Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
31.01.2007 at 18:25 #578168
Ég gerði tvenn mistök þegar ég breytti honum (fyrir utan öll hin en hvað um það).
.
1. Aukablöðin sem ég keypti náðu ekki undir fjaðrahelgslin að aftanverðu og því svignuðu augablöðin fljótlega, passa að blöðin séu nógu löng (eða smíða alvöru fjöðrun).
.
2. Þegar ég var að sjóða saman hvalbakinn og fremsta hluta gólfsinns eftir úrklippingu reif ég ekki nógu mikið af innréttingunni úr og "lennti" þess vegna í smá óhappi- ég kveikti í bílnum.
.
Freyr
31.01.2007 at 18:15 #578166Það eru einhverjar myndir í albúminu mínu af því þegar ég breytti mínum á 38", tek það fram að í lang flestu var þetta algjör minimum breyting (org. hlutf., engar læsingar, hásingar ekki færðar o.s.rfv.) ég notaði áfram allt sem var í honum orginal.
.
Ég hækkaði hann um 10 cm, að framan með 2 stk. 5 cm klossum ofan við gorma og að aftan með millistífum aukablöðum frá rancho og svo álklossa frá hellu- lét þá samt þynna þá aðeins og minka gráðuna á þeim til að pinnjónninn væri réttur. Að framan hækkaði ég undir demparana og samsláttarpúðana (myndir af því) og síkkaði neðri stífuna (betra að síkka báðar og best að síkka neðri en hækka efri á hásingu). Skipti kúluliðnum á efri enda þverstífunar út fyrir fóðringu (myndir af því). Ég lengdi ballancestangarsamböndin en reif síðar stöngina úr- skemmtilegri án hennar. Það er ekki nauðsynlegt að færa hásinguna aftar til að koma undir hann 38" en vissulega er það æskilegt. Síðan munu pottþétt einhverjir segja þér að það verði að smíða nýtt afturskaft með föstum flangs á millikassa en það er ekki nauðsynlegt (samt betra). Ég hef átt tvo XJ á 38" sem ég notaði mikið og lenti aldrei í neinu veseni með sköftin þó þau væru ekki með draglið (org. er hann í millikassanum).
.
Síðan skar ég úr eins og þurfti og það var ekkert mál að eiga við það. Ég skar rúmlega það sem þurfti, keypti blikkplötur og lét beygja smá kant á þær, skar svo smá V í kantinn og sauð saman og punktsauð svo kantana á bílinn. Þessir kantar kostuðu innan við 10.000 ákomnir og voru jafnframt þeir sterkustu sem ég hef séð.
.
Síðan setti ég í hann aukakæli á skiptinguna (gamall mótorolíukælir úr pajero sem fannst ofan í skúffu) og smíðaði brúsagrind framaná hann.
.
Þessi breyting kostaði mig rétt um 90.000 með öllu (fékk reyndar gefins dekk), en allt hitt er inni í þessum krónum (felgur, fjaðrablöð, klossar, samsl. púðar o.s.frv.). Þrátt fyrir það hversu ómerkileg smíði hann var þá var alveg ótrúlegt hvað hann druslaðist áfram, mæli hiklaust með þessum bílum og næsti jeppi sem ég smíða verður að öllum líkindum annar XJ (annars eitthvað annað létt og sniðugt).
.
Ef þú vilt er þér svo velkomið að slá á þráðinn.
Freyr S: 661-2153
30.01.2007 at 17:53 #578076dana 44 er með 8,5" drifi sem er skífustillt en F9" er með 9" kamb og köggullinn er tekin úr og stilltur á borði. Orginal pinnjónninn í 9" er ekkert sérstaklega sterkur (grannur leggur) en ég veit ekki um sérstaka veikleika í D44
Freyr
30.01.2007 at 17:46 #578006Hvernig er það, boltaðirðu vélina framan á gömlu skiptinguna í wranglernum? Ef svo er getur þá ekki verið að það vanti í hann skynjarann á svinghjólið/flexplötuna???? Þessi skynjari verður að vera með til að allt virki og skiptingin í wranglernum er ekki með gat/pláss fyrir hann á húsinu.
Freyr
30.01.2007 at 00:34 #577798Það er svosem hægt að skilja kommentið mitt hér að ofan svo að ég sé alfarið á móti dísel í willys/wrangler. það er ekki rétt- allt í lagi að setja í þá dísel, passa bara að setja ekki svo klettþunga vél að hún eiðileggi helsta kost jeppans sem er léttleikinn.
Freyr
29.01.2007 at 09:58 #577808Svona leysti ég vandann á mínum gamla:
.
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 4438/30870
.
Kostaði allt í allt svona 3000 kr og tók eitt kvöld að smíða hana.
.
Freyr
29.01.2007 at 00:02 #577764Vissulega á oft við í jeppabreytingum að því stærra því betra en að vera með bíl kringum 2 tonn og setja í hann einhverja svakalega dísel sleggju væri synd. Auðvitað yrði hann skemmtilegur í akstri en það þarf líka að horfa á kílóin.
Freyr
02.01.2007 at 01:06 #573006þó ég sé mjög mikið á móti einkaaðilum í flugeldageiranum þá þurfum við að fara varlega í það að nafngreina menn, fyrirtæki og trúfélög. Slíkt getur haft í för með sér heilmikil leiðindi.
.
Freyr Þ.
01.01.2007 at 19:46 #573134það er ekki hægt með nokkru móti að svara þessari spurningu. til þess að svara þarf uppls. um a.m.k. bíltegund og vél.
Freyr
01.01.2007 at 18:40 #572998Gaman að lesa þennan þráð og sjá hversu fólk er almennt sammála um það að styrkja sveitirnar. Í sambandi við fjölda vinnustunda á ári (sem sjálfboðaliði) þá eru þær óhuggnalega margar. Þessi áramót sá ég um einn sölustað á vegum björgunarsveitar og í þá vinnu fóru hjá mér milli 80 og 90 tímar eingöngu milli jóla og nýárs, þá á eftir að telja alla tímana sem fóru í að setja upp staðinn fyrir jól og svo að ganga frá núna eftir áramót.
.
Mér finnst algjörlega óþolandi að sjá hversu mikil aukning er í sölu eingaaðila á flugeldum. Ef horft er á heildarmyndina kringum hátíðarnar og hversu mikill kostnaður er í kringum hátíðarhöldin þá eru einhverjir þús kallar til eða frá í flugeldakaupum skiptimynnt. Og þið, kæru lesendur, sem verslið af einkaaðilum, finnst ykkur það góð skipti að spara nokkrar krónur en með kaupum ykkar auka á auð einkaaðila? Ég bara spyr…………
.
Freyr Þórsson
23.12.2006 at 01:28 #572028Mótorinn sem sennilegast yrði notaður er 302 Ford svo það ætti að vera samræmi í vélarafli og því hversu mikið skiptingin þolir. En hinsvegar þá eru þetta bara pælingar hjá mér eins og er, er ólíklega að fara að smíða neitt í bráð.
Freyr
21.12.2006 at 17:31 #572018Engin hér sem hefur reynslu af þessum skiftingum?
.
Freyr
20.12.2006 at 16:51 #199201Nú veit ég ekki mikið um sjálfskiftingar en ég er að velta fyrir mér hvernig C4 hefur reynst. Þá er ég að hugsa um áreiðanleika, hversu vel hún þolir átök í breyttum jeppum o.s.frv. (miðað við bíl sem er um 2 tonn eða minna). Eins er ég að spá hvernig menn hafa sett á þær O.D. eða hvort hún sé til orginal með O.D?
.
Freyr
15.12.2006 at 00:44 #199177Var á ferðinni áðan og sá gamlan patrol sem mér finnst mjög flottur. Þetta er s.s. gamli bíllinn (3,3 diesel orginal) en heyrðist hann vera með eitthvað annað og skemmtilegra í húddinu. hann er með háan topp og er tvílitur, grár og svo dökkur litur. Hann var óvenju lítið hækkaður miðað við þessa bíla á 38″ og eins sýndist mér hásingarnar vera breiðari en orginal.
.
Veit einhver um myndir af þessum bíl og einnig kanski einhverjar upplýsingar?????
.
Freyr
10.12.2006 at 00:59 #570560Hefurðu einhverntíman gert eitthvað rétt- nei ég bara spyr svona??????? Sjáumst í skúrnum.
.
kv. Freyr
04.12.2006 at 23:09 #570020Ég er sammála því að milligír getur verið mjög öflugur og kemur fyrir að hann er næstum nauðsynlegur. En hvað mig varðar þá hef ég ekkert voðalega mikið gaman að því að sniglast áfram á langt innan við gönguhraða. Í stóra og þunga bíla og sérstaklega þá sem ekki hafa mikið afl er milligír eiginlega nauðsyn en í tilt. léttum bílum og sérstaklega þeim sem hafa nægt afl þá myndi ég ekki eyða í milligír (nema ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera við peningana mína).
.
En svo þarf að hafa í huga að ér er ekkert vissi sérviskupúki en flestir jeppamenn 😉
.
Freyr
03.12.2006 at 20:04 #570116Mér þykir afar hæpið að þetta sé eitthvað tölvu/skynjaramál fyrst það kemur straumur að keflinu. Ef tölvan væri að "cut-a" á strauminn þá kæmi ekki straumur að keflinu. Allar líkur á því að þetta sé keflið eða rafbúnaðurinn í botninum/undir því.
.
Freyr
02.12.2006 at 17:08 #569636Fjarlægð massa frá massamiðjunni hefur heilmikil áhrif. Ef þyngdarmiðja vélarinnar er mjög aftarlega og nálægt þyngdarmiðju bílsins þá færist massi vélarinnar tilt. stutt upp og niður við lóðrétta fjöðrun og þar með hefur massi vélarinnar lítil áhrif. Ef massamiðja vélarinnar er hinsvegar mjög framarlega þá fær massi vélarinnar mikla lóðrétta hreyfingu sem hefur þá mikil áhrif á fjöðrun (þ.e. fjöðrunin þarf sífellt að slást við extra álag vegna þess hve mikil hreyfing er á massa vélarinnar). Best er því að hafa sem allra mesta þyngd nálægt miðju bílsins, s.s. bæði á breidd og lengd (s.s. aukatankar innan við grind og farangur beint fyrir aftan framsæti frekar en brúsa utan á bíl og farangur aftast í skotti;-)).
.
Varðandi mótorfestingar þá held ég að staðsetning þeirra hafi hverfandi áhrif á það hvernig massi vélarinnar verkar á fjörðun (nema þær séu svo óstöðugar að aukin hreyfing sé á vélinni). Hinsvegar hefur staðsetning þeirra mikil áhrif á hversu mikið álag er á þeim. Ef þær eru framarlega þá mynda þær ásamt millikassapúðanum festipunkta nálægt ystu hornum aflrásarinnar (langt frá þungamiðjunni) og minnka þar með hreyfingu á massa aflrásarinnar sem leiðir af sér jafnt álag á festipunkta. Ef mótorfestingarnar er hinsvegar mjög aftarlega þá verður meiri hreyfing á vélinni og þar með meira álag á mótorpúðana.
.
Freyr
01.12.2006 at 17:38 #569958Það er mjög hæpið að það dugi að fara e-ð annað. Þegar farið er með bíl í endurskoðun þá eru athuguð þau atriði sem sett var út á.
Freyr
30.11.2006 at 23:45 #569882Það sem ég hef séð til 4runner diesel á fjöllum er bara ágætt, þeir eru tiltölulega léttir og svo er 3gja lítra vélin í þeim nokkuð seig. Það er helst tvennt sem ég hef út á að setja. Í fyrsta lagi klafana að framan (gott mál að það er búið að skipta þeim út) og svo hitt hvað þeir eru gjarnir á að setjast á rassgatið. Helv. langir fyrir aftan afturhjól og svo versnar málið mikið ef menn hlaða öllu þunga dótinu aftast.
.
Hvað þarf svo að gera til að koma honum á 44"???? Því er mjög erfitt að svara. Það fer eftir því hvar hásingarnar eru undir honum, hvað mikið er búið að klippa, hversu hár hann er, drifhlutföllum o.s.frv. Gæti verið allt frá örfáum dögum upp í mánuði.
.
Ef þú gefur upp meiri upplýsingar um bílinn setur líka inn myndir af honum þá eru örugglega einhverjir spekingar sem geta hjálpað þér.
.
Freyr Þ
-
AuthorReplies