You are here: Home / Emil Borg
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Blessaður Propane.
Hefur þú miklar reynslu af flæjum á dieselbílum?
Þær gera jú ekki síður gagn heldur en á bensínvélum, en liggja ekki á lausu. Ég hef ekki enn fundið neinn framleiðanda. Og turbína (að ekki sé talað um millikæli líka) gefur jú mikið meiri aflaukningu. Auðvitað væru flækjur með túrbínunni toppurinn, en það er talsvert mikil smíðavinna.
En segðu mér eitt.
Hvaða reikniaðgerð notaðirðu sem lyfti Bronconum yfir 400 hestana? Eða eru þetta kanski eins og Yktur spurði, rugguhestar?
Emil.
Man ég ekki rétt að þú sért með rúm 400 hestöfl? Þá veitir þér nú ekki af 44" til að hemja aflið.
Sæll Bolli.
Þú ert ekki sá eini sem átt við þettavandamál að stríða. Þú ert nú samt örugglega heppinn miðað við okkur sem erum á svona bílum með dieselmótor. Kambarnir á 70…… En hvað um það.
Einn af mínum vinum er með bíl eins og þinn. Hann skrúfaði ofan í hann 1,4 toyota turbo. Þetta er orginal vél úr ca.’85 bíl sem hann átti áður. Bíllinn er ekki almennilega kominn í gang, en sá sem vélin er úr var eins og sprækur willis, nema að eyðslan var mun skaplegri. Þessi vél passar beint ofaní án nokkurra breytinga. (breyta þurfti 4 vírum)
Er þetta ekki eitthvað sem er þess virði að skoða? Er ekki klárt mál að bíllinn missir fullt af eginleikum við stærri og þyngri vél?
Ég er með Toyotu með loftpúða að aftan og Rancho RS9000 dempara. það er að virka fínt. Þeir voru undir bílnum þegar ég fékk hann og ég hef aldrei litið á þá.
Sæll Valdi.
Við fórum þarna uppeftir á sunnudaginn var. Það var smávægileg bleyta á veginum efst, en ekkert til að tala um. Færið var gott. Við keyrðum um jökulinn eins og okkur sýndist og fórum yfir á Mýrdalsjökul. Enduðum með að fara niður að Skógum.
Það eru nokkra myndir úr ferðinni í myndaalbúminu mínu.
Emil.
Hvernig hefur þú hugsað þér að tengja þetta saman? Ertu að spá í að nota túrbínuna eingöngu sem loftdælu? Ef svo er finnst mér þetta frekar dýr dæla. Eða er hugmyndin að blása pústi í dekkin?
Ég sé ekki í fljótu bragði hvernig þetta er gerlegt á hagkvæman hátt, en gaman væri að heyra þínar hugmyndir.