Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.05.2013 at 00:31 #765759
Lýst vel á hugmynd Tedda, að vera með sæti svo menn geti sest niður og spjallað um það sem fyrir augu ber í rólegheitunum. Ég verð með bíl á sýningunni og stefni á að vera töluvert á staðnum, þykir það oft vanta að geta spjallað við eigendur á sýningum sem þessari.
Kv. Freyr
08.05.2013 at 00:34 #765847Hita með gasi, ekki máttlausum brennara sem gerir það rólega því þá fer svo mikill hiti í leguna og öxulinn heldur nota alvöru gastæki og ná miklum hita í rónna á stuttum tíma. Hitaðu bara einn stað á henni þannig að hann roðni og rúmlega það og róin mun losna auðveldlega. Annars gæti kraftminni gashitari/brennari dugað en ekki hita endalaust samt vegna fyrrnefndra áhrifa á öxul og legu.
Gætir einnig borað í hana þannig að lítið efni sé eftir á einu stað í hringnum og sprengt hana svo með meitli.
Prófaðu ryðolíu. Ekki eitthvað multi drasl á borð við wd40 heldur olíu sem hönnuð er 100% sem ryðleysir. Þær eru margar til en tvær bera af. Olía sem benni selur í appelsínugulum brúsum og svo "mega loose" frá Kemi.
Notaðu sexkannt topp er ekki 12
Freyr
06.05.2013 at 00:54 #765769Er ég einn um að þykja þetta óþægilegt inngrip í svo mikilvægan öryggisbúnað? Hvað með að setja það til hliðar og hreinsa það sem þú getur og mála, síðan gera slíkt hið sama við hina hliðina? Sjálfur myndi ég bara kaupa nýtt belti eða e.t.v. notað ef það fyndist í topp lagi. Ef þú gerir þetta mæli ég með að skera ekki á saumana og sauma aftur á sama stað heldur skera það sundur við saumana svo þegar það er saumað aftur saman er það á nýju svæði en ekki á svæði sem er sundurstungið fyrir.
Kv. Freyr
27.03.2013 at 21:17 #764547WGS 84 er málið og svo hdd.mm.mmm. Hjá yngra fólki er stundum eitthvað annað format og þá ekki neitt eitt sérstakt frekar en annað. Hinsvegar er algengara hjá þeim sem eldri eru að þau séu stillt á Hjörsey 55 þar sem það var venjan fyrir slatta áum síðan, þ.e.a.s. að því gefnu að menn séu með annað en wgs 84 sem nær allir notast við.
Kveðja, Freyr
20.03.2013 at 22:45 #764721Ég er á því að GPS og vhf sé ófrávíkjanleg skylda í vetrarferðum. Ég er t.d. með 176 bíltæki og bíla-vhf stöð sem ég nota alltaf. Síðan er ég með til vara garmin 60 handtæki (einnig með korti) og hand-vhf stöð. Þetta nýtist sem vara búnaður ef aðal tækin klikka. Einnig er þetta til að maður geti farið fótgangandi frá bílnum í neyð og verið öruggur, hvort sem er til að fara einhverjar vegalengdir eða bara labba upp á næsta fjall til að komast í samband ef bíllinn er fastur á "dauðu" svæði. Að lokum getur verið þægilegt að senda coarann út til að ganga á undann hópnum til að velja heppilegustu leiðina og þá er mjög þægilegt að vera með handstöð. Þá þarf coarinn ekki að koma til baka yfir t.d. gil til að leiðbeina mönnum heldur getur gert það jafn óðum.
Kv. Freyr
20.03.2013 at 00:52 #764701[quote="Elías":hov75spk]Bergur spyr. Ekki óalgengt vandamál.
1. Hvernig er loftinntak varið gegn skafrenningi? Með t.d. 10 mm svörtu snjóvarnarfilter utan um síuna. (loftræstifyrirtæki).
2. Hvernig er kveikjukerfi bensínbíla varið gegn raka? Með þar til fáanlegu rakaspray sem verndar samsetningar. Kertaþræðir og allur búnaður þarf að vera yfirfarin fyrir ferð.
3. Hvað eru góðar kallvenjur í VHF? Kalla á viðkomandi félaga með nafni (ef þú ert í hóp). Annars kallar þú á þann sem þú ætlar að ná í og til baka segir þú þitt nafn og rásina sem þú kallar á.
4. Þarf maður að hafa vara loftsíu? Það er gott að haf eina til vara. Maður veit aldrei í hverju maður lendir.
Kv. Elli.[/quote:hov75spk]Rakavari á samsetningar er óþarfur ef hlutirnir eru í lagi. Í mínum huga er hann plástur á vandamál sem koma upp í ferð en ekki góð forvörn því með tímanum safnast í hann drulla sem svo safnar í sig raka sem síðan veldur vandamálum.
Kv. Freyr
20.03.2013 at 00:49 #764699[quote="bergurp":1pr922e7]Í framhaldi af ofangreindu mætti spyrja (svona fyrir leikmenn og til að læra eitthvað á æfintýrinu):
1. Hvernig er loftinntak varið gegn skafrenningi?
2. Hvernig er kveikjukerfi bensínbíla varið gegn raka?
3. Hvað eru góðar kallvenjur í VHF?
4. Þarf maður að hafa vara loftsíu?
5. ….[/quote:1pr922e7]1. Eins og Benni nefndi þá er það með því að taka það á heitum stað. Á mínum cherokee er ég með það á köldum stað (hafði mikið fyrir því að útiloka hitann frá síunni til að auka vélaraflið örlítið) en ef ég lendi í aðstæðum þar sem sían fyllist mun ég einfaldlega losa inntaksbarkann frá síunni og vísa honum aftur. Þá tekur hann loftið aftast yfir vélinni/pústgreininni og þar er ekkert kóf. Þá er að vísu engin loftsía en það skiptir engu einhverja kílómetra í snjó, passa bara að það séu kanski ekki moldarkögglar eða ryhaugar alveg kringum inntakið. Svo hef ég einnig kost á að tengja inntakið inn í bíl gegnum hvalbakinn, það er hugsað fyrir djúpar ár en væri í algjörri neyð hægt að tengja það þannig í skafrenningi. Þó myndi slíkt hafa í för með sér að snjór myndi sogast inn í bílinn. Meðfylgjandi er mynd af þessu:
[img:1pr922e7]http://sphotos-h.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/285349_248860928476247_2260892_n.jpg[/img:1pr922e7]
Eins hef ég gert það 2x (á öðrum bílum) að taka síuna bara úr þar sem þær fylltust bara strax. Þó K&N síur (og aðrar sambærilegar) síi ekki eins vel og pappi ryk og álíka þá hafa þær yfirburði í svona málum. Hreinsar bara snjóinn úr þeim og notar aftur og aftur….
2. Nr. 1, 2 og 3 er að hafa hlutina í lagi. Sem dæmi þá keypti ég nýtt lok, hamar, kerti og þræði um leið og ég eignaðist jeppann minn 2009. Síðan skipti ég aftur um þessa hluti 2012 þó það sæi ekki agnarögn á þeim bara til að hafa þetta 100%. Þetta kaupi ég orginal en ekki eitthvað "low budget" drasl. Þegar ég skipti þessu út síðast betrumbætti ég búnaðinn. Á lokinu er öndunargat með gúmmíhettu sem vísar því niður (ofaná lokinu bara). Ég fjarlægði gúmmíhettuna og setti á stútinn slöngu sem nær efst upp í hvalbak og er þar staðsett svo að vatn kemst ekki að henni. Einnig þétti ég samskeyti loks og kveikju 100% með góði kítti. Að lokum þá er gott að hafa með rakavörn á spreybrúsa til að úða inn í lokið ef í harðbakkann slær, hef þó ekki gert það sjálfur en fékk þessa ábendingu í umræðunni um nýyfirstaðna ferð. Ef slíkt er ekki til staðar er hægt að væta tusku í bremsuvökva og bera hann á innanvert kveikjulokið, gamalt húsráð sem ég hef þó ekki reynt sjálfur.
4. Vara loftsía er ekki vitlaus hugmynd en dugar þó afar skammt ef inntakið fyllist á annað borð, græðir lítið á að komast kanski 2 km í viðbót og vera þá með tvær ónýtar pappasíur. Ég myndi a.m.k. ekki nenna að hafa með mér auka síu heldur bara taka hana úr ef hún er til vandræða. Hreinsa úr henni snjóinn eins og hægt er og láta hana svo þorna inn í bíl svo hún sé nothæf þegar aðstæður batna. Hafa þó í huga að ef sían er illa farin borgar sig ekki að nota hana vegna hættu á að hún geti e.t.v. farið inn á vél (á við pappasíu sem hefur rennblotnað). Þá væri betra að setja bara sokka yfir inntaksbarka og festa þá tryggilega (helst með hosuklemmum en ekki bara tape) til að útiloka að sokkarnir fari inn á vél.
Kveðja, Freyr
17.03.2013 at 16:15 #763381Hef umgengist marga svona patrola og átti einn ’95 á 38" dekkjum með 5,42 hlutföll og intercooler. Í heildina litið var ég mjög ánægður með hann. Þægilegri ferðabíl hef ég ekki átt og ég kunni vel við hann sem slíkann að öllu leiti. Það sem ég fann að honum var að vélin var ekki nógu seig á lágum snúningi og full þungur m.v. dekkjastærð til að vera öflugur í snjó. Þar sem ég geri kröfu um að vera á öflugum snjóbíl seldi ég hann og fór á jeppa sem er 500 kg léttari og með öflugri vél (cherokee). Hinsvegar er patrolinn þægilegri en jeep-inn í allri venjulegri ferðamennsku.
Ef þú gerir kröfu um að vera á öflugum snjóbíl skaltu sleppa því að fara á svona patrol. Ef þú hinsvegar sættir þig við að þurfa einstaka sinnum að nota för eftir aðra og dugar í þeim tilfellum að vera með og komast á leiðarenda þá er vandfundinn sá bíll sem hentar betur en svona patrol í mínum huga.
Lýk þessu með þeim orðum að ég gæti vel hugsað mér að eignast svona bíl aftur.
Kveðja, Freyr
17.03.2013 at 14:32 #764485Hvað urðu margir jeppar eftir upp á jöklinum?
14.03.2013 at 15:10 #764421Hópurinn "jeppar" lagði af stað í gær og gisti í Þúfuvatnaskála. Þangað var bara auður vegur og ekið í 12 pundum. Varasöm úrrennsli á Kvíslarveituvegi. Á Sprengisandi er föl á öldutoppum en autt víðast hvar nema í lægðum, þar er ís. Hópurinn er nú að nálgast skálann í Gæsavötnum. Þar er harðpakkaður foksnjór í lægðum en melurinn upp úr á öllum hæðum. Á stöku stað er mýkri nýlegri snjór en það eru bara stutt og lítil höft, ennþá mikið loft í dekkjum.
Kveðja, Freyr
14.03.2013 at 13:28 #764419Ég lauk ferðaundirbúningnum með því að fara í bakinu 2 tímum fyrir brottför í gær og ligg flatur heima. Því bíð ég spenntur eftir fréttum og myndum úr ferðinni….
Kveðja, Freyr
28.01.2013 at 02:25 #763117Ég er nú mjög langt frá því að eiga tæki í þessum dúr en ég hef alltaf gaman af að skoða svona græjur, bæði á netinu og í raun. Vona að þetta komist á laggirnar svo maður geti notið þess að fylgjast með.
Kv. Freyr
27.01.2013 at 03:11 #762183Fáum við að sjá uppfærðan lista yfir þátttakendur?
Sjáumst á fjöllum, Kv. Freyr
21.01.2013 at 01:26 #762867Gaman að lesa þetta. Ef ég man rétt sá ég einhverntímann kvikmynd um leiðangurinn, veit einhver hvar hana er að finna?
18.01.2013 at 23:52 #762773Þetta líst mér vel á!
17.01.2013 at 14:33 #762141Búinn að greiða fyrir mig + 1, afsakið töfina….
Kveðja, Freyr r3671
16.01.2013 at 13:27 #762561"Það er gert með því að velja í ferlinu langa og leiðinlega "upload applet"." Hehe, skemmtileg framsetning, prófa þetta einhvern daginn…
Kv. Freyr
15.01.2013 at 00:52 #762557Ákvað að prófa albúmið til að vera betur umræðuhæfur. Eftirfarandi punktar standa upp úr:
1. Það tók mig 9 mínútur að setja inn 8 myndir.
2. Hvað er málið með alla valmöguleikana? Hinn almenni notandi vill bara geta valið myndir og ýtt á einn hnapp til að setja þær inn, ekki þurfa að renna gegnum heila síðu af "dóti "og með dálk til hliðar með enn fleiri möguleikum.
3. Það er glatað að geta ekki opnað bara einn glugga, haldið inni ctrl og valið allar myndirnar sem eiga að fara inn. Hér þarf að velja "add photo" fyrir hverja mynd, velja þannig 2 í einu og svo uploada, svo er ferlið endurtekið aftur og aftur – mjög tímafrekt.Liður 3. einn og sér nægir til að ég efast um að ég nenni að nota albúmið nema að mjög takmörkuðu leiti. Þetta er kjánalega seinlegt m.v. aðrar síður.
Kv. Freyr
15.01.2013 at 00:34 #762555Í stuttu máli sagt er ástæðan tvíþætt:
1. Þegar lokað var á skrif utanfélagsmanna dó spjallið. Um svipað leiti varð jeppaspjallið til og hópuðust þangað virkir netverjar og þar með varð til nýr umræðuvettvangur. Sú síða hefur verið mjög lifandi og mikið um að vera þar svo hvatinn til að snúa aftur á f4x4.is er ekki svo mikill.
2. Myndaalbúmið er hörmung. Nú til dags eru flestar síður sem maður notar settar upp með þeim hætti að maður einhvernveginn kann bara á þær strax, þarf ekki að hugsa mikið eða spá í hlutina. Það eitt að albúmið sé það flókið að mætur maður hafi ákveðið að búa til kennslumyndband um notkunn þess segir allt sem segja þarf. Ekki hjálpar svo til Facebook sprengingin, eftir að menn fóru að hrúga þangað myndum minkar hvatinn til að gera það hér. Ég nenni a.m.k. ekki að halda úti 2 myndasíðum. Á meðan það tekur mig örfáar mínútur að búa til albúm þar með tugum mynda gat það tekið lungann úr kvöldinu að gera slíkt hið sama hérna.
Kveðja, Freyr
13.01.2013 at 12:30 #762089"Verðið er ekki komið á hreint (ca.5-50þús) en borga verður fyrir 14. janúar 2013 til að halda plássinu.
Aðeins 45 gistirými eru í boði og ekkert prútt með það."Hvað kostar í ferðina og inn á hvaða reikning? Ef það er komið á hreint hef ég hug á að borga þetta í dag til að staðfesta þáttöku.
kv. Freyr
-
AuthorReplies