Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.03.2008 at 20:55 #617734
Sæll Kristinn
Ertu búinn að fullvissa þig um að rofinn sé biðar? Það getur þú gert með því að aftengja báða vírana frá honum, og tengja vírana saman, en þá á að koma ljós.
Sé rófinn málið, þá eru allir svona rofar mjög svipaðir. Auðeldast er fyrir þig að fara í Vöku og finna þér rofa sem er líkur eða eins og þinn, eða allavega einhvern sem er auðvelt að mixa í. Kostar nánast ekki neitt, og þarft ekkert að bíða.
Kveðja,
Emil Borg
12.03.2008 at 16:03 #617426Sælir
Okkur dettur ekki í hug að komast nálægt því sem Palli stóð fyrir hér um árið. það hefur aldrei staðið til.
það sem mér vakir er ekki að skamma neinn fyrir að nenna ekki að taka þátt. Frekar að koma umræðu af stað, og heyra skoðanir ykkar á því hvort þetta sé þarft, eða tímaeyðsla.
Það hefur oft verið kvartað yfir skorti á dagsferðum, en þörfin hefur líka verið frekar óljós.
Kv.
Emil
12.03.2008 at 11:22 #617416Beggi spyr hvort ferðin hafi verið auglýst nógu vel. Það er spurning. Við erum búnir að setja tvær fréttir hér á forsíðuna, það er búið að auglýsa hana á allavega einum, ef ekki tveirmur félagsfundum, búið að auglýsa hana í Fréttablaðinu og í útvarpi.
Spurning…..
Og varðandi tilhögun, þá verður þeim sem hafa sýnt áhuga sendar allar upplýsingar eftir fund hjá okkur aðstandendum í kvöld. Við höfum ekki viljað klára skipulagið fyrr, aðallega vegna þess að nú fyrst er komin marktæk veðurspá fyrir helgina.
Emil
12.03.2008 at 10:30 #202093Sælir félagar
Ég er að velta því fyrir mér hvort ykkur þyki við vera að eyða tímanum til einskis með því að fara í bíltúr á laugardaginn.
Við höfum sent pósta á allar nefndir í klúbbnum með óskum um aðstoð, og einnig stofnað annan þráð hér á vefnum þar sem við óskum eftir umræðu og aðstoð. Fram að þessu hafa 5 manns boðist til að aðstoða okkur, en enginn séð þörf til að ræða um þetta á nokkurn hátt.
Samkv. skoðanakönnuninni sem við settum í gang ætla 22,5% af þeim 31. sem hafa svarað könnunninni örugglega að koma með, eða ca. 6 manns. Því spyr ég aftur. Er þetta alger tímaeyðsla hjá okkur?
Kv.
Emil
10.03.2008 at 16:48 #617160Sælir
Ég keypti fyri stuttu Garmin GPSMAP 276C af [url=http://gpsdiscount.com/:vknsgitk][b:vknsgitk]Þessum hér[/b:vknsgitk][/url:vknsgitk]. Tækið ásamt aukahlutapakka kom heim á rúmlega 40þús. Mér skils að sami pakki hjá RS kosti rúmlega 100þús.
Tækið kom heim á 5 dögum og var borið heim að dyrum. Ég get fyllilega mælt með þessum söluaðila, og á örugglega eftir að kaupa af honum aftur.Tækið er einnig mjög flott og skemmtilegt. Ég hef ekki séð annað flottara, þó mér þyki skjárinn heldur lítill. Það er þó ekki auðvelt að finna tæki með stærri skjám.
kv.
Emil Borg
09.03.2008 at 12:39 #202063Sælir félagar
Þykir ykkur ekki ólíklegt að svona fengist samþykkt sem handbremsa?
Þetta er s.s. rafmagnsloki sem heldur þrýstingnum á bremsunum, eftir að pedalanum er sleppt. Maður stígur á pedalinn, ýtir á takkann, og bremsan helst á. Það mætti t.d. setja takkann undir handbremsu handfangið. Mér þykir ólíklegt að þetta fengist samþykkt sem handbremsa, en gæti verið sniðugt sem viðbót??
07.03.2008 at 14:06 #202045Sæl öll
Við sem stöndum að dagsferðinni 15. mars óskum eftir aðstoð. Okkur vantar góðan hóp manna og kvenna til að aðstoða okkur. Það þarf fólk til að vera hópstjórar og einnig vantar okkur fólk til að sjá um móttökur þegar hópurinn kemur til baka úr ökuferðinni. Við rennum auðvitað blint í sjóinn með það hversu margir koma, en gerum ráð fyrir góðum hóp, og því þurfum við að hafa vel mannað lið aðstoðarfólks.
þið sem hafið áhuga á að aðstoða við þetta spennandi verkefni, sendið endilega línu á litlanefndin@f4x4.is
Með fyrirfram þakklæti,
Emil BorgP.s.
Þið megið gjarnan segja hvaða skoðun þið hafið á þessu framtaki okkar.
07.03.2008 at 13:59 #616852Sæll Rúnar.
Ertu eitthvað hissa á því að bíllinn sé fúll útí þig? Þú sem skildir hann eftir í köldu baði heila nótt.En að startinu. Ég tek undir það sem Ágúst segir. það bendir allt á start relayið sjálft. Þau hafa nú átt það til að klikka af minna tilefni. Man ég það ekki rétt að hægt sé að taka það í sundur? Þá sérðu snerturnar í því. Annars er trúlega auðveldast að fá annað til að prófa. Dugi það ekki, er það bara útilokonar aðferðin. Reka sig til baka frá startaranum og þar til þú finnur hvar sambandið rofnar.
Kv.
Emil
05.03.2008 at 12:47 #616266… Ég líka
Kv.
Emil
03.03.2008 at 17:44 #615970Ég lenti í þessu hjá mér að bíllinn varð allt of hár þegar ég setti púðana undir grindina. til að laga það gerði ég nokkuð gott skarð í grindina. Sauð þykkt flatjárn í skarðið og felldi loftpúðann s.s. upp í grindina. Ofan á hana gat ég sett prófíl til frekari styrkingar. Ef ég man rétt fóru púðarnir 8cm. upp í grindina.
Þetta hefur virkað mjög vel. Er búið að vera undir bílnum í nokkur ár og algerlega vandræðalaust.kv.
Emil
02.03.2008 at 21:45 #615740Síðasta hóp gengur mun betur eftir að hafa skilið pattann með vandræða dekkið eftir. Þær eru nú við Stóraverslón og gengur þokkalega.
Emil
02.03.2008 at 19:12 #615734Sælir
Ég var að tala við Hjördísi mína, en hún er í bíl með Möggu hans Magnúsar Helga, ef ég skil rétt. Þær voru að koma að Þjórsá, og eru búnar að vera á ferð frá hádegi. Það hefur tafið þær mikið að vera með patta með dekk sem ekki heldur lofti, og ekki er hægt að koma töppum í. Nú eru þær að skilja þann bíl eftir, enda eigandinn að leggja af stað með dekk, skilst mér.
Þær munu vera í leiðinda færi og leiðinda veðri. Það er augljóst úr þessu að ég verð að elda kvöldmatinn sjálfur, og trúlega morgunmatinn líka. Mér heyrist á öðrum að Kvíslarveituvegurinn sé erfiður, og einhverjar villtust út af honum og týndu veginum um stund. Hann mun þó hafa fundist aftur.Samkv. veðurspánni á veðrið að ganga niður hjá þeim í kvöld eða nótt, þannig að ferðaveðrið mun skána.
Ég hef ekki heyrt af neinum sem eru komnar í Hrauneyjar. Það væri fróðlegt að vita hvort þær séu allar þar fyrir ofan, eða hvort einhvarjar séu komnar niðurfyrir og þá jafnvel niður úr veðrinu.
Kv
Emil Borg
27.02.2008 at 16:03 #613292Sæl öll
Ég sleppi fáum tækifærum til að miðla af minni reynslu varðandi fartölfustanda.
Ég smíðaði standi í hiluxinn minn úr gömlum reiðhjólum. Þ.e. sagaði af tveimur stellum og notaði hraðfestingar til að festa sæti til að festa og snúa borðinu. Það virkaði mjög vel. var vel fast og auðvelt að hreyfa. Því miður á ég engar myndir af þessu.
En.. Svo vellti ég bílnum.
Ég hafði ekki ráðgert það frekar en aðrir, þannig að ég hafði heldur ekki hugsað mikið út í hvernig búnaðurinn færi í veltu. Farþeginn minn rakst í tölvuborðið sem var úr plexi gleri og braut það. Hann skrámaðist talsvert við það, en fyrir einhverja lukku skarst hann ekki. Tölvan losnaði úr festingunum, þó hún væri fest við borðið með tveimur teygjum úr bílslöngum. Hún kastaðist aftur í bílinn og brotnaði í klessu.það sem fyrir mér vakir er að benda fólki á að ganga eins tryggilega frá tölvunum og hægt er. festið borðin vel, og reynið að staðsetja þau þannig að engin leið sé að rekast í það ef eitthvað kemur fyrir. Festið einnig tölvuna tryggilega við borðið. forðist líka eins og hægt er að hafa hvöss horn eða brúnir sem geta skorið á borðunum.
Kv.
Emil
25.02.2008 at 12:09 #615278Sæll Agnar
Ef ég man rétt er þetta ekki spurning um kostnað. Þetta er ekki dýrt, en mig mynnir að skrá þurfi rásina á fyrirtæki. Það var allavega þannig þegar við félagarnir vorum að hugsa um þetta, en einhverra hluta vegna gerðum við aldrei meira en að hugsa.
Kv.
Emil
25.02.2008 at 12:06 #615238Sæll Björn
Þú mátt alls ekki sjóða flangsinn við öxulinn. Ef það er gert brotnar öxullinn rétt við suðuna. Það þekki ég af eigin raun eftir að hafa ferðast með bílum með þessum útbúnaði í fleiri en eitt skipti. Í eitt skipti eyðilagðist kíllinn þannig að við neyddumst til að sjóða þetta fast. það dugði í ca. 10 km. á vegi en þá datt hjólið undan.
Kv.
Emil
20.02.2008 at 10:53 #201910Ég sá að þeir eru líka farnir að nota 54″ dekk í Ameríku. Þetta svolítið öðruvísi en við gerum.
Kv.
Emil
09.01.2008 at 16:42 #609680Sæli r félagar
Eins og félagi Ofsi nefnir er starfssemi litlu- Nýliðanefndarinnar að fara í gang þessa dagana. Fyrsta nýliðakynningin verður haldin í febrúar, og í framhaldi af því er stefnan að fara í ferð. Dagsetning er ekki komin, en verður kynnt með góðum fyrirvara.Sú ferð, sem og aðrar sem farnar verða í nafni nefndarinnar verða ekki með takmörkunum á dekkjastærðum, nema það verði sérstaklega tekið fram. Þær verða því við hæfi allra jeppa, og auðvitað ræðst ferðatilhögunin af því.
Í Setrinu sem flestir eru nú búnir að fá, er auglýst ferð Litlunefndar um næstu helgi. Því miður láðist að taka hana af dagskránni, en af ferðinni mun ekki verða.
Að lokum vil ég hvetja þá sem hafa áhuga á að taka að sér að sjá um ferðir fyrir lítið eða ekki breytta bíla, í nafni klúbbsins, hvort sem er dags, eða helgarferðir, að hafa samband við mig.
Með kveðju,
Emil Borg
emil@myndarleg.org
13.12.2007 at 16:27 #606510Sælir
Eins og Rúnar bendir á eru 3 mismundandi gerðir af kertum í Hiluxinum. Svo skrítið sem það nú er, þá er allavega minn að nota 7v. kerti.
Í upphafi keypti ég 12v. kerti og þau gerðu ekki neitt. Hann var hræðilegur í gang.
Nú er ég búinn að vera með sömu 7v. kertin frá Bílanausti í nokkur ár, og án vandræða. Mín skoðun er sú að þau séu fyllilega jafn góð og frá Toyota, bara meira en helmingi ódýrari. (Eða voru það allavega þegar ég keypti þau.)Kv.
EmilP.s.
Ég lenti í vandræðum með stýringuna á kertunum. það er elektróník sem stýrir tímanum á hitanum. Á endanum henti ég því boxi, og setti rofa á spóluna fyrir kertin. Held rofanum bara inni í nokkrar sek. Það virkar bara flott, og getur ekki klikkað.
13.12.2007 at 14:18 #606424Æ Bjarni.
Hættu nú að skæla karlinn min. Ég skal koma með tissjú til að þurka tárin og nebbann þinn, og kanski jólaöl og kökubita til að laga þetta allt saman í kvöld.
Emil
12.12.2007 at 16:31 #606418Sko….
Þetta er auðvitað mjög merkilegt myndband, og að sjálfsögðu erum við með öll tilskilin leifi frá kvikmyndastofnun Íslands, Þjóðminjasafni, Einkaleifisnefnd og fleirum.
Enn ef fyrrnefndar ástæður eru ekki nægar fyrir því að kíkja á ræmuna, þá er þetta líka úr ferðinni þegar ég dreif mest og lengst. Sem betur fer er það til á mynd, því enginn myndi trúa því annars.
Emil
-
AuthorReplies