Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.06.2007 at 02:24 #592420
Það er eitt fyrirtæki sem stendur upp úr hvað varðar þjónustu við mig, það er Bílabúðin H. Jónsson á smiðjuvegi. Þeir standa sig mjög vel: Eiga það sem vantar, verðlagningin í lagi og síðast en ekki síst þá hef ég þegið frá þeim góð ráð.
.
Freyr Þórsson
12.06.2007 at 23:44 #592398Ef þú ætlar ekki að setja í hann kraftmeiri vél eða keyra hann verulega harkalega þá er engin ástæða til að skipta út orginal hásingunum. Þær duga vel fyrir 4 lítra vélina og heilmikil átök.
.
Freyr
04.06.2007 at 23:11 #591936.
04.06.2007 at 21:22 #591906Það er erfitt að segja til um hvað er sanngjarnt í þessum málum, hvað á að miða við o.s.frv. Mér finnst eðlilegt að bæta við þeirri fjaðrandi þyngd sem bætt er í bílinn en undanskilja þá ófjöðruðu. Aukin fjaðrandi þyngd veldur aukaálagi á allann bílinn á meðan aukin ófjaðrandi þyngd veldur aðallega auknu álagi á bremsur. Þar kemur hinsvegar á móti að stærri og þyngri hásingar undan öflugri bíl hafa væntanlega öflugri bremsur en þær sem voru fyrir (kanski ekki víst ef notast er við gamlar skálabremsur).
.
Þar af leiðandi þætti mér rétt að vigta bílinn eftir breytingarnar og draga síðan frá þeirri þyngd þyngdaraukninguna sem fylgir öflugri hásingum og einnig þá aukaþyngd sem fylgir stórum dekkjum og felgum. Talan sem þá fæst út yrði síðan að vera visst mikið (sennilega réttast að hafa það hlutfall en ekki ákv. þyngdartölu) undir leyfilegri heildarþyngd.
.
Freyr Þórsson
04.06.2007 at 20:10 #591930Athugaðu þetta, virðast eiga það sem þig vantar
http://72.20.96.178/commerce/ccc1029-tr … ng-to-.htm
Freyr
04.06.2007 at 01:18 #200388Hversu stór dekk komast undir 60 og 80 Cruiser án þess að breyta þeim???
.
Freyr
01.06.2007 at 20:47 #591720Er ekki full gróft að drekkja Mússónum??? Mér hefði þótt mikið eðlilegra að skjóta hann- þá tekur það líka fyrr af…………….
.
Freyr
01.05.2007 at 20:55 #590140það eru allar líkur á því að þetta sé keflið
.
Freyr
29.04.2007 at 21:32 #589754Ég er svolítið skeptískur á þessa vatnskældu kæla. Ég þekki það svosem ekki hvort þeir virki betur sem er þá vissulega góð ástæða til að nota þá. En ég væri lítið hrifin af því að tengja element sem vatn streymir í gegnum á loftinntakið hjá mér. Þessir kælar eru væntalgega eins og allur annar vélbúnaður……….. bilar á endanum, og hvað þá- frostlögur beint inn á grein á dísilbíl???? Það hvort það fer vatn inn á grein ræðst væntanlega af því hvort það er meiri þrýstingur á kælikerfinu eða frá túrbínu, ég held að undir álagi sé mun hærri þrýstingur á greininni en hvað gerist þegar slegið er af og þrýstingurinn fellur???
.
Væri ekki frekar ráð að verða sér út um stærri (stærra flatarmál eða þykkari) loftkældan kæli???
.
Freyr
16.04.2007 at 22:06 #588414Eins og einhverjir hafa eflaust áttað sig á er ég mikill aðdáandi þessara blessuðu cherokee jeppa og því þykir mér fróðlegt að vita hvað brotnaði og hvers vegna??? Gott að vita um þá veikleika sem eru til staðar.
.
Freyr
16.04.2007 at 21:23 #588406Þessi Jeep eigandi á svo sannarlega hrós skilið, það er hreint magnað að sjá fórnfýsina hjá manninum. Takið eftir því hvernig hann hefur ekið til baka út í miðjan pytt til að spilvírinn nái í land í þá sem hafa ekki treystu sér út í til að hjálpa þeim af stað.
.
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 5423/42311
.
P.s. Það var bara einn alvöru bíll á staðnum, gef ekkert upp en nafnið byrjar á C og endar á herokee…….
.
Sjáumst hress á fjöllum-
Freyr Þórsson
08.04.2007 at 00:21 #587460Er enginn hér sem hefur áhuga á að burra eitthvað í snjó á sunnudag eða á mánudag???? Erum tveir (ég og Ásgeir hér að ofan) sem langar að fara en erum bara á einum bíl og vantar annan. Hann er á Commanchee á 38"
.
Sláið á þráðinn ef þið hafið áhuga:
Freyr S: 661-2153
Ásgeir S: 845-3671
01.04.2007 at 22:19 #200047https://old.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=breytingar/5386/41770
En hvernig er með svona lið, um leið og hann er örlítið farinn að slitna þá hlýtur að heyrast mikill hávaði í honum þegar hann skellur fram og til baka??? Að vísu er á honum smurkoppur en það hlýtur samt að myndast slag frekar hratt eða hvað???
Freyr
30.03.2007 at 20:36 #586236Ég er fullkomlega sammála síðasta ræðumanni, þarna eru alvöru jeppar á ferð. Ekki vegna þess að ég telji willys/wrangler vera það eina sem virkar heldur eru þetta léttir bílar með alminnilegar vélar og góða þyngdardreyfingu, svoleiðis á það að vera!!!!
.
Freyr
28.03.2007 at 00:00 #586136Ég veðja á að vatnsdýpið hafi ekki verið það sem stöðvaði bílinn. Af þessari mynd að dæma virðist vera heilmikill ís á svæðinu. Það getur verið djöfull erfitt að eiga við gæran ís, hvað þá þegar bíllinn er kominn þetta djúpt og farinn að stíga laust í hjólin.
Freyr
22.03.2007 at 23:07 #585608Ég er sammála indjánanum hér að ofan. dekkjastærðin segir ekki allt heldur er það samspil dekkja og þyngdar sem skiptir máli. Ég er þeirrar skoðunnar að léttur bíll á 38" sé ekkert verri en þungur á 44" eða klettþungur á 49". Þó vil ég taka það fram að ég hef lítið keyrt með þessum tröllum og aldrei verið í för með 49" bíl.
.
Freyr
20.03.2007 at 18:50 #585052Ég hef átt nokkra cherokee-a á org. hásingum 30 að framan og 35 og 44 að aftan. Ég fór mjög mis-vel með þá. Einn þeirra fór ég vel með en hinum hlífði ég aldrei, þeir voru á 31, 33, og 38. og það kom mér mjög á óvart en ég braut aldrei eða beygði neitt í drifbúnaðinum.
Freyr
17.03.2007 at 12:05 #584828Það er hægt að slökkva "check engine" ljósið með viðnámum. Finna út hvaða vír það er úr O2 skynjurunum sem senda straum til baka inn á tölvuna. Setja síðan viðnám á signal vírana úr aftari skynjurunum. Passlegt er að lækka spennuna það mikið á aftari vírunum að hún sé eitthvað innan við helmingur af þeirri á þeim fremri. Mig minnir að oft sé spennan um 0,8V frá fremri en um 0,2 V frá aftari. Sennilega er þægilegast af finna bara gróflega hversu stórt viðnám þarf að nota en nota síðan stilliviðnám sem nær bæði upp- og niðurfyrir þá stærð, þá er hægt að breita viðnáminu þar til ljósið slokknar.
Freyr
05.03.2007 at 20:15 #583344Ég var lengi á þeirri skoðun að plastið væri sniðugt, ryðgar ekki og væri létt. En eftir að hafa talað við nokkra sem vita meira um þetta en ég þá líst mér ekki jafn vel á plastið. Til að ná nægum styrk er plastið oft þykkt og jafnvel með krossviðarstyrkingum og viktar þegar upp er staðið jafnvel meira heldur en blikkið.
.
Hefur einhver hérna viktað bílinn sinn fyrst með orginal boddýi og svo með plastboddýi og getur frætt okkur um þyngdarmunin????
.
Freyr
25.02.2007 at 20:21 #582146Gleymdi rafmagninu. Ef þú ákveður að skipta um boddý þá skaltu nota rafkerfið úr þeim bíl. Það er mikið minna mál að leggja nokkra nýja víra til að tengja gamla dísilvél heldur en að leggja allt nýtt í boddýið eða færa í það kerfið úr Scout-inum.
.
Freyr
-
AuthorReplies