn var hrikalega góður í akstri, rásaði ekkert og svínlá "eins og tyggjóklessa".
.
Breytti öðrum cherokee sjálfur og gerði ekkert til að auka spindilhallann, hann minnkaði meira að segja örlítið við breytinguna ef eitthvað var og sá bíll var ekki nærri eins ljúfur.Freyr
23.10.2006 at 22:34 #564914’87 módel cherokee með 4.0 vél, ssk, 38" og með slatta af aukahlutum og dóti.
.
Hálfur tankur og lágmarksverkfæri= 1640 kg.
.
170 l af bensíni, mikið af verkfærum og tveir menn með farangur í helgarferð= 2090 kg.
.
Fullur tankur, fjórir fullorðnir og bíllinn STAPPAÐUR af farangri= 2320 kg.
.
.
’91 cherokee á 38", mjög hrár og enginn aukabúnaður og nær tómur tankur= 1510.
.
Léttvigtarkveðjur Freyr
22.10.2006 at 17:02 #564884Mér finnst hrikalega fyndið að lesa einhverjar svona tölur (x mörg kíló, svona vél, þessi dekk o.s.frv.) Stærri vél kallar á stærri hásingar sem kallar á stærri dekk sem…………… Þá vel ég frekar léttari bíl á minni dekkjum, en stundum komast litlu kvikindin svo bara ekki rassgat. Ég er t.d. mjög hrifin af xj cherokee og hef átt nokkra svoleiðis bíla og oft hafa þeir staðið sig vel, hef líka verið rasskelltur af dísil hilux þó hann sé þyngri og um 100 hrossum fátækari…….. Hver bíll virkar bara vel í sumu og illa í öðru.
Freyr
15.10.2006 at 00:33 #563444Hér ofar í þræðinum er minnst á eitthvað video úr fljótinu sem sýnt var á síðasta mánudagsfundi. Er hægt að nálgast það eihversstaðar?
Freyr
23.09.2006 at 00:52 #561082http://www.vapormatic.com/drilldown/def … em=vpd4108
Svona forhreinsara er hægt að fá hjá vélum og þjónustu og fleiri gerðir líka.
.
Freyr
18.09.2006 at 19:28 #560614Án þess að vita statusinn á fjallabaki akkútrat núna þá á ekki að vera nokkurt mál að fara þar um. Eina sem gæti sett strik í reikningin er ef það rignir mjög mikið- þá verða árnar illfærar.
.
Skemmtileg leið er að aka inn fljótshlíðina og út á auranna til móts við síðasta bæinn (þar er skilti), aka svo inn Markarfljótsgljúfur og yfir Markarfljótið á brú við Krók. Þaðan inn á Mælifellssand og frá honum yfir Hólmsá yfir á nyrðra fjallabak og er þá komið niður rétt norðan við Hólaskjól. Þetta er bara einn af ótal möguleikum á svæðinu. Til að auka yfirferðina væri sniðugt að kíkja yfir kaldaklofskvísl í Hvanngil og Álftavatn og einnig í Strút sem er við Skófluklif.
.
Þér er velkomið að hringja ef þú vilt 661-2153
.
Freyr
17.09.2006 at 22:26 #560514O jæja ætli þú vitir það nú ekki. En annars þá er það s.s. að auka slaglengdina með því að skipta um sveifarás. Í leiðinni er svo yfireitt borað út, skipt um knastás o.fl. til að hlutirnir séu í samræmi.
.
FREYR
-
AuthorReplies