Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.03.2009 at 15:42 #643800
Sælt veri fólkið.
Tengdi staðgreiðslukortið á heimasíðunni og arkaði svo á næstu Shell stöð, þann 19.03.
Diesel 150 kr á dælunni. Keypti 41.81 L og fékk í afslátt 293 kr. sem gera 7 kr. á líterinn.
Ekki séð neina leiðréttingu á þessu ennþá. Er eitthv. sem ég þarf að gera eða………
13.03.2009 at 19:27 #643376Ekkert um örgjörva í bréfinu sem ég fékk. En ég get ekki skilið bréfið á annan veg að ef ég virkja ekki kortið sem staðgreiðslukort, þá virkjast ekki afslættir.
"Um leið og þú hefur virkjað kortið, veitir það þér fasta afslætti hjá Skeljungi og Bensínorkunni, þegar greitt er með því fyrir eldsneyti og vörur."
Þ.e. reikningsviðskipti eða afslættir?
13.03.2009 at 18:57 #643372Eru þá viðskiptakortin dottin úr gildi? Nýja kortið var að koma í pósti í dag og í lettersbréfinu er mér sagt að ég geti vikjað það sem staðgreiðslukort og tengt það við hvort heldur kredit eða debetkort. En eru sum sé reikningsviðskiptin dottin upp fyrir?
08.05.2008 at 21:41 #622602enda er ég nú ljóshærð og kem kanski ekki almennilega frá mér aðdáun minni á einmitt lc70-lc78. Ég ólst nú upp í gammeldags hlandráfurum (Landrover öðru nafni) á smergelskífum á vestfirskum vegum og snjósköflum, svo mér finnst nú minn 2000 árgerð af LC78 himnaríki. Dettur til dæmis ekki í hug að setja eitthv. mýkra undir hann en orginal fjaðrirnar, þá fer allur sjarmi af honum. Er reyndar ekkert í snjóferðum nú til dags, svo ég þarf ekki mikla breytingu á bílinn, lét mér nægja 35" breytingu.
08.05.2008 at 12:44 #622596af hverju ekki að fá sér bara almennilegan bíl, eins og til dæmis LC70 eða LC78 í staðinn fyrir að mekkanóast svona út og suður?
Þarf ekki bara að hóa saman fólki sem vill eiga almennilega bíla og flytja þá inn sjálft frá t.d. Þýskalandi (með öllum EES stöðlum etc).
21.03.2008 at 12:47 #605526keyrir um 30.000 km á ári (og ekki á "rúntinum") svo þetta skiptir mig nk. máli, þess vegna nenni ég kanski að fylgjast betur með en margur annar.
Ég endaði reyndar með að fá mér litla sparneytna Toyota Corolla diesel, og það hefur verið besta verðlækkunin á eldsneyti fyrir mig, þrátt fyrir að hafa keypt hana nýja. Spara sum sé "Frystikistuna"í keyrslu í staðinn.
21.03.2008 at 12:25 #605522Takk fyrir svarið Tryggvi.
Málið er að í svona ruglingsheitum hættir fólk að reyna að pæla í hvar ódýrast er að verzla hverju sinni. Það hlýtur að vera Skeljungi í hag að koma þessum málum á hreint svo auðvelt sé að finna sambærilegar upplýsingar.
Ég bý á Selfossi og bý þar af leiðandi nk. vel að samkeppninni, enda eru ekki færri en 3 samkeppnisaðilar á ca ferkílómetra, en kanski 10 aura munur á milli þeirra, í mesta lagi. Það vill brenna við að verðin sem auglýst eru á vefsíðunum (hef ekki notað Skeljungskortið á Selfossi ennþá) stenst ekki þegar að dælunni er komið, sérl. hjá einum þessara aðila, OB, hefur komið x 2 hjá mér frá áramótum að verðið sem gefið er á heimasíðunni stenst ekki nk. mín síðar þegar að dælunni var komið.
En mér heyrist nú á fólki, bæði hér á síðunni og annars staðar, að það sé bara ekki klárt á hvort að afslátturinn hjá Skeljungi skilar sér rétt. Því að ef fólk er að taka eldsneyti á einni af þeim stöðvum þar sem verðið er lægra en annars staðar, þá þarf fólk að muna hvert verðið á skiltinu var þegar reikningurinn kemur í lok mánaðar til að vita hvort afslátturinn skilar sér. Af hverju, þegar allt er nú á tölvutæku formi, er ekki hægt að sýna afsláttinn strax? Kanski verður það komið í nýja kerfinu sem á að koma í marz? Ef svo er, fínt.
21.03.2008 at 11:03 #605518Þetta var fyrirsögn á einu innslaginu á þennan þráð í desember held ég, svar við pósti þar sem ég spurði í sakleysi mínu af hvaða verði afslátturinn er reiknaður. Í því svari var sagt að sá afsláttur væri reikaður af því verði sem fram kæmi á skiltinu hjá stöðinni. Nú er sagt að afslátturinn sé reiknaður af hæsta verði á landinu!? Á heimasíðu Skeljungs hefur amk. til skamms tíma ekki verið gefið upp verð í fullri þjónustu hér og hvar um landið, eing. af sjálfsafgreiðslu. Síðan sem kemur fram í svarinu fyrir ofan þetta hefur ekki legið á lausu (nema ég sé raunverulega blondina og ekki fundið hana) Þannig að ekki er verið að auðvelda fólki um of að ath. hvort shell með afslætti sé raunverulega það hagstæðasta sem býðst.
17.02.2008 at 10:50 #614396Hefur einhv. ykkar flutt inn óbreyttan bíl frá USA? og kanski tekið með ykkur framdrifið í leiðinni?
Spyr af því að það er hægt að fá óbreyttan E350 (ódýrustu útgáfu frá Ford) bíl frá árinu 2005 á um 15.000 dali (þar, gjöld hér ekki talin með), lítið keyrðan og skv. myndum amk. í góðu standi, hrár í afturrými en meiningin er hvort sem er að innrétta hann sem 4×4 húsbíl, ekki sem fjórhjóladrifinn snjósleða.
Er það risky buisness? Hvaða innflutningsleiðir hefur fólk verið að nota?
07.02.2008 at 21:10 #613248myndi LC78 (2.3 t) á 35" sleppa inn í himnaríkið (klúbbinn)?
04.02.2008 at 23:03 #612726Litasjetteringuna eða hver fer best við hvaða bíl? eða..?
04.02.2008 at 22:57 #612974[url=http://www.flickr.com/photos/eygloaradottir/2243073996/:dad992p1][b:dad992p1]Bíll fyrir fólk með góðan smekk![/b:dad992p1][/url:dad992p1]
04.01.2008 at 20:31 #608778að fulltrúar kvenþjóðarinnar í jeppakvennsku myndu líka mæta á námskeið, vatnsgreiddar aftan eyrna í flestu sem fjallakvennsku tilheyrir.
10.12.2007 at 20:11 #605492jafn hreint og beint og þau hafa nú komið fram við landann í gegnum árin:)
10.12.2007 at 19:34 #605488þannig ef ég kaupi diesel hjá skeljungi sem í dag er 140 kr/l (þ.e. það verð sem gefið er upp sem viðmiðunarverð og afsláttur veittur af því) í dag, en greiði það síðan um næstu mánaðarmót, þegar verðið verður kanski komið í 150 kr, hvaða verð borga ég þá endanlega? 128 eða 138? Spyr því að ég fæ lítrann í dag á 131.3 hjá OB (frelsi) og hjá 134.3 (Atlantsolía með afslætti) og veit að það er verðið sem ég greiði hjá þessum fyrirtækjum.
02.10.2007 at 12:36 #200902Nei, smá grín (svona eftir að hafa lesið umræðuna á síðustu dögum).
Langar hins vegar að forvitnast um hvert væri gangverð á Landcruiser 70 2000 árgerð, 35″, sem er í mjög góðu lagi, 120 þús km.
-
AuthorReplies