Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.10.2007 at 21:31 #201039
Mig langar til að vita hver er eðlilegur fæðiþrýstingur að blöndungum (edelbrock 600 eða sambærilegum) og hvaða þrýsting mekkanískar dælur í 350 sbc mynda og einnig hve hár þrýstingurinn má vera að hámarki inn á blöndung?
.
Freyr
25.10.2007 at 16:15 #600174Því miður hef ég ekkert númer handa þér, fór bara nokkrum sinnum þangað uppeftir í sumar þar sem ég vann við vatnamælingar.
.
Það er Ingvar Helgason sem á flestalla eða alla þessa pallbíla- impregilo leigir þá bara. Þeir eru þjónustaðir hjá verkstæði Ingvars á Egilsstöðum svo auðveldast væri að bjalla í þá til að fá upplýsingar.
.
Freyr
24.10.2007 at 19:18 #600168Tók þessa mynd í vinnunni seint í júlí- engin skortur á ónýtum Navara þarna. https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 4730/45547
16.10.2007 at 00:50 #599924Núverandi eigandi held ég örugglega að heiti Ómar og sé í suðurnesjadeild 4×4
11.09.2007 at 14:24 #596426Frá Skálpanesi er ekið í nær há-norður upp á Sandafell/Skriðufell (man ekki alveg nafnið) þar upp á geturðu síðan tekin 90° vinstri beygju og ekið í vestur, þá endarðu í Jaka. Það verður að passa að beygja ekki of snemma til vesturs því þá lenda menn í brekkunum vestur af skálpanesi og þar á brúninni er frekar slæmt sprungusvæði.
Freyr Þ
09.09.2007 at 18:10 #596302Í sumar vann ég aðeins á 2006 árg. af 3.0 l. Patrol. Hann fór að hegða sér undarlega, fyrst var eins og hann missti örlítið úr og síðan versnaði það þar til hann var nær ókeyrandi. Þá var það hráolíusían sem var ónýt. Sían í þessum bílum á það víst til að klikka þannig að pappinn í henni losnar og fer þá að stífla lögnina inn á vél.
Freyr Þ
06.09.2007 at 21:13 #596142Þú verður að taka margt með í reikninginn.
Það sem bendir á gorma í mýkri kantinum er: Vanur að ferðast létt (segir sig sjálft), afturhásing færð mikið aftur (þá færist þyngd af henni á frammhásinguna), mjúkt aksturslag (þá verður hann bara leiðinlega hastur ef gormarnir eru stífir), staðsetning – ef gormarnir eru innarlega á hásingunni þá verður bíllinn svagur nema í honum sé jafnvægisstöng.
Ef þetta á akkúrat ekki við í þínu tilfelli þá notarðu frekar stífari gorma.
Freyr Þ
21.08.2007 at 20:27 #594884Ég hef verið varaður sérstaklega við því að setja dæluna upp í grind af ágætum manni sem hefur prófað það oftar en einu sinni en aldrei með góðum árangri. Þess vegna hef ég ekki áhuga á að prófa einhverja dælu sem ég finn á summit/ebay o.s.frv., heldur vil ég dælu sem einhver er að nota sjálfur með góðum árangri.
Kiddi: Geturðu lesið af dælunni þessar tölur eða eru þær máðar af? Og veit einhver hvort Walbro dælur eru seldar hér heima? Þetta fuel pick-up dót virðist fínt en ég ætla nú bara að smíða rör í tankinn hjá mér. Þessa stundina á ég gamlan S-10 blazer með ýmsu góðgæti, s.s. 350 tbi, 44 rör undan Scout, 700 ssk o.fl.
Freyr
20.08.2007 at 21:21 #595000Er enginn munur á efnisþykktinni í rörunum eftir því hvort hásingin er undan 1,5 eða 3 tonna bíl?
Freyr
20.08.2007 at 21:14 #594878Engin(n) hér sem hefur góða reynslu af einhverri dælu í svona lagað???
Freyr
19.08.2007 at 20:35 #200664Ég er að smíða tank í bílinn hjá mér og ég vil hafa utanáliggjandi bensíndælu frekar en í tanknum. Vitið þið um góða dælu sem ræður við að soga upp bensínið úr tanknum? tankurinn nær vel niðurfyrir grind og helst vildi ég hafa dæluna í grindinni. Mótorinn í bílnum er 350 sbc með tbi innspítingu (vinnur á 13 psi).
Freyr
17.08.2007 at 18:54 #594838Það er til sérstök feiti til að setja í/á tengi. Getur líka notað sílikonfeiti (feiti-ekki spray).
Freyr
18.07.2007 at 22:48 #593614Blokkin í 5,7 HEMI vélinni er úr potti svo ég geri fastlega ráð fyrir að 6,1 sé það líka.
Freyr
18.07.2007 at 22:46 #593612Blokkin í 5,7 HEMI vélinni er úr potti svo ég geri fastlega ráð fyrir að 6,1 sé það líka.
Freyr
04.07.2007 at 20:26 #593156Byrjaðu á að losa tengið niðri á mótor, hreinsa það og setja aftur í samband. Ef það dugar ekki getur þú tekið mótorinn af kassanum og snúið pinnanum með töng, þannig geturðu verið viss um hvort vandamálið er í kassanum eða rafmagninu. Ef það er rafmagnið þá veðja ég á sjálfan mótorinn.
Freyr
04.07.2007 at 20:13 #593092Er það munurinn á heddum eingöngu eða heddum og milliheddi?
03.07.2007 at 20:27 #593088Hefur einhver vigtað báðar gerðir hjá sér eða veit hver uppgefin þyngd er á einhverjum heddum/milliheddum?
Freyr
03.07.2007 at 00:13 #200488Veit einhver hér hversu mikill þyngdarmunur er á vélarhlutum (heddum og milliheddum) eftir því hvort þeir eru úr áli eða potti, t.d. af 350 chevy?
.
Eins hef ég verið að leita að síðum með dóti í v6 vélarnar frá gm án árangurs- finn alltaf nær eingöngu dót í v8, vitið þið um einhverjar góðar síður?
.
Freyr
28.06.2007 at 00:26 #592934Það eru þrjár í drifinu, ein sitthvoru megin við köggulinn og ein við pinnjón. Ef pinnjónsdósin lekur sést það mjög auðveldlega- olíusmit á stútnum á drifinu við pinnjóninn.
.
Freyr
28.06.2007 at 00:23 #592932Ef það lekur olía út úr hásingarörinu þá er pakkdósinn þeim megin inni við köggul ónýt. Til að skipta um þær (skiptir alltaf um báðar) þarf að:
.
*Losa bremsudælurnar og diskana
*Losa 3 bolta (tólfkanntaður haus í tommumáli) sem skrúfast innanfrá gegnum spindlana í nöfin. Þeir geta verið mjög fastir en þola ótrúlega mikil átök.
*Fjarlægja öxlana, stykkið sem hjólalegan situr í getur verið fjandanum fastara í spindlunum- best að fá auka bolta (eins og þessa þrjá), skrúfa hann næstum alveg inn og slá svo á hausinn. Þannig losar þú um dótið.
*Tappa af drifinu og rífa lokið af.
*Losa 4 bolta sem halda legubökkunum á kögglinum.
*Spenna drifið út. Passa MJÖG VEL upp á stilliskinnurnar sem eru sitthvoru megin við drifið, verða að fara allar í aftur og á réttan stað.
*Rífa út dósirnar og skella nýjum í.
.
Í samsetningunni þarf að passa upp á stilliskífurnar, nota herslumæli til að herða legubakkana og fara varlega þegar öxlunum er ýtt inn til að skemma ekki dósirnar og síðast en ekki síst skella olíu á drifið 😉
.
Freyr Þ
-
AuthorReplies